Morgunblaðið - 07.06.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Aldfs Hafsteinsdóttir
36 NEMENDUR útskrifuðust af 5 námsbrautuin Garðyrkjuskólans að Reykjum síðastliðinn laugardag.
/
Utskrift Garðyrkjuskólans
að Reykjum í Ölfusi
GARÐYRKJUSKÓLANUM að
Reykjum í Ölfusi var slitið síð-
astliðinn laugardag. Þá útskrif-
uðust við hátíðlega athöfn 36
nemendur af fimm námsbraut-
um.
Þær eru skrúðgarðyrkju-
braut, ylræktarbraut, blóma-
skreytingabraut, umhverfis-
braut og garðplöntubraut. Einn
nemandinn, Björg Jóna Sig-
tryggsdóttir frá Akureyri, út-
skrifaðist með hæstu einkunn
sem gefín hefur verið við skól-
ann frá upphafi, en hún hlaut
meðaleinkunnina 9,8.
Björg Jóna hefur stundað
nám við blómaskreytingabraut
óg sýnt þar fádæma góðan
námsárangur. Óvenju margir
nemendur sýndu góðan árang-
ur sem sést best á því að 7 nem-
endur fengu ágætis einkunn
eða yfir 9 í meðaleinkunn.
Aðsókn að garðyrkjuskólan-
um hefur sjaldan verið meiri en
nú. Að sögn endurmenntunar-
stjóra, Magnúsar Hlyns Hreið-
arsonar, er heimavistin þegar
full og biðlisti þangað inn en
búið er að skrá 51 nemanda til
náms við skólann næsta vetur.
Greinilegt er að sú umhverfis-
vakning sem orðið hefur í þjóð-
félaginu er að skila sér til skól-
ans, því sífellt fleiri virðast
hafa áhuga á að afla sér mennt-
unar á þessu sviði.
BJÖRG Jóna Sigtryggsdóttir
hlaut hæstu einkunn sem gefin
hefur verið frá upphafi við skól-
ann eða 9,8 í meðaleinkunn.
Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson
FRÁ afhendingu bifreiðarinnar til sambýlis fatlaðra á Sauðárkróki.
Stórtækir
Kiwanismenn
NÚ NÝVERIÐ afhentu félagar í
Kiwanisklúbbnum Drangey á
Sauðárkróki heimilisfólki á
sambýlum fatlaðra í Skagafirði
bifreið til eignar og afnota.
Kiwanisklúbburinn Drangey
hefur nú starfað í tuttugu ár og
má segja að f tilefni þessara
tfmamóta hafi verið ráðist í
verkefni sem er hið viðamesta
sem klúbburinn hefur tekið að
sér.
Verkefni þetta hefur tekið tvö
ár hjá Kiwanisklúbbnum og hafa
félagar á þeim tíma safnað til
Sauðárkróki
gjafarinnar en einnig Ieitað eftir
styrkjum frá ýmsum, bæði félög-
um og einstaklingum, og var nú
svo komið að unnt var að ráðast í
kaupin og afhenda bifreiðina til
eigendanna og þeirra sem koma
til með að nota hana.
Um er að ræða Volkswagen
Caravella-bifreið árgerð 1998
£ með sætum fyrir 10 farþega en
d auðvelt er að fjarlægja sæti svo
komið verði fyrir 2-3 hjólastól-
um en búnaður sem bifreiðinni
fylgir er, auk þess sem lögboðið
er, vandaður sjúkrakassi og
slökkvitæki.
Þá afhentu Kiwanismenn sama
dag öllum 7 ára börnum f Skaga-
firði að gjöf vandaða reiðhjóla-
hjálma og er þetta í þriðja sinn
sem klúbburinn gerir slíkt.
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 39L-
-----m--------------
OPIÐ HUS
Álfatúni 37 Kópavogi
í dag 7. maí frá kl. 16-18
Mjög falleg og vel skipulögð 4ra herb. íbúð á 2. hæð
í litlu fjölbýli. Innbyggður bflskúr. Samt. 110 fm. Á
besta stað í Fossvogsdal, frábært útsýni, örstutt í
skóla og leikskóla. Góðar innréttingar, gegnheil
rauð eik á gólfum. Hagst. lán áhvflandi. Verð 10,6
mkr. Nánari upplýsingar í síma 564-4116 og á
internetinu: www.itn.is/alfatun37
Opin hús í dag
Flétturimi 14 — 3ja
Glæsileg 90 fm íb. á 3. hæð með frábæru útsýni yfir borg-
ina, góðum vestursvölum. Innangengt í vandað bílskýli.
Verðlaunahús. Áhv. húsbréf 5,8 millj.
Verð aðeins 7,9 millj.
Heiðar og Linda sýna íbúðina í dag á milli ki. 14 og 17.
Veghús 9 — „pexithouse"
Falleg og björt 93 fm íbúð á tveimur hæðum í glæsilegu
fjölbýli. 2 baðherb. Góðar suðvestursvalir. Sérþvottahús.
Skemmtileg lofthæð. Innb. bílskúr fylgir. Áhugaverð eign.
Áhv. byggsj. rík. 5,4 millj. Verð 8,6 millj.
Ragnhildur og Ægir sýna íbúðina milli kl. 13 og 18.
Hamraborg 16 — 2Ja
Glæsileg 55 fm 2ja herb. íb. á 2. hæð. Parket. Góðar innr.
Suðursvalir. Fallegur garður. Verð aðeins 4,1 millj.
Auður sýnir íbúðina í dag milli kl. 14 og 17.
Valhöll, fasteignasala,
Sfðumúla 27, sfmi 588 4477.
Brautarholti 4 ♦ sfmi 561 4030 ♦ fax 561 4059
Friðrik Stefánsson lögg. fasteignasali
2ja herb.
BERGÞÓRUGATA - MIÐBÆR
Mikið endurnýjuð ca 50 ms 2ja herb. kjall-
araíbúð með sérinngangi. Góðir skápar f
svefnherbergi. Endumýjað gler og gluggar.
Nýiegt þak frá sl. sumri. Verð 4,4 millj.
Áhvflandi 2,6 millj.
VITASTÍGUR -
MIÐBÆR
Skemmtileg, lítil risíbúð 2ja - 3ja herb. i nýmáluðu og mjög
fallegu húsi við Vitastlg. Ibúðin er vel skipulögð, mælist 38
m2 en gólfflötur er stærri. Parket á holi og stofu. Falleg
baklóð með geymsluskúr. Ódýr og skemmtjleg eign. Skipti
á stærri koma vel til greina.Verð 4,1 millj. Áhv. 1,9 millj.
AUSTURBRÚN 2ja herb
Falleg 50 fm íbúð með glæsilegu útsýni í góðri lyftublokk á
góðum stað. ÓDÝR OG SKEMMTIL. EIGN. VERÐ 4,8 millj
BREIÐHOLT 2ja herb
Sérlega falleg 2ja herb I Austurbergi. Beykiparket á holi, stofu og eldhúsi. Einstaklega
fallegt eldhús með beykiinnr. Stór og björt stofa. Stórar svalir.Verð 5,2 millj
4ra - 6 herb.
FLUÐASEL - BREIÐHOLT
Ert þú að leita að fasteign þar sem þú getur
flutt inn og verið áhyggjulaus varðandi viðhald
nýju eignarinnar?? Ef svo er þá er þessi fyrir
þig, 103 fm rúmgóð og falleg 5 herb. íbúð (4
svefnherb.) I glæsilegu fjölbýli. Húsið er allt
nýklætt að utan með álklæðningu, yfirbyggðar
svalir með ognanlegum rennigluggum. Fallegt
mahóníparket á gólfum, bað flísalagt. Góð eign
á góðu verði. Verð 8,3 millj. Áhv. 4,7 millj.
TRYGGVAGATA - MIÐBÆR
Falleg 4ra herbergja. 94 m! ibúð, öll parketlögö
nema flísar á glæsilegu baðherbergl. Sérsmíðaðar
innróttingar, bæði skápar og eldhúsinnréttingar.
Verönd út af hjónaherbergi. Eignin er öll hin glæsi-
legasta. Verð 7,5 millj. Áhvílandi 2,5 millj.
STÆRRI EIGNIR
ÁLFTANES - EINBÝLI
Mjög vandað 187 fm einbýli á einni hæð ásamt
30 fm bílskúr. Kambala parket á ölium gólfum,
dökk eik I hurðum og flísar á baðherbergi. Hiti 1
plani og stór ræktaður gæsilegur garður.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 13,8 millj.
ÁRTÚNSHOLT EINBÝLI
Glæsilegt einbýlishús á Ártúnsholti. Stórglæsilegt útsýni Gaggenau tæki I eldhúsi,
fallegar innréttingar og rúmgóð herb. Verð 21,5 miilj. Áhv. 10 millj.