Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 27
UNDIR
SAMA ÞAKI
Einstaklingar- Starfsmannahópar - Félagar - Vinkonur - Erlendir gestir
í sumar bjóðum við
íslendingum og eriendum
gestum upp á ævintýraferðir
um hálendi íslands
> á Hummer og öðrum
gg ID* ofurjeppum!
Spennandi ferðir á hvetjum
degi í allt sumar !
Settu í útivistargírinn - hringdu
strax í okkur og fáðu að vita
allt um sumarferðimar 1998 -
ðekki eftirþví!
DIGITAL
sjónvarp og margmiðlun um gervihnött
Við kynnum nýja tækni, stafrœnt sjónvarp.
Ótrúleg myndgæði.
Sjónvarp frá flestum löndum Evrópu.
Tilboð 1:
Nokia-9602 digital-móttakari á 76,600 kr.
(Áður 89,200 kr.)
J
JVNI
Tilboð 2: "DátMo^faet í kciuþ&etái'.
Ef þú kaupir á tilboðsverði,
Nokia-9602 digital-móttakara á 76,600 kr.
og LNB-nema (0,7dB) á 5,800 kr.
þá færðu l,0m diskloftnet i kaupbœtir.
elnet-tœkni ehf - Auðbrekku 16 - 200 Kópavogur - Sími: 554-2727
Netfang: elnet @ elnet.is - Heimasíða: www.elnet.is
LEIKLIST
Katfileikhúsið
ANNAÐ FÓLK
Höfundur: Hallgrímur H. Helgason.
Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir. Leik-
arar: Helga Bachmann, Jón Hjartar-
son og Marta Nordal. Leikmynd og
búningar: Þorgerður Sigurðardóttir
og Sigrún Elsa Sigurðardóttir. Lýs-
ing: Ævar Gunnarsson. Tónlist: Ósk-
ar Guðjónsson í samvinnu við Jóhann
Jóhannsson. Föstudagur 5. júni.
ANNAÐ FÓLK eftir Hallgrím
H. Helgason er nýtt leikrit samið
fyrir ákveðna leikara og íyrirfram
ákveðið leiksvið, það er Kaffileik-
húsið, þar sem leikritið var frum:
sýnt síðastliðið fóstudagskvöld. I
stuttu máli fjallar verkið um unga
stúlku, Krillu (Mörtu Nordal), sem
tekur á leigu íbúð í gömlu timbur-
húsi í miðbæ Reykjavíkur og kynn-
ist smám saman öðrum íbúum húss-
ins, Áslaugu (Helgu Backmann),
sem býr á loftinu, og Eyvindi (Jóni
Hjartarsyni), sem býr í kjallaran-
um. Unga stúlkan virðist í fyrstunni
heldur hornótt, hún er hrokafuO og
snögg upp á lagið og ætlar sér síður
en svo að blanda geði við hina öldr-
uðu nágranna sína. Hún fær þó
áhuga á þeim og þeirra sögu áður
en yfir lýkur. Marta Nordal var afar
sannfærandi í hlutverki stúlkunnar
og túlkaði hana á lifandi og kraft-
mikinn hátt.
Jón Hjartarson var einnig trú-
verðugur í hlutverki „einstæðings-
ins“ í kjallaranum, en líður þó fyrir
það hversu mikil klisja persónan er
frá hendi höfundar. Helga Bach-
mann leikur ekkjuna á loftinu sem
man flfil sinn fegri og lifir mestan-
part í minningum. Helga virtist á
stundum nokkuð ráðvillt í hlutverk-
inu, en það verður þó að segjast að
stundum átti það vel við persónuna.
Einnig bar á óöryggi í textaflutn-
ingi Helgu og kom það stundum
niður á samleiknum við hina leikar-
ana.
Flétta leikritsins snýst um mann-
leg samskipti (eða skort á þeim) og
áherslan er á samtöl fremur en at-
burðarás. Samtölin voru víða
skemmtilega saman sett, en verkið
skortir þann hljómbotn sem gríp-
andi atburðarás getur veitt. Vanda-
mál íbúanna sem og ris verksins var
fyrirsjáanlegt. Erfitt var að sjá
hvemig höfundur hefur haft sýning-
arhúsnæðið sérstaklega í huga við
samninguna, því nýting á húsi og
sviði var ekki betri en gengur og
gerist um sýningar þar. Hér getur
einnig verið við sviðshönnuð að
sakast því sviðsmynd virkaði frem-
ur dauð og studdi illa verkið. Þátta-
skil voru mörkuð með tónlist og lýs-
ingu og var hvoru tveggja vel
heppnað; sérstaklega er ástæða til
að hæla tónlist Óskars Guðjónsson-
ar. Leikstjóri sýningarinnar, Vigdís
Jakobsdóttir, þreytir hér frumraun
sína í íslensku leikhúsi og má hún
vel við sinn hlut una.
Hallgrímur H. Helgason hefur
undanfarin misseri fengist við bæði
að þýða og frumsemja leikverk og
er hægt og sígandi að marka sér
sess meðal íslenskra leikskálda af
yngri kynslóðinni. Hann hefur þó
ekki náð að „slá í gegn“ ennþá og
þetta nýja verk hans mun ekki færa
honum þann árangur. Til þess er
efnið of ófrumlegt og flækjur þess
of fyrirsjáanlegar. A móti kemur að
Hallgrímur tekur greinilegum
framförum í meðferð tungumálsins
og er texti þessa leikrits víða vel
saman settur, samtöl eðlileg og víða
góður húmor á ferðinni sem leik-
húsgestir kunnu vel að meta.
Fyllsta ástæða er til að ætla að
þessi höfundur eigi eftir að „slá í
gegn“ einhvern tíma á næstu árum
ef hann gefur ímyndunarafli sínu
lausari tauminn og setur metnaðin-
um hærra mark.
Soffía Auður Birgisdóttir
Hefur þú skodad heimasíduna okkar ?
minÍng Árangutsrík gagnagreining
Námskeið á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 9. júní kl. 9 til 18,
ætlað stjórnendum, markaðsfólki og tölvunarfræðingum.
Leiðbeinendur: Michael J. A. Berry og Gordon Linoff.
Markvissari og arðbærari markaðsaðgerðir
Hvernig greinum við betur góðu viðskiptavinina?
Hvernig nýtum við betur þau verðmæti sem felast
í tölvugögnum fyrirtækisins?
Styrktaraðilar:
BREYTA ehf
Skráning og nánari upplýsingar í síma 552 8371 í tölvupósti: atli@breyta.is
LANDS SÍMINN
EIMSKIP
Þakrennur
Þakrennur
og ror
frá...
1 SiBA
BLIKKAS hf
Símar 557 2000 og 557 7100
Skemmuvegi 36 Ðleik gata
KÓPAVOGI
1
m
Sími: 552 2040 - Fax 551 0022 - E-mail: staff@jeepsafari.com - WWW.jeepsafari.com
www.mbl.is