Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 56

Morgunblaðið - 07.06.1998, Side 56
trgunÞlnfctfe |T|W|T| Express Worldwide . 580 1010 fslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Jón Svavarsson SJÚKRAFLUTNINGAMENN og lögregla að störfum á slysstað. Bflvelta á Þingvallavegi Karl og* kona flutt á sj*úkrahús KARLMAÐUR og kona voru flutt á slysadeild Sjúki'ahúss Reykjavíkur eftir bflveltu á Þingvallavegi skammt frá afleggjaranum að Stardal skömmu fyrir hádegi í gær, laugar- dag. Tilkynnt var um slysið kl. 11.38 og fóru þrír sjúkrabflar á slysstað, þar ■ Enn mæl- ast jarð- skjálftar JARÐSKJÁLFTAHRINAN sem hefur verið á Hengils- svæðinu undanfarna daga virð- ist vera að deyja út segir Einar Kjartansson jarðeðlisfræðing- ur á Veðurstofu Islands. Enn eru nokkrar hræringar á svæðinu en stærð skjálftanna hefur farið minnkandi. Á föstu- dagskvöld mældist jarðskjálfti af stærðinni 3,4 á Richter. Hann átti upptök sín í Litla Skarðsmýi-arfjalli líkt og stærsti skjálftinn í hrinunni sem mældist 5,3 stig á Richter. Frá föstudagskvöldi hafa mælst nokkrir smærri skjálft- ar, þeir stærstu um 2 stig á Richter. sem fólksbfll hafði farið út af vegin- um og oltið. Curtis Snook, læknir á slysadeild Sjúki’ahúss Reykjavíkur, sagði í sam- tali við Morgunblaðið skömmu áðui’ en það fór í prentun að fólkið væri í rannsókn, ástand þess væri stöðugt en að það væri ekki í lífshættu. Tíu hand- teknir með fíkniefni í Hafnarfírði LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók tíu manns í húsi við Dranga- hraun aðfaranótt laugardags og við leit í húsinu fannst töluvert af fíkni- efnum, áhöldum til neyslu þeirra og ætluðu þýfí. Lögreglan hefur undanfarið fylgst með húsinu, sem er í iðnaðar- hverfí, vegna gruns um fíkniefna- neyslu, þar sem fólk hefur komið saman eftir að lokun veitingahúsa. I fyrrinótt fór lögregla inn í húsið og fann nokkuð af fíkniefnum með að- stoð leitarhunda frá fíkniefnadeild Ríkistollstjóra. Fólkið, sem er á aldrinum 17-36 ára og hefur flest komið við sögu lögreglu áður, var handtekið og fært til yfírheyrslu. iÉɧ Morgunblaðið/Egill Egilsson Sýnt fram á tengsl milli reykinga unglinga og annarra þátta Samtaka • / Uppeldi og reykingar for- eldra eru veigamikið atriði UNGLINGAR sem búa við leiðandi uppeldishætti við 14 ára aldur eru ólíklegri til að reykja en unglingar af- skiptalausra, skipandi og eftirlátra foreldra. í hópi unglinga sem ekki reykja 14 ára eru þeir einnig ólíklegri til að vera byrjaðir að reykja við 17 __ ára aldur sem telja foreldra sína leið- ándi en þeir sem telja foreldra sína afskiptalausa eða skipandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á tengslum tóbaksreyk- inga unglinga við uppeldishætti for- eldra og reykingar foreldra og vina. Hún er liður í langtímarannsókn á áhættuhegðun unglinga, þar sem vHf '300 reykvískum unglingum var fylgt eftir frá 14 ára til 17 ára aldurs. Aðeins 7% unglinga leiðandi for- eldra reyktu daglega við 14 ára aldur á móti 18% unglinga eftirlátra, 24% unglinga skipandi og 41% unglinga afskiptalausra foreldra. Hlutfall ung- linga sem reykja og búa við afskipta- lausa uppeldishætti er því sexfalt hlutfall unglinga leiðandi foreldra. Þá segir í niðurstöðunum að þrátt fyrir sterk tengsl reykinga vina við reykingar unglinga á hverjum tíma gefi reykingar vina við 14 ára aldur ekki vísbendingu um hvort unglingur hafi byrjað að reykja eftir 14 ára ald- ur. „Hins vegar er sá reyklausi ung- lingur, sem á foreldri sem reykir, lík- legii til að vera byrjaður að reykja við 17 ára aldur en sá sem á foreldri sem ekki reykir. Þannig spá reyking- ar foreldra betur fram í tímann um reykingar unglings en reykingar vina.“ Mikilvægt að upplýsa foreldra Sigrún Aðalbjarnardóttir prófess- or og Leifur Geir Hafsteinsson, sem gerðu könnunina, segja að þau sterku tengsl, sem fram komi í rann- sókninni milli reykinga unglinga annars vegar og uppeldishátta og reykinga foreldra hins vegar, minni á hve brýnt sé að leita leiða til að upplýsa foreldra um eðli og gildi leiðandi uppeldishátta og horfa ekki fram hjá líkum á því að barn þeirra fari að reykja ef þeir reyki sjálfír. „Varla þarf að taka fram að ekki er tryggt að barnið byrji ekki að reykja þótt það búi við leiðandi uppeldis- hætti og foreldri reyki ekki. Tóbaks- reykingar og önnur áhættuhegðun unglinga er afleiðing flókins sam- spils margra þátta sem sumum hverjum er erfitt að stjórna. Rann- sókn okkar sýnir aðeins að líkurnar eru minni á því að unglingurinn byrji að reykja ef hann býr við ofan- greindar aðstæður." Leiðandi uppeldishættir/10 sjomenn SJÓMENNIRNIR á skipinu Júlia Dan IS 19 frá Isafirði voru við veiðar í rjómablíðu í Smugunni fyrir helgi. Aflanum var Iandað í Þórshöfn á Langanesi á miðviku- dag. Nægur tími gafst því til að halda heim í faðm fjölskyldu og vina fyrir sjómannadaginn sem i dag er haldinn hátíðlegur um allt land í sextugasta skipti. ------♦♦♦.---- 30 laxar úr Blöndu Klönduósi. Morgunblaðið. VEIÐI hófst í Blöndu í fyrradag og á hádegi í gær höfðu veiðst 30 laxar á fjórar stangir. Voru þetta allt laxar á bilinu 12 til 17 pund. Veiðimenn sjá að mikill lax er genginn í ána og voru kátir í blíðunni og bjartviðrinu fyrir norðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.