Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 37

Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 37 BIRNA M. ELMERS + Birna M. Elmers fæddist í Reykja- vík 14. apríl 1943. Hún iést á Landspít- alanum 27. maí síð- astliðinn. Foreidrar hennar eru Elmer Gibson verslunar- maður, látinn, og Guðrún Hinriksdótt- ir, húsmóðir. Birna M. Elmers giftist eftirlifandi eig- inmanni sínum, Hrafni Sigurhans- syni, viðskiptafræð- ingi, 7. nóvember 1964. Foreldrar Hrafns eru Sig- urhans S. Sigurhansson, skip- stjóri, látinn, og Guðný G. Guð- mundsdóttir, húsmóðir. Birna og Hrafn eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Guðný, fædd 22.9. 1966, gift Hlyni Vigfússyni, sonur þeirra er Hrafn, fæddur 17.3. 1986. 2) Ólöf, fædd 24.7. 1971, gift Guðmundi J. Þor- leifssyni, þeirra börn eru Andri Þór, fædd- ur 18.4. 1991, og Birna Rún, fædd 17.9. 1996 og eru þau bú- sett í Bandaríkjunum. Birna starfaði mestan hluta ævi sinnar hjá Lands- banka íslands, fyrir utan þijú ár sem hún var gjald- keri hjá Hrafnistu DAS í Reykja- vík. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku mamma, bai-áttunni er lok- ið. Það er komið eitt ár síðan þú greindist með lungnakrabbamein. Hvernig gat það gerst, þú sem hafðir lifað svo heilbrigðu lífi. Lífið er óút- reiknanlegt, Guð gefur og Guð tekur. Þér hefur verið ætlað eitthvað mikil- vægara hlutverk sem ekki gat beðið. Við systurnar fengum gott uppeldi hjá þér og pabba, vorum umvafðar ást og umhyggju. Betri ömmu er ekki hægt að finna, þú elskaðir börn- in mín svo mikið, og sár er nú sökn- uðurinn hjá Andra syni mínum sem elskaði þig svo mikið. Hann gat alltaf leitað til þín og þá beiðst þú með op- inn faðminn fyrir hann. Síðan fædd- ist dóttir mín Birna Rún, sem verður 2ja ára í haust, hún var litla prins- sesan þín, við verðum dugleg að segja henni hvað þú varst góð við okkur. Eitt er víst að barnabörnin þín þrjú, Hrafn, Andri Þór og Birna Rún, hafa eignast góðan verndar- engil. Elsku mamma, ég sakna þín svo mikið. Ég vona að þér líði vel. Hvíl þú í friði, mamma mín. Þín dóttir, Ólöf. Ég skrifa hér nokkur kveðjuorð um Bh-nu Elmers, tengdamóður mína, sem lést aðfaranótt miðviku- dagsins 27. maí sl. Bima var einstök kona og mér einstaklega góð tengda- móðir. Hún vildi allt fyrir mig gera og var okkur mikil stoð þegar ég og dóttir hennar, Ólöf, byrjuðum að búa. Hún elskaði bai-nabömin sín af lífi og sál og vildi allt fyrir þau gera og hvatti þau ávallt til dáða þegar þau tóku sér eitthvað fyrir hendur í leik og í námi. Síðastliðið haust þeg- ar við hjónin vomm að hugsa um að flytja til Bandaríkjanna, þar sem ég er í námi, studdi Bima 100% við bak- ið á okkur og hvatti okkur til að fara þó að hún vissi að hún myndi ef til vill ekki sjá okkur aftur. Það sýnir kannski best að hún var ekki eigin- gjörn og vildi okkur aðeins það besta. Eiginkonan mín fór heim fyrir nokkmm dögum til að vera hjá móð- v/Nýbýlaveg SÓLSTEÍNAR 564 4566 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Altan sólarhringinn. ur sinni síðustu dagana og það tók mig sárt að geta ekki farið líka og enn sárara er það nú að vita að ég muni aldrei sjá hana aftur. Ég bið Guð um að styrkja tengdaföður minn sem nú hefur misst ástkæra eigin- konu sína, hugur minn er hjá honum, dætrum þeirra, barnabörnum og aldraðri móður. Það er ekki hægt að lýsa þessari einstöku konu í fáeinum orðum en ég mun sakna hennar sárt. Ég kveð þig nú, mín ástkæra tengdamóðir og amma barnanna minna, þau eiga eftir að sakna ömmu sinnar, sem vildi allt fyrir þau gera. Það er sárt að vita að þú getir ekki séð þau vaxa úr grasi. Ég þakka þér fyrir þau ár sem ég þekkti þig og megi Guð varðveita minningu þína. Guðmundur J. Þorleifsson. Það er sjaldgæft að eignast vin- konu þegar maður er ekki orðin fimm ára og að sú vinátta endist í ráma hálfa öld. Það er einnig furðu- legt að slíkar vinkonur skuli fá sama sjaldgæfa sjúkdóminn með nokkurra mánaða millibili. Ég varð íyrr til að fá sjúkdóminn og í þau skipti sem ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi vegna hans heimsótti Birna mig á hverjum degi og stoppaði sjaldnast skemm- en 2 til 3 tíma. Við höfðum alla tíð verið nánar vinkonur en sameiginlegui' sjúkdómur okkar gerði okkur þó enn nánari. Við hittumst nánast daglega ef heilsan leyfði og töluðum auk þess saman í síma nokkrum sinnum á dag. Birna giftist Hrafni Sigurhans- syni, eftirlifandi manni sínum, 1964 og eignuðust þau hjónin tvær vænar dætur, Guðnýju, fædda 1966, og Ólöfu, fædda 1971, og eiga þau þrjú barnabörn. Birna var mikil amma í sér og fylgdist vel með bamabörnum sínum. Birna hefur nánast allan sinn starfsaldur unnið sem gjaldkeri hjá Landsbanka Islands. Hún var sam- viskusöm í starfi og ég er alveg handviss um að þótt vopnaður bankaræningi hefði ógnað henni hefði hún ekki afhent eina krónu af peningum bankans. Birna hafði góða kímnigáfu, var einstaklega hjálpsöm og mátti ekk- ert aumt sjá. Hún var dugleg hús- móðir en gat verið dálítið stjórnsöm en ég tók það nú aldrei inn á mig því ég vissi alltaf að hún meinti vel með stjómseminni. Birna var ákaflega trygglynd og mikill vinur vina sinna. Þegar dætur mínar voru uppkomnar og gátu í reynd séð um sig sjálfar fylgdist Birna samt með þeim þegar ég fór utan með manninum mínum og hringdi þá reglulega í þær ógiftu og bauð þeim jafnvel til sín í mat. í tvígang hefur maðurinn minn þurft að fara utan eftir að ég veiktist og þá fannst Birnu það alveg sjálfsagt að flytja tímabundið inn til mín til að geta hugsað um mig meðan ég var ein heima. Birna var mikið fyrir ferðalög og vissi fátt skemmtilegra en að ferðast erlendis, enda gerði hún mikið af því meðan hún gat. Nú hefur Birna farið í sína hinstu ferð og ég treysti því að henni líki sú ferð vel. Dante sagði að líf okkar geti ekki verið fullkomið án vina. Það er alveg ljóst að að gæði míns lífs minnka verulega við það að Birna er horfin burt úr lífi mínu. Ég mun sakna þín mikið, kæra vinkona, enda hefur þú gefið mér mikinn styrk í gegnum tíðina. Ég votta Hrafni, Guðnýju, Ólöfu, barnabörnum, Guðrúnu, móður hennar, og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þín vinkona Hera. Hverjum klukkan glymur í dag veit enginn, en hitt vitum við, að fyrr eða síðar á hún eftir að glymja okk- ur, sem fæðst höfum til þessa lífs. Samt erum við alltaf óviðbúin, sér- staklega þegar um er að ræða fólk á besta aldri. Þannig vai- það með Birnu, vinkonu mína og vinnufélaga. Við Birna kynntumst fyrir um það bil tuttugu og fimm árur, þá störfuð- um við báðar sem gjaldkerar hjá Landsbanka Islands. Þar var hún eins og ætíð einstaklega hressilegur og góður vinnufélagi. Síðar átti ég eftir að kynnast henni betur, það var líka í Landsbankanum og þá í er- lendum reikningum en þar höfum við starfað saman síðastliðin átta ár. Á þeim tíma tókst með okkur góð vin- átta og þar kynntist ég mannkostum hennar. Hún vai’ einstaklega skemmtilegur vinnufélagi. Hrein- skilnin, glettnin, hispursleysið og lífsgleðin höfðu smitandi áhrif á alla sem nálægt henni voru. Á vinnu- staðnum okkar, þar sem hvers kyns mál hafa iðulega verið rædd og krufin til mergjar, lét Birna ekki sitt eftir liggja. Hún hafði ríka réttlætis- kennd og var öfiugur málsvari þeirra sem minna máttu sín. Börn og ung- lingar sem stóðu höllum fæti í lífinu áttu alla hennar samúð og hún stóð ekki álengdar ef hún taldi sig geta orðið þeim að liði. Hún gerði það á sinn einlæga hátt. Stundum fannst mér hún full hreinskilin, en henni fyrirgafst það alltaf vegna góðviljans sem að baki bjó. Birna var fagurkeri fram í fingur- góma. Hún var afar næm á umhverfi sitt, hvort sem um var að ræða lista- verk náttúrunnar eða mannanna. Hún hafði yndi af góðri tónhst og myndlist og hönnun skipuðu einnig stóran sess hjá henni. Hún sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur í leirmótun og hugðist halda þar áfram. Ég hafði vonað að Bii’na mín fengi aðeins lengri tíma. Ég hafði vonað að hún næði heilsu til að njóta sumarsins sem nú er svo bjart og fallegt. En sá sem öllu ræð- ur beindi henni inn á aðrar brautir og ég trúi að þar ríki fegurðin ekki síður en hér. Ég votta Hrafni, eiginmanni henn- ar, dætnmum, Guðnýju og Ólöfu og fjölskyldum þeirra, einnig aldraðri móður, mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Birnu. Jóna S. Jónsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Edda og fjölskylda. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Kvöldmessa í Laugarnes- kirkju I KVÖLD, sunnudaginn 7. júní kl. 20.30, verður kvöldmessa í Laugar- neskii’kju. Þá mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur setja sr. Bjama Karlsson inn í embætti sókn- arprests Laugamesprestakalls. Djasskvartett, þeir Matthías Hem- stock, Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson munu spila í kii’kjunni frá kl. 20 en þeir munu einnig spila undii’ í mess- unni. Kór Laugameskirkju mun syngja undir stjóm Gunnars Gunn- arssonar. Einsöngvari er Þoi’valdur Halldórsson. Sr. Bjami Karlsson mun prédika en bæði sr. Bjami og sr. Jón Dalbú munu þjóna fyrir altari. Friðrikskapella. Kyn’ðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Fella- og Hólakirkja. For- eldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10-12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaðui’ Vörður L. Traustason. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Erl- ing Magnússon. Athugið breyttan samkomutíma. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞESS var minnst 26. maí að 160 ár eru síðan Stykkishólmsapótek var stofnað. Á myndinni er starfsfólkið fyrir framan apótekið: Anna Þórdís Grímsdóttir, Ingimundur Pálsson apótekari, Guðlaug Ágústsdóttir og Eyrún Guðmundsdóttir. Stykkishólms- apótek 160 ára Stykkishólmi. Morgunblaðið. Stykkishólmsapótek var stofnað með konungsúrskurði 26. maí 1838 og eru nú 160 ár frá því að rekstur þess hófst. Þetta er hár aldur á ís- lenskan mælikvarða og ekki mörg fyrirtæki eldri hér á landi. Á síðustu öld var það ómetanleg aðstoð fyrir lækni að hafa aðgang að manni sem kunni skil á lyfjum og sjúkdómum. Alþýðan gerði ekki mikinn greinarmun á læknum og apótekerum og snéri fólk sér oft til apótekarans og fékk hjá honum lyf án milligöngu læknis. Framan af höfðu apótekarar í Stykkishólmi ýmsar aukabúgreinar, t.d. veitinga- rekstur og ullarlitun. Um síðustu aldamót framleiddi Stykkishólms- apótek Bitter til útflutnings. Alls hafa 15 apótekarar starfað við Stykkishólmsapótek á þessum 160 árum. Sá apótekari sem lengst starfaði hér var Carl Emil Ole Möll- er. Hann var apótekari frá 1865 til 1901. Núverandi apótekari er Ingi- mundur Pálsson og hefur hann rek- ið apótekið frá því í janúar 1995. v Apótekið hefur verið í núverandi húsnæði síðan 1919 og er búið að endurgera húsið mikið síðustu árin. Keppt í tölvuleikni Egilsstaðir. Morgunblaðið. SVOKALLAÐ PlayStation mót var nýlega haidið í Bíó Vala- skjálf á Egilsstöðum. Mótið var útsláttarkeppni og var keppt í færni í kappakstursleik á tölvu. Alls tóku yfir 30 börn þátt en sigurvegari mótsins var Berg- þór Þorsteinsson frá Seyðisfirði og fékk liann í verðlaun sjón- varp, tölvuleik og pizzaveislu. Það voru Rafeind og Bíó Vala- skjálf sem stóðu að mótinu. Morgunblaðið/Anna Ingólfs ERLINGUR Hjörvar Guðjóns- son og Hreinn Erlingsson kepptu áhugasamir á PlaySta- tion-mótinu. {

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.