Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 33

Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 33
_i_ 11 32 SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGU 30. MAÍ1998 33 * STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR MENNTUN, þekking og tækni 20. aldarinnar hafa fært mannkyninu gífurlegar framfarir, sem hafa gjör- breytt almannahag til hins betra víðast hvar á jörðunni. Þessar framfarir segja til sín í menntun og þekkingu fólks á okkar dögum, heilsugæzlu og læknisfræði, húsnæði og vinnuaðstöðu, fjarskiptum og samgöngum - og hvers konar lífskjörum öðrum. Á stöku sviðum hefur mannkynið á hinn bóginn staðið í stað eða hrakizt af leið. Tvær heims- styrjaldir á þessari öld sem senn kveður, hundrað stað- bundinna stríða, hungur og vannæring sem hrjá tugi milljóna manna á okkar dög- um, hryðjuverk víða um ver- öld og eiturlyf sem tröllríða flestum þjóðum heims tala sínu máli um hinar dekkri hliðar mannlífsins á öldinni. Því er með réttu haldið fram að mannkyninu hafi aldrei miðað jafn hratt fram á sviði menntunar, vísinda og þekkingar og síðustu fimmtíu árin. Tæknin gerir okkur m.a. kleift að gjörnýta auðlindir jarðar, jafnvel ofnýta. Við eig- um heimasamdar dæmisögur úr þjóðarbúskap okkar hér að lútandi: Hrun norsk-íslenzka síldarstofnsins [Norðurlands- sfldarinnar] fyrr á öldinni og Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. þorskstofn að hruni kominn nær í tíma. Sem betur fer kennir reynslan okkur einnig, hvernig nýta má og nýta á rannsóknir, vísindi og þekk- ingu til að byggja upp þessa sömu og aðra fisldstofna; hvernig við getum í senn lifað á þeim auðlindum, sem Guð hefur gefið okkur til fram- færslu, og varðveitt þær til frambúðar. Með öðrum orð- um, hvernig við getum í senn lifað á gæðum umhverfis okk- ar - og í sátt við það. Það er við hæfi að við velt- um fyrir okkur vanda mann- kyns og jarðar á hvítasunnu, kirkjuhátíð til minningar um þann atburð er heilagur andi kom yfir postula Krists. Það er við hæfi vegna þess að tækniframfarir, hversu örar og stórstígar sem þær eru, nægja ekki einar sér til þess að tryggja mannlega ham- ingju og velferð ef hugarfar einstaklinga og þjóða stendur í stað meðfæddrar og áunn- innar ágirndar og eigingirni, ef hugarfar og viðhorf okkar geyma ekki umburðarlyndi og sanngirni í garð annarra manna og þjóða - sem og um- hverfis okkar. Það er við hæfi vegna þess að heilagur andi Guðs, sem er kærleikur, þarf að koma yfir þjóðir og ein- staklinga til þess að mannkyn- ið - og við hvert og eitt - höld- um vöku okkar um þau heim- spekilegu, siðferðilegu og trú- arlegu gildi, sem velferð mannkynsins og persónuleg velferð okkar allra veltur á. í endaða 20. öldina hefur maðurinn öðlast umfangs- mikla þekkingu á þeim heimi sem hann lifir í. Vitneskja hans um höf og lönd jarðar- innar og himingeiminn hefur aldrei verið meiri. Spurning er hins vegar, hvort maðurinn sé sjálfum sér nógur. Hefur hann vald yfir sjálfum sér? Er hann sáttur við sjálfan sig? Vantar það máski á, að „herra jarðarinnar" meðtaki heilagan anda kærleikans, sem kom yf- ir postulana á hvítasunnu? Fátt ef nokkuð er mikilvæg- ara þegar horft er til nýrrar aldar sem er í hlaðvarpa en það, að einstaklingar og þjóðir rækti með sér þau heimspeki- legu, siðferðilegu og trúarlegu gildi, sem kristin kenning fel- ur í sér. - Morgunblaðið árnar lesendum sínum og lands- mönnum öllum gleðilegrar hvítasunnuhátíðar. UMFERÐAR- HELGI Hvítasunnuhelgin er trúlega önnur mesta umferðarhelgi ársins. Alltaf er þörf en nú er hvað brýnust nauðsyn að sýna tillitssemi og varkárni í umferðinni. Það sem skiptir mestu máli í fyrir- byggjandi afstöðu gegn um- ferðarslysum er: 1) að aka aldrei hraðar en aðstæður og reglur leyfa, 2) að sýna öðrum þá tillitssemi í umferðinni sem við við viljum að þeir sýni okk- ur. Kappkostum öll að ná því marki á þessari miklu umferð- arhelgi að sérhvert okkar megi heilum vagni heim aka á hvítasunnu. ANDINN OG AFSTAÐAN JÓNAS VAR VEL að sér í öllum greinum náttúruvísinda og hafði yfirsýn og um- burðarlyndi þess ræktaða vísindamanns sem veit að hann hef- ur ekki höndlað allan sannleik. Samt fjallar hann um sannleika í leit sinn að þeim kjarna tilverunnar sem við köllum guð. Hvað sem nátt- úrulögmálum líður vitum við að stökkbreytingar verða fyrir tilviljun og ekkert verður sagt um orsakir þeirra. Og náttúran velur úr það sem gagnlegt er. En þá er það fegurðin. Hún er mikilvæg í sjálfri sér. Og hún er sönn. Eðlisfræðingurinn Dirac hafði fyrir venju að velja þau líkön sem honum þótti fegurst, þegar hann setti fram tilgátur um eðli efnisins. í fyrirlestri spáði hann, á grundvelli fagurrar jöfnu, um nýja áður óþekkta eind. Og þegar annar eðlis- fræðingur settist að honum við kaffibolla á eftir og spurði hvað hann ætti við með fagurri jöfnu, þá svaraði hann: „Ég er ekki heim- spekingur, en þú veizt nákvæmlega hvað ég á við.“ Skáldskapur gerir ekki ráð íyrir rökum. Hann krefst ekki útskýr- inga. Ef einhver hefði spurt Stein Steinar um ástæðuna fyrir því að hann orti Tímann og vatnið með þeim hætti sem raun ber vitni, hefði hann getað svarað eins og Dirac, Þú veist það nákvæmlega(I) Fegurð kvæðisins er svo auðsæ og áhrifamikil að hún hlýtur að vera sönn. Hún er að minnsta kosti sönn sem fegurð. Þannig væri einnig nægilegt að fjalla um ljóð Jónasar Hall- grímssonar í þessari einu setningu, Þú veist það nákvæm- lega(!) í raun væri hægt að lýsa lífi hans öllu og hugsunum með slíkri setningu _ og hún væri nægileg rök fyrir ágæti skáldskapar hans og af- stöðu allri til íslands og íslenzkrar náttúru. í grein sem Helgi Pjeturss ritaði um Jónas Hallgrímsson í Þónýjal lýsir hann ágætlega andlegu um- hverfí skáldsins þegar hann segir, Var á þeim tímum álitið, að ekki væri nema um tvent að velja. Ann- aðhvort það, sem ýmsir voru famir að telja barnalegar hugmyndir fá- fróðra fornaldarmanna um sköpun og stjórn heimsins, eða þá algert trúleysi á æðri verur og nokkurn tilgang heimsins og lífsins. Menn voru ekki farnir að skilja nógu vel, að hin aukna vísindalega þekking á því, sem menn hafa kallað sköpun- arverkið, veitir einmitt tryggingn fyrir því, að lífið getur átt stórkost- lega framtíð í vændurn..." Og síðan segir dr. Helgi og á þá við danska skáldið I.P. Jacobsen sem fæddist tveimur árum eftir dauða Jónasar og talinn var algjörlega guðlaus en mikill meistari á danska tungu, Svo virðist sem það vonleysi sem þá var álitið sjálfsögð afleiðing hinnar auknu þekkingar á náttúrunni, hafi aukið mjög á dapurleik ævi Jacob- sens, þegar heilsan var farin. Og er ekki ólíklegt, að snillingnum hafi brugðið mjög í brún, þegar „yfrum“ kom. Um Jónas er í þessum efnum öðm máli að gegna. Efasemdir í trúarefnum virðast að vísu hafa sótt á hann um eitt leyti ævinnar, en hann sigrast á þeim, enda ekki til sögunnar komin á hans dögum sú kenning, að mannkynið eigi ætt sína að rekja til apa, en ekki til Ad- ams og Evu. Að vísu hafði hið stór- merkilega rit Lamarcks um upp- runa tegundanna (Philosophie zoologique) komið út 1809, þegar Jónas var tveggja ára, en þó að þar væri um eina af allramestu merkis- bókum 19. aldarinnar að ræða, þá var því lítill gaumur gefinn fyrst í stað, og Jónasi mun það hafa verið alveg ókunnugt. Jónas heldur sig við hugmynd- irnar í fyrstu Mósebók um sköpun himins og jarðar, enda telur hann þær „fegurstar og háleitastar" og hverfur aldrei frá því kristna bjarg- ræði sem hann nefnir oftar í kvæð- um sínum en önnur viðfangsefni. Jacobsen sá vonarglætu í hug- myndum H.C. órsteds (1777-1851) um anda náttúrunnar, að því er Kjeld Gall Jörgensen lektor hefur bent mér á og ekki útí hött að minnast á það hér fyrst Helgi Pjet- urss nefnir hann í sömu andrá og Jónas. Kannski var það engin til- viljun því allir voru þeir náttúruvís- indamenn og hugsuðir og Jacobsen, höfundur Maríu Grubbe, leit auk þess á sig sem grasafræðing og skrifaði stórmerka verðlaunarit- gerð um þörunga. Auk þess þýddi hann Darwin á dönsku. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. maí MARGIR MERKIR andans menn hafa komið við sögu ís- lenzkrar kristni gegnum aldirnar. Þjóðin hefur haldið nöfnum þeirra á lofti og varðveitt minningu þeirra, eins og önnur verðmæti, sem lýsa upp þjóðarsöguna þegar horft er um öxl. Við þessa sögu hafa einkum komið skáld, sem skarað hafa í þessum glæðum og yljað okkur með trúarlegu þreki, er birtist í lofsöngvum þeirra. Það er ástæðu- laust að nefna menn eins og Eystein munk, séra Hallgrím Pétursson og séra Matthías Jochumsson, en þó ekki úr vegi. Andríkir kennimenn MEÐAL ÞEIRRA samtímamanna sem látnir eru og draga að sér athyglina að þessu leyti eru þeir sr. Friðrik Friðriksson og sr. Bjarni Jóns- son og sr. Haraldur Níelsson prófessor. Ekki þarf að ræða um hverra vinsælda þeir nutu í lífi sínu og hve eindregin virðing lýs- ir af minningu þeirra. Allir voru þeir miklir lærdóms- og kennimenn og þjóðkunnir fyr- h- andagift. Sr. Bjami þótti mestur tæki- færisræðumaður um sína daga og svo Ijóm- aði af orðheppni hans og fyndni að enn er í minnum haft. Sú hlið á honum varð þó ekki til þess að hinn eldheiti kennimaður kæm- ist ekki til skila, þvert á móti. Ovenjuleg íyndni sr. Bjama varpaði engum skugga á orðheppni hans að öðru leyti. Ymislegt gott má segja um kristilegu sjónvarpsstöðina Omega. Það verður eng- inn verri af að íýlgjast með henni. Fyrir skemmstu flutti hún minningardagskrá um einn sérstæðasta kennimann íslenzkan um okkar daga, Einar J. Gíslason, lengi for- stöðumann hvítasunnusafhaðarins. Er ekki úr vegi að nefna nafn hans nú í upphafi hvítasunnuhátíðar því segja má að andi hennar hafi mótað allt hans líf. Þessi dag- skrá var merkileg fyrir margra hluta sakir og þá ekki sízt vegna þess að þar komst kennimaðurinn og prédikarinn Einar J. Gíslason vel til skila. Húmoristinn hefur í augum þeirra sem ekki hafa þekkt nægilega til þvælzt fyrir . þessum mikla prédikara, því af honum hafa verið sagðar hinar mestu furðusögur. I þeim hefur hann einkum birzt í vitund þeirra sem þekktu ekki andríki hans að öðru leyti. Sú mynd af Einari segir einung- is litla sögu um manninn; hann var mikill og merkilegur boðberi kristinnar trúar og svo bænheitur að orð er á haft. Hann sinnti þeim sem áttu undir högg að sækja og fór aldrei í manngreinarálit. Hann var forystu- maður lítils safnaðar hér á landi, en hvíta- sunnumenn eru einhver öflugasta hreyfing kristinna manna víða erlendis, t.a.m. í Bandaríkjunum. En þótt Einar J. Gíslason hafi ekki starfað á vegum þjóðkhkjunnar hafði hann mikil og góð samskipti við hana og beitti sér ekld hvað sízt fyrir útbreiðslu biblíunnar, eins og fram kom í fyrrnefndri minningardagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Omega. Af öllu starfí sínu var Einar bæði þekktur og vel metinn af þeim, sem stóðu honum næst, en máski minna af hinum, er ekki kunnu skil á kristniboðsstarfi hans. En hvað sem því líður leikur enginn vafi á því að Einar var einn öflugasti prédikari hérlendis um sína daga. Sjónvarpsmessan, sem sýnd var í umræddri minningardag- skrá, er fagur bautasteinn um mikið og merkilegt starf, sem við ættum að kynna okkur, virða og meta. í Einari J. Gíslasyni hafa hvítasunnumenn á Islandi eignazt sinn séra Friðrik - eða öllu heldur séra Jó- hann, eins og honum er lýst í Innansveitar- kroníku. ÞAÐ HAFA GIFUR- leg umskipti átt sér stað í finnsku efna- hagslífi á undan- förnum árum. Frá miðju ári 1996 hefur hagvöxtur að meðal- tali verið um 5,5%. Á síðasta ári mældist Umskipti í Finnlandi hann 5,9% og sé miðað við 12 mánaða tímabil frá mars á síðasta ári mældist hann 8%. Þá hefur viðskiptajöfnuður Finna verið hagstæður og tekizt hefur að draga veru- lega úr erlendum skuldum Finnlands. Skattar hafa lækkað en þrátt fýrir það stefnir í að fjárlög Finnlands verði halla- laus þegar á næsta ári. Er það iýrst og fremst að þakka gífurlegu aðhaldi í ríkis- fjánnálum og markvissum niðurskurði út- gjalda. Grunnurinn að þessum árangri var lagð- ur í kjarasamningum síðari hluta ársins 1995 er breið samstaða, eins konar „þjóð- arsátt", náðist milli ríkisstjórnar Paavo Lipponens og samtaka atvinnurekenda og launþega. Markmið þeirra kjarasamninga er þá voru gerðir var að ná stöðugleika í at- vinnulífinu en jafnframt hefur tekizt að ná fram 3% raunaukningu kaupmáttar á þeim tíma sem liðinn er frá þvi samningarnir voru gerðh. Töluvert hefur einnig dregið úr atvinnuleysi í Finnlandi þótt svo vhðist, sem samsteypustjórn Lipponens, er fimm flokkar eiga aðild að, muni ekki takast að ná því markmiði að draga úr atvinnuleysi um helming. Finnar þurfa vissulega ekki lengur að þola tæplega 20% atvinnuleysi líkt og í byrjun áratugarins en ljóst er að atvinnuleysið er enn eitt helzta þjóðfélags- mein Finnlands. Þessi miklu umskipti fara samt sem áður ekki framhjá neinum er ferðast um höfuð- borgina Helsinki. Nýjar byggingar og mannvhki hafa sprottið upp með miklum hraða á síðustu árum og gi-einilega er mik- ill vöxtur í allri verzlun og þjónustu. Breyt- ingar síðustu ára hafa jafnframt gert það að verkum að Finnar gátu gerst stofnaðilar að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, og verða því eina Norðurlandaþjóð- in sem tekur hinn nýja, sameiginlega evr- ópska gjaldmiðii í notkun frá upphafi. í UMRÆÐUNNI 290 milljóna um EMU og Finn- , . land hefur það sjón- Iieima- armið heyrzt að markaður óheppUegt sé að Finnar og Svíar velji sitthvora leiðina, þar sem Svíþjóð sé sögulega einn mikilvægasti markaður finnskra fyrirtækja. Finnskir sérfræðing- ar í efnahagsmálum virðast þó flesth á þeirri skoðun að slík umræða sé á villigöt- um. Ekki beri að líta á hvernig hlutirnh hafi verið til þessa heldur hvaða tækifæri skapist með EMU-þátttöku Finna. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill verði í notkun á 80% af ESB-markaðnum. Heimamarkað- ur finnskra fyrirtækja stækki því í mark- að 290 milljóna manna og ljóst sé að út- flutningur þeirra muni í æ ríkara mæli verða til EMU-svæðisins. Hinn sameigin- legi gjaldmiðill skapi finnskum fyrirtækj- um ómetanleg tækifæri. Hlutfallslega séð verði staða Svía hins vegar veikari, þar sem þeirra heimamarkaður stækkar ekki. EMU-þátttakan muni hins vegar ekki hafa bein áhrif á tvíhliða viðskipti Svíþjóð- ar og Finnlands. Hún muni einungis bæta stöðu Finnlands í viðskiptum við megin- land Evrópu. Þá hefur gætt ótta í finnsku atvinnulífí um að Svíar muni geta bætt samkeppnis- stöðu sína utan EMU, þar sem þeh verði þar með áfram í aðstöðu til að breyta gengi sænsku krónunnar. Þetta telja finnskir EMU-sérfræðingar einnig byggt á misskilningi. Svíar muni ekki búa við aukinn sveigjanleika heldur verði þvert á móti að sýna fram á enn meiri stöðugleika en EMU-ríkin. Annað myndi leiða til gjaldeyrisflótta og vaxtahækkana í Sví- þjóð. Hamla hagvexti og draga úr fjárfest- ingum þar í landi. Finnar telja hins vegar að það yrði mikill kostur fyi'h Finnland ef Svíar tækju skref inn í EMU. Finnsk fyr- irtæki þekki sænska markaðinn betur en aðra markaði og sögulega séð hafi Svíþjóð verið notuð sem stökkpallur fyrh finnskar vörur inn á stærri markaði. Slíkt yrði auð- veldara ef Svíþjóð væri einnig hluti af EMU-svæðinu. i Morgunblaðið/Þorkel! VIÐ SKÓLASLIT í ÍSAKSSKÓLA Sameiginleg ur gjaldmiðill og fastgengi I TENGSLUM VIÐ EMU-umræðuna hafa Finnar mikið velt fýrh sér kost- um og göllum þess að halda úti eigin gjaldmiðli. Sú umræða er að mörgu leyti fróðleg fýrir Islendinga. Bent hefur verið á að gengi finnska marksins hafi í gegnum tíðina sveiflazt töluvert, ekki sízt vegna þess hversu mikið vægi skógariðnaður hef- ur haft í finnskum útflutningi. Skógariðnaðurinn aflaði á sínum tíma um helmings allra gjaldeyristekna Finn- lands, en það hlutfall hefur nú lækkað nið- ur í um þriðjung. Hins vegar hefur hlutfall skógariðnaðarins af heildarframleiðslu ein- ungis verið um 6% og um 4% vinnuafls hafa starfað í þessari atvinnugrein. Sökum þess hve vægi skógariðnaðarins í útflutn- ingstekjum hefur verið hátt hefur þessi at- vinnugrein hins vegar ráðið miklu um þró- un gengismála. Þegar vel hefur gengið í skógariðnaði hefur gjaldeyrh streymt inn í landið og það hefur valdið þenslu á öllum sviðum atvinnulífsins. Þegar illa hefur gengið hefur dregið úr innstreymi gjald- eyris og stjómvöld oftar en ekki orðið að grípa til þess ráðs að lækka gengið til að bregðast við áhrifum samdráttarins. Þetta hefur gert að verkum að margh Finnar hafa verið hikandi gagnvart hinum sameiginlega gjaldmiðli. Hvernig eiga stjórnvöld að geta brugðizt við sveiflum af þessu tagi ef jafnmikilvægt hagstjórnar- tæki og gengismálin er tekið úr höndum þeirra? Finnskh EMU-sérfræðingar segja röksemdafærslu þessa byggja á hugsunar- villu. Hún byggist á þeirri forsendu að sameiginlegur gjaldmiðill jafngildi fast- gengisstefnu. Það sé hins vegar beinlínis rangt. Með sameiginlegum gjaldmiðli breytist allar forsendur og beri þar kannski fyrst að nefna að þegar viðskipti fari fram í sameiginlegri mynt hverfi halli á viðskiptum við útlönd. Taka má nokkur dæmi þessu til frekari útskýringar. Gæti verið halli á viðskiptum einstakra ríkja Bandaríkjanna? Getur Alabama verið með óhagstæðan viðskiptajöfnuð við Bandarík- in? Eða svo tekið sé nærtækara dæmi af einu gjaldmiðilssvæði. Getur verið halli á viðskiptum Akureyringa við aðrar byggðh íslands? Auðvitað ekki, segja finnskii’ sérfræð- ingar. Það sem breytist með sameiginleg- um gjaldmiðli er að sveiflumar ná ekki lengur til einstakra ríkja heldur tak- markast við einstaka atvinnuvegi. Alltaf mun ganga vel eða illa í einstaka atvinnu- greinum á evró-svæðinu. Peningamála- stefnan muni hins vegar taka mið af heild- inni. í stað þess að jafna út sveiflur innan einstakra atvinnugreina, t.d. skógariðnaði, með gengisbreytingum, verði að byggja upp annars konar kerfi stuðpúða til að verja útflutningsatvinnuvegi fyrir áföllum. í stað þess að breyta gengisskráningu verði til dæmis að horfa til aukins sveigjan- leika á vinnumarkaði og breyttu kerfi launamyndunar. í umræðunni um hinn sameiginlega gjald- miðil hefur sú spurning oft vaknað hversu sterkur hann verður. Hafa margh látið í ljós ótta um að einhver þehra ríkja er gengust undh hin ströngu skilyrði Ma- astricht-sáttmálans, til að komast inn í þann hóp ríkja er taka þátt í EMU frá upp- hafi, myndu slaka á aðhaldi í ríkisfjármál- um er inn væri komið. Svipaðar áhyggjur mátti greina vegna þeirra deilna er urðu í kringum kjör yfhmanns hins nýja seðla- banka Evrópu. I Finnlandi eru menn sann- færðh um að slíkar áhyggjur séu ástæðu- lausar. Seðlabankinn eigi ekki annaiTa kosta völ en að fylgja strangri aðhaldsstefnu og tryggja lága verðbólgu á EMU-svæðinu. Afleiðingarnar yrðu hreinlega of alvarlegar ef sú yrði ekki raunin. Ef sú staða kæmi upp að bankinn missti tök á verðbólgunni myndi taka langan tíma að byggja upp traust á ný. Jafnframt sé ljóst að ríki á borð við Finnland, er gripið hafa til sársauka- fullra aðgerða til að koma á stöðugleika og viðhalda honum, muni ekki sætta sig við að önnur ríki slaki á klónni. Finnar eru sannfærðh um að EMU sé þeim til hagsbóta og að hinn sameiginlegi gjaldmiðill muni ná styrkri stöðu frá upp- hafi. Þau ríki er að þessu verkefni standa hafi lagt það mikið undir að allt verði gert til að tryggja framgang hins sameiginlega gjaldmiðils. Þar með sé jafnframt ljóst að erfitt verði íýrir önnur ríki að standa utan EMU-svæðisins og yfirgnæfandi líkur á að önnur ríki muni fyrr en síðar taka skrefið þangað inn. Finnskir EMU- sérfræðingar segja röksemda- færslu þessa byggja á hugsun- arvillu. Hún bygg- ist á þeirri for- sendu að sameig- inlegur gjaldmið- ill jafngildi fast- gengisstefnu. Það sé hins vegar beinlínis rangt. Með sameiginleg- um gjaldmiðli breytist allar for- sendur og beri þar kannski fyrst að nefna að þegar viðskipti fari fram í sameiginlegri mynt hverfi halli á viðskiptum við út- lönd

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.