Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 32
32 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
OFVIRKNI OG AT-
HYGLISBRESTUR
í SÍAUKNUM mæli eru íslensk
börn greind með það sem kallað er
ofvirkni og athyglisbrest (skamm-
stafað hér á eftir OA). Greiningin er
nokkuð á reiki en ýmis atriði hafa
áhrif á greininguna. Til dæmis er
tilhneiging til að greina börn ofvirk
eða með athyglisbrest ef þau geta
ekki haldið athygli og einbeitingu
vakandi í skóla eða þau geta ekki
setið kyrr, tala of mikið, of hratt
eða of hátt. Eg hef séð ýmis grein-
ingarpróf varðandi ofvirkni og hafa
þar verið allt upp í 30 atriði til skoð-
unar. Ekki verður þó farið nánar út
í greiningu hér en segja má að þessi
atriði séu meira og minna háð
smekk hvers og eins, þ.e. hvað sé
óeðliiegt og hvað ekki. Þannig er
greiningin oft hreint smekksatriði.
Ef barn er greint með OA þá
virðist það verða æ algengara að
viðkomandi sé gefið lyf sem heitir
ritalin, þetta fer að sjálfsögðu mikið
eftir læknum. Eg á barn í fyrsta
bekk í grunnskóla og það sem ég
hef séð og heyrt af þessari lyfjagjöf
frá fagfólki í skólum og fleirum þá
finnst mér þessi lyfjagjöf vera kom-
in út í öfgar. Ég veit dæmi þess að 5
böm í einni skóladeild á Norður-
landi séu á þessu lyfi.
Bandaríska lyfjaeftirlitið (DEÁ)
hefiir varað við mikilli notkun lyfs-
ins í Bandaríkjunum en hún hefur
sexfaldast á síðustu árum og skv.
skýrslum DEA er notkunin þannig
að í sumum skólum eru 20% barna
á þessu lyfi. Af því sem ég hef heyrt
virðist ísland ætla að fylgja þessari
þróun. Ég hef ekki séð neinar tölur
um það hve mörg skólabörn á Is-
landi taki lyfið - það væri fróðlegt
að heyra slíkar tölur og ennfremur
hvort eitthvert eftirlit sé haft með
því hvernig þessu lyfi er ávísað.
Todd Forte talsmaður Cyba
Geigy fyrirtækisins sem framleiðir
ritalin hefur sagt að um 3 milljónir
manna taki lyfið, aðallega börn. Ef
við gerum ráð fyrir að lyfjaskammt-
urinn kosti kr. 2.000 á mánuði sem
er sjálfsagt varlega áætlað þá er
um að ræða sex milljarða ísl. kr. á
mánuði (6.000.000.000 ísl. kr.) eða
72 milljarða ísl. kr. á ári, sem er
ekki svo slæmt fyrir eitt lyfjafyrir-
tæki.
Hvað er ritalin?
Ég þekki tilfelli þar sem læknir
ávísar ritalini til bams án þess að
segja foreldrum frá því hvað ritalin
er og frá aukaverkunum lyfsins og
alveg án þess að fjalla um möguleg-
ar aðrar leiðir til þess að taka á
vandanum án lyfsins. Ég veit að
sjálfsögðu ekki um það
hvemig þessu er venju-
lega háttað en ég óttast
það að þetta sé ekki
einsdæmi.
íslendinga myndi
hrylla við þeirri tilhugs-
un að læknar gæfu ís-
lenskum bömum kóka-
ín til að þau höguðu sér
betur í skólanum. Þetta
er nú hins vegar svo ná-
lægt sannleikanum að
það þyrfti efnafræðing
til þess að sjá muninn.
Verkun ritalins er hin
sama og kókaíns og má
því segja að bömin séu
í eiturlyfjavímu.
Methýlfenídat HCl er hið virka
efni í ritalini. Ritalin er markaðs-
nafnið sem lyfjaframleiðandinn
Ciba-Geigy notar. Efnið er nær því
eins og kókaín. Það notar sömu
nemana í heilanum og virknin er sú
sama, gefur sömu vímuna, og eru
efnin notuð í læknisfræðilegum
rannsóknum jöfnum höndum þar
sem um samskonar verkun er að
ræða. Eini munurinn virðist vera sá
að kókaín yfirgefur nemana í heil-
anum fljótar sem getur leitt til
meiri ávana.1 Fíkniefnavandinn
verður sennilega ekki minni með
því að gefa bömum allt niður í
þriggja ára lyf sem hafa sömu verk-
un og kókaín. Emm við e.t.v. að
kenna börnum að lyfjainntaka sé
svarið við öllum vandamálum?
Aukaverkanir ritalins
í íslensku lyfjahandbókinni seg-
ir: „Ritalin getur valdið angist og
óróa og aukið hættu á gláku. - Mikil
hætta er á að lyfið valdi ávana, sér-
staklega ef það er gefið samfellt í
langan tíma.“ I erlendum fræðum
segir, að vitað sé um að ritalin valdi
ýmsum aukaverkunum þegar til
skamms tíma er litið, nefndar eru
þessar helstar: Missir matarlystar,
minni vöxtur og þroski, vöðvakippir
eða fjörfiskur, sjóntraflanir, tauga-
veiklun, svefnleysi, þunglyndi,
óframfærni, geðvonska, magaverk-
ir, hjartsláttaraukning, ýmis geð-
ræn vandamál og getur hindrað
eðlilegan þroska og vöxt hjá börn-
um.2 Ekki er hins vegar nákvæm-
lega vitað hver langtímaáhrif á
börnin era. Lyfjaíyrirtækin taka
það sérstaklega fram á þeim varúð-
armiðum sem fylgja lyfinu að lang-
tímaáhrif séu ekki kunn og að ekki
eigi að gefa lyfið börnum yngri en 6
ára. Ennfremur að ekki eigi að gefa
börnum lyfið nema ljóst sé að
vandamálið eigi ekki
rót í umhverfinu með
einum eða öðrum hætti
og að ekki eigi að gefa
lyfið eitt og sér heldur
eigi samtímis að fylgja
með viðeigandi með-
ferðarúrræði. Ég skora
á foreldra að skoða
þessa varúðarmiða,
stundum eru þeir
reyndar fjarlægðir en
það ætti að vera hægt
að óska eftir að fá þá
með lyfinu.
Ritalin verkar vel,
þ.e. að börnin verða
meðfærileg og geta ein-
beitt sér lengur að
náminu. Við foreldrar ættum því
bara að þegja og vera fegin þessu
undralyfi. Eg er því ósammála. Lyf-
ið hefur margai' aukaverkanir sbr.
Er lyfíð ritalin ofnotað?
Þorsteinn Hjaltason
veltir þeirri spurningu
fyrir sér sem og með-
ferð á börnum sem
greind eru með ofvirkni
o g athyglisbrest.
hér að ofan en læknar engan. Lyfið
slær á einkennin og hylur þau en
læknar ekki þann vanda, sem or-
sakar einkennin, þannig að ef lyfja-
gjöfinni er hætt koma einkennin
fram aftm\ Barnið þróar upp þol
gegn lyfinu og þá verður að auka
skammtinn. Nú er talið að enginn
læknist sjálfkrafa af OA með tíman-
um, vandamálið sé til lífstíðar sé
ekkert að gert, einkennin eldast
sem sé ekki af börnunum. Menn
hljóta því að spyrja sig hvort gefa
eigi ritalin alla ævina? - Sú tilhugs-
un er sjálfsagt góð fyrir lyfjafram-
leiðandann Ciba Geigy en ekki fyrir
foreldra né börnin sjálf.
Ef ekki er unnið á grannvandan-
um þá er um lífstíðarvandamál að
ræða. Það að gefa börnum lyf til
þess að hylja einkennin er ekki
gott. Það hlýtur að vera betra að
taka strax á grannvandanum í
æsku frekar en að bíða með það þar
til að unglingsárum kemur eða að
meðhöndla vandann með því að
hylja einkennin með kókaínlíkum
lyfjum til lífstíðar.
Það eru ýmis önnur lyf notuð til
þess að eiga við það sem kallað er
Þorsteinn
Hjaltason
KEW Hobby léttir þér þrifin
Staðgreitt kr. 19.944,-
Með Hobby 1500 og
Dynamic 4600 X-tra
getum við boðið þér
hagkvæmar lausnir á
hreingerningarþörfum
þínum.
Bílasettið inni-
heldur þessa þrjá
hluti sem gera
þvottinn ennþá
auðveldari.
Snúningsbursti
ÞEKKING • ÚRVAL • ÞJÓNUSTA
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2*110 Rvk • Sími: 520 6666
mmmswsmmmmw&mmmmsmsim
IW
ofvirkni og athyglisbrest, nefna má:
Dextroamphetamine (Dexedrin),
sem er líkt og amfetamín og hefiu-
verið selt á götum úti sem vímuefni,
og hefur líkar aukaverkanir og
ritalin. Pemoline (cylert) hefur
margar aukaverkanir t.d. lifrar-
skemmdir. Auk þess má nefna im-
ipramine hydrochloride (tofranil),
desipramine (norpramin), clonidine
(catapres) og prozac. Þessi lyf hafa
öll miklar aukaverkanir og um sum
hafa framleiðendur sérstaklega tek-
ið fram að ekki eigi að gefa börnum
lyfin.
Þó ritalin virðist eitt og sér hafa
margvíslegar aukaverkanir þá hef-
ur lyfið ennfremur ýmsar óæskileg-
ar afleiðingar ef það er tekið inn
með ýmsum öðram lyfjum. Enn-
fremur geta komið fram ýmis
óæskileg einkenni ef menn sem era
á lyfinu neyta matar eða drykkjar
sem inniheldur mikið magn af
tyramine, sem er efni sem hækkar
blóðþrýsting. Matur og drykkur
sem inniheldur mikið tyramine er
ýmis en nefna má sem dæmi: Gam-
all ostur, avocado, súkkulaði, þurrk-
aður og saltaður fiskur, lifur,
kryddsíld, pepperóní, rúsínur,
spægipylsa (salami), bologna-pylsa
og sojasósa. Ennfremur má nefna
að með ritalini má alls ekki neita
koffeins í neinu formi, hvort sem
það er í kaffi eða dökkum kóla gos-
drykkjum.3
Hvað er annað til ráða
en ritalin?
Ritalin er ekki lækning, það hyl-
ur einungis einkennin. Menn hafa
því mikið rannsakað og velt því fyr-
ir sér hver sé orsök OA einkenna í
börnum. Þessi einkenni geta or-
sakast af ýmsum ástæðum en að
sjálfsögðu hljóta á stundum ekki að
finnast nein ráð og þá er að sjálf-
sögðu mikilvægt að geta gripið til
lyfja eins og ritalins sem gerir lífið
bærilegt þeim börnum sem eiga við
OA að stríða. Hins vegar er fjöldi
barna sem fær lækningu eftir ýms-
um leiðum. Hér á eftir verður fjall-
að um nokkrar orsakir einkenna
OA í börnum og eru þær allar með-
höndlanlegar.
1. Lár blóðsykur
(hypoglycemia)
Ef sykur (glúkósi) verður of lítill í
blóði þá missa menn meðvitund og
falla í dá ef ekkert er að gert. Sjálf-
virkt viðvörunarkerfi líkamans
bregst við lágum blóðsykri með því
að framleiða adrenalín
(epinephrine), sem verður til þess
að líkaminn losar sykur (glúkósa)
úr frumum, sem kemst til heilans
og kemur í veg fyrir að menn missi
meðvitund eða falli í dá. Adrenalín-
ið hefur hins vegar sín eigin áhrif á
líkamann og þau eru mjög víðtæk,
hefur áhrif á nánast öll líffæri. Um
adrenalín er oft sagt að það sé
„árásar-eða-flótta“ hormón.
Adrenalíni er dælt í blóðið þegar
við erum í hættu eða verðum
hrædd, það gerir okkur kleift að
verja okkur, orka er tekin frá
annarri starfsemi líkamans til þess
að gera okkur betur fær til að þerj-
ast eða flýja.
Þegar adrenalín fer í blóð barna
era áhrifin mjög mikil. Barn sem
hafði fram að því setið kyrrt í skóla-
stofunni verður ókyirt, hjartsláttur
verður hraðari og öll líkamsstarf-
semi örari. Það getur ekki einbeitt
sér og smámunir geta orðið til þess
að barnið verði æst og árásar-
gjarnt. Þessi hegðun er ekki eigin-
leg eða meðvituð barninu. Barnið
kýs ekki að hegða sér með þessum
hætti, heldur er það adrenalínlosun
sem veldur vandanum. Adrenalín-
losun hjá börnum verður oft út af
því sem þau borða eða borða ekki.
Lágur blóðsykur getur orðið
a.m.k. með tvennum hætti. I fyrsta
lagi ef ekki er borðað nógu títt, þ.e.
líkaminn verður einfaldlega uppi-
skroppa með sykur í blóði. Þó það
hljómi þversagnarkennt þá getur
sykurmagn í blóði einnig orðið of
lítið af þeim sökum að við borðum
mikinn sykur eða eitthvað sem inni-
heldur mikið magn af sykri. Þá er
um að ræða sjúkleg einkenni þ.e. að
insúlín er framleitt í of miklu magni
sem tekur of mikið af sykri úr blóð-
inu sem veldur svo aftur því að lík-
aminn sendir adrenalín út í blóðið.
Svo virðist vera að þegar við
neytum hvíts sykurs þá framleiði
líkaminn alltaf adrenalín til þess að
stjórna þessum sveiflum sem verða
í sykurbúskap blóðsins. Það er
adrenalínverkunin sem við verðum
vitni að þegar börn verða gjörsam-
lega víðáttuvitlaus eftir að hafa
borðað of mikil sætindi, þ.e. þau
verða ofvirk vegna verkunar
adrenalínsins. Samanburður hefur
verið gerður á áhrifum sykurneyslu
hjá fullorðnum og börnum. í ljós
hefur komið að sykurneyslan hefur
mun meiri áhrif á börnin en full-
orðna. Líkami barnanna brást
þannig við að adrenalín var sent út í
blóðið fyrr en hjá fullorðnum, þ.e.
sykurmagn þurfti ekki að falla eins
mikið hjá börnum og hjá fullorðn-
um áður en líkaminn sendi adrena-
lín út í blóðið. Adrenalínið var allt
að tíu sinnum meira hjá börnunum
og entist mun lengur, þ.e. upp í 5
klst., í blóði barna. Þannig verður
sykurneysla til þess að adrenalín
fer fljótt út í blóð barna og í mildu
magni og endist lengi.
Skortur á blóðsykri lýsir sér m.a.
með slappleika, titringi í höndum
eða víðar, taugaveiklun, kvíða fyrir
hinu og þessu og helst öllu, doða
eða yfirliðstilfinningu og svo með
eiginlegu yfirliði og dái. Ef barnið
er erfitt viðureignar og sérstaklega
úrillt á morgnana eða þegar það er
svangt en verður rólegra eftir mat-
inn þá eru líkur til þess að vanda-
málið felist í blóðsykurmagni. Með-
ferðin er einföld, þ.e. að breyta
mataræði. Gæta þess að barnið
verði ekki svangt og útiloka með
öllu fínan unninn hvítan sykur í
mataræði barnsins, þ.e. sælgæti,
kökur, gosdrykki o.s.frv. Tilgangur-
inn er að halda blóðsykurmagninu
stöðugu, ekki láta það falla vegna
þess að barnið verður svangt eða
hækka mjög hratt vegna sykuráts.
Ef foreldra grunar að vandamálið
sé blóðsykurmagnið mæli ég með
því að menn leiti sér nákvæmari
upplýsinga um heppilegt mataræði.
Slíkar breytingai- á mataræði barna
hafa leitt til þess að þau hafa getað
stjórnað hegðun sinni og lyfjaát var
ónauðsynlegt.
2. Fæðuofnæmi og
fæðuviðkvæmni
Önnur fæða en sykur getur enn-
fremur haft mikil áhrif á hegðun
barna. Börn geta haft ákveðið of-
næmi eða verið viðkvæm fyrir
ákveðmnn fæðuflokkum. Einkenni
slíks geta verið öll sem talin eru
einkenna ofvirkni og einbeitingar-
skort. Til að prófa slíkt verður
hreinlega að útiloka einn og einn
fæðuflokk í a.m.k. 5-7 daga til að sjá
áhrifin af slíku. Einnig er hægt að
gera blóðofnæmispróf (RAST) eða
gera ofnæmispróf á húð. Mönnum
kann að vaxa í augun að taka
ákveðna fæðuflokka úr mataræði
barna en spyrja má á móti hvort
það sé ekki þægilegra en að eiga við
barn sem er algerlega stjórnlaust?
3. Mismunandi aðferðir
við lærdóm
Algengast er að menn noti
vinstra heilahvelið meira en það
hægra. Sumir eru þó þannig gerðir
að þeir nýta það hægra meira en
það vinstra. Þeir sem eru hægri
menn hvað þetta varðar læra á allt
annan máta en við hin og hugsa
öðravísi. ÞeiiTa hugsun er t.d. mjög
myndræn, þ.e. hugsun fer fram í
myndum en ekki orðum eins og hjá
okkur hinum. Sömu kennsluaðferð-
ir henta ekki þessum hópum.
Kennsluaðferðir eru hins vegai’ oft-
ast sniðnar að þeim sem nota
vinstra heilahvelið meira en það
hægra, þ.e. þeim sem hugsa í orð-
um og rökrænt og geta lært með
því að hlusta án þess að hafa neitt
áþreifanlegt fyrir sér. Slíkar
kennsluaðferðir henta hins vegar
ekki hinum börnunum sem nota
hægra heilahvelið meira og geta
þau því ekki fylgst með og lært eins
og hin. Til eru dæmi um bráðgáfuð
börn sem hafa ekki lært að lesa fyrr
en seint og um síðir og þá með erf-