Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 24
24 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
EIÐUR Smári hefur
sannarlega fetað í
fótspor föðurins - og
vonandi jafnar hann
sig á meiðslunum og
skráir nafn sitt í
sögubækur fyrir frækilega frammi-
stöðu á knattspymuvöllum álfunnar,
eins og Amór gerði. Sonurinn er að-
eins 19 ára, en hefur engu að síður
þegar verið atvinnumaður í knatt-
spyrnu í nærri fjögur ár hjá PSV
Eindhoven í Hollandi, sem hann
segir draumastað til að hefja ferilinn
og Holland sé að hans mati ákjósan-
legasta landið íyrii' unga knatt-
spymumenn. Ahersla sé lögð á
sóknarleik og mikinn hraða og
einmitt sé dýrmætt að kynnast því.
Meðbyr var mikill í byrjun en
Eiður hefur haft sterkan vind í fang-
ið síðustu tvö árin, vegna slæmra
meiðsla í leik með landsliði 18 ára og
yngri gegn Irum. Hann kom nýverið
heim, samningur hans við PSV
rennur út 1. júlí, Rosenborg í Nor-
egi hefur sýnt Eiði Smára áhuga en
hann samdi við KR og verður hjá fé-
laginu í sumar. Framhaldið er óráð-
ið nema hvað hann er staðráðinn í að
halda áfram af fullum krafti í þessu
starfi. Segist nú níu kílóum of þung-
ur, en æfir af krafti og vonast til að
fá að spreyta sig fljótlega - um leið
og nauðsynlegir pappírar berast frá
Hollandi til að hægt verði að veita
honum leikheimild hériendis.
Annað kom aldrei til greina en
verða knattspyrnumaður að atvinnu,
segir hann. Faðir hans var einn
besti leikmaðurinn í Belgíu þegar
Eiður Smári var barnungur og hann
kynntist því atvinnumennsku vel frá
þeirri hlið. En hann segir foreldrana
aldrei hafa beitt sig þrýstingi. „Mér
fannst einfaldlega að svona ætti
þetta að vera. Ég var alltaf efnileg-
ur, var stærri og líklega betri en
jafnaldrarnir og svo sprakk ég út -
blómstraði - árið sem ég lék með
Val, 15 ára [1994]. Þegar ég hugsa
um það í dag finnst mér í raun fá-
ránlegt að ég skuii hafa verið að
spila og þótt með þeim betri í deild-
inni hér heima aðeins 15 ára. En
sjálfstraustið var gífuriegt hjá mér á
þessum tíma; ég hefði líklega getað
flogið, hefði ég viljað!"
Eiður Smári svarar þeirri spurn-
ingu neitandi, hvort honum hafi ein-
hvern tíma fundist erfitt að vera
Guðjohnsen. Segir að pressan á sig
hafi ekki verið meiri en aðra, hann
hafi alla tíð leikið með eldri flokki en
hann hafi í raun tilheyrt, auk síns
flokks, og Valssumarið hafi sjálfs-
traustið síðan rokið upp úr öllu
valdi, vegna þess hve honum gekk
vel. „Þegar svo er getur ekkert brot-
ið mann niður. Þegar vel gengur er
allt svo auðvelt inni á vellinum. Fót-
bolti snýst nefnilega ekki bara um
hæfileika; þeir eru auðvitað lykilat-
riði en andlega hliðin skiptir rosa-
lega miklu máli.“
Þetta eina sumar Eiðs Smára í
efstu deild á Islandi var fólk al-
mennt á því að hann virkaði mun
eldri en 15 vetra en hann velti því
ekki fyrir sér. „Aðeins hvernig ég
væri orðinn sem knattspymumaður.
Fyrirfram var ég reyndar ekki viss
um að ég réði við að leika í meistara-
flokki, svona ungur og óreyndur.
Mér gekk hins vegar vel í fyrsta
leik, líka þeim næsta, þegar ég skor-
aði í fyrsta skipti í deildinni, og þar
með varð sjálfstraustið ósjálfrátt
mjög mikið.“
En hvernig skyldi það fara með
sjálfstraustið að vera meiddur svona
lengi?
„Ég hef alltaf trú á sjálfum mér
þrátt fyrir erfiðleikana. Þó ég sé
ekki eldri hef ég öðlast þá reynslu
að vita hvað þarf til að komast á
fulla ferð aftur. Þetta er það eina
sem ég vil gera, og ég veit að mér
batnar,“ segir hann og bendir á -
svona einsog í framhaldi af því sem
fólki sýndist um árið - að sér líði
ekki í dag eins og hann sé aðeins 19
ára. Hann sé orðinn það reyndur og
þroskaður.
Eiður fæddist 15. sept-
ember 1978. Móðir hans
er Ólöf Einarsdóttir en
faðirinn Arnór var ekki
viðstaddur fæðinguna.
Hann hafði samið við
Lokeren í Belgíu, en fór —
ekki strax út, vegna þess að von var
á baminu. Hann lýsti því svo í viðtali
við Morgunblaðið í fyrra: „Síðan
hófst bið heima eftir að bamið fædd-
EIÐUR Smári Guðjohnsen ásamt unnustu sinni, Ragnhildi Sveinsdóttur og syninum óskírða,
sem fæddist fyrir rúmlega hálfum mánuði, 12. maí
Morgunblaðið/Golli
Ungur hefur hann störf sem knattspyrnumaður á erlendri grundu;
ungur eignast hann son; ungur meiðist hann illa í leik. Skapti
Hallgrímsson gæti hér verið að vitna til inntaks úr kafla um Arnór
Guðjohnsen á ofanverðum áttunda áratugnum og öndverðum þeim
níunda en að þessu sinni er það sonur hans, Eiður Smári, sem á
í hlut í dag; á seinni hluta síðasta áratugar aldarinnar.
Hefur orðið af
30 milljónum
á tveimur ár-
um vegna
meiðslanna
ist en svo fór að ég fór út 14. sept-
ember, var yfir nótt í Glasgow og
kom til Belgíu daginn eftir. Fram-
kvæmdastjóri Lokeren tók á móti
mér með skeyti - sonur var fæddur.
Ég sá Eið Smára fyrst hálfum mán-
uði síðar þegar ég fór heim til að
leika með unglingalandsliðinu á móti
Hollandi.“
Því er ekki ofsagt, eins
og Eiður orðar það nú
sjálfur: „Segja má sem
svo að líf mitt hafi snúist
um fótbolta, allt frá fæð-
ingu, og ég mun eflaust
verða viðloðandi íþróttina
“ þar til ég fer í gröfina."
Hann segist þó gefa sér tíma fyrir
ýmislegt annað en knattspyrnu.
Blaðamaður situr með Eiði úti í sól-
inni, sem baðaði höfuðborgarbúa í
upphafi vikunnar, en sterkari sólar-
geisli hefur skinið innandyra hjá
þessum unga knattspyrnumanni og
hans nánustu síðan 12. maí, þegar
unnusta hans fæddi son sem vóg 15
merkur og var 50 cm langur. „Það
hlýtur að vera ótrúlegasta reynslan í
lífinu að eignast barn. Ég er ekki al-
veg búinn að átta mig á þeirri
ábyrgð sem þessu fylgir, en mér
finnst gaman. Það er gott að vera
hér heima í rólegheitum og geta
hugsað um drenginn."
Unnusta Eiðs Smára er Ragnhild-
ur Sveinsdóttir úr Kópavogi. Hún
verður 21 árs í júlí en hann fagnar
tvítugsafmælinu í september. Hann
brosir aðspurður hvort hann hafi
ekki verið mikið kvennagull í skóla;
orðinn svo þekktur sem raun ber
vitni, vegna knattspymunnar. „Ég
held það sé ekki rétt að spyrja mig.
Ég er búinn að vera svo lengi í föstu
sambandi." Þau Ragnhildur byrjuðu
nefnilega ung að vera saman. „Ég
var ennþá fímmtán ára en hún
nýorðin sautján. Þetta var sumarið
sem ég lék hér heima með Val.“
Eiður Smári segist heppinn; „ég
er í draumastarfi þeirra sem hafa
áhuga á knattspyrnu og
finnst í raun ótrúlegt að
geta unnið fyrir mér með
þessum hætti; að geta lif-
að af því sem maður hefur
svona gaman af. En ekk-
ert er sjálfgefið; menn
átta sig best á því þegar
þeir meiðast. Fólk fær oft þá mynd
að knattspyrnumenn fái allt upp í
hendurnar, allt sé svo einfalt, en það
hefur sýnt sig og sannað á síðustu
Það fyrsta
sem kom upp
hugann: þar
fór leikurinn
með pabba!
árum hjá mér að svo er ekki. Og
þótt ég hafi gaman af fótbolta er
ekki víst að maður sé alltaf tilbúinn
að mæta á æfingu, tvisvar á dag
fimm sinnum í viku. Það getur verið
þreytandi líkamlega og andlega eins
og hver önnur vinna. Sérstaklega
þegar illa gengur.“
Eiður Smári vakti mikla athygli
sem ungur drengur, vegna knatt-
spyrnuhæfileika. Fannst honum
erfitt að bregðast við þeirri athygli
sem hann fékk? Var hann ef til vill
villtur unglingur?
Hann glottir. „Villtur? Nei, það
held ég ekki. Ég held ég hafi verið
ósköp venjulegur sem unglingur;
gerði það sem unglingur gerir alla
jafna. Ég var aldrei í neinu rugli eða
slæmum félagsskap. Unglingar eru
mikið íyrir að fíflast, prófa sig áfram
í lífinu..." Og svo glottir hann aftur:
„Ég er að minnsta kosti ekki á saka-
skrá hjá lögreglunni!"
Hann segir að vissu leyti gaman
að vera þekktur, að fólk kannast við
hann á götu. „Hin hlið málsins er
svo sú að allir vilja mér ekki endi-
lega vel. Ég á sem betur fer mjög
auðvelt með að taka því þó einhver
kalli ókvæðisorð að mér á götu; læt
þau bara sem vind um eyru þjóta.
En það leiðinlegasta eru kjaftasög-
urnar. Einhver býr þær til og sög-
urnar eru fljótar að magnast. Ein-
hvern tíma átti ég að vera orðinn
dópisti og fyllibytta í Hollandi. Þeg-
ar mér gekk sem best með Val átti
það að vera vegna þess að ég neytti
stera!“
Knattspyrnumaðurinn ungi lauk
grunnskólaprófi og sat í mennta-
skóla í mánaðartíma áður en hann
fluttist utan á ný - varð þá yngsti at-
vinnumaður íslands í knattspyrnu
frá upphafi, 16 ára og 56 daga gam-
all.
„Mér fannst alltaf hálfleiðinlegt í
skóla. Ég var á tólfta ári
þegar ég fluttist með
mömmu frá Belgíu og
dauðbrá þegar ég kom í
skóla hér heima. Aginn í
skólum úti er mjög mikill
en agaleysið hér fannst
mér rosalegt. Eins var
með lærdóminn; hér var hann ekki
helmingur þess sem ég var vanur
úti. Foreldrar í Belgíu setja líka
miklu meiri pressu á börnin; ég man