Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 30

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 30
30 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ sama húsi. „Nei, við opnum þessa tölvudeild einmitt vegna nábýlis við allar hinar tölvuverslanirnar," segir hann ákveðinn. „I Skeifuna koma fjölmargir í tölvuleit og hvers vegna ættum við þá ekki að bjóða upp á slíka þjónustu? Fólk kynnir sér auðvitað vel þá kosti sem eru í boði og það er einfald- lega okkar verkefni að sýna fram á að við bjóðum góða vöru á lágu verði. I Síðumúlanum vora áður fyrr margar bókaverslanir og þær nutu sambýlisins frekar en hitt.“ Meðal fastra viðskiptavina Griffils eru mörg fyrirtæki, en sala til einstaklinga er þó um 60% af heildarsölu. „Það er hins vegar ekki hægt að fullyrða að einhverj- ar vönir séu stærri hluti af velt- unni en aðrar. Stundum er rekstur með þeim hætti að 20% vörunnar stendur undir 80% af veltu, en það á ekki við í sama mæli um rit- fangaverslanir. Sá sem kaupir penna þarf líka blek.“ Griffill skiptir fyrst og fremst við innlendar heildsölur. „Við ger- um lítið af því að flytja vörur inn beint frá útlöndum," segir Jóhann Ingi. „Einstaka sinnum sér maður eitthvað í útlöndum, sem býðst á betri kjörum en hér á landi. Þá er yfirleitt nóg að láta heildsöluna hérna vita og fara fram á betri kjör. Samkeppnin er stíf og heildsalar vita að verslanir fylgj- ast mjög vel með. Aðhaldið er því mikið.“ Ritfangasala er Jóhanni Inga líklega í blóð borin. Afi hans er Sigurður H. Egilsson ritfanga- heildsali og langafi hans var Egill Guttormsson, einn fyrsti ritfanga- heildsali landsins. Heildsala langafans er nú í eigu Pennans. „Jú, jú, við skiptum við þá heild- sölu eins og aðrar," segir Jóhann Ingi. „Við kaupum líka pappír og límmiða af Odda, en Penninn og Oddi eru helstu samkeppnisaðilar okkar. Viðskiptin við þessi fyrir- tæki hafa verið farsæl og góð, þrátt fyrir þessa samkeppni." Lægra verð á skiptibókamarkaði Jóhann Ingi hefur leitað nýrra leiða í rekstrinum. „Ég var auðvit- að nýskriðinn út úr skóla þegar ég hóf störf hjá Griffli, svo ég vissi hvað brann heitast á nemendum. Haustið 1996 ákvað ég því að opna skiptimarkað með skólabækur. Hann tókst mjög vel og við endur- tókum leikinn síðasta haust.“ I Morgunblaðinu 1. september 1996 var frétt um skiptibókamark- að Griffils, sem hafði auglýst „áð- ur óþekkt kjör á námsbókum" í heilsíðuauglýsingu í blaðinu. I auglýsingunni var birtur saman- burður á kjörum á skiptibóka- mörkuðum nokkurra bókaversl- ana í Reykjavík. Þar kom fram að Griffill greiddi 50% af verði nýrr- ar bókar fyrir notaða bók á skipti- bókamarkaði, en hinir markaðirn- ir greiddu 45%. Þá seldi Griffill sömu bók út á 60% af verði nýrr- ar, en hinar verslanirnar á 65-70% af verði nýrrar. „Við lækkuðum verulega verðið á skiptibókamarkaði, enda komum við ágætlega út í verðkönnunum í dagblöðum," segir Jóhann Ingi. „Við ætluðum okkur að opna verslunina hér í Skeifunni fyrir skiptibókamarkaðinn síðasta haust, en náðum ekki að ljúka framkvæmdum. Við létum það ekki á okkur fá, heldur settum upp markað í ófrágengnu gímald- inu og aðsóknin var svo góð að við þurftum að hafa dyravörð til að hleypa viðskiptavinum inn í smærri hópum. Þessi skiptibóka- markaður var fyrir framhalds- skólanemendur og við höfðum dúndrandi tónlist, svo það var heilmikið fjör. I Síðumúlanum var öllu rólegra, en þar voru seldar skólavörur fyrir grunnskólann. Þegar markaðnum lauk í septem- ber réðumst við í að mála og setja upp innréttingar og opnuðum svo formlega 1. nóvember." Skiptibókamarkaður á haustin er ekki eina vertíðin hjá Griffli. „Hérna er auðvitað mikið að gera í JÓHANN Ingi Kristjánsson, eigandi og framkvæmdastjóri Griffils, í versluninni í Skeifunni 11D. Morgunblaðið/Ásdís borga við kassann og aka vörun- um beint út í bíl, en verslunin býð- ur líka sendingarþjónustu ef farið er fram á slíkt. Jóhann Ingi segir þetta gert til að halda kostnaði við reksturinn í lágmarki, sem tryggi um leið lágt vöruverð. Sumir hafa annan hátt á. „Þá þarf einn starfsmann til að taka niður pantanir í síma, annar starfsmaður sér um að ganga frá sendingunni, þriðji keyrir hana til viðskiptavinarins og sá fjórði sendir út reikninga. Þetta þýðir mikinn kostnað, sem skilar sér að sjálfsögðu í vöruverði. Hjá Griffli eru fimm stöðugildi og við vinnum allt í sameiningu. Þess vegna get- um við brugðist hart við. Héma þarf ekki að ræða hvert mál á löngum fundum, við vindum okkur einfaldlega í að gera það sem þarf.“ Verslun inni í versluninni Verslunin í Skeifunni, sem var 450 fermetrar í nóvember í fyrra, er nú um 700 fermetrar. „Við höf- um alltaf ætlað okkur að bjóða upp á allt sem þarf á skrifstofuna og því urðum við að opna tölvu- deild,“ segir Jóhann Ingi. „Ég hef ekki þá þekkingu á tölvum sem þarf, svo niðurstaðan varð sú að ganga til samstarfs við Digital á Islandi, sem rekur núna verslun innan Griffils. Ég er mjög ánægð- ur með þetta samstarf. Ég ætla að einbeita mér að því sem ég kann, að selja skrifstofuvörur og aðra skylda hluti, en Digital sér um að þjónusta þá viðskiptayini sem vilja kaupa tölvur og ýmsan tölvubún- að. Fljótlega bætast svo við ljós- ritunarvélar, faxtæki og aðrar skrifstofuvélar." Jóhann Ingi er spurður hvort það hafi ekki verið óðs manns æði að opna tölvuverslun á þessum stað, því allt í kring eru aðrar tölvuverslanir, þar af ein stór í -----------------. STÚDENTAFAGNAÐUR Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 5. júní nk. á Broadway (Hótel fsland) og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Broadway miðvikudaginn 3. og fimmtudaginn 4. júní kl. 16-19 báða dagana. Samkvæmisklæðnaður. ___ Stjórnin. V,SA J : ■ — Framk væm dastjóri með ritföng í blóðinu msnpn/xrmmúF ÁSUNNUDEGI ►Jóhann Ingi Kristjánsson er eigandi og framkvæmdastjóri skólavöruverslunarinnar Griffils. Hann fæddist árið 1975 í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófí frá Verzlunarskóla íslands hóf hann störf hjá ritfangaversluninni Griffli, sem þá var í Síðumúla, en hafði áður rekið bókamarkað í Verzlunarskólan- um á útskriftarári sínu. Jóhann Ingi eignaðist Griffil fyrir ári og var velta verslunarinnar tvöfalt meiri á síðasta ári en árið 1996. Sambýliskona Jóhanns Inga er Inga Rósa Guðmundsdótt- ir, nemi í lyfjafræði. eftir Ragnhildi Sverrisdóttur JÓHANN Ingi Kristjánsson var ráðinn til Griffils í maí 1996 til að kanna hvort hægt væri að koma fyrir- tækinu á rétta braut eftir nokkur erfið ár. Nýir eigendur höfðu þá nýlega yfirtekið fyrirtækið og vildu tryggja hag sinn ef þess væri nokkur kostur. „Ég kannaði markaðinn vel og komst að þeirri niðurstöðu að það væri rúm fyrir verslunina, ef rekstrinum yrði breytt nokkuð," segir Jóhann Ingi. „Við stofnun Griffils um 1980 voru skrifstofuvörur blað, penni og aðrir einfaldir hlutir. Núna þarf tölvu, prentara, faxtæki og fleira af því tagi. Ég ákvað því að breyta ritfangavöruversluninni Griffli í alhliða verslun, þar sem fólk gæti fengið allt til skrifstof- unnar á sama stað, í stað þess að þurfa að fara á milli margra versl- ana.“ Eitt af fyrstu verkefnum Jó- hanns Inga var að leita eftir hent- ugu húsnæði. „I Síðumúlanum voru örfá bflastæði við verslunina og því erfitt að tryggja viðskipta- vinum gott aðgengi að versluninni. Ég sá að við svo búið mátti ekki standa. A síðasta sumri bauðst mér 450 fermetra húsnæði í Skeif- unni 11D sem ég ákvað að taka á leigu. Hérna er nóg pláss fyrir verslunina og enginn bílastæða- vandi. Kaup á skrifstofuvörum eru oft skyndiákvörðun; starfsmenn átta sig allt í einu á að ýmislegt vantar og þá er gott að geta leitað til verslunar sem er miðsvæðis og býður upp á allt sem þarf á lágu verði. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri stað fyrir verslun af þessu tagi en Skeifuna. Viðskipta- vinir okkar voru líka fljótir að átta sig á því að verslunin var flutt. Þó við færum ekki langt, úr Síðumúla í Skeifuna, höfðu flutningarnir mikil áhrif.“ Nýja verslunin var formlega opnuð 1. nóvember á síðasta ári. Hún er byggð upp eins og stór- markaður. Viðskiptavinir taka kerru, velja það sem þeir þurfa, Í i > i > i I' i ► > i I ► i i i i i i i i j i i ♦ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.