Morgunblaðið - 07.06.1998, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Horft til
framtíðar í
höfuðborg
Inga Jóna Þórðardóttir hefur tekið við hlutverki odd-
vita borgarstjórnarflokks S.jálfstæðisflokksins. Hún
segir í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur að úrslit
síðustu tveggja kosninga til borgarstjórnar kalli á
endurmat á störfum borgarstjórnarflokksins. Helsta
stefnumál hennar er mótun framtíðarstefnu í borgar-
málum, svo Reykjavík verði höfuðborg sem lands-
menn allir geta verið stoltir af.
INGA Jóna Þórðardóttir var farin
að taka þátt í sveitarstjómarmálum
strax upp út tvítugu í heimabænum
Akranesi. Eftir viðskiptafræðipróf
frá Háskóla íslands vann hún sem
innkaupastjóri hjá skipasmíðastöð
Þorgeirs og Ellerts á Akranesi og kennari
við fjölbrautaskólann þar í bæ, en haustið
1980 varð hún framkvæmdastjóri Sjálfstæð-
isflokksins. Rúmum þremur ámm síðar varð
hún aðstoðarmaður Ragnhildar Helgadótt-
ur, fyrst í menntamálaráðuneytinu og svo í
heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.
Hún hefur gegnt ótal trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, var m.a. formaður út-
varpsráðs í tæp sjö ár. Þá var hún formaður
Kvenréttindafélags íslands í nokkur ár.
Eftir borgarstjómarkosningamar 1994
komst nýr meirihluti til valda í Reykjavík og
Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að endur-
heimta völdin í nýliðnum kosningum. Borg-
arstjómarflokkurinn samþykkti einróma á
fostudag þá tillögu Áma Sigfússonar að
Inga Jóna tæki við stöðu oddvita hópsins.
Inga Jóna segir að nú muni borgarstjóm-
arflokkurinn endurmeta stöðu sína. „Ég tek
við hlutverki oddvita við aðstæður, sem eru
auðvitað erfiðari en ef við hefðum náð meiri-
hluta borgarfulltrúa. í þessu felst mjög
áhugaverð brýning og ég hlakka til að takast
á við verkefnið. Borgarstjómarflokkurinn
okkar er samstilltur, sem hefúr endumýjast
að hluta. Við byggjum því bæði á reynslu og
nýjum hugmyndum og ég veit að starf þessa
hóps verður öflugt. Það er með gleði og
bjartsýni í huga sem ég legg af stað.“
Ekki kosið um stjórnmálastefnur
Aðspurð hvað skýri niðurstöðu nýliðinna
kosninga að hennar mati segir Inga Jóna að
það sé alveg ljóst að kjósendur hafi ekki ver-
ið að gera upp á milli stjómmálastefna. „Sig-
urvegarinn er borgarstjórinn, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir. Kjósendur lýstu stuðningi
sínum fyrst og fremst við hana. Eitt af því
sem við verðum að skoða er hvers vegna
okkur tókst ekki, á síðastliðnum fjóram ár-
um, að koma stefnu okkar svo til skila að
kjósendur sæju hvaða málefni greindu fram-
boðin að. Hluti skýringarinnar er, að and-
stæðingar okkar hafa verið á harðahlaupum
að hirða upp okkar hugmyndir; skreyta sig
með okkar fjöðram. Sjálfir hafa þeir engar
sérstakar hugmyndir lagt fram á fjóram ár-
um.“
Inga Jóna nefnir sem dæmi, að borgar-
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi ítrekað
flutt tillögur um sjálfstæði skóla, sem sé lyk-
ilatriði í þróun þeirra. „Við töluðum fyrir
daufum eyram. Þessum tillögum okkar var
ýmist vísað frá eða þær felldar. Þegar stutt
var til kosninga birtust svo auglýsingar frá
R-listanum, sem var búinn að gera þessar
tillögur að sínum. Síst skal amast við því að
okkar hugmyndir skulu framkvæmdar, en
þær hefðu hins vegar aldrei orðið til í hug-
myndasmiðju R-listans. Að mörgu leyti má
því segja að niðurstaðan sé annars vegar
persónulegur sigur borgarstjórans og hins
vegar sigur sjálfstæðisstefnunnar."
Skömmu fyrir kosningarnar 1994 dró
Markús Öm Antonsson, sem tók við starfi
borgarstjóra af Davíð Oddssyni árið 1991,
sig í hlé og Árni Sigfússon tók við. Metur
Inga Jóna það svo að niðurstöður kosning-
anna þá megi rekja til skipta á oddvita með
jafn stuttum fyrirvara og raun bar vitni?
„Þetta styrkti okkur auðvitað ekki. Við
gengum í gegnum ákveðna erfiðleika á þess-
um tíma, en við höfum lært af þeirri reynslu
og verðum að nýta hana. Hópurinn er sterk-
ur og samheldinn og ætlar sér að leggja
grann að sigri eftir fjögur ár.“
Hún segist ekki vilja tíunda hvaða mun
hún telji á sér og Árna Sigfússyni í oddvita-
hlutverkinu. „Ejnstaklingar hafa ólíkar
áherslur og stfl. Ég hef aðra reynslu og ólík-
an bakgrann en Árni. Ég hef reynslu úr at-
vinnulífinu, stjórnsýslunni og starfí í flokkn-
um frá fyrri tíð og gaf kost á mér af þvi að
ég veit að þessi reynsla er gott veganesti."
Er kostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
tefla konu fram gegn núverandi borgar-
stjóra?
„Ég held að það sé ekki verra. Ingibjörg
Sólrún á áreiðanlega hluta fylgis síns sam- |
kennd kvenna að þakka. Konur í Reykjavík
era ánægðar að sjá kynsystur sína á borgar-
stjórastóli og ef ekki tekst að draga mun á
stjórnmálastefnunni fram með nógu skýrum
hætti láta þær þetta ráða.“
Inga Jóna var í 3. sæti lista Sjálfstæðis-
flokksins við borgarstjómarkosningarnar.
Ætlar hún að sitja í 1. sæti næst, eða taka 8.
sæti, líkt og Ingibjörg Sólrún hefur gert á
Reykjavíkurlistanum?
„Ég er ekki farin að horfa til niðurröðunar
á framboðslista eftir fjögur ár. Framundan
er mikil vinna og nægur tími til að taka slík-
ar ákvarðanir.“
Eigpnmaðurinn í fjármálaráðuneytinu
Eiginmaður Ingu Jónu er Geir H. Haarde,
fjármálaráðherra. Hvað segir hún um þá
skoðun að óheppilegt sé að eiginkona fjár-
málaráðherra leiði borgarstjórnarflokkinn
og taki hugsanlega við starfí borgarstjóra?
„Sumir hafa nefnt þetta, en færri virðast
velta því fyrir sér hvort það sé vandi fyrir i
fjármálaráðherra að vera kvæntur oddvita
borgarstjómarflokks. Ég minnist þess ekki
að þetta hafi verið orðað við oddvitá Reykja- )
víkurlistans fyrir fjóram áram, eiginkonu fé-
lagsmálaráðherra sem fer með málefni
sveitarstjórna. Mig rekur ekki minni til að
þetta hafi verið vandamál á síðasta kjörtíma-
bili. Það era skýrar reglur um hvernig taka
beri á málum ef hagsmunir rekast á.“
Inga Jóna segir að það sé alþekkt bæði
hérlendis og erlendis að hjón láti bæði mikið
að sér kveða í stjómmálum. „Dæmi era um
það á Norðurlöndunum, þar sem hjón hafa
setið saman í ríkisstjórn. Jafnréttisbaráttan 'L
gengur út á að einstaklingar séu metnir að *
eigin verðleikum og hafi sjálfstæðan rétt.“
Grunnur framtíðar
Leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæð-
isflokksins hefur ýmsar hugmyndir um hvað
betur megi fara í borginni. Þróun höfuð-
borgarinnar ber þar hæst. „Við eigum að
skoða vel hvaða grann við erum að leggja .
fyrir framtíðina. Þá er ég ekki að vísa til
næstu örfárra ára, heldur lengra fram í tím-
ann. Við þurfum að gera okkur grein fyrir )
hvernig við viljum að borgin þróist. Við eig-