Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 1

Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 1
120 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 121. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kohl í kröppum dansi Bonn. Reuters. GYÐINGAR og raeðlimir í sam- steypustjórn Helmuts Kohl, kansl- ara Þýskalands, gagnrýndu í gær Kristilega demókrata (CDU) fyrir að líkja PDS, arftakaflokki a-þýska Kommúnistaflokksins, við Nasista- flokk Adolfs Hitlers. Er CDU, flokk- ur Kohls, sakaður um að standa fyrir „hræðsluáróðri" vegna þingkosninga sem framundan eru í Þýskalandi en Guido Westerwelle, kosningastjóri frjálsra demókrata (FDP) sem á aðild að samsteypustjóm Kohls, taldi slík- an málflutning ekki líklegan til að vinna atkvæði. Jafnframt sagði Ignatz Bubis, forseti samráðs gyð- inga í Þýskalandi, að samlíking Kohls við nasista væri „fáránleg" og að stjómmálamönnum ætti ekki að leyfast slíkur málflutningur. Kohl varð fyrir frekari skakkaföll- um í gær þegar ný skoðanakönnun sýndi að CDU er nú átta prósentu- stigum fyrir aftan SPD-flokk Ger- hards Sehröders í fylgi. CDU hefur skv. könnuninni 36% á móti 44% SPD, en í síðustu skoðanakönnun munaði einungis sex prósentustigum á fylgi flokkanna. -------------- 125 tonn af eldislaxi drepast Ósló. Morgunblaðið. EITRAÐIR þörungar halda áfram að valda norskum fiskeldismönnum erfiðleikum en undanfama daga hafa 125 tonn af eldislaxi drepist í kvíum í Tromsfýlki í N-Noregi og standa bæði dýralæknar og forstöðumenn eldisstöðvanna ráðþrota. Engin lyf eru til gegn þörungun- um sem leggjast á tálkn fiska og kæfa þá og heldur er ekki hægt að flýja þörungaflekkina með því að flytja eldiskvíarnar úr stað. „Maður stendur bjargarlaus gagnvart þess- um ósýnilega óvini,“ segir Rolf-Erik Berglund, forstöðumaður eldisstöðv- arinnar Blámannsvik í Kaldfjorden í Tromsfylki. I gær var hafist þai' handa við að háfa um 50 tonn af dauðum laxi úr kvíum. I byrjun maí ollu þörungar af annarri tegund usla í strandeldis- stöðvum í Suður-Noregi. Drápust þar um 500 tonn af laxi og urriða. Eitraðir sjávarþörungai- hafa um árabil valdið norskum eldisstöðvum talsverðum búsifjum. Alvarlegast varð ástandið 1988 og 1991 er rúm- lega 1.200 tonn af laxi drápust og stöðvarnar töpuðu jafnvirði rúmlega milljarðs íslenskra króna. Reuters. MOTMÆLAGANGA var farin í Bombay á Indlandi í gær gegn kjarnorkuvopnatilraunum Pakistana. Mót- mælendur brenndu gúmmísnáka sem tákna áttu erkióvininn Pakistan. Viagra olli skilnaði EFTIR fjögur ár án kynlífs hafði Viagra, nýja lyfið gegn getuleysi, svo góð áhrif á 70 ára gamlan milljónamæring í New York í Bandaríkjunum að hann ákvað snarlega að segja skilið við eiginkonuna. Eigin- konan, sem heitir Roberta Burke og er 63 ára gömul, hef- ur nú höfðað mál á hendur eig- inmanni sínum, Frank „Sonny“ Bernardo, og krafist skaðabóta upp á 2 milljónir bandarískra dollara, um 142 milljónir íslenskra króna. I ákæru eiginkonunnar segir að einungis nokkrum dögum eftir að ástarlíf þeirra hjóna komst í gang að nýju með aðstoð Vi- agra, eftir fjögurra ára hvíld, hafi Bernardo verið farinn að hitta aðra konu. Hann tók sig síðan til og gekk á dyr 5. maí síðastliðinn og býr nú með vin- konu sinni í New Jersey. Hann passaði hins vegar vel að gleyma ekki flöskunni með Viagra-lyfinu þegar hann yfir- gaf glæsilega íbúð þeirra Bur- kes í New York. Alþjóðleg fordæming í kjölfar frekari kjarnorkutilrauna í Pakistan Pakistanar segja kjarn- orkutilraunum lokið Nýju-Dehlí. Washington. London. Tókýó. Islainabad. Reuters. PAKISTANAR sprengdu í gær eina kjarnorku- sprengju til viðbótar þeim fimm sem sprengdar voi-u á fimmtudag. Fyrst í stað var talið að Pakistanar hefðu sprengt tvær sprengjur en þær fregnir voru síðan dregnar til baka. Segist Pakistanstjóm nú hafa lokið kjamorkutilraunum sínum í bili og bauð einn talsmanna hennar Ind- verjum nú til friðarviðræðna. Fulltrúi Indlands- stjórnar sagði Indverja ekki hafa uppi áætlanir að bregðast við nýjum tilraunum Pakistana með því að gera frekari kjarnorkutilraunir. Bandaríkin, Japan, Frakkland og Bretland fordæmdu kjarnorkutilraunirnar harðlega strax og fréttir bárust af þeim. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar kvað það hafa valdið Bandaríkjunum miklum vonbrigðum að Pakistanar skyldu ekki hafa orðið við óskum annarra ríkja um að sýna stillingu í kjölfar kjamorkutilrauna þeirra á fimmtudag. Hvatti hann bæði Pakistana og Ind- verja til að hafa hemil á sér, hætta við allar frek- ari tilraunir með kjarnavopn og draga úr yfirlýs- ingum sem yllu aukinni spennu. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, tók í sama streng og sagði í yfirlýsingu að áframhald- andi tilraunir „væru alls ekki til þess fallnar að tryggja öryggi Pakistana. Þær auka enn frekar spennu á þessu svæði og valda miklum áhyggjum vegna kjamorkuvopnakapphlaups í Suður-Asíu.“ Sólarhring áður en tilraunirnar voru gerðar hafði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hvatt Indverja og Pakistana til að sýna skynsemi og stillingu. Jaswanth Sing, háttsettm' fulltrúi Janata- flokksins, sem fer með stjórn Indlands, sagðist í sjónvarpsviðtali í gær harma kjamorkutilraunir Pakistana en lýsti jafnframt skilningi á ákvörðun Pakistana. Því gæti hann ekki fordæmt þær. Segja sínar aðferðir þróaðri en Indverja Aðspurður um það snemma í gærmorgun hvort Pakistanar hefðu sprengt tvær sprengjur til viðbótar sagði Gohar Ayub Khan, utanríkis- ráðherra Pakistans, svo vera „með Guðs hjálp“. Seinna leiðréttu Pakistanar þessar fregnir og sögðu eina sprengju hafa verið sprengda. Tilraunimar fóru fram í Baluchistan-héraði Pakistans eins og þær fyrri og hafa Pakistanar nú alls sprengt sex kjarnorkusprengjur, jafn margar og Indverjar hafa sprengt frá árinu 1974. Khan hafði áður viðurkennt að Indland og Pakistan ættu nú í kjamorkuvígbúnaðarkapp- hlaupi. „Því miður er það rétt, Indland hefur þvingað okkur út í það.“ Indverjar sögðust í síðustu viku vera reiðubún- ir að stöðva frekari kjarnorkutilraunir í sam- vinnu við önnur ríki. Utanríkisráðherra Pakist- ans sagði hins vegar að hann hefði fengið vís-- bendingar um að Indverjar áfonnuðu að sprengja eina sprengju til viðbótar í júlí. í viðtali sem birtist í gær sagði Abdul Qadeer Khan, helsti vísindamaður Pakistana á sviði kjamorku, að tilraunimar á fimmtudag hefðu tekist afar vel. Hann hélt því jafnframt fram að sú tækni sem Pakistanar hefðu notað við spreng- ingarnar væri miklu háþróaðri og öruggari en sú sem Indverjar hefðu beitt. Khan, sem er hetja í augum almennings og stjómvalda í Pakistan eftir sprengingamar á fimmtudag, sagði að kjarn- orkutilraunirnar sönnuðu fyrir Indverjum að Pakistan réði einnig yfir kjarnavopnum og að Indverjar myndu því „hugsa sig um tíu sinnum áður en þeir gerðu árás á Pakistan.“ Lífróð- ur í Lands- banka Vinnan er besta lyfjagjöfin Frsmliræmda- stjérimeð ritlimg íélóðimi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.