Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 47
EYGLÓ ÓSK
EINARSDÓTTIR
hve vænt þér og dóttur minni, Míu,
þótti hvorri um aðra.
Þakka þér fyrir allar góðu stund-
irnar, elsku Eygló mín, hvíl í friði.
Þinn bróðir
+ Eygló Ósk Ein-
arsdóttir fæddist
á Seltjarnarnesi
27.7. 1957. Hún lést
á heimili sínu, 81351
Prinees Hwy.,
Bombaderrý, N.S.W.
2541, Ástralíu, hinn
3. mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Þóra Kristjáns-
dóttir, f. 18.5. 1928,
og Einar Árnason, f.
1.9. 1930.
Systkini Eyglóar
eru Emil Róbert
Karlsson, f. 18.10.
1947, Einar Ingvi Einarsson, f.
9.3. 1951, og Ásta Árný Einars-
dóttir, f. 18.5. 1953. Önnur systk-
ini hennar eru Þórólfur, Elín
Dóra, Árni, Arnar, Áslaugur og
Elsku Eygló systir. Mig langaði
bara að þakka fyrir allar góðu
stundirnar sem ég átti með þér.
Þegar þú passaðir mig þegai- ég
var lítil stelpa bjóstu oft til þá allra-
bestu rjómakaramellu á pönnu sem
til er. Þegar ég faldi mig undir
snyrtiborðinu þínu og hlustaði á þig
og vinkonur þínar tala saman, sem
var að vísu ekki mjög vinsælt hjá
ykkur. Þegar þú fórst með mig í bæ-
inn að kaupa jólagjafir. Þegar við
hjóluðum út í Kópavog í kartöflu-
garðinn og Jón bróðir var með og
þið stálust til að reykja og ég kjaft-
aði ekki frá.
Svo þegar ég var eldri þá var þitt
heimili alltaf opið fyrir mig og Ulla
og Selmu Birnu og það var alltaf svo
gaman að koma til þín. Það var alltaf
verið að gera svo skemmtilega hluti,
eins og að spila, dansa, búa til góðan
mat, tala saman og skemmta okkur.
Þú keyptir oft uppáhalds blómin þín
þegar þú varst á leið heim úr vinnu,
fresíur, það var svo góð lykt af þeim
að borðstofan angaði af blómailm.
Þegar þú keyptir þér Muddy Fox,
þú varst glæsileg, ég man hvað þú
varst hamingjusöm. Svo fórstu frá
okkur, alla leið til Ástrah'u og ég
man ég sagði þér að fara því þú og
Dóra voruð alltaf svo miklar samlok-
ur, það var sko sönn ást.
Elsku Eygló, ég er svo fegin að
hafa fengið að sjá þig einu sinni enn,
sumarið ‘96, þegar þú komst með
elsku Ara litla frænda minn, sólar-
geislann þinn. En þú varst ekki al-
veg eins og þú áttir að þér, elsku
dúllan mín, þú hafðir gengið í gegn-
um mikla erfiðleika, knúsan mín, og
ég vildi að ég hefði getað sett stóran
plástur á þig, sagt allt bú’ og kysst
þig og allt hefði lagast. Svo fórstu
aftur.
Ég get ekki hugsað til þess að
eiga aldrei eftir að sjá þig, knúsa
þig, tala við þig, fá kort eða bréf frá
þér, vera með þér. En ég á þig þó
alltaf í minningunni, elsku Eygló, ég
veit þú ert í paradís og líður vel og
allir eru góðir við þig.
Elsku Ari Þór litli frændi, Dóra,
Kell, Diljá, Eric, Peter, Markus og
allir ættingjar og vinir hér heima á
Islandi. Guð veri með ykkur og
styrki í ykkar miklu sorg. Úlli,
Selma Birna og Úlfar Örn senda
ástar- og samúðarkveðjur og hundr-
að þúsund kossa.
Élsku Eygló, við hittumst aftur
og þá get ég knúsað þig í klessu.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín systir
Sigrún.
Elsku Eygló, frænka mín, uppeld-
issystir og vinkona.
Þegar þú komst á heimilið til okk-
ar í Kópavoginum varst þú sjö ára,
ég var einu árinu yngri og urðum við
strax góðir félagar. Þá hafðir þú
r Hiómabúðin >
öaf^ðskom
v v/ Fossvogskirkjugai‘3 ,
VSimii 554 0500
Guðlaug. Fósturfor-
eldrar Eyglóar eru
Erla Kristjánsdóttir
og Hafsteinn Er-
lendsson. Þeirra
börn eru Eyrún,
Þórður, Jón Grétar
og Sigrún.
Eygló var búsett í
Ástralíu frá 1990.
Sambýlismaður
hennar var John
Glenn Kelson, f.
1962. Sonur þeirra
er Ari Þór Kelson, f.
30.5. 1995.
títför Eyglóar fór
fram í Nowra í Ástralíu hinn 12.
mars. Minningarguðsþjónusta um
hana verður í Bústaðakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
20.30.
þegar lifað ýmislegt sem börn ættu
ekki að þurfa að upplifa. Ég minnist
margra góðra stunda, er við lékum
leikrit saman, dönsuðum og sungum
eða bara klóruðum hvort öðru á bak-
inu.
Við vorum á 16. og 17. árinu er við
fórum bæði í sumarvinnu austur á
Seyðisfjörð. Þú ílentist þar í ein
fjögur ár og er þú fluttist þaðan
bjóstu hjá mér í nokkra mánuði áður
en við afréðum að fara til Færeyja
saman, snemma árs ‘78, þar sem við
lentum í mörgum skemmtilegum og
skrítnum ævintýrum. Mér var upp-
álagt að passa vel uppá þig og koma
með þig til baka en samt gerðist það
að þú varðst þar eftir í nokkur ár.
Éftir að ég var kominn með fjöl-
skyldu minnist ég þess sérstaklega
Jón Grétar.
Með nokkrum fátæklegum orðum
langar mig að minnast þín, Eygló.
Það dró ský fyrir sólu hér á norð-
urhjara hinn 3. mars, þegar hel-
fregnin barst. Brosið þitt, hressi-
leikinn og hláturinn er þagnaður og
eftir stendur söknuðurinn, sem tím-
inn einn getur mildað. Þú valdir að
lífsstaifi að hlúa að og hjálpa þeim
sem veikburða eru og gera þeim lífið
léttara. Ég þekki það af eigin raun.
Það var ekki bara að þú gerðir hlut-
ina fljótt og vel, þú barst einnig
þennan ferska blæ sem ávallt fylgdi
þér.
En þótt þú sért horfin okkur lifir
þú áfram í litla sólargeislanum Ara
og minningum vina og vandamanna.
Sólin svíkur ekki börnin sín og fer
aftur að skína og búið er að kveikja
á stjörnunni þinni í himingeimnum.
Moldin er þín.
Moldin er góð við börnin sín.
Sólin og hún eru systur tvær.
En sumum er moldin eins hjarta kær,
því andinn skynjar hið innra bál,
sem eilífðin kveikti í hennar sál,
og veit, að hún hefur alltaf átt
hinn örláta skapandi gróórar mátt
og gleður þá, sem gleðina þrá,
gefur þeim öll sín blóm og strá,
allt - sem hún á.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf
er endurminning um göfúgt starf.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við bömin sín.
Sefar allan söknuð og harm
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐBERGUR SIGURSTEINSSON,
Smáratúni,
Vatnsleysuströnd,
lést á Landspítalanum mánudaginn 23. mars 1998.
Útför hans fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 28. mars
kl. 14.00.
Ágúst Þór Guðbergsson, Guðrún Sigríður Gísladóttir,
Steinar Smári Guðbergsson,
Magnús ívar Guðbergsson, Magnúsína Ellen Sigurðardóttir
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÍÐUR DAGRÚN FRIÐFINNSDÓTTIR
frá Kjaranstöðum
í Dýrafirði,
til heimilis á Suðurgötu 15,
Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstu-
daginn 27. mars kl. 13.30.
Hörður Karlsson, Anna Sigurðardóttir,
Þórdís Karlsdóttir, Kristinn Ásmundsson,
Hanna María Karlsdóttir, Sigurborg Daðadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ANDRÉS DAVÍÐSSON
kennari,
Áifhólsvegi 34,
Kópavogi,
lést á Landakotsspítala sunnudaginn 15. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd eða heimahjúkmn
Karitas.
Jakobína Stefánsdóttir
og fjölskylda.
og svæfir þig við sinn móður barm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð.
(D.S.)
Hvíl í friði.
Innilegar samúðarkveðjur til allra
sem eiga um sárt að binda.
Ástríður Karlsdóttir.
Þegar ég frétti að æskuvinkona
mín Eygló væri dáin helltist jfir mig
söknuður og minningar æskuár-
anna. Við höfðum verið vinkonur frá
því í barnaskóla og upplifðum ungl-
ingsárin saman og allt það sem þeim
fylgir. Þetta eru ógleymanleg ár hjá
flestum og þannig var það einnig hjá
okkur. Þessi ár voru yndisleg, full af
gleði, birtu og tilhlökkun til framtíð-
arinnar og nutum við þessara ára.
Eygló hafði margt til að bera, hún
var traustur, góður og skemmtileg-
ur félagi. Það var stutt í hlátur og
grín en einnig gat hún verið á alvar-
legri nótunum sem allir þurfa að
geta líka. Hún átti mjög auðvelt með
allt sem hún tók sér fyrir hendur ef
hún hafði áhuga á því og þá gekk
það alltaf upp. Hún átti mjög auð-
velt með að kynnast og umgangast
fólk og það laðaðist að henni, enda
valdi hún sér starf við að hlúa að og
hjálpa þeim sem máttu sín minna.
Mér eru svo minnisstæð árin eftir
fermingu. Ég hafði verið í sveit á
Skeiðunum hjá Stínu og Auðuni á
Kálfhóli og bað ég þau um hvort þau
gætu útvegað vinkonu minni pláss í
sveit sem þau og gerðu. Það var svo
að Gústa og Mæju í Skálmholti vant-
aði kaupakonur svo við Eygló réðum
okkur báðar þangað. Okkur þótti
frábært að geta fengið að vera á
sama stað. Eygló hafði aldrei verið í
sveit áður og var óvön dýrum og því
sem þeim fylgdi, moka flór o.fl. Hún
var ekta borgarbarn. Hún náði fljótt
tökum á öllum sveitaverkunum,
hvort sem var inni eða úti. í Skálm-
holti var mikið um hestamennsku,
riðið út, farið á hestamót, sýningar
og fleira og var þetta allt nýtt fyrir
Eygló og naut hún þessa sumars.
Við áttum margar góðar stundir
saman með fjölskyldunni í Skálm-
holti. Veturinn á eftir vorum við tíðir
gestir hjá þeim um helgar og öðrum
frídögum. Eygló nægði nú ekki
þetta eina sumar í sveitinni svo
ánægð var hún að næsta sumar réð
hún sig að Kálfhóli til Auðuns og
Stínu sem tóku henni opnum örmum
eins og þeirra var lagið. Eygló
minntist oft á hve ánægð og þakklát
hún var fyrir þessi ár í sveitinni og
að þetta hafi verið eitt af því besta
sem hún hafi upplifað.
Eygló vann á fæðingarheimili
Reykjavíkur. Svo heppilega vildi til
að á þessum ánim fæddi ég börnin
mín, svo Eygló var alltaf ein af þeim
fyrstu sem ég kallaði til mín. Áiltaf
kom hún strax og færi gafst á. Þetta
voru með yndislegustu stundum
okkar en hún átti svo auðvelt með að
gleðjast með manni, var svo ljúf og
natin. Hún var mér mjög kær vin-
kona. Ég vildi að ég hefði getað ver-
ið nær henni þegar hún eignaðist
drenginn sinn en ekki hálfur hnött-
urinn á milli. Þessar minningar eru
bara pínulítið af öllu sem við upplifð-
um saman. Eygló var yndisleg
stúlka og verður sárt saknað af þeim
sem þekktu hana og vil ég biðja góð-
an guð um að gefa litla drengnum,
sambýlismanni og fjölskyldu hennar
styrk á þessum erfiðu tímum. Með
þessum minningarbrotum vil ég
þakka þér, elsku Eygló mín, fyrir.
árin sem við náðum að eiga saman.
Guð geymi þig.
Þín vinkona
Bára Melberg.
+
Ástkær móðir okkar, fósturmóöir, tengda-
móðir og amma,
ÁSTA THORODDSEN MALMQUIST,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 27. mars kl. 13.30.
Guðmundur Malmquist, Sigríður J. Malmquist,
Jóhann Pétur Malmquist, Svana Friðriksdóttir,
Þórdís R. M. Ollig, Christian Ollig
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR GfSLADÓTTUR,
Ysta-Hvammi,
Aðaldal.
Oddný Jónsdóttir,
Hermann Aðalsteinsson,
Valgerður Jónsdóttir,
Aðalbjörg Jónsdóttir,
Helga Jónsdóttir,
Baldur Jónsson,
Þórólfur Jónsson,
Jónas Bjarnason,
Sigtryggur Árnason,
Gísli Kristjánsson,
Fanney Helgadóttir,
Þorbjörg Alfreðsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Gísli Halldórsson
og fjölskyldur þeirra.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
foreldra minna, tengdaforeldra, afa og ömmu,
BENÓNÝS MAGNÚSSONAR
og
RAGNHEIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilsugæslustöðvar og Sjúkrahússins á
Hvammstanga.
Guð geymi ykkur öll.
Sveinn Benónýsson, Svava Lilja Magnúsardóttir,
Ragnheiður Sveinsdóttir,
Hrönn Sveinsdóttir.