Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐ SIGFÚSI standa sterkir stofnar af tveimur þjóðernum. „í móðurætt er ég Reykvíkingur í marga ættliði. Móðir mín hét Lilja Sveinbjörns- dóttir og var tæplega 98 ára þegar hún lést á síðasta ári. Hún var ættuð frá Hlíðarhúsum við Vesturgötu í Reykjavík,“ segir Sigfús þeg- ar forvitnast er um ættir hans og tekur fram að hið framandi eftirnafn sé komið alla leiðina frá Efri-Slesíu í Þýskalandi. „Faðir minn Juli- us Schopka var á kafbát í þýska sjóhernum í fyrri heimstyrjöldinni. Eftir stríðið stundaði hann siglingar þar til fleyið bar hann að Is- landsströndum árið 1921. Hér festi hann ræt- ur, gerðist íslenskur ríkisborgari og fékkst við verslunarrekstur. Hann átti verslanirnar A. Einarsson & Funk og Nora Magasin, sem margir sem komnir eru á miðjan aldur muna eftir, og var aðalræðismaður Austurríkis til dauðadags árið 1965.“ Sigfús viðurkennir að hafa alla tíð haft ódrepandi áhuga á náttúrufræði. ,Á mennta- skólaárunum tók ég þátt í starfsemi Raunvís- indadeildar Framtíðarinnar, gott ef ég var ekki formaður þar einn veturinn, og svo ritstýrði ég tímariti félagsins, „De rerum natura". Þetta tímarit, sem ýtt var úr vör 1961, kemur enn út. Það lá því nokkum veginn í hlutarins eðli, að maður legði fyrir sig náttúrufræði, þó vissu- lega kæmu aðrar raungreinar líka til álita. En niðurstaðan varð samt sú að loknu stúdents- prófi, að 1963 hélt ég til Þýskalands og hóf nám í dýra- og grasafræði við háskólann í Frankfurt am Main.“ Eftir að Sigfús hafði áttað sig á þvi að fáir aðrir möguleikar en menntaskóla- kennsla biðu hans að námi loknu ákvað hann að söðla um. „Ég ákvað að fara yfir í haf- og fiskifræði en tók /lýra- og grasa- fræði sem aukagreinar. Ég skipti þá um skóla og hélt til Kiel 1965. Sama sumar hóf ég störf á Hafrannsóknastofnun sem sum- armaður, fyrst hjá dr. Jakobi Magnússyni við karfarannsóknir. Svo ég er búinn að vera viðloðandi Hafró í nærfellt 33 ár.“ Frjósemi aðlöguð um- hverfísaðstæðum Sigfús byrjaði að viða að sér efni í doktorsritgerðina, sem fjallaði um sam- anburðarrannsóknir á frjósemi þorsk- og síldarstofna við ísland, í Norðursjó og Eystrasalti, vorið 1967. „Við fórum um hávertíðina á Maríu Júlíu, sem þá var varðskip og leigt reglulega til fiskirann- sókna, út í Garðsjó og Miðnessjó og fisk- uðum vel stórþorsk í þetta litla troll, sem við vorum með. Helstu niðurstöður í doktorsritgerðinni voru þær, að frjósemin er breytileg eftir stofnum, þannig að stofnarnir hafa lagað frjósemina, þ.e. hrognafjölda og hrogna- stærð, að umhverfisaðstæðum á hverjum stað, sem gefur bestu skilyrði eða mögu- leika til að viðhalda tegundinni á um- ræddu svæði,“ segir Sigfús og skýrir bet- ur hvað hann á við. „Vorgotssíldarstofnar hafa fá egg og stór, en sumar- og haust- gjótandi síldarstofnar smá egg en mörg. Þetta er aðlögun að umhverfinu. Á vorin fer hrygningin fram nokkrum vikum áður en þörungablóminn og átuhámarkið á sér stað og því hagstætt að eggin séu stór með mikinn næringarforða, sem endist uns lirfurnar geta nýtt sér átuna. Á sumrin hins vegar er miklu styttra í síð- ara átuhámarkið og því þurfa eggin ekki að vera eins stór og þess vegna geta þau verið fleiri. Nú hefur þetta með frjósemina aftur komið upp, og þá hvort gamlar og stórar hrygnur leggi ekki mun meira af mörkum til hrygningarinnar en hrygnur sem yngri eru. Þessum klak- og hrygningarrannsóknum stjómar dr. Guðrún Marteinsdóttir." Aldurs-afla-aðferðin kemur fram Eftir að hafa lokið doktorsprófi árið 1970 starfaði Sigfús við háskólann í Kiel. Ekki leið hins vegar á löngu þar til hann var aftur kom- inn til íslands enda þurfti Hafrannsókna- stofnun tilfinnanlega á manni með hans menntun að halda. „Jón Jónsson, fyrrverandi forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, hafði unnið við þorskrannsóknir, alveg frá því að hann kom heim frá Noregi 1946, og vantaði mann til að létta undir með sér og taka við þorskrannsóknunum. Það varð því úr að ég fór heim til íslands síðar um sumarið til að taka við þorskrannsóknunum af Jóni. Um þessar mundir voru að koma fram nýjar að- ferðir til útreikninga á stofnstærð, sem stuðst hefur verið við nánast allar götur síðan. Þetta var svonefnd aldurs-afla-aðferð, sem einnig er kölluð VP-greining. Aðferðin var upphaflega þróuð á vatnafisk í Kanada eftir heimsstyrj- öldina síðari, en það var ekki fyrr en eftir nokkrar endurbætur á sjöunda áratugnum að Aiþjóðahafrannsóknaráðið tók hana upp á sína arrna," segir Sigfús og tekur fram að að- ferðin byggist á því að árlega séu tekin sýni til aidursgreiningar úr aflanum. ,Á þann hátt er hægt að meta hve mikið veiðist af t.d. 3ja, 4ra og 5 ára fiski o.s.frv. á hverju ári. Hlutfallsleg fækkun fiska í hverjum árgangi í veiðinni eftir Þorskstofn- inn á uppleið Sjómenn ættu að hafa fulla ástæðu til bjartsýni á hátíð- isdegi sínum í ár. Þriðja áríð í röð hefur Hafrannsókna- stofnun lagt til aukinn þorskafla og er gert ráð fyrir að aflinn geti farið upp í 250.000 tonn á næsta fískveiðiári. Dr. Sigfús A. Schopka fískifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun til meira en þrjátíu ára minnir á að ekki hafí útlitið alltaf verið jafn glæsilegt og aflinn hafí farið niður í 165.000 tonn fískveiðiárið 1994 til 1995. Þorskafl- inn hafði ekki verið minni síðan á stríðsárunum. Morgunblaðið/Arnaldur SIGFUS Schopka hefur helgað sig þorskrannsóknum í meira en þijá áratugi. því sem þeir verða eldri er svo mælikvarði á dánartöluna. Þegar hún hefur verið metin og fjöldi veiddra fiska er þekktur má meta stofn- stærð.“ Fyrsta úttekt á íslenska þorskstofninum með þessari aðferð var gerð á vegum Alþjóða- hafrannsóknaráðsins í desember 1970. „Það var reyndar fyrsti fundur minn í vinnunefnd- um Álþjóðahafrannsóknaráðsins. Þetta var vinnunefnd, sem kallast Norðvesturvinnu- nefndin, en hún fjallar um helstu botnfisk- stofna við Færeyjar, ísland og A-Grænland. Síðar, á árunum 1991-1996, var ég svo formað- ur þessarar nefndar. Þama fékkst staðfest á þessum fundi, sem Jón Jónsson var reyndar búinn að fínna út áður með eldri aðferðum, að dánartala í hrygningarstofninum var orðin ansi há eða komin upp íyrir rauða strikið eins Jón orðaði það á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins 1967. Þá hafði sókn, sérstaklega Breta, í smá- fisk fárið stöðugt vaxandi eftir að við færðum út landhelgina í 12 sjómflur 1958 og kom til álita að fara að loka ákveðnu svæði utan 12 sjó- mílna út af NA-landi. Þetta vafðist nú fyrir út- lendingunum, ekki síst Bretunum, og því var brugðið á það ráð m.a. að færa landhelgina út í 50 sjómílur 1972. Þessar nýju aðferðir við stofnstærðarmat komu að góðu gagni, þegar rökstyðja þurfti nauðsyn á stækkun landhelginnar enda sýndu niðurstöður útreiknínga, að stofninn minnkaði stöðugt, sérstaklega hrygningarstofninn, og það þrátt fyrir að nýliðun í stofninn var ennþá góð. Aldurs-afla-aðferðin bauð einnig upp á að spá afla komandi árs, ef forsendur nýliðunar væru þekktar. Fyrir Þjóðhagsstofnun, sem þurfti að spá um afkomu þjóðarbúsins fram í tímann, var kærkomið að fá slíkar spár og mig minnir að ég hafi gert fyrstu þorskaflaspána árið 1972 fyrir árið 1973 og kom hún svo vel út, að þetta urðu ekki eingöngu árvissar spár fyrir þorskinn, heldur reiknaði ég líka út líklegar aflahorfur ýsu og ufsa, sem ég hafði einnig á minni könnu á þessum árum. Brátt bættust fleiri tegundir við eins og loðna, rækja og síld í þjóðhagsspána, og voru þær unnar af þeim sérfræðingum Hafró, sem unnu að staðaldri að rannsóknum á þessum tegundum." Átthagatrygg hrognkelsi Þegar Sigfús hóf störf á Hafró var verið að hefja svokallaðar seiðarannsóknir, sem enn eru í gangi. „Ég vann með dr. Hjálmari Vil- hjálmssyni að þeim í fyrstu ásamt þorskfiska- rannsóknunum. Á þessum árum tóku erlend- ar þjóðir þátt í þeim áður en við færðum út í 50 mílur, en svo tókum við alfarið við þeim. Seiðarannsóknunum hefur verið framhaldið öll þess ár. Þær gefa okkur fyrstu vísbending- ar um árangur klaksins, þótt við getum ekki alveg reiknað út frá seiðavísitölunni hversu stór árgangurinn verður þegar hann kemur í veiðistofninn. Þá hafa gögn úr seiðaleiðöngr- unum gefið okkar miklar upplýsingar um seiðarekið héðan yfir á Grænlandsmið. Jafnframt þessum verkefnum var ég braut- ryðjandi í grásleppurannsóknum hér við land. Ég hafði nokkurn áhuga á hrognkelsum síðan ég var að alast upp í Skerjafirðinum innan um grásleppukarlana, þannig að ég tók frjósemi grásleppunnar með í doktorsritgerðina, svona í leiðinni. Gögnum hafði ég safnað í róðrum með Jens Hallgrímssyni í Vogi, föður þeirra bræðra, Ólafs læknis og Blóðbankastjóra, Ketils óperasöngvara og fiskmatsmanns og Guðbjörns (Bubba) togaraskipstjóra en þeir eru allir látnir. Jens var skemmtilegur og góður nágranni. Hann kom stundum í for- eldrahús og hóf upp raust sína og tók fyrir okkur nokki’ar aríur, enda söngmaður góður. Sagði oft í gríni að hann væri betri söngvari en strákurinn hans, sem hafði þó lært söng á Italíu. Nú hagaði svo til að grásleppuveiðar höfðu mikla þýðingu fyrir Húsavík og bæjar- stjórinn þar á þeim tíma, Björn Friðfinnsson, leitaði til Hafró og kom það þá í minn hlut að kíkja á grásleppuna frekar. Við merktum tals- vert af grásleppu bæði í rannsóknaleiðöngi-- um og út af Húsavík og hérna við bæjardyr Reykjavíkur, við Akurey. Niðurstöður þess- ara merkinga sýndu að hrognkelsi era mjög átthagatrygg og koma til hrygningar í sama fjörðinn að ári. Ég var þó ekki lengi í grá- sleppurannsóknunum enda hafði ég í nógu að snúast í kringum minnkandi þorskstofn, sem kallaði á enn nýja útfærslu landhelginnar og nú í 200 sjómílur.“ „Svarta skýrslan" og síðasta þorskastríðið Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar sýndu að sífellt hallaði undan fæti í þorskveiðunum. „Við fórum í það byggja upp togaraflotann án þess að sókn útlendinga minnkaði nokkuð, þannig að heildarsóknin fór vaxandi,“ segir Sigfús. Hafró sendi frá sér skýrslu um ástand fiskstofna og var þar dregin upp nokkuð dökk mynd af ástandi stofnsins og horf- um næstu ár. Þar sem hætta var talin á stofnhruni, ef ekkert væri aðgert, gekk skýrslan undir nafninu „Svarta skýrsl- an“. „En spá svörtu skýrslunnar gekk sem betur fer ekki eftir. Við útfærsluna í 200 sjómílur 1975 hófst síðasta þorska- stríðið. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra hélt á fund Harolds Wilsons for- sætisráðherra Breta og reyndi að ná samkomulagi um veiðar þeirra hér við land. Ég var einn þeirra, sem voru í sendinefndinni og mér er alltaf minnis- stætt svar Wilsons við boði Geirs um hvort Bretar vildu ekki fá karfaheimild- ir í stað þorsks. Wilson bankaði úr pípu sinni og sagði svo sallarólegur, að það væri nú bara þannig, að ekki þýddi einu sinni að bjóða kettinum hans karfa, hvað þá bresku þjóðinni! Ekki náðust samn- ingar í þeirri ferð. Hafró hafði í fyrsta sinn gert tillögu að aflamarki, og brá mörgum við töluna, sem hljóðaði upp á aðeins 230 þús. tonn fyrir árið 1976. Þetta var mikill sam- dráttur, því þorskaflinn 1974 varð 375 þús. tonn og 1975 tæp 371 þús. tonn. Það var ógjörningur að skera niður afl- ann svona mikið meðan útlendingar voru enn að veiðum. Það var því mikið í húfi að ná samningum sem fyrst, bæði til að draga úr sókninni í þorskinn og ekki síður að binda enda á þorskastríðið. í maí sama ár fóru fram í Ósló samn- ingaviðræður milli Einars Ágústssonar utanrfldsráðherra og Anthony Cross- lands utanríkisráðherra Breta til að reyna að binda enda á landhelgisdeil- una. Er skemmst frá því að segja að samkomulag tókst þess efnis, að Bretar hyrfu úr landhelginni frá 1. desember 1976. Ég tel að Oslóarsamkomulagið sé merkasti atburðurinn í sögu þjóðarinnar frá stofnun lýðveldisins 1944. Þai'na var bundinn endi á mörg hundruð ára veiðar Breta hér við land.“ Kvóta komið á Afleiðingamar íyrir þorskinn létu ekki á sér standa. „Sóknin minnkaði svo snarlega 1977 að veiðidánartalan fór niður undir það sem hún mælist í dag. Því miður stóð þessi sæla ekki lengi, þar sem við stækkuðum enn fiskiskipa- stólinn og brátt var svo komið að við fylltum al- veg í skarðið og veiðidauðinn í stofninum var aftur kominn yfir rauða strikið,“ segir Sigfús. „Ekki var settur á kvóti á þessum árum þótt við gerðum árlega tillögur þar að lútandi, held- ur var reynt að takmarka sóknina í þorskinn annars vegai' með lokun smáfiskssvæða til lengri tíma auk skyndilokana og með svo- nefndu skrapdagakerfí. Þá hafði við útfærsl- una í 200 sjómílur möskvi í botnvörpupoka ver- ið stækkaðui' í 155 mm. Einnig létti nokkuð róðurinn þegar þorskur gekk frá Grænlandi í talsverðum mæli vertíðimar 1980 og 1981 þannig að vel aflaðist þessi ár. Þessar göngur mgluðu hins vegar mat okkar fiskifræðing- anna á stærð stofnsins og töldum við þess vegna stofninn stæni hér við land enda erfitt að henda reiður á íslandsþorski og Grænlands- þorski. Þegai' gönguna þraut, náði ekki að veiðast það magn sem við lögðum til að veiða mætti. Þar kom líka til að loðnustofninn hafði hrunið upp úr 1980 og dró þá verulega úr vexti þorsks, enda er loðna aðalfæða hans. í fram- reikningunum á væntanlegum þorskafla höfð- um við ekki gert ráð fyrir þessum þætti en nú er loðnan alltaf tekin með. Það kom því í ljós að stofninn hafði verið ofmetinn og sóknin van- metin og nauðsynlegt að takmarka sóknina á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.