Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 50

Morgunblaðið - 31.05.1998, Side 50
m 50 SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1998_ HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ í DAG Kom þú, Andi friðar og kærleika! Hér fer á eftir bæn Jóhannesar Páls páfa II fyrir annað undirbún- ingsárið - ár Heilags Anda - að fagnaðarárinu 2000. Heilagur Andi, kærkominn gestur hjarta vors, opinbera oss hina djúpstæðu merkingu fagnaðarársins mikla, búðu hjarta vort undir að fagna því í trú, í þeirri von sem ekki bregst, ogí þeim kærleika sem leitar ekki endurgjalds. Andi sannleikans, þú sem rannsakar djúp Guðs, og ert minning og spádómsorð kirkjunnar, leið mannkynið til að þekkja íJesú frá Nasaret Drottin dýrðarinnar, frelsara heimsins, mestu fyllingu veraldarsögunnar. Kom þú, Andi friðar og kærleika! Andi sköpunar, hulinn smiður Guðs ríkis, leiðbein kirkjunni fyrir krafta þinna heilögu að stíga afhugrekki yfir þröskuld hins nýja árþúsunds og að færa komandi kynslóðum Jjós Orðsins sem veitir hjálpræði. Andi heilagleika, guðlegur andardráttur sem alheimurinn bærist við, kom og endumýja ásjónu jaróar. Tendra í kristnum mönnum löngun tíl fullrar einingar, að þeir megi vera heiminum sannarleg tákn og leiðsögn um nána einingu við Guð og einingu allrar fjölskyldu mannkyns. Kom þú, Andi friðar og kærleika! Andi samfélags, sál og styrkur kirkjunnar, veit að auðlegð náðargjafa og helgiþjónustu fái stuðlað að einingu líkama Krists; veit að leikmenn, klausturvígðir menn og prestvígðir vinni samstilltir í starfi sínu að byggingu hins eina ríkis Guðs. Andi huggunar, óbrígðul uppspretta fagnaðar og fríðar, vektu samstöðu með hinum fátæku, veit hinum sjúku þann styrk sem þeir þarfnast, gefþeim traustogvon sem búa við þrengingar, tendra í hjarta alíra manna vilja til betri framtíðar. Kom þú, Andi friðar og kærleika! Andi visku, andrúd hugar og hjarta, bein vísindum og tækni til þjónustu við líf, frið ogréttlæti. Veit að viðræður vorar við fylgjendur annarra trúarbragða verði árangursríkar, gef að hinir ólíku menningarheimar fái metið gildi guðspjallsins. Andi lífs, fyrir mátt þinn varð Orðið hold ískauti Maríu meyjar, konu sem er íhugul íþögn sinni, gjör oss hlýðin kvaðningu kærleika þíns ogfús að meðtaka tímanna tákn sem þú birtir oss á vegferð vorrí. Kom þú, Andi friðar og kærleika! Andi kærleikans, þér sé lof, heiður og dýrð, ásamt með hinum almáttuga Föður oghinum eingetna Syni, um aldir alda. Amen. VELVAKAJVPI Svarað í súna 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hver kannast við þessar myndir? KANNAST einhver við fólkið á þessum myndum? Ef svo er vinsamlega hafið samband við Kristin í síma 421 4145. Hver er fatlaður? NÝLEGA flutti Illugi Jök- ulsson áhugaverðan pistil í morgunútvarpið á Rás 2 um ungling sem var að búa sig undir próf í íslensku í framhaldsskóla og þurfti að læra um hin ýmsu hljóð í íslensku. Hann nefndi hin ýmsu hljóð í íslensku m.a. kringd hljóð sem ég held að fáir viti hvað þýðir, en mun vera hljóð myndað með framskotnum hring- mynduðum vörum. Ekki er svo að sjá að ungt fólk til- einki sér þennan fróðleik í reynd eins og svo greini- lega kom fram í pisth sem ég heyrði á sömu útvarps- rás nokkrum klukkutímum síðar. Þá var viðtal við ungan íslenskufræðing um rómantískar skáldsögur, svokallaðar „sjoppubók- menntir", sem hún hafði varið verulegum tíma í að rannsaka. Gott ef þetta var ekki á Degi bókarinnar. Auðheyrt var að fræðing- urinn var vanari að lesa í bókum en koma hugsun sinni í skiljanlegt mál. Hún notaði mikið orðin „þúst“ (þú veist), ,Jhédna“ (héma), einnig orðið „að fíla“ sem rekja má til ensku sagnarinnar „to feel“ og í orðinu“ róman- tískaaaar“ dró hún síðasta atkvæðið eins og svo mai’gt ungt fólk gerir nú til dags. Osjálfrátt kom sú spuming í hugann hver yrði framtíð íslenskrar tungu ef íslenskufræðing- ar kunna ekki að tala ís- lensku betur en raunin var í þessu viðtali. En svo kom ljósið í myrkrinu; Viðtal í sjónvarpinu um menntun- armál fatlaðra. Talað var við stúlku sem var sögð fötluð, en hún talaði svo kjamyrta íslensku með þroskuðum orðaforða að margt langskólagengið æskufólk gæti lært af. Sú spuming vaknar, hver það er sem er fatlaður. Utvarpshlustandi. Vegur á Heklu! í MORGUNBLAÐINU 7. maí sl. er grein eftir Guðna Ágústsson, þingmann í Suðurlandskjördæmi, um veg á Heklu. Greinin er góð, enda hér um að ræða hið bezta mál. Guðni víkur þama að ýmsum hliðum þessa máls, og er rök- semdafærsla hans, honum til sóma. - Hér skiptir ekki máli hvaða flokki hann til- heyrir, mest er um vert að hér er um að ræða mál sem varðar alþjóð, og eðli- legt því að allir þingmenn kjördæmisins sameinist um það. Hugmyndin um veg upp á Heklu er ekki ný. Menn hafa rætt þetta áður, og viljað hefjast handa, en „úrtölumenn, fífl og veð- urvitakálfar" hafa lagst gegn þvi. Því hefir ekkert gerst. Hekla er hluti af Rang- árvallahreppi. Það hefur verið svo og mun verða, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er því hreppsnefnd þessa hrepps, með oddvita í broddi fylk- ingar, sem hefur mikið vægi og áhrif varðandi veg upp á Heklu. Ekki er ástæða til að ætla annað en Rangvell- ingar séu jákvæðir, hvað þetta snertir og ekki spillir að oddviti þeirra gegnir starfi ferðamálafulltrúa í Rangárþingi. Hvað snertir náttúru- vemdarsjónarmið, er það í þágu landvemdar að leggja vegarslóða upp eftir Heklu. Slíkur slóði, eða vegur, beinir umferðinni í einn farveg, og menn leggja niður þann ósið að beina torfærutröllum sín- um hingað og þangað, eftir fjallshlíðum svo sem nú er. Jú, fróðlegt verður að fylgjast með þessum mál- um - en ekki er nóg að menn sitji yfir kaffibollum austur á Hellu og bara ræði málin, þótt „orð séu til alls fyrst“. Eyjólfur Guðmundsson. SKÁK Umsjón Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp í for- setabikarkeppninni í Elista í Kídmykíulýðveld- inu í Rússlandi. Aleksei Drejev (2.630) var með hvitt, en Evgení Barejev (2.675) hafði svart og átti leik. 24. - Rxc4! 25. Dd3 (Eða 25. Rxc4 - Del+ 26. Kg2 -Dg3+ og svartur vinnur) 25. - Dg3+ 26. Bg2 - Rf4! 27. Dfl - Dxe3+ 28. Kh2 - Rxd2 29. Ddl - Rxg2 30. Bxd2 - Dxe4 31. Kg3 - Re3 32. Kf2 og hvítur gafstupp. Elista verður vettvangur Ólympíuskák- mótsins í haust, en hún er heimaborg Kirs- ans Ilumsjínovs, forseta Alþjóðaskáksam- jafnframt forseti í Kal- bandsins FIDE. Hann er mykíulýðveldinu. Áster... .. .að tala sama tungumál. TM Rag U 8. Pat CW. — bH nghta raMfVt (c) 1998 U» Angotaa T«i» Synöcmto Víkverji skrifar... HAFNARFJÖRÐUR fékk kaupstaðarréttindi 1. júní árið 1908 - fyrir 90 árum. Fleiri merkis- atburðir heyra til þeim vikudögum sem framundan eru. Kennarasam- band íslands var stofrað 3. júní árið 1980. Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag íslands, var stofnað 3. júní árið 1937. Á fýrstu dögum júní- mánaðar fæddust og ýmsir þekktir menn í listasögu okkar, m.a. Jón Stefánsson, Þorgils gjallandi, (1. júní 1851), Páll ólafsson (3. júní 1883), Þorvaldur Thoroddsen (6. júní 1855) og Eyjólfur J. Eyfells (sama dag árið 1886). í vikunni eru og tveir alþjóðlegir átakadagar. í dag, 31. maí, er al- þjóðlegur tóbaksvamardagur. 5. júní er síðan alþjóðlegur umhverfis- vemdardagur. Með öðram orðum tvíþætt átak fólks á plánetunni jörð: Heilbrigt fólk í heilbrigðu umhverfi. Ekki slök vika atama. XXX SKÆÐADRÍFA skoðanakann- ana féll yfir landslýð síðustu dagana fyrir sveitarstjómarkosn- ingamar. Víst er að kannanir af þessu tagi gefa nokkrar vísbending- ar um það sem koma skal og því for- vitnilegar. En of mikið af öllu má þó gera. í þessu eftii, sem öðram, er ís- lenzka verklagið annaðhvort í ökkla eða eyra. Að þessu sinni var það í eyra - og reyndar vel það. Það er greinilega vandratað meðalhófið? XXX SVEITARFÉLÖG era að sam- einast í stærri og sterkari ein- ingar. Það er af hinu góða. Þannig era þau betur í stakk búin til að bjóða þau búsetuskilyrði og rísa undir þeirri margþættu þjónustu, sem búsetuval ræðst af. Vandinn virðist einkum vera að sættast á heiti hins sameinaða sveitarfélgs! Málið snýst um að finna orð sem merkir sveitarfélag, segir Ami Ólafsson í grein í Degi, sem hægt er að nýta sem viðhengi við staðar- eða héraðsheiti. Nöfti á flestum samein- um sveitarfélögum hafa fengið end- inguna -bær, -byggð eða -sveit. Ámi telur að til sé orð, sem uppfylli öll skilyrði í þessu efni, þ.e. orðið hreppur. „Otti um vísun í fyrri hreppaflutninga, hrepparíg eða hreppsómaga fyrri tíma er bara pempíuháttur," segir hann. Ekki kann Velvakandi dagsins við Austurríki sem heiti á sveitarfé- lagi; það er dulítið derringslegt. Þeir sem til slíks nafns horfa finnst trúlega ekki mikið til nafnsins Aust- urhreppur - eða Austfjarðahreppur - koma. En til hvers þarf þessar endingar allar? Má ekki Reykjavík- urborg heita Reykjavík, sameinuð sveitarfélög við Eyjafjörð Eyja- fjörður o.s.frv.? Máski er á meðal okkur einhver snjall orðasmiður sem fundið getur „viðhengi“ á nöfn sveitarfélaga sem felur í sér hina réttu merkingu, fer vel í munni og fólk almennt getur sætt sig við? XXX JÚNÍMÁNUÐUR fer í hönd með nóttlausri voraldarveröld í um- hverfi okkar. Margur landinn hefur farið fögram orðum um íslenzka sumarlandið, lífríki þess og litadýrð. Einn þeirra er Stefán frá Hvítadal, sem kvað m.a.: í vetur gat ég sagt með sanni: Svart er yfir þessum ranni, sérhvert gleðibros í banni, blasir næturauðnin við. Drottinn! Þá er döprum manni Dýrsta gjöfin sólskinið. Nú er hafinn annar óður. Angar Hfsins Beruijóður. Innra hjá mér æskugróður Óði mínum létt um spor. Ég þakka af hjarta, Guð minn góður, gjafirþínar,sólogvor.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.