Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þrír íslenskir fjallagarpar á leið til Grænlands
Klífa 1.100 m granítstál
BERGVEGGUR Ulamertorsuaq þykir sérlega hentugur til klifurs,
þverhníptur og harður.
ÞRÍR félagar úr íslenska Aipa-
klúbbnum ásamt bandarískum
klifurgarpi leggja af stað með
flugi til Grænlands árdegis í dag
til að klífa eitt hæsta samfeilda
granítbergstál í heimi. Það eru
þeir Jökull Bergmann, Stefán
Smárason, Guðmundur Tómas-
son og Joe Weinberger sem
standa að leiðangrinum en undir-
búningur hefur staðið yflr í eitt
ár.
Fjallið sem félagarnir ætla að
klífa heitir Ulamertorsuaq og er
1.823 metra hátt en klettaveggur
þess er 1.100 metra þverhnípt
stál. Það er syðst á Grænlandi en
svæðið er þekkt fyrir stórbrotin
Qöll og mikla náttúrufegurð.
Sofa í
hengirúmum
Leiðangurinn þykir einn sá
erfiðasti sem íslenskir klifur-
menn hafa lagt í en algengustu
lengri klifurleiðir eru á bilinu
600 til 800 metrar. Til að komast
upp á topp þurfa félagarnir að
klifra upp í áföngum. Fyrstu
tvær vikurnar verða búðir þeirra
á jörðu niðri, meðan komið er
fyrir stögum og reipum, en þeg-
ar sexhundruð metrum er náð
flytja þeir allar vistir og útbúnað
upp bergið. Að því búnu halda
þeir til í tjallinu en þeir munu
sofa í þar til gerðum tveggja
manna hengirúmum.
Fjórmenningarnir fikra sig
svo nær toppnum og munu þeir
koma upp búðum áður en síðasti
áfanginn er kláraður. Loka-
sprettinn að toppnum munu þeir
taka með áhlaupi en búist er við
að það taki 2 daga en miklu
skiptir að veðrið vinni með
þeim. „Við munum gera áhlaup
á toppinn en það er erfiðasti
kaflinn þar sem hann er bæði
lóðréttur og yfírhangandi. Þetta
klifur er að stórum hluta andleg
átök og það skiptir miklu máli
að halda sér í góðu jafnvægi.
Svona veggir fyrirgefa engin
mistök," sögðu þeir í samtali við
Morgunblaðið í gær þar sem
þeir voru að ljúka við að gera
klárt fyrir ferðina.
Aldrei teflt
í tvísýnu
Til að komast að fjallinu, sem
er í Ketilsflrði, þurfa fjórmenn-
ingamir að fara með bát frá
Narsarsuaq til Qaqortoq og það-
an með þyrlu til Nanortalik.
Þaðan sigla þeir inn Qörðinn og
búast þeir við að vera komnir
að fjallsrótum f kvöld.
Aðspurðir segja þeir ættingja
og vini ekki hafa áhyggjur af
ferð þeirra félaga. „Við höfum
allir verið meira eða minna að
klifra í okkar frístundum bæði
hérlendis sem og erlendis og fólk
er orðið vant því að vita af okkur
uppi á fjöllum. Aðalmálið er að
tefla aldrei í tvísýnu og snúa þá
frekar við ef aðstæður verða
okkur í óhag. Þetta er allt spum-
ing um heilbrigða skynsemi."
Einn lést 1980
Byijað var að kfifra á svæðinu
í kringum Ketilsfjörð árið 1975
en í leiðangri árið 1980 lést einn
klifrari þar vegna grjóthruns.
Lengi vel var svæðið síðan lítt
Morgunblaðið/Golli
FÉLAGARNIR Joe Weinberger, Guðmundur Tómasson, Jökull Berg-
mann (sitjandi) og Stefán Smárason við annað hengirúmið sem þeir
munu sofa í, hæst í 800 metrum.
kannað en síðustu tvö ár hafa
nokkrir klifrarar lagt þangað
leið sína.
Mikill útbúnaður fylgir Ieið-
angrinum og vega þar þyngst
1.000 metrar af kaðli, stög og
vatnsbirgðir. Hópurinn Iýkur
ferð sinni hinn 29. júh' en hún
er kostuð af þátttakendum sjálf-
um.
í
I
>
í
Fólksbfll
og vörubfll
í árekstri
EINN maður var fluttur á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri eftir árekstur fólksbfls og
vörubíls við Jörfa í Víðidal í
gær.
Að sögn lögreglunnar á
Blönduósi varð slysið með
þeim hætti að fólksbíllinn, sem
var að fara fram úr vörubíln-
um, lenti í lausamöl og í fram-
haldi af því framan á vörubíln-
um. Fólksbíllinn valt síðan og
lenti utan vegar. Tveir farþeg-
ar voru í bílnum og slasaðist
annar farþeginn en hinn far-
þeginn og ökumaður sluppu
ómeiddir.
Laxveiðimenn misánægðir með veðurfarið og vilja sumir rigningu
Dræm laxveiði víðast hvar
LAXVEIÐI hefur farið hægt af
stað nú í ár, segja viðmælendur
Morgunblaðsins. Tíðarfari er m.a.
kennt um en óvenju lítil úrkoma var
í júní og lítill snjór síðasta vetur.
Þrátt fyrir það er veiði ekki verri en
á sama tíma í fyrra.
Brynjólfur Markússon, leigutaki
Laxár í Dölum og Víðidalsár, segir
veiði frekar slaka hingað til. „Það
rignir ekki, árnar eru litlar og lítill
lax í þeim ennþá. í Laxá hafa veiðst
30 laxar en 40 í Víðidalsá, hvort
tveggja er svipað og í fyrra.
I Laxá í Kjós hefur veiði verið
mun meiri en á sama tíma í fyrra
„þrátt fyrir hörmulegar veiðispár
og veðurfar", eins og Asgeir Heiðar,
leigutaki Laxár í Kjós, komst að
orði. Þar hafa 180 laxar veiðst en
106 höfðu veiðst á sama tíma í fyrra.
„Við erum mjög ósáttir við veður-
farið og yrðum þakklátir fyrir hvem
regndropa."
I Miðfjarðará í V-Húnavatnssýslu
hafa 68 fiskar veiðst en voru 25 á
sama tíma í fyrra. Veiðin er í slöku
meðallagi og er beðið eftir rigningu
þar eins og víðar.
Mikil veiði í Blöndu
Undantekning frá slakri veiði er
Blanda en alls veiddust 347 laxar
þar í júnímánuði en voru 180 á sama
tíma í fyrra. Jakob Sigurjónsson,
veiðivörður við Blöndu, segir
kjöraðstæður til að veiða í Blöndu
núna. „Ain er svo tær að menn hafa
verið að veiða á flugu en þeir sem
þekkja til Blöndu vita að hún er oft
kolmórauð." Blanda er eins og flest-
ar ár landsins vatnslítil en tærleik-
ann má m.a. skýra með því að miðl-
unarlón Blönduvirkjunar er ekki
orðið fullt og vatnið sem rennur í
hana er eingöngu það sem fer í
gegnum vélarnar í virkjuninni.
Ævar Þorsteinsson, bóndi á Enni,
hefur fylgst með veiði í Blöndu í
mörg ár og segir hann nú allt benda
til þess að áin sé að jafna sig eftir
hrunið sem varð 1990 þegar
Blönduvirkjun var tekin í notkun.
„Rennslið varð svo ójafnt í ánni með
tilkomu virkjunarinnar og það er
mjög slæmt fyrir fiskana. Það var
fyrst í fýrra að það fór að verða
jafnara og veiðin tók við sér við það.
Seiðamælingar sem hafa verið gerð-
ar nú í ár lofa líka góðu um fram-
haldið á næsta ári.“
Vímuvarna-
ráð senn
skipað
MEÐ tilkomu vímuvarnaráðs, sem
gert er ráð fyrir að taki til starfa eftir
nokkra mánuði, verða málefni, sem
áfengisvarnaráð hefur haft á sinni
könnu, færð hinu nýja ráði. Ingibjörg
Pálmadóttir heilbrigðisráðherra seg-
ir að á næstunni verði óskað eftir til-
nefningum í vímuvarnaráð.
Samkvæmt nýlegum breytingum á
áfengislöggjöfinni er gert ráð fyrir
að áfengisvarnaráð stai-fi áfram þar
til vímuvarnaráð hefur komist á
legg. Verður starf áfengisvarnaráðs
lagt niður í síðasta lagi um næstu
áramót. Heilbrigðisráðherra segir að
búast megi við að nokkurn tíma taki
að fá tilnefningar frá þeim sem
standa að vímuvarnaráði og því muni
starfsemi ráðsins vart hefjast fyir en
eftir nokkra mánuði. Ekki hefur ver-
ið ákveðið hvar það verður til húsa.
Nauðsynleg Fjörutfu starfsmönnum Keflavíkurverktaka sagt upp
áhugafólki
um garðrækt
• Jafnt fyrir
byrjendur sem vana
garðyrkjumenn.
• 550 blaðsíður í
stóru broti.
• 3.000 litmyndir og
skýringarteikningar.
Samdráttur vegna minni
umsvifa varnarliðsins
4>
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Simi S15 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500
FJÖRUTÍU starfsmenn Keflavík-
urverktaka fengu afhent uppsagnar-
bréf síðastliðinn fóstudag. Að sögn
: Jóns Halldórs Jónssonar forstjóra
1 er skýringin fyrst og fremst minni
1 um=™f vamarliðsins. „Það em minni
_ fjárveitingar til viðhalds og þjón-
> ustustarfsemi hjá vamarliðinu fyrir
næsta ár og þar sem við höfum verið
aðallega í því í 40 ár þá segir það sig
sjálft að það bitnar á okkur.“
Jón segir samdráttinn ekki vera
j nema að litlu leyti vegna aukinnar
samkeppni um verkefni hjá varnar-
liðinu, „við höfum líka unnið innan-
lands og bætt samkeppnina þar“.
Árin i fyrra og þar áður vom veltu-
mestu árin hjá Keflavíkurverktök-
um, segir Jón, og var byrjað að
bæta við fólki hjá fyrirtækinu fyrir
þremur ámm. „Þegar kemur að
samdrætti eftir slík tímabil verður
að segja upp starfsfólki."
Hluti starfsmanna
endurráðinn?
Að sögn Jóns er ekki útflokað að
í haust verði eitthvað af fólkinu
endurráðið. „Uppsagnir em dag-
settar 1. ágúst og þeir, sem var
sagt upp, hafa ýmist þriggja eða
sex mánaða uppsagnarfrest þannig I
að þær taka gildi 1. nóvember eða
1. febrúar. Hvað gerist á þessum
tíma er ómögulegt að segja, ég er
bjartsýnn og tel líklegra en hitt að
fólk verði endurráðið."
Um 180 manns starfa hjá Kefla-
víkurverktökum og því rúmlega
fimmtungi starfsmanna sem var
sagt upp. Flestir þeirra em iðnað- i
armenn og segir Jón að þrátt fyrir
að uppsagnimir fari illa í starfs-
menn viti þeir að það er samdráttur
og sýni skilning.