Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 35

Morgunblaðið - 31.05.1998, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 35 SKOÐUN ATLAGA AÐ NORÐUR- MJÓDD í BREIÐHOLTI SVONEFND Norður-Mjódd er autt svæði, sem takmarkast að vestan af Reykjanesbraut, norðan og austan af Stekkjarbakka og að sunnan af Álfabakka. Samkv. skipulagi 1962 - 1983 átti þetta svæði að vera lítið en snoturt úti- vistarsvæði með lágum gróðri og göngustígum og svo bekkjum, þar sem menn gætu setzt og hvílt sig á góðviðrisdögum. Því miður hafa hvorki fyrrverandi né núverandi borgaryfirvöld enn komið því í verk að ganga frá svæðinu eftir upphaflegu skipulagi. Þeir, sem sóttu um og fengu á sínum tíma lóðir neðst í svonefndu Stekkjarhvei-fi og austan við Stekkjarbakka, gerðu það í þeirri trú, að þeir fengju þannig frjálst útsýni yfir til Kópavogs og niður í Fossvogsdal. Slíkt myndi á þann hátt vega nokkuð uppi á móti því að hafa hvorki mikið víðsýni til fjalla né sjávar, svo sem víða er í Breiðholtinu. Því miður hefur Borgarskipulag fram til þessa dags ekkert gert til þess að skipuleggja þennan reit í samræmi við upphaflegt skipulag. Hins vegai' hafa nokkrar atlögur verið gerðar að honum af hálfu þess og Skipulagsnefndar borgar- innar allt frá 1974 og í þá veru að nýta svæðið á allt annan hátt og koma þar fyrir mannvirkjum af ýmsum toga. íbúar Breiðholtshverfis hafa að mestu getað komið í veg fyrir þess áform með miklum samtakamætti og einbeitni gagnvart borgaryfir- völdum, enda getað með óyggjandi rökum bent á, að þetta hafí átt að vera óbyggt útivistarsvæði, sem hafi verið vanrækt að koma í viðun- andi horf í samræmi við þá land- nýtingu. í íyrstu umræðu við borg- aryfirvöld um breytta nýtingu Mjóddarinnar kom það fram hjá íbúunum, að sjálfsagt væri að halda þessum reit óbyggðum og þá ekki sízt sem grænu svæði austan við Reykjanesbraut, enda nyti neðsti hluti Breiðholtsins sín þá vel, séður frá Reykjanesbraut, og umhverfi brautarinnar til austurs yrði með léttara yfirbragði. í hvert sinn, sem íbúarnir hafa neyðzt til að mótmæla breyttum tillögum, hefur málið leystst á þann veg, að fallið hefur að lang- mestu leyti verið frá þeim hug- myndum, sem skutu upp kollinum í höfði Borgarskipulags. Þannig hef- ur málinu verið frestað nokkrum sinnum. Jafnframt fylgdu þau loforð frá forstöðumanni Borgarskipulags, Þorvaldi S. Þorvaldssyni, við und- irritaðan, síðast 1992, að ekkert yi'ði gert á oftnefndu svæði, nema íbúamir fengju um það vitneskju og grenndarkynning færi fram samkvæmt reglum. En svo hefur allt dregizt úr hömlu, því miður, og svæðið verið óræktarmói og til engrar prýði. Þar hafa ráðamenn borgarinnar algerlega brugðizt Breiðhyltingum í aldarfjórðung. Þegar fyrsta grenndarkynning fór fram 1974 og teikningar vora lagðar fram um nýtingu þessa svæðis undir byggingar, var það látið heita svo, að þama yrði komið fyrir lágum byggingum, sem myndu ekki trufla útsýni úr neðstu húsum Stekkjarhverfis. Þessar byggingar voru hugsaðar að sögn forráðamanna Borgai-skipulags fyrst og fremst fyrir léttan iðnað, þar sem m.a. heimavinnandi hús- freyjur úr hinu nýja Breiðholts- hverfi gætu fengið vinnu hluta úr degi. Engum frumbyggja Því miður hefur allan vilja vantað hjá Borg- arskipulagi, segir Jón Aðalsteinn Jónsson, sem vill að staðið verði við það skipulag, sem samið var í upphafi um þennan reit. Breiðholts leizt á þessar hugmynd- ir þrátt fyrir hlýjar hugsanir í garð húsfreyjanna. Þeir bentu réttilega á, að væntanlegar byggingar myndu að sjálfsögðu spilla mjög því útsýni og frjálsræði, sem lofað hafði verið á þessu svæði, og mót- mæltu þessum áætlunum svo kröftuglega, að þær hafa ekki kom- ið fram síðan í þeirri mynd. Hins vegar var það þá látið óátalið af flestum, að Olís hf., sem hafði um þetta leyti fengið eitthvert vilyrði, að okkur skildist, til að flytja bensínstöð sína, sem stóð upphaf- lega sunnan Alfabakka, yfir götuna og verða syðst í Norður-Mjódd, þar sem hún er nú. Var það vegna þess, að stöðin varð að víkja, þar sem hugmyndir munu þá hafa ver- ið komnar fram um að reisa á þessu svæði m. a. hverfisstöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur. Jafn- framt var skýrt tekið fram, vissu- lega munnlega, að þaraa yrði ein- ungis bensínstöð með þvottaplani, en engar aðrar byggingar. Vel má vera í Ijósi þess, sem síðar hefur komið fram, að þessi tilslökun af hálfu okkar, íbúanna, hafi verið misráðin. En hún var gerði í trausti þess, að borgaryfirvöld stæðu þá ekki síður við gefm fyrir- heit um hönnun þessa svæðis til útivistar. Þegar þetta gerðist, fylgdi einmitt loforð frá forráðamönnum Olís hf., að því er íbúunum var tjáð, að umhverfi stöðvarinnar yrði fegrað á allan hátt og m.a. með trjágróðri, svo að stöðin og það, sem þar færi fram, yrði ekki eins áberandi úr húsum þeim, sem næst stóðu, enda engum til yndisauka. Því miður hafa engar efndir orðið af hálfu Olís hf. fram á þennan dag, svo sem allir geta séð, sem fara þarna um. Rétt er að taka fram, að lítill hluti þessa svæðis var um þessar mundir tekinn undir skólagarða. Að sjálfsögðu fann enginn íbúa Breiðholts nokkuð athugavert við það, að svæðið yrði þannig nýtt í þágu skólabarna, þar til Borgar- skipulag sæi sóma sinn í því að ganga frá öllu svæðinu í samræmi við upphaflegt skipulag og standa við þau loforð, sem þeir, sem reistu hús sín í næsta nágrenni, höfðu eðlilega treyst á. Borgin hafði að sjálfsögðu gengið fast eftir því, að frumbyggjamir stæðu við allt það, sem á þá var lagt í sambandi við húsbyggingar sínar, svo sem gatnagerðargjöld o.fl. Veit ég ekki annað en það hafi allt gengið eftir. Svo gerðist það 1984, að skjól- stæðingar þáverandi oddvita borg- arinnar fengu óvænt leyfi fyrir að reisa greiðasölu nyrzt í Mjóddinni, og þá þurfti hvorki að spyrja kóng né prest né láta grenndarkynningu fara fram. Nýlega hefur svo það komið fram, sem falið var vandlega fyrir íbúum hverfisins, að þeir, sem reistu Staldrið svonefnda, fengu lóðarsamning til 50 ára eða til árs- ins 2034. Árin 1988 og 1992 voru síðan gerðar tvær atlögur að Norður-Mjóddinni og báðar í tengslum við Olís hf. Vildu forráða- menn þess félags fá nokkra stækkun á at- hafnasvæði sínu og koma þar upp smur- stöð og eins aðstöðu til dekkjaviðgerða. Með harðfylgi íbúanna og gildum rökum tókst enn að koma í veg fyrir þessar ráðagerðir. Jafnframt var minnt á áðurgefin loforð um trjágróður og aðra fegrun í kringum bensínstöðina, sem láðst hafði að efna. Loks gerist það snemma á þessu ári, að Borgar- skipulag og að sjálfsögðu borgaryf- irvöld ætluðu, þrátt fyrir oft gefin fyrirheit um það, að ekkert yrði gert við það, sem eftir væri af Norður-Mjódd, nema grenndar- kynning færi fram og íbúarnir látn- ir vita, hvað til stæði, að afhenda einum aðila mestallt það svæði, sem eftir var af Norður-Mjóddinni og það án nokkurrar grenndar- kynningar með Breiðhyltingum eða a.m.k. með þeim, sem búa í Stekkjarhverfi. Fyrir hreina tilviljun barst okk- ur til eyma, hvað til stæði. Kom þá I ljós, að hin nýja atlaga að Norður- Mjódd hófst með umsókn frá Gróð- urvörum sf., Verslun Sölufélags garðyrkjumanna í Kópavogi, í nóvember 1995. Með því bréfi var sótt um 1 '/> ha lóð fyrir gróðrar- stöð og verzlun. Og viti menn. Þá var strax rokið upp til handa og fóta til „að vinna tillögu að breyttri landnotkun á reit norðan bensín- stöðvar í N-Mjódd“, eins og það er orðað í bréfi frá Borgarskipulagi til umsækjandans 9. janúar 1996. Er annað tæplega hugsanlegt en hér hafi einhverjir áhrifamenn innan borgarkerfisins staðið að baki og veitt umsækjanda vilyrði fyrir lóðaúthlutun, úr því að svo skjótt var brugðizt við að skipuleggja svæðið og einmitt með hliðsjón af óskum hans. Lóðarumsækjandi endurnýjar síðan umsókn sína frá árinu 1995 með bréfi 20. ágúst 1997 til Borgarráðs og sækir nú „um allt að 1,5 ha lands fyrir starfsemina og allt að 1,5 ha lands til ræktunar- legi'a umsjóna eftir nánara sam- komulagi við borgarskipulag", eins og það er orðað í bréfinu. Hér er þá um 3 ha að ræða af margnefndri Norður-Mjódd eða allt svæðið, sem eftii' var og borgaryfirvöld höfðu enn umráðarétt yfir, en látið vera umhirðulaust allan tímann, þegar skólagai-ðurinn er undanskilinn. Vafalaust hefur borgarstjórinn í Reykjavík fengið afrit af þessu nýja bréfi umsækjandans, því að erindið er sent áfram frá skrifstofu hans til Skipulags- og umferðar- nefndar 27. s.m. Þannig stóðu þá málin, þegar þau bárust okkur til eyrna, sem bú- um í næsta nágrenni við Norður- Mjódd. Sagan er samt ekki búinn enn. Nú hugsaði eigandi Stekks ehf., sem rekur Staldrið, sér til hreyf- ings í kjölfar þess, sem á undan var gengið. Með bréfi 15. desember 1997 sækir hann „um stækkun lóð- ar undir byggingu húsnæðis fyrir verslun og veitingarekstur“. Jafn- framt er vísað í „meðfylgjandi gögn“. Það má hverjum vera ljóst, að þeir, sem búa í nágrenni við Staldrið, verða lítt hressir, ef til Jón Aðalsteinn Jónsson þess skyldi koma, að þarna risi upp veit- ingastaður með þeim glaumi og margs konar umferð, sem óhjákvæmilega fylgja slíkum stöðum. Það þarf líka vart að gera því skóna, að þama kæmi svo upp bjórkrá, áður en langt um liði. Af framansögðu er einsætt, að sú ró og sá friður, sem við höfum búið við í Stekkjar- hverfinu, sum í nær þrjá áratugi, verður rofinn með öllum þeim rekstri, sem sótt er um í Norður-Mjódd. Honum fylgir óhjákvæmilega slík umferð til viðbótar við þá auknu umferð, sem Umferðamefnd hefur á liðnum ár- um beint í æ ríkara mæli inn á Stekkjarbakkann, að lítt verður við unað. Ekki er ég viss um, að for- stöðumaður Borgarskipulags myndi una slíku í sínu nágrenni. En hvað varðar Borgarskipulag um aðra íbúa, þegar einkahags- munir eru annars vegar. Sá, sem þetta ritar, hafði strax samband við Þorvald S. Þorvalds- son, forstöðumann Borgarskipu- lags, þegar fréttir af framansögðu höfðu borizt til okkar. Minnti ég hann að sjálfsögðu á fyrirheit hans við mig árið 1992 , þ.e., að ekkert yrði gert á margnefndu svæði, nema við fengjum um það vitneskju. Nú vai' ljóst, að hann hafði gleymt því, sem okkur hafði farið á milli, því að ég vil tæplega trúa því, að hann hafi viljandi gengið á bak orða sinna eða allan tímann verið að leika tveim skjöldum í skiptum sínum við mig og aðra Breiðhyltinga. Eg vil svo að endingu, að það komi skýrt fram, að þau mótmæli, sem höfð hafa verið uppi af hálfu okkar Breiðhyltinga, beinast að sjálfsögðu einungis að Borgar- skipulagi og borgaryfirvöldum og þeirri lítilsvirðingu, sem þau hafa sýnt okkur með framferði sínu allt frá árdögum Breiðholtshverf- isins. Umsækjandi þessara þriggja hektara af Norður-Mjódd, Gísli H. Sigurðsson, f.h. Gróðurvara sf., hefur komið að máli við mig. I því samtali sagði hann, að honum hafi með öllu verið ókunnugt um fyrri deilur okkar Breiðhyltinga við borgaryfirvöld, þegar ég greindi honum frá þeim. Hann sagðist ein- ungis sjá þarna kjörið svæði fyrir starfsemi fyrirtækis síns. Jafn- framt vil ég ekki að óreyndu - þrátt fyrir brigðmælgi og slæma reynslu af öðrum - draga í efa vilja hans til að framkvæma það, sem hann segir í umsókn sinni frá 1995. „Framtíðarplanið er að reisa „gar- den center" að erlendri fyrirmynd, þar sem blandast lágar og skemmtilegar byggingar og opið útivistarsvæði með gróðri og göngustígum og uppsettum hug- myndum að heimilisgörðum og þar sem fólk getur notið útiveru á góðviðrisdögum.“ Framangreint orðalag minnir að sumu leyti á upphaflegan tilgang skipulagsins frá því fyrir 30 árum. Hér er auðvitað samt sá reginmun- ur á, að úthluti borgaryfirvöld téðu svæði til einkaaðila, er hætt við, að áhrif þeirra verði ekki mikil á þær framkvæmdir, sem þama eru fyr- irhugaðar eða síðar kæmu til, nema þá um auknar byggingar- framkvæmdir, sem engan veginn er loku fyrir skotið, að forráða- menn þessa svæðis í framtíðinni láti sér detta í hug. Við eram hins vegar sannfærð um það, sem búum þaraa næst vettvangi, að bygging- ar þær, sem áformað er að reisa, hljóta að skerða til muna það útsýni, sem enn blasir við okkur og við höfum haft óskert um 30 ára skeið. Hefur þó verið látið í það skína, að svo verði ekki. Þá er ég viss um, að það unga fólk, sem hefur að undanfómu ver- ið að setjast að í húsum í neðstu röð Stekkjarhverfisins og á von- andi eftir að búa þar langt fram á næstu öld, hefur treyst því, að borgaryfirvöld stæðu innan ekki langs tíma við það skipulag, sem samið var í upphafi um þennan reit, en hann má vissulega gera mjög fallegan. En því miður hefur allan vilja vantað hjá Borgarskipu- lagi og þeim, sem áttu að sjá um hönnun hans. Það er a. m. k. nú að koma skýrt í ljós. Höfundur er orðabókarritstjóri. mm:M Jóga gegn kviða með Asmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða eða fielni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið firelsi og lífigleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Hefist 9. júní. Þri. ogjrrn. kl. 20.00. Heildarjóga (grunnndmskeið) með Lárusi Guðmundssyni Fyrir fiólk á öllum aldri sem vill kynnast jóga og lœra leiðir til slökunar. Hathajógastöður, öndun og slökun, hugleiðsla, jóga- heimspeki, mataræði o.fl. Hefit 10. júní. Mán. og mið kl. 20.00. ■ ■ ■ Ásmundur Ldrus Erum flutt í Kópavog Opnunartilboð - 3ja mánaða kort á kr. 9.900 í jógatíma og tækjasal. Gildir til 15. júní. Y0GA& STU D 10 Auðbrekku 14, 200 Kópavogi, sími 544 5560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.