Morgunblaðið - 07.06.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 23
Dularfullt og
lævíslegt
ERLENDAR
BÆKUR
Spennusaga
THE TALKING CURE
eftir Tam Hoskyns. Penguin Fiction
1998. 248 síður.
SÁLFRÆÐITRYLLAR hafa á
undanfórnum misserum verið vinsælt
kvikmyndaefni einkum þeir sem lýsa
því þegar myndarlegur karlgeðlækn-
irinn fellur fyrir glæsilegum kven-
sjúklingnum sem sækir til hans hjálp
og ráðgjöf gagntekin af kynlífsvanda-
málum eða einhverju þaðan af verra;
Woody Allen gerir frábært grín að
því í „Deconstructing Harry“. Mér
dettur þetta í hug eftir lestur „The
Talking Cure“ eftir breska rithöfund-
inn Tam Hoskyns. Hún er upplagt
kvikmyndaefni á þessum nótum og
það má vel vera að einhver eigi eftir
að kvikmynda hana. Breska leikkon-
an Emma Thompson hefur í það
minnsta sagt að hún hafí haft gaman
af lestrinum og segir bókina „góðan
trylli", ef marka má bókakápuna.
Erótískur sálfræðitryllir
Bókin er frumraun Tam þessarar
og það er óhætt að taka undir orð
Emmu, sagan er fín sem byrjenda-
verk, dularfull og spennandi. Tam
býr í London og hefur starfað fyrir
sjónvarp og leikhús en er nú tekin
til við að skrifa spennubækur og er
vonandi að hún láti ekki af þeirri
iðju. Líklega fellur bókin hennar
undir skilgreininguna erótískur sál-
fræðilegur tryllir. Hún er kannski
ekki sérlega nýstárleg í lýsingu
sinni á góða og vonda tvíburanum,
sambandinu sem myndast á milli
sjúklingsins og læknisins, hinni
bældu ást eða fortíð sem getur
komið upp um hið rétta eðli persón-
anna og fyrirboðum sem vita ekki á
neitt gott, en Tam vinnur giska vel
úr þessum klisjum engu að síður og
setur saman laglega fléttu með
fremur óvæntum endi.
Aðalpersónan í sögunni er ung
kona, Mo Higgs, sem veitir sál-
fræðiráðgjöf og fær á legubekkinn
sinn miðaldra föngulegan mann
sem hefur lengi átt að stríða við
vandamál úr fortíðinni. Hann veit
ekki hvort hann myrti systur sína í
lítilli tjörn skammt frá heimili hans
þegar hann var fimm ára eða hvort
það var slys. Sektarkenndin hefur
nagað hann æ síðan. Maður þessi
heitir Howard North og er dular-
fullur í meira lagi en Mo fellur fyr-
ir honum þótt hún viti að hún eigi
ekki að gera það og eftir því sem
hún kynnist honum betur því meiri
ástæða er fyrir hana að taka til fót-
anna. Það gerir hún hins vegar
ekki.
Inní söguna blandast tvíburasyst-
ir Mo, Kate, sem einnig er sálfræð-
ingur en landsfrægur og miklu mun
ákveðnari og sjálfsöruggari en Mo
litla, sem kom í heiminn rétt á eftir
henni. Eiginmaður Mo er kallaður
Billy og er blaðamaður sem aldrei
er heima og er hjónaband þefrra í
molum.
Lævíslegt andrúmsloft
Og inní söguna blandast einnig
framhjáhald, sviksemi, draumar
auðvitað, nafnaleikir, tilviljanir og
tvíburaátök, mjög svo óeðlileg móð-
urást og loks morð svo aðeins nokk-
uð sé nefnt. Það er því af nógu að
taka í fyrstu bók Tam Hoskyns og
merkilegt nokk, henni tekst að
stýra þessu öllu saman í farveg sem
þrátt fyrir allt reynir ekkert sér-
staklega mikið á trúgirni lesandans.
Frásögnin er í fyrstu persónu, Mo
er sögumaðurinn, og hún er vel
saminn karakter sem lesandinn á
auðvelt með að samsama sig við og
upplifa atburðina í gegnum og aðrar
persónur eiga vel heima í þessari
sögu. Hoskyns skapar lævíslegt
andrúmsloft grunsemda og ótta og
innilokunarkenndar og hefur í það
heila tekið gert góðan trylli, eins og
Emma sagði.
Arnaldur Indriðason
Viðskíptaháskólinn
í Reykjavlk
(Tölvuháskóli Verzlunarskóla íslands)
Umsóknarfrestur
er til 15. júní
V
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN
í REYKJAVÍK
Innritun í Viðskiptadeild ogTölvufræðideild Viðskiptahá-
skólans í Reykjavík er hafin og lýkur 15. júní nk. Umsókn-
areyðublöð fást á skrifstofú Verzlunarskóla íslands, Of-
anleiti I alla virka daga kl. 8-16. Þeir sem búa úti á landi
geta fengið umsóknargögn send í pósti, en beiðni um
það má leggja ffam í síma 568 8400.
Ekki er krafist innritunargjalds, en þeir sem fá inngöngu
í skólann greiða skólagjöld fyrstu annar í byrjun ágúst.
Nemendafjöldi Viðskiptaháskólans verður takmarkaður,
en nemendur af öllum brautum framhaldsskóla eru
hvattir til þess að sækja um skólavist.
i Tölvufræðideild er boðið upp á tveggja ára kerfisfræði-
nám og þriggja ára B5. nám í tölvufræði. i Viðskiptadeild
er boðið upp á þriggja ára BS. nám í viðskiptafræði, en
einnig er hægt að Ijúka námi með prófvottorði (diploma)
eftir tveggja ára nám. Þá er gert ráð fyrir margvfslegri
samþættingu náms í Tölvufræðideild og Viðskiptadeild
Viðskiptaháskólans.
Nemendur þurfa ekki að ákveða í upphafi hvort þeir
fara f tveggja eða þriggja ára nám.
Tölvufræðideild Viðskiptaháskólans í Reykjavíker
framhald á Tölvuháskóla Verzlunarskóla íslands.
Krafist er stúdentsprófs í báðar deildir Viðskiptaháskól-
ans í Reykjavík, en umsóknir þeirra sem hafa verulega
tölvureynslu eða reynslu úr viðskiptalífinu verða einnig
teknar til greina. Kappkostað verður að velja þá nem-
endur í Viðskiptaháskólann sem búast má við að nái
bestum árangri í náminu. Stefnt er að því að afgreiða
umsóknir fyrir lok júní.
Kennsla við Viðskiptaháskólann í Reykjavík hefet í nýju
húsi að Ofanleiti 2 í september í haust. ~
o
o
o
irisma 1.6 lítra, 100 hestöfl og 1.8 lítra CDI, 125 hestöfl
hyggispúðar fyrir ökumann og farþega »ABS hemlakerfi
jarstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn
'afstýrðir upphitaðir útispeglar •Rafhitun í framsætum o.m.fl.
MITSUBiSHI CARISMA kostarfrákr.
Calant2.0l
fyrirökumann og farþega »ABS hemlakerfi
•Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðir upphltaðir
útispeglar •Rafhituð sæti •15" álfelgur •Skriðstilli o.m.fl.
MrrSUBISHI GALANT kostarfrá kr.
1.565.000
2.055.000
MITSUBISHI
-ívriMttm meturn f