Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 43

Morgunblaðið - 31.05.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998 43 Fram- haldsskól- anum í Eyjum j slitið Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FRAMHALDSSKÓLANUM í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu og nemendur brautskráð- ir. Á vorönn voru um 260 nemendur við skólann en 48 útskrifuðust eftir vorönnina. 15 nemendur braut- skráðust með stúdentspróf, 8 af 3 náttúrubraut, 6 af félagsfræðibraut \ og 1 af hagfræðibraut. Átta nem- | endui- útskrifuðust úr öðru stigi ' sldpstjómarnáms og 15 af skip- stjómarbraut 1. stigs, en þetta er í fyrsta sinn sem Framhaldsskólinn brautskráir nemendur með skip- stjórnarpróf. 6 sjúkraliðar braut- skráðust, 2 brautskráðust af 2. stigi vélstjórnarbrautar og 2 luku versl- unarprófí af viðskiptabraut. í skólaslitaræðu Ólafs H. Sigur- jónssonar skólameistara fjallaði 3 hann um sameiningu Framhalds- | skólans og Stýrimannskólans og fannst honum að vel hefði tekist til með sameiningu skólanna. Ólafur sagði að í heildina hefði skólaárið verið gott þó auðvitað væri alltaf eitthvað sem betur mætti fara. Hann nefndi sérstaklega að kenn- araskortur væri í mörgum grein- um, vinnuálagið á suma kennarana fj væri alltof mikið. Fækka þyrfti þeim sem ekki væm með kennara- réttindi og halda þá áfram menntun I kennai-ana. Einnig nefndi hann agaleysi sem vart hefði orðið við, bæði í námi og félagslífi nokkurs hluta nemenda. Það jákvæða væri aftur á móti gott gengi nemenda í námi sem líta yrði á sem mikilvægasta atriðið í skólakerfinu. Félagslíf nemenda hefði einnig blómstrað og væri á Í mikilli uppleið. Þá nefndi Olafur að j í vor unnu þrír nemendur úr Fram- (haldsskólanum í Vestmannaeyjum fyrstu verðlaun í Hugvísis keppn- inni. Að loknu ávarpi skólameistara voru nemendur brautskráðir en að því loknu flutti Ragnar Eðvaldsson ávarp fyrir hönd stúdenta. Nokkrar viðurkenningar voini veittar fyrir góðan námsárangur. ÍAldís Helga Egilsdóttir fékk viður- kenningu fyrir mjög góðan árangur 1 á stúdentsprófi, Björk Steingríms- dóttir, fékk viðurkenningu fyrir góðann árangur í verslunargrein- um á verslunarprófi og Anna Krist- ín Birkisdóttir, Sverrir Haraldsson og Tinna Tómasdóttir fengu viður- kenningar fyrir námsárangur í þýsku. Orri Jónsson fékk vélstjóra- úrið fyrir árangur í vélstjómar- greinum og viðurkenningu fyrir ár- | angur í rafmagnsfræðigreinum á lokaprófi 2. stigs vélstjómarbraut- jj ar. Olafur Ólafsson fékk viðurkenn- ingu fyrii- árangm- í íslensku á skip- stjórnarprófi og Trausti Bergland Traustason fékk viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á skip- stjórnarprófi. Þá hlaut Sigurðm’ Bragason viðurkenningu fyrir störf að félagsmálum og einnig fengu út- skrifaðir sjúkraliðar Nýja testa- menntið frá Gideonfélaginu. I .5 : í STÚDENTARNIR sem útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Eyjum ásamt skólameistara. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ,M^ooö l korthafa 8. júlí iBssetj, fcniccrm 21. júlí og 29. sept. 26«950tu. fyrir fullorðinn, 18.540 kr. fyrir börn 2ja-11 ára Innifalið: Flug, flugvallarskattur og 4.000 kr. VISA-afsláttur á mann 33.175k. á mann í gistingu á Halley í 3 vikur 29. sept., m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára IHðíícr?ðlf)cdijli( 16. sept. 16. sept. 39(775 fcr. á mann í gistingu á Biarriz í 2 vikur, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára 39.31 ■ fer/ * Innifalið. Flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, allir flugvallarskattar og með 7.000 kr. VISA afslætti á mann m.v. að ferðin sé greidd með VISA. á mann í gistingu á Sol Doiro í 2 vikur, m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára Takmarkað sætaframboð V/SA FERÐIR Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími: 568 2277 • Fax: 568 2274 Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.