Morgunblaðið - 07.06.1998, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 43 ,
FRÉTTIR
Landsþing
Barnaheilla
Aukin
áhersla
verði lögð
á málefni
barna
ÞRIÐJA landsþing Barnaheilla
(Save the Children, Iceland) var
haldið 9. maí sl. en það er haldið
annaðhvert ár. Ný stjóm samtak-
anna var kjörin á þinginu. Einar
Gylfi Jónsson, sálfræðingur, var
endurkjörinn foi-maður. Varafor-
maður er Sólveig Ásgi-ímsdóttir,
sálfræðingur. Starfsemi Barna-
heilla hefur vaxið fiskur um hrygg
frá síðasta landsþingi. Félögum og
styrktaraðilum hefur fjölgað og
eru þeir nú um 20.0000 talsins.
Landsþingið samþykkti ályktan-
ir þar sem stjórnvöld og forsvars-
menn fyrirtækja eru hvattir til að
setja málefni bama og fjölskyldna
þeirra ofar í forgangsröðun sína,
segir í fréttatilkynningu. Stofnanir
sem fara með málefni barna em
jafnframt sérstaklega hvattar til
að hafa Bamasáttmála Sameinuðu
þjóðanna að leiðarljósi í stefnu
sinni og starfsháttum. Skorað var
á fræðsluyfirvöld að sjá til þess að
öll börn eigi kost á góðum gmnn-
skóla án tillits til búsetu. Að lokum
var samþykkt ályktun þar sem
vakin er athygli á hroðalegum að-
stæðum barna víða um heim og
minnt á skyldur okkar sem vel-
ferðarsamfélags að rétta hjálpar-
hönd þeim sem minna mega sín.
Á þessu landsþingi var lögð sér-
stök áhersla á málefni barna í al-
þjóðlegu samhengi og í því sam-
bandi var haldið málþing um starf
frjálsra félagasamtaka í þróunar-
löndunum. Utanríkisráðheira,
Halldór Ásgrímsson, ávarpaði
I þingið og Aina Bergström frá
Redd Barna.í Noregi (Save the
Children, Noi-way) kynnti starf
samtaka sinna og Save the
Children að málefnum barna í þró-
unarlöndunum. Auk þess kynntu
fulltrúar frá Rauða ki-ossi íslands
og Hjálparstofnun kirkjunnar
. starf sinna samtaka í þróunarlönd-
unum. Utanríkisráðherra gaf fyr-
irheit um fjárstuðning til Bama-
| heilla en samtökin hyggja á aukinn
hlut í þessum málaflokki og þá í
samstarfi við systursamtök í Nor-
egi, Redd Barna, sem hafa langa
reynslu af þróunaraðstöð fyrir
börn.
Ski-ifstofa Barnaheilla hefur
flutt starfsemi sína og er nú til
húsa á Laugvegi 7, 3. hæð, og er
opin á skrifstofutíma.
Dantax
HM-sparktilboð
á sjónvarpstækjum
frá danska fyrirtækinu
Dantax.
HM-verð: 47.310 kr.
stgr.
y%l <i x #?7 ?
>■ , 'sm. - "■ -’m. •' A 3% ..
Dantax TLD 30
• 28" Black Matrix myndlampi • Nicam Stereo
magnari • Allar aðgerðir á skjá • íslenskt textavarp
• Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi
• Tímarofi • Fjarstýring
Ótrúlega góð kaup.
Misstu ekki af tækifærinu.
HM-verð: 59.800 kr.
stgr.
Dantax FUTURA 4400
• 28" Black Line S myndlampi • Nicam Stereo
magnari • Allar aðgerðir á skjá • íslenskt textavarp
• 2 Scart-tengi • 100 stöðva minni • CTI-litakerfi
• Tímarofi • Fjarstýring.
Stórglæsilegt tæki með
sérstaklega skarpri mynd.
Dantax FUTURA 7300
Black Matrix myndlampi • 2 x 50 W Nicam Stereo
magnari • Dolby Surround Pro-Logic <
1 Innb
> 28
bassahátalari • 2 bakhátalarar • AlTar aðgerðir á skjá
1 Islenskt textavarp • 16:9-breiðtjaldsstilling • Scart-tengi
• 100 stöðva minni • CTI-litakerfi • Tímarofi
• Barnalæsing • Fjarstýring
Frábær Itölsk hönnun. Dúndurhljómur.
Loksins, loksins á íslandi:
100 riða þýsk sjónvarpstæki frá Metz sem skipa sér í flokk
þeirra allra bestu í heiminum.
110 ár samfellt hefur Metz verið valið besti framleiðandinn í könnun
þýska fagtímaritsins „markt intern" meðal fagverslana á þessu sviði (
Þýskalandi þar sem allir þekktustu sjónvarpstækjaframleiðendur heims
keppa um nafnbótina. Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
Komdu til okkar og láttu sannfærast.
Við bjóðum nú þessi hágæða sjónvarpstæki á
sérstökum HM-afsláttarkjörum.
Og nú er engin ástæða til að
missa af einum einasta leik.
Myndbandstæki frá Dantax á klassaverði.
SMITH &
NORLAND
m
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími: 520 3000
www.tv.is/sminor
Munið umboðsmenn okkar um iand allt.
I