Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 36
36 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SIGURÐSSON
+ Sigurður Sig-
urðsson fæddist
í Reykjavík 17.
september 1958.
Hann lést á heimili
sínu 29. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Sigurður
Halldórsson, raf-
magnsverkfræðing-
ur, og kona hans,
Sigrún Magnúsdótt-
ir og var hann
yngstur flmm
barna þeirra.
Systkini Sigurðar
eru Magnús, Hall-
dór, Sigrún og Svava.
Hinn 15. maí 1993 kvæntist
Sigurður eftirlifandi eiginkonu
sinni, Lilju Hreinsdóttur, og
gekk hann Þórönnu, dóttur
hennar frá fyrra hjónabandi, í
föðurstað.
Sigurður stundaði nám við
Menntaskólann í Hamrahlíð, en
„Af hverju biðurðu ekki bara
Sigga um að hjálpa þér?“ er
spurning sem Gunnar sonur okk-
ar hefur oft borið fram þegar við
höfum ekki vitað hvernig á að
gera eitthvað. Og oft hringdum
við og fengum hjálp. Skipti þá
engu hvort um var að ræða mat-
argerð, viðhald á húsi, bíl eða
garði eða tæknimál. Siggi mágur
var nefnilega einn þeirra manna
sem virtist geta gert hvað sem
var. Hann las sér til og leitaði
upplýsinga og svo var fram-
kvæmt. Þau Lilja voru einstak-
lega samhent og ber heimili
þeirra þess glöggt merki. Allar
breytingar á húsinu þeirra jafnt
utan sem innan hafa þau unnið
saman. Og stundum þegar maður
hringdi og spurði hvað verið væri
að gera, þá voru þau að „slappa
fór svo til ýmissa
starfa. Hann vann
hjá Löggildingar-
stofu um hríð en
svo hjá súpugerð-
inni VILKO og
fluttist með VILKO
til Blönduóss, þar
sem hann rak fyrir-
tækið. Eftir það fór
Sigurður til starfa í
matvælagreinun-
um, vann hjá Ar-
gentínu um tíma og
síðar hjá Árbergi.
Hann fór siðan í
Matvæla- og veit-
ingaskólann og lauk þaðan
prófi árið 1993. Sigurður vann
eftir það jafnan eitthvað á sviði
matvæla, hjá Hagkaup og hjá
Hagabúðinni.
Utför Sigurðar fer fram frá
Vídalínskirkju á morgun,
mánudaginn 8. júní, og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
af ‘ og baka saman.
Þegar Lilja og Siggi giftu sig
fyrir fímm árum áttum við von á
okkar öðru barni. Þá vorum við
fyrir löngu búin að sjá hvað Siggi
var barngóður. Það sá maður
strax á hvernig hann tók
Þórönnu, dóttur Lilju. Siggi varð
líka fljótt í miklu uppáhaldi hjá
Gunnari og ekki varð Elín síður
hænd að honum. Hún nuddaði sér
upp við kinnina á honum og
skríkti yfir skeggbroddunum.
Seinna gat hún setið heillengi í
fanginu hjá honum og strokið á
honum höndina, það gerði hún
ekki við neinn annan. Þegar við
vorum í heimsókn og Þóranna
ekki heima, tók Siggi að sér að
leika við krakkana. Alveg þangað
til okkur fannst nóg komið og
heimtuðum að fá einhvern tima
+
Bestu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför bróður
okkar og mágs,
SIGURÐAR Þ. GUÐJÓNSSONAR.
Sérstakar þakkir til deildar 6A á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur og Starfsmannafélags Stál-
smiðjunnar.
Guðmundur Guðjónsson, Geirlaug Þórarinsdóttir,
Kristján B. Guðjónsson, Guðlín Kristinsdóttir,
Guðrún Guðjónsdóttir,
Sigríður Guðjónsdóttir,
Guðni Guðjónsson, Barbara Stanzeit,
Þórður Guðjónsson.
Lokað
Vegna útfarar SIGURÐAR SIGURÐSSONAR verður verslunin
lokuð mánudaginn 8. júní milli kl. 12 og 17.
Hagabúðin, Hjarðarhaga 47.
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
með honum líka. Þá settist hann
loks hjá okkur og eftir að Anna
fæddist fyrir níu mánuðum var
hún auðvitað í fanginu hjá honum
þá stund. Hann náði líka strax til
hennar og einu sinni þegar þau
Lilja voru að passa var Anna eitt-
hvað óvær, þá tók Siggi hana með
sér upp í rúm, lagði hana á mag-
ann á sér og þannig fann Lilja
þau, steinsofandi bæði tvö eftir
smá stund. Við munum líka alltaf
eftir því þegar Siggi studdi fingri
milli augnanna á henni og hún
steinsofnaði með það sama. Við
höfum ekki enn fundið þennan
svæfipunkt en verst þykir okkur
að Anna fái ekki að njóta þess að
kynnast Sigga eins og systkini
hennar.
Einhvern veginn er það nú
þannig að maður biður ekki um
pössun nema mikið liggi við.
Hefði okkur órað fyrir því að við
hefðum Sigga ekki hjá okkur
nema þessi fáu ár hefðum við not-
fært okkur það oftar hvað þau
voru alltaf reiðubúin fyrir okkur.
Þá hefðu börnin okkar átt enn
fleiri stundir með honum til að
minnast í framtíðinni.
Við eigum einungis góðar minn-
ingar um Sigga. Hann var ljúfur
grallari, barngóður og hjálpsamur
og við söknum hans sárt.
Elsku Lilja og Þóranna, megi
minningin um yndislegan mann
vera ykkur styrkur í sorginni. Við
biðjum algóðan Guð að vernda
ykkur og fjölskylduna alla.
Ykkar
Björk og Björn.
Nú er hann Siggi frændi horf-
inn til feðra sinna alltof snemma.
Hver hefði trúað því að hann
skyldi kveðja okkur svona skyndi-
lega á góðum vordegi. Við Siggi
vorum alltaf mestu mátar. Ég var
alltaf uppáhaldsfrænka og hann
uppáhaldsfrændi. Hann var alltaf
svo hress og skemmtilegur og
góður við litlu frænku sína. Hann
stríddi mér góðlátlega alltaf þeg-
ar við hittumst og sagði mér vafa-
sama brandara þegar fáir heyrðu
til.
Við áttum margar góðar stund-
ir saman við Siggi. Hann átti það
til að birtast með gjafir upp úr
þurru. I eitt skiptið færði hann
mér barbie-tjald og hjálpaði mér
við að setja það saman. Mér
fannst þá eins og hann hefði fært
mér jólin og afmælið í einu; svo
glöð varð ég. Gjafirnar voru oft
frumlegar og komu mjög á óvart,
eins og þegar hann færði mér
Guttorm, og stundum voru þær
einfaldar en hnittnar eins og þeg-
ar hann sendi mér svarta rusla-
pokann. Hann var lengi í mínum
huga litli bróðið hennar mömmu
sem vissi hvernig átti að lifa lífinu
lifandi. Ég var oft hissa á því að
hann skyldi ekki hafa gengið út
fyrr því mér fannst hann svo
skemmtilegur. Sumir í fjölskyld-
unni voru jafnvel farnir að tala
um að það væri komin piparlykt
af honum. Síðan fylgdumst við
með skemmtilegum feluleik í
nokkra mánuði þegar hann Siggi
mátti ekki lengur vera að því að
spjalla og segja brandara þegar
fjölskyldan hittist. Ég varð bara
pínulítið afbrýðisöm enda vön því
að Siggi gæfi mér góðan tíma. Að
lokum fengum við svo að sjá
leyndarmálið, hana Lilju. Aldrei
áður höfðum við séð hann Sigga
svona ánægðan með lífið og tilver-
Legsteinar
í Lundi
, v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
una. Hann var næstum rekinn úr
breiðmagaklúbbnum og enn stytt-
ist í brosið á vörum hans. Fram-
tíðin hreinlega brosti við þeim.
Við fjarlægðumst því miður eftir
þetta enda var Siggi kominn með
fjöskyldu, sæll og glaður með sitt.
Við hittumst þó alltaf við og við og
spjölluðum og hlógum. Hann
breyttist ekki mikið í mínum aug-
um, var alltaf sami grallarinn og
brandarakarlinnn.
En nú ertu horfinn uppáhalds-
frændi og ég á eftir að sakna þess
mikið að fá ekki nokkra vafasama
brandara beint í æð. Nú verður
enginn eftir til að segja mér
reglulega að grasbítarnir mínir
séu hættulegir að framan og að
aftan og bestir úr tunnu. Nú verð-
ur enginn sem snýst fram og aftur
í eldhúsinu á Arnarnesinu um jól-
in, með svuntu um breiðmagann.
Sigrún frænka.
Á morgun, mánudag, kveðjum
við kæran vin, hann Sigga Sig
eins og hann var alltaf kallaður.
Við kynntumst Sigga í gagn-
fræðaskóla þegar hann fluttist í
Garðabæinn. Kynnin urðu fyrst í
gegnum sameinginlegt skell-
inöðruáhugamál en breyttust síð-
an í mjög góðan vinskap sem hef-
ur haldist alveg síðan, ekki síst
fyrir tilstuðlan Sigga sem var
mjög ötull við að halda gamla
hópnum saman.
Það var ýmislegt brallað og
framkvæmt í gamla daga og Siggi
var alltaf til í allt, enda voru þetta
yfirleitt saklaus strákapör og
hefðbundinn grallaraskapur hjá
hressum vinahópi. Siggi giftist
seint en biðin var þess virði því
betri konu en Lilju hefði hann
ekki getað eignast. Þau bjuggu
sér yndislegt heimili í Garðabæn-
um sem alltaf er gott að koma á.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði, Siggi minn, og þökkum
þér allar góðu stundirnar sem við
áttum saman.
Við viljum votta ykkur, Lilja og
Þóranna, innilega samúð og biðja
Guð að blessa ykkur og veita ykk-
ur styrk á þessum erfiða tíma.
Einnig viljum við votta öðrum að-
standendum dýpstu samúð.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér sinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
Hanns dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Marinó (Majó) og Jó-
hanna,
Ragnar (Raggi) og Ólöf.
Við hittumst fjórir á sjúkra-
stofnun nýlega. Allir að kljást við
sama sjúkdóminn. Sigurður, eða
Siggi eins og hann bað okkur að
kalla sig, kom deginum fyrr og
tók á móti okkur með stríðnislegu
brosi og bauð okkur velkomna.
Siggi kom okkur fyrir sjónir
sem lífsglaður maður með fram-
tíðaráætlanir á hreinu. Heimkom-
inn ætlaði hann strax að fara í
hellulögn og í haust hafði hann
áætlað að fara á smíðanámskeið
til að geta sinnt betur hugðarefn-
um sínum.
Siggi virkaði mjög einlægur og
var ábyggilega heiðarlegur og
drengur góður. En það sæmdar-
heiti að vera „drengur góður“
hlotnast ekki öllum. Menn þurfa
að vera prýddir ótal eðliskostum
til að uppskera svo mikið
hrósyrði.
Við fjórmenningarnir höfðum
ætlað að hittast reglulega til að
freista þess að vinna bót á okkar
sameiginlega sjúkdómi. Ekkert
nema einlægur eigin vilji getur
leitt okkur þá braut að lifa lífinu
með öll skilningarvit opin.
Það styttist í að við gætum hist
allir fjórir, en sjúkdómurinn
braust fram hjá Sigga svo ekki
varð við neitt ráðið. Það hefur
sannast fyrir okkur enn einu sinni
að þessi sjúkdómur er banvænn í
sinni verstu mynd.
Við viljum biðja góðan Guð að
halda verndarhendi yfir sálu
Sigga og biðjum Guð að hjálpa
eiginkonu og stjúpdóttur svo og
öðrum aðstandendum í þeirra
miklu sorg. Við vottum þeim okk-
ar dýpstu samúð.
Heimir, Guðmundur og Guðjón.
Kæri vinur. Þú kvaddir okkur
miklu fyn’ en nokkurn hefði órað
fyrir. Þegar ég lít til baka og átta
mig á að það eru 24 ár síðan við
kynntumst fyrst, þá finnst mér
bæði vera langt síðan, því við höf-
um upplifað margt, og einnig stutt
þvi tíminn er fljótur að líða í góðra
vina hópi. Minningarbrotin hrann-
ast upp, ferð saman til Spánar,
slark á Öxnadalsheiði við búslóða-
flutninga milli landshluta og svo
mætti lengi telja. Áhugamál okkar
voru mörg sameiginleg, ferðalög
og lestur bóka um framandi heima.
Þó við byggjum til skiptis erlendis
eða á landsbyggðinni rofnaði vin-
skapurinn aldrei og þótt einhver
tími væri milli þess sem við hitt-
umst var alltaf eins og maðm’ væri
nýfarinn og við gátum nánast tekið
upp þráðinn í samræðunum þar
sem hætt var síðast, jafnvel þótt
mánuðir hefðu liðið.
Það var gott að koma til þín,
fyrst á hið glæsilega heimili for-
eldra þinna, sem stóð okkur
strákunum alltaf opið, síðan í litla
íbúð eftir að þú fórst að búa sjálf-
ur á piparsveinsárunum og ekki
síst eftir að þið Lilja tókuð saman
og fóruð að búa af miklum mynd-
arskap. Kaffi og meðlæti ævinlega
innan seilingar og ekki skaðaði að
þú varst sannkallaður fagmaður í
því sem laut að mat. Þeir sem
hafa sig í að fara í skóla eftir að
hafa verið í mörg ár á vinnumark-
aðinum gera það sennilega af
meiri festu en ella og var gaman
að sjá af hve miklum áhuga og
fagmennsku þú gekkst að náminu
sem hverju öðru starfi. Hjá þér
fóru saman þekking og frjálsleg
framkoma og því var á margan
hátt greiður vegur fyrir þig að
starfa að sölumennsku.
Það verður nú skarð fyrir skildi
í vinahópnum og eins í íjölskyld-
unni. Við Þórdís sendum ykkur
Lilju, Sigurði Halldórssyni og
öðrum í fjölskyldunni innilegustu
samúðarkveðjur.
Þorleifur Þór Jónsson.
Formáli minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um
hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá-
inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar
komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.