Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 27

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 27 Andi 68 stuðl- aði að hruni kommúnismans SIGURÐUR Pálsson, þá frönsku- nemandi í Sorbonne, í París vorið 1968. tíma blossaði upp sérstök þriðja heims skærujiða rómantík." Sigurður segir að óáþreifanleg áhrif 68-hreyfingarinnar hafi reynst dýpri og tengst því uppúr hverju hún spratt. „Bf við lítum til baka verður ekki framhjá því litið að Daniel Cohn-Bendit, ein aðal- sprautan í 22. mars hreyfingunni, var hreinn anarkisti og hataði ekk- ert meira en kommúnisma. Hans hreyfing varð svo til að ýta úr vör 68-uppreisninni tveimur mánuðum síðar. Sami andi, hið beina lýðræði, og stjómleysi fær síðar birtingar- form í ýmsum mikilvægum hreyf- ingum á borð við kvennahreyfinguna og í jaðarhreyfingum eins og hreyf- ingum homma og lesbía. Ekki verð- ur heldur litið fram hjá því að um- hverfisvemdarsjónarmið eiga rætm- að rekja til 68-hreyfingarinnar.“ Sigurður ítrekar að hefðbundnir vinstri byltingarmenn eigi ekki jafn mikið í hreyfingunni og ætla hafi mátt í fyrstu. „Einu sinni gerði þjóðfélagsfræðingur ítarlega könn- un á því hvaðan slagorð 68-kynslóð- arinnar væru komin. Niðurstaðan var ekki, eins og margir höfðu hald- ið, að tíðast væri vitnað í Marx og Lenín heldur átti súrrealistinn André Breton vinninginn. Ástæðan fyrir því tengist áherslu 68-kynslóð- arinnar á hina skapandi hugsun og er í því sambandi hægt að minna á hið fræga slagorð „ímyndunaraflið til valda“. Annað slagorð var „Ver- um raunsæ og leitum hins ómögu- lega,“ segir Sigurður og minnir á að fleiri straumar og stefnur hafi mæst í 68-hreyfingunni. „Ég get nefnt að 68-hreyfingin tók upp talsvert af hugmyndum Guy Debord foringja hinnar svokölluðu situation-hreyf- ingar. Debord var afar dularfullur náungi og hvorki vom teknar við hann viðtöl né af honum myndir. Hann skrifaði bókina „Þjóðfélag sjónarspilsins" árið 1967. Hún er hvorki auðlesin né auðskilin. Hins vegar verður hún skýrari með tím- anum. Eins og að í henni felist sterk framtíðarsýn. Ekki ^ verður heldur litið framhjá ' áhrifamönnum eins og sálkönnuðinum Jacques Lacan, heim- spekingnum Miehel Foucault, Roland Barthes og Juliu Kristevu." fe 68-KYNSLÓÐIN flykktist á Hárið árið 1971. áhrif á uppbyggingu deildarinnar. Námsbraut í félagsvísindum var komið á fót upp úr sjötíu. Félagsvís- indadeildin sjálf var svo formlega stofnuð árið 1976.“ Opnara samfélag Erfitt er að hans dómi að meta áhrif 68-kynslóðarinnar á stjórn- málaumræðuna enda komi þar fleira inn í. „Ég tel hins vegar engum vafa undirorpið að 68-kynslóðin hafi haft áhrif til að opna samfélagið. Fjöl- miðlar koma þarna auðvitað inn í og enginn stjórnmálamaður kemst lengur upp með að svara ekki spurn- ingum fréttamanna - á nánast öllum stigum atburðanna. Svona lagað hefði verið talið óhugsandi fyrir ekki lengra en 30 til 40 árum. Ef svo bar undir voru stjórnmálamenn taldir hafa fullan rétt á að svara ekki spurningum fréttamanna og komast hjá því að fram kæmi að spurning- unni hefði ekki verið svarað.“ Hann segist ekki frá því að viðhorf 68-kynslóðarinnar hafi ýtt undir djörfung fólks tO að tjá sig. „Ekki þykir lengur nauðsynlegt að hafa langa menntun á bakvið sig tíl að senda frá sér ljóð, sögu eða aðra tjáningu. Popparinn í bflskúrnum hefur fengið viðurkenningu á fram- lagi sínu. Ekki endilega að hann sé að gera merkflega hluti. Miklu frem- ur að hann eigi fullan rétt á að skemmta sjálfum sér og gleðja aðra.“ Haraldur varar við að kvennabar- áttan sé álitin vera angi af uppreisn 68-kyn- slóðarinnar. Misskflningur- inn sé hins vegar aðeins eðli- legur því tímabilin falli saman. „Við verðum að hafa í huga hvers konar þróun var að ganga yfir í þjóð- félaginu. Fyrir stríð hafði konan fyrst og fi-emst sinnt búi og börnum. Éftir stríð fóru konur að fara út á vinnumarkaðinn og var sú þróun meðal annars studd af 68-kynslóð- inni. Þróunin hefur haldið áfram og sett spumingarmerki við skyldur konunnar inni á heimilinu. Konur hafa þurft að berjast fyrir því að vera metnar af verðleikum úti á vinnumarkaðinum. Sú barátta stend- ur, eins og allir vita, enn. Ekki síst er athyglisvert hvað hugmyndin um að konur eigi sér fyrirvinnu og séu að vinna sér inn aukapening virðist vera lífseig.“ Sigríður LOlý Baldursdóttir, for- maður Kvenréttindafélags Islands, tekur undir með Haraldi _____ að ekki megi gleyma því hvaða þróun hafí orðið á atvinnuþátttöku kvenna eftir stríð. „Samfélags- gagnrýni 68-kynslóðarinn- ar má á margan hátt h'kja við þá gagnrýni sem uppi var í Frakklandi tveimur öldum áður og varð undanfari frönsku byltingarinn- ar. Konur létu ekki sitt eftir liggja í Frakklandi á sínum tíma og til- heyrðu svo sannarlega 68-kynslóð- inni. Þær voru raunar sérstaklega áberandi í friðarhreyfingum sem áttu rætur sínar að rekja til hug- sjóna 68-kynslóðarinnar. Þegar upp var staðið virðist þó sérstakur ávinn- ingur kvenna fremur rýr. Bræðra- lagið í nýjum búningi, íblandað friði og frelsi, varð enn á ný ofan á. Kon- um var að vissu leyti enn á ný talin trú um að fyrst þyrfti að vinna hin „Nei var eigin- lega ekki tek- ið gilt svar í frelsinu" Svörin voru ekki til reiðu „ÍMYNDUNARAFLIÐ til valda“ var eitt af vinsælustu slagorðunum í stúdentauppreisninni í París vor- ið 1968. Nútíminn hefur opinberað hvernig únyndunaraflið brást 68- kynslóðinni að mati greinarhöf- undanna Christopher Dickey og Judith Warner í nýjasta hefti tíma- ritsins Newsweek. Greinarhöfundarnir horfðu til fortíðar og nútíðar með 68-kyn- slóðinni á endurfundasamkomu í Opus-Cafe í París. Niðurstaðan er ótvíræð. 68-kynslóðinni tókst ekki að koma hinni góðu fyrirætlan um fagurt samfélag til skila. „Frakk- land virtist vera nýtískulegasta og fijóasta samfélag í heimi í lok árs- ins 1968,“ er haft eftir félagsfræð- ingnum Emmanuel Todd. „Nú er þjóðin einhver hin bældasta og samfélagið hið staðnaðasta, fullt af heimilislausum og óréttlæti, hrokafullum háttsettum embættis- mönnum í ósveigjanlegu kerfi. Þjóðin ætti að nota tækfærið um leið og 68 er minnst til að skoða eigin samvisku." Fjölmargir af leiðtogum 68-kyn- slóðarinnar gegna lykilhlutverkum í hinu staðnaða þjóðfélagi. Daniel Cohn-Bendit, stúdentaleiðtoginn „Danni rauði“, situr á Evrópuþing- inu fyrir Græningja, Edwy Plenel, gamall marxisti, er orðinn ritstjóri Le Monde og Serge July, fyrrver- andi uppreisnarseggur, ritstjóri Libération. Geneviéve Ledoux, fyrrverandi baráttukona fyrir fijálsum fóstur- eyðingum, reynir að útskýra af hverju fór sem fór. „AUt í einu vor- um við farin að vinna, læra og reyna að sinna börnum," segir hún. „Við áttuðum okkur á því að fyrirmyndarríkið yrði aldrei að veruleika.“ Einni undirskriftinni í gestabók- ina á Opus Cafe fylgdi eftirfarandi fullyrðing: „Ef maí hefði unnið, hvað hefðum við þá gert? Svörin voru ekki til reiðu.“ stóru vígi, bylta samfélagsgerðinni og þegar því væri lokið kæmi röðin að þeim. Ékki var tekið tillit til for- sendna kvenna eða reynsluheims þeirra sem varð miklu síðar grund- völlur sérstakrar „snoturbyltingar" hér á landi,“ segir Sigríður Lillý. Hún vekur athygli á því að kon- umar sem verið hafi virkastar í 68- kynslóðinni hafi síðar orðið uppistað- an í rauðsokkahreyfingunni. Sumar hafi skflað sér til Kvennalistans og/eða gert sig gildandi innan Kven- réttindafélags Islands. „A sjöunda áratugnum þróaðist það sem kallað hefur verið nýja kvennahreyfingin beggja vegna við okkur, fyrst í Bandaríkjunum og siðar í Evrópu og hingað barst hún undir lok áratugar- ins. Þessi þróun átti sér stað sam- hliða og vafalítið í einhverri víxlverk- un við 68-kynslóðina. Það er ef tfl vill táknrænt að árið 1968 varð til hópur ungra kvenna innan KRFI sem höfðu tileinkað sér hugmyndir nýju kvennahreyfingarinnar. Þær kölluðu sig Uur og höfðu þá strax sterka rödd í samfélaginu. Um- ræðan um líf kvenna, menntun þeirra, laun o.fl. kom út úr skotum sauma- klúbbanna út í samfélags- umræðuna og ýtt var úr vör opinni umfjöllun um getnaðarvamir og fóstureyðingar, sem fram til þess tíma hafði ekki þótt tilhlýðilegt að ræða á almennum vettvangi. Síðar hafa þessar konur lagt drjúgt til kvennabaráttunnar á íslandi hver á sinn hátt. í kynlífsbyltingunni sem tengdist vissulega 68-kynslóðinni og lék margar konur grátt, þar sem nei var eiginlega ekki tekið gilt svar í frels- inu, varð til krafa kvenna um að eiga og ráða eigin líkama. Þannig skOaði 68-kynslóðin vissulega ýmsu til kvennabaráttunnar þegar upp var staðið og konurnar höfðu sjálfar unnið úr hugmyndum hennar." EG þreytist aldrei á að reyna að útskýra fyrir fólki að 68 var aldrei hefð- bundið stjórnmálalegt byltingarafl. Þetta var uppreisnar- hreyfing. Þrátt fyrir að borið hafi á vinstri öfgahópum fer því fjarri að hægt sé að flokka hreyfinguna til vinstri eða hægri. Andi 68 var hand- an við htróf stjórnmálanna. Ung- menni stefndu huglægum gildum gegn hlutlægum gildum, valdboði og stöðnun. Sú hugsun gekk áfram til næstu kynslóða og hefur örugg- lega haft talsverð áhrif á hmn kommúnismans og endalok Sovét- ríkjanna," segir Sigurður Pálsson rithöfundur og einn af stúdentunum í uppreisninni í París vorið 1968. Sigurður segir að tilfinningin fyrir því að vera í miðri hringiðunni hafi verið ólýsanleg. „Ég stundaði nám í frönsku fyrir útlendinga í að- albyggingu Sorbonne-háskóla í Lat- ínuhverfinu og varð því oft fyrir tO- viljun vitni að atburðarásinni niðri í bæ. Annars varð ég, eins og aðrir útlendingar, að vera sérstaklega var um mig því að ef ég hefði lent í höndum lögreglunnar hefði mér umsvifalaust verið vikið úr landi. Oft reyndi á útsjónarsemina og spennan í loftinu var magnþrungin. Andstætt því hvemig stúdentaupp- reisnimar komu fram í öðmm lönd- um var öll þjóðin í ham. Pirraðir Parísarbúar, eins og stórborgarbú- ar viða era, stóðu allt í einu saman sem einn. Parísarbúar sváfu ekki í mánuð,“ segir hann og tekur fram að ein af ástæðunum fyrir þvi hvað uppreisnin hafi verið útbreidd gæti tengst sögu Frakklands sem bylt- ingarþjóðar. „Ungum Frökkum hafði verið kennt að dá og dýrka byltingarmenn frá unga aldri.“ Sigurður segir að væntanlega hafi áþreifanlegur árangur hreyf- ingarinnar verð minni en lengi hefði verið haldið. „Auðvitað er ekki hægt að loka augum fyrir því að ýmsar þarfar umbætur vom gerðar í háskólunum. Ekki er held- ur hægt að neita því að allsherjar- verkfallinu fylgdi að lokum kjara- samningur. Spurningin er hins veg- ar hvort ekki hefði hvort sem var verið gengið frá svipuðum kjara- samningi fyrr eða síðar. Önnur markmið 68-hreyfingarinnar snem t.d. að því að berjast gegn hemað- aramsvifum Bandaríkjamanna í Ví- etnam og nefna má að á þessum kjarabyltingu, borgarvæðingu og aðrar gmndvallarbreytingar en stífl- an brast um þetta leyti og þar átti 68-byltingin verulegan hlut að máli. Lífsstfll varð frjálslegri og fjölbreyti- legri, valdboð hefur notið þverrandi virðingar og hugur fólks er opnari fyrir fleiri möguleikum. Hin dýpri gildi 68-hreyfingarinnar náðu aldrei verulegri útbreiðslu en þau era hluti af fjölbreytileika dagsins í dag,“ seg- ir hann. ,Áþreifanlegan árangur 1968-hreyfingarinnar er m.a. að finna í uppgjöf Bandaríkjamanna í Víetnam 1975, og umhverfisverndar- hreyfing og kvennahreyfing fengu bæði innblástur og aukinn stuðning í 68-hreyfingunni.“ Jákvæð áhrif innan háskólans Dr. Haraldur Ólafsson kenndi fé- lagsvísindi við háskólann á meðan mesta ólgan gekk yfir. Hann telur óhætt að fullyrða að stúdentum hafi tekist að opna augu háskólayfirvalda fyrir því að eðlilegt væri að stúdent- ar kæmu að stjórnun skólans í ríkari mæli en áður. „Ég get nefnt að stúd- entar fóru að koma að stjórnun skól- ans á mörgum sviðum. Hinn almenni stúdent hefur fengið tækifæri til að kjósa í rektorskjöri og hafa atkvæði stúdenta ákveðið vægi við endanlegt val. Félagsstofnun stúdenta hefur verið komið á fót og áfram væri ef- laust hægt að telja.“ Hvað námið sjálft varðar segir Haraldur því ekki að leyna að félags- greinarnar hafi notið góðs af áhuga 68-kynslóðarinnar á samfélagsum- bótum. Stúdentar hafi flykkst í fé- lagsgreinarnar. „Gífurlegur áhugi nemendanna endurspeglaðist í fjör- legum umræðum í tímum. Nemend- urnir vora margir hverjir uppfullir af hugmyndum marxismans og við kennaramir reyndum að hafa opnar umræður þar sem mörg sjónarmið kæmu fram. Annars tel ég fullvíst að samfélagsáhuginn hafi haft talsverð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.