Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 12
12 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tilraunasprengingar Indverja og
Pakistana haía vakið ótta um að stórfelld
kjarnorkuvígvæðing sé yílrvofandi í
S-Asíu. Ásgeir Sverrisson segir frá
áætlunum ríkjanna tveggja og þeirri
herfræði sem að baki býr.
Klifrað
upp
kj amorku
E
Reuters
UNGMENNI í Islambad fagna þeirri yfirlýsingu ráðamanna að Pakist-
an sé orðið „islamskt kjarnorkuveldi". Forgangsröðunin er skýr:um
fjórðungur þjóðartekna í Pakistan rennur til vígbúnaðarmála, um 62%
landsmanna eru ólæs og meðalaldurinn er rúmlega 59 ár. I Indlandi
teljast 48% landsmanna ólæs og þar er meðalaldurinn um 62 ár.
’ jamavopnatilraunir Ind-
verja og Pakistana hafa
raskað ríkjandi valda-
jafnvægi á heimsvísu og
»verða til þess að auka
enn á þá óvissu sem einkennt hefur
þróun alþjóðamála frá því að kalda
stríðinu lauk. Margir óttast að af-
vopnunarþróun síðustu ára sé á enda
runnin og að fleiri ríkisstjómir taki
að nota kjamorkuvígvæðingu til að
blása í glæður trúarofstækis og þjóð-
rembu í þeirri von að þannig gefist
kostur á að fá alþýðu manna til að
gleyma efnahagsþrengingum og
hraklegum lífskjörum. Utanríkisráð-
herrar kjarnorkuveldanna fimm,
Bandaríkjanna, Rússlands, Kína ,
Frakklands og Bretlands, komu
saman til fundai' í Sviss á fimmtu-
daginn til að ræða hvernig unnt væri
að þrýsta á Pakistana og Indverja
um að hverfa af þessari braut en
stjórnvöld í ríkjunum tveimur hafa
sýnt að þau era öldungis tilbúin til
að hundsa fordæmingar á alþjóða-
vettvangi og hótanir um refsiað-
gerðir. Ljóst má heita að tímabil
mikillar óvissu er að renna upp í
Suður-Asíu.
Fjórar ef ekki fímm símhringing-
ar frá Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta dugðu ekki til þess að fá
Pakistana til að hætta við kjam-
orkuvopnatilraunir sínar sem voru
svar við sprengingum Indverja.
Nawaz Sharif, forsætisráðherra
Pakistan, taldi sig sýnilega þurfa að
láta undan kröfum um að landsmenn
reyndust ekki eftirbátar Indverja í
þessu efni enda almennt litið svo á
að bæði öryggi þjóðarinnar og stolt
væri í húfi. Pakistanar hættu íýrst
þegar jafntefli, 6-6, hafði verið
tryggt á kjarnorkusviðinu en Ind-
verjar höfðu náð einnar tilraunar
forskoti er þeir sprengdu fyrst
kjarnorkusprengju neðanjarðar árið
1974.
Pakistanar og Indverjar hafa
raunar lengi verið taldir í hópi svo-
nefndra „óyfirlýstra kjarnorku-
velda“ þ.e. löngum hefur verið vitað
að ríkin búi yfir þeirri þekkingu sem
nauðsynleg er til að beisla kjaraork-
una í hernaðarskyni. Með sprenging-
unum nú hefur „kjarnorkuklúbbur-
inn“ því stækl^að ‘og telur, sjö ríki,
átta ef Israel er talið méð eh stjórn-
völd þar hafa aldréi viljað lýsá form*
lega yfir því sem talið er fullvíst þ.e.
að heraflinn ráði yfir kjamorkuvopn-
um.
Nú er spurt með hvaða hætti
kjarnorkutilraunirnar muni hafa
áhrif á metinginn milli Indverja og
Pakistana en þessi ríki hafa þrívegis
lent í vopnuðum átökum frá því þau
hlutu sjálfstæði frá Bretum árið
1947. Árið 1990 munaði minnstu að
ríkin berðust á ný, þá sem oftast áð-
ur um yfirráð yfir Kashmir, víðlendu
héraði í Himalayafjöllum, sem skipt
var á milli þeirra er breska heims-
veldið leið undir lok. Þar hafa
landamærasveitir ríkjanna átt í
stigann
skæi’um sem þróast hafa út í viðvar-
andi átök þótt á lágu spennustigi
séu.
Hefðbundin vopn
og gereyðingarhótun
Yfirlýsingar Pakistana gefa til
kynna að þeir telji nauðsynlegt að
ráða yfir kjarnorkuvopnum til að
geta brugðist við yfirburðum Ind-
verja á sviði hefðbundins herafla.
Indverjar hafa jafnan farið með sig-
ur af hólmi í átökum ríkjanna en
matið á þeim yfirburðum myndi
breytast ef fyrir lægi að andstæðing-
ui'inn réði yfir gereyðingarvopnum.
Kenning Pakistana virðist því vera
sú að Indverjar muni hugsa sig tvis-
ar um áður en haldið verði út í stríð
með hefðbundnum vopnum. Svipuð
herfræði einkenndi viðbúnað ríkja
Atlantshafsbandalagsins í Vestur-
Evrópu á tímum kalda stríðsins en
þá voru kjarnavopnin hugsuð til að
fæla Sovétríkin frá stórfelldri innrás
til vesturs í ki'afti yfirburða á sviði
hefðbundinna vopna.
Indverjar hafa nú um 1,2 milljónir
manna undir vopnum, tvöfalt fleiri
menn en Pakistanar. Sambærilegra
yfirburða njóta þeir hvað flugvélai'
varðar. Að auki háttar þannig til í
Pakistan að helstu þéttbýliskjarna
og þar með um leið þungmamiðjuna í
efnahagslífinu er að fínna skammt
frá landamærunum og ættu því Ind-
verjar heldur greiðan aðgang að
þeim ef blásið yrði til hefðbundinnar
árásar. Þá eru Indverjar rúmlega sjö
sinnum fleiri, um 140 milljónir
manna búa í Pakistan.
Hvað Indverja varðar er heríræð-
in augljóslega sú að nauðsynlegt sé
að ráða yfir kjarnorkuvopnum til að
koma í veg fyrir að óvinir sem ráða
einnig yfir þeim áræði að beita slík-
um drápstólum. Á þann veg gætu
Indverjar nýtt sér yfirburði sína á
sviði hefðbundinna vopna og unnið
sigur í „venjulegu" stríði.
Áherslafi þróun eldflauga
Þetta eilffí grundvallaratriðum
þær hei’fræðikenningar sem að baki
tilraunasprengingunum búa. En eitt
er það stig tækniþekkingar að geta
hleypt af stað kjarnorkusprengingu
neðanjarðar og annað er það að geta
útbúið eldflaugar með kjarnahleðsl-
um, stýrikerfum og nákvæmum mið-
unarbúnaði. Þróun og smíði kjarna-
vopna fer yfirleitt fram í skýrum
áfongum. Eftir að nauðsynlegum
grunnrannsóknum er lokið er hafist
handa við hönnun en að henni lokinni
taka tilraunir við. Lokastigið er síð-
an hönnun vopnanna, sem geta verið
fallsprengjur eða kjarnaoddar sem
eldflaugar bera.
Pakistanar hafa þegar lýst yfir því
að þeir séu teknir til við að koma
kjarnahleðslum fyrir í eldflaugum
sínum. Helsti höfundur kjarnorkuá-
ætlunar þeirra, Abdul Qadeer Khan,
sem nú er þjóðhetja í heimalandi
sínu, sagði um liðna helgi að unnt
væri að koma slíkum oddum fyrir á
eldflaugum innan fárra daga. AI-
mennt Iíta vígbúnaðarsérfræðingar
svo á að þetta fái ekki staðist en á
hinn bóginn hefur bandaríska leyni-
þjónustan löngum talið að Pakistan-
ar standi Indverjum framar að þessu
leyti.
Þannig hafa flestfr talið að Ind-
verjar myndu þurfa að beita flugvél-
um ákvæðu þeir að gera kjarna-
vopnaárás á nági'anna sína í Pakist-
an. Líklegt er að hið sama eigi einnig
við um síðarnefnda ríkið. Slíkt er
talið heldur óhentugt þar eð unnt er
að granda flugvélum áður en þær
hafa náð til skotmarksins. Eldflaug-
ar hafa því löngum verið taldai- mun
áreiðanlegri burðarkerfi fyi’ir ger-
eyðingarvopn.
Paul Beaver, þekktur vígbúnaðar-
sérfræðingur sem starfar fyrir her-
fræðitímaritið Jane's Defense
Weekly, kveðst telja að Indverjar og
Pakistanar eigi hvorir um sig á bil-
inu 12 til 18 kjamasþrengjur. Er þá
miðað við að hver sprengja sé um 20
kílótonn en sprengjan sem Banda-
ríkjamenn vörpuðu á Hiroshima árið
1945 leysti úr læðingi ámóta eyðing-
arafl. Beaver segist ennfremur telja
líklegt að báðar þjóðimar verði bún-
ar að koma sér upp „þokkalega skil-
virkum burðarkerfum" á næstu
tveimur árum eða svo.
Báðar þjóðirnar hafa lokið við
hönnun á prýðilega öflugum eld-
flaugum, sem ætla má að þung
áhersla verði nú lögð á að þróa
þannig að þær geti borið kjarna-
hleðslur. Indversk Prithvi-eldflaug
gæti fræðilega hæft Islambad, höf-
uðborg Pakistan, aðeins þremur
mínútum eftir að henni hefði verið
skotið á loft frá Norður-Indlandi.
Ghauri-eldflaug Pakistana, sem ut-
anríkisráðherra landsins hefur sagt
að hönnuð sé til að bera kjarna-
hleðslu, myndi hæfa Nýju-Delhi að-
eins fjórum mínútum eftir skot frá
landamæraborginni Lahore. í Nýju-
Delhí búa um 10 milljónir manna
þannig að um réttnefnda gjöreyð-
ingu yrði að ræða yrði borgin fyrfr
kjarnorkuárás.
Ætlanir og geta
Fræði kjarnorkuvígbúnaðar
byggja á ísköldu mati á ætlunum
annars vegar og hernaðargetu hins
vegar. Þessar staðreyndir liggja til
gi-undvallar þeim ótta sem nú hefur
gripið um sig. Nú fer í hönd mikið
óvissutímabil sem tæpast mun ljúka
fyrr en þjóðirnar tvær hafa komið
sér upp áreiðanlegum burðarkerfum
þ.e. eldflaugum sem komið geta
kjarnhleðslum „til skila“ af þokka-
legri nákvæmni. Um þær ætlanir
sem að baki búa verður ávallt erfið-
ai-a að fullyrða. Þannig má skilja víg-
búnaðaráætlanir og herfræði
Pakistana á þann veg að þefr stefni
að því að geta gert kjamorkuvopna-
árás á Indland af fyrra bragði.
Á tímum kalda stríðsins vai- þi-óað
fram jafnvægi á þessu sviði herafl-
ans sem, byggði á kenningunni um
fælingu sem og hinni sem bar hið
heldur kuldalega nafn „gagnkvæm
gjöreyðing" (MAD á enskri tungu
eða „Mutual Assured Destruction").
Komið var upp háþróuðum eftirlits-
búnaði og beinum línum á milli höf-
uðborga Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna til að gefa leiðtogum þeirra
ráðrám til að bregðast við hugsan-
legum ógnunum. Slíkt samráð var og
er raunar enn talið lífsnauðsynlegt (í
orðsins fyllstu merkingu) til að koma
í veg fyrir misskilning, sem aftur
gæti leitt til átaka þar sem gereyð-
ingai-vopnum væri beitt. Hið sama
gildir ef kjamorkueldflaug yrði skot-
ið á loft fyrir mistök.
Ekkert af þessu er til staðar hvað
varðar Pakistana og Indverja. Að
auki ræður hvorugt ríki yfir viðbún-
aðarkerfi, sem gerir kleift að stig-
magna spennu án þess að vopnum sé
beitt. Þá byggði kjarnorkuvopna-
kapphlaup risaveldanna á kalda-
stríðsárunum fyrst og fremst á póli-
tískum forsendum, viðbúnaði vegna
þeirrar hættu að hugmyndafræðileg-
um ágreiningi myndi lykta með
vopnaskaki. Bandaríkin og Sovétrík-
in áttu sér ekki sögu vopnaðra átaka
líkt og Indverjar og Pakistanar, sem
barist hafa þrívegis á síðustu 50 ár-
um.
Fælingarstefnan í gildi?
En snúa má röksemdafærslunni
við og komast að annarri niðurstöðu.
Þannig má líta svo á að tilkoma
kjarnorkuvopna í vopnabúrum
beggja verði til þess að nýr stöðug-
leiki myndist í Suður-Asíu með sama
hætti og gerðist í hinni tvískiptu
Evrópu kalda stríðsins. Fælingar-
stefnan kom að tilætluðum notum
því að á endanum komust bæði sov-
éskir og bandarískir leiðtogar að
þeirri niðurstöðu að „sigur“ væri
óhugsandi í kjarnorkustríði. Því
skyldu Indverjar og Pakistanar ekki
komast að sömu niðurstöðu eftir að
hafa lokið kjarnorkuvopnaáætlunum
sínum? Er hugsanlegt að kjarnorku-
vopnin geri þessum tveimur ríkjum
auðveldara en áður að freista þess
að leiða til lykta deiluna um Kas-
hmir með friðsamlegum hætti?
Þessi röksemdafærsla er um
margt sannfærandi. Gallinn við hana
er á hinn bóginn sá að hún kallar í
raun á kjarnorkuvígvæðingu viða
um heim og býður upp á að henni
verði beitt allt þar til niðurstaðan
verður þveröfug við það sem stefnt
var að. Áð auki er ekki fyllilega unnt
að bera saman stöðuna í Evrópu á
tímum kalda stríðsins og þær
hatrömmu nágrannaerjur sem eitr-
að hafa samskipti þessara ríkja og
kallað hafa fram háskalegar og her-
skáar yfirlýsingar á síðustu vikum
er fallið hafa í frjóan svörð á meðal
alþýðu manna. Ráðamenn í Ind-
landi og Pakistan eru nýgræðingar
á leiksviði kjarnorkuvopnanna og
reglurnar eru þeim um margt fram-
andi. Alltjent er ekki í gildi skýr
fælingarkenning í samskiptum
landanna.
Sáttmálar og afvopnun
í uppnámi
Viðbrögðin við tilraunasprenging-
um Indverja og Pakistana hafa ver-
ið harkaleg og munu, einkum í til-
felli hinna síðarnefndu, kalla enn
frekari efnahagsþrengingar yfir
bæði ríkin. Slíkar hótanir afréðu
bæði ríkin að hundsa, sem sýnir að
stöðumat stjórnvalda var það, að
pólitísk nauðsyn kallaði á að haldið
yrði út á þessa braut. Indverjar
hafa löngum þráð að komast í hóp
kjarnorkuvelda og geta þannig
mætt ráðandi ríkjunum fimm á
grundvelli jafnstöðu. Pakistanai-
telja sig ekki geta orðið eftirbátar
þeirra í því efni.
Flefri ríkisstjórnfr kunna að kom-
ast að sömu niðurstöðu. Vestur-
landabúar hafa löngum óttast að
múslimaríki kæmu sér upp gereyð-
ingarvopnum. Nú hefur eitt slíkt,
Pakistan, bæst í „kjai'norkuklúbb-
inn.“ Ótti margra á vesturlöndum
um að tráaröfgamenn hyggist kom-
ast yfir slíkan vopnabúnað hefur því
fengið byr undir báða vængi á síð-
ustu dögum. Vígvæðing Pakistana
og Indverja kann og að verða öðrum
hvatning, ekki síst „útlagaríkjum" á
borð við Iran, Irak og Líbýu. Vitað
er að íranir hafa lagt þunga áherslu
á að koma sér upp kjarnavopnum á
síðustu misserum og Irakar höfðu
hrint af stokkunum slíkri áætlun óð-
ur en Flóastríðið síðara skall á árið
1991.
Kjarnorkuveldin fimm hafa nú
boðað frekari aðgerðir til að bregð-
ast við vígvæðingu Indverja og
Pakistana. Siðferðislega má ef til vill
segja að staða kjarnorkuríkjanna sé
ekki sterk; markmið þefrra er að fá
þessi tvö ríki til að feta ekki í fótspor
þeirra sjálfra. Mikið er á hinn bóginn
í húfi. Tilraunasprengingar ríkjanna
tveggja eru í senn alvarleg ógnun við
sáttmálann um bann við útbreiðslu
kjarnorkuvopna og í andstöðu við
þann anda kjarnorkuafvopnunar
sem einkennt hefur þennan áratug.
Verði ekki brugðist við af fullri
hörku er hættan sú að tiltekin ríki,
t.a.m. íran og írak, segi sig frá
ákvæðum sáttmálans og gerist „yfir-
lýst“ kjarnorkuveldi.
Vera kann að síðar verði litið á
kjarnorkutilraunir Indverja og
Pakistana sem sköip vatnaskil. Til
skemmri tíma litið verður ekki dreg-
ið í efa að fyrirsjáanlegt kjarnorku-
vígbúnaðarkapphlaup í Suður- Asíu
þýðir að óvissan um framvindu al-
þjóðamála er komin á nýtt stig.