Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Bréf Halldórs Guðbjama-
sonar til bankaráðs
Landsbanka Islands hf.
HALLDÓR Guðbjarnason, fyrr-
verandi bankastjóri Landsbanka
íslands, hefur sent Morgunblaðinu
til birtingar bréf sitt til bankaráðs
Landsbanka Islands í tilefni af
greinargerð Jóns Steinars Gunn-
laugssonar hrl. sem unnin var að
beiðni bankaráðsins og birtist hér í
Morgunblaðinu. Jafnframt hefur
Halldór sent Morgunblaðinu til
birtingar álitsgerð lögmanna sinna.
Bréf Halldórs fer hér á eftir:
„Bankaráð Landsbanka Islands
hf,
b.t. Helga S. Guðmundssonar,
bankaráðsformanns,
Landsbanka íslands hf.,
Reykjavík.
Reykjavík 30. júní 1998
Fimmtudaginn 11. júní sj. fjall-
aði bankaráð Landsbanka Islands
hf. um greinargerð Jóns Steinars
Gunnlaugssonar, hrl., sem það
hafði óskað eftir að lögmaðurinn
tæki saman um réttarstöðu fv.
bankastjóra bankans. Bankaráðið
samþykkti niðurstöður lögmanns-
ins samhljóða og sendi fjölmiðlum
fréttatilkynningu um málið ásamt
greinargerðinni.
Þar sem margt í greinargerðinni
er bæði villandi sett fram og meið-
andi fyrir mig, málsástæðum jafn-
vel snúið við og rangar ályktanir
dregnar, sé ég mig knúinn til að
senda yður þetta bréf til að koma
leiðréttingum á framfæri. Ég áskil
mér þann rétt að senda fjölmiðlum
það til birtingar á sama hátt og
bankaráðið ákvað að gera.
Greinargerð Jóns Steinars er
byggð á gögnum um atvik hinna
ýmsu þátta málsins sem liggja fyr-
ir. Þessi tilvitnuðu gögn eru
skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem
tekin var saman að lokinni skoðun
á laxveiði-, risnu- og ferðakostnaði
bankastjómar árin 1993 til 1997, að
beiðni bankaráðsins. Skal nú vikið
að þeim þáttum sem ég geri at-
hugasemdir við.
Kostnaður við veiðiferðir
I því, sem Jón Steinar kýs að
kalla „hugleiðingar" sínar um
kostnað vegna veiðiferða, ræðir
hann um hugsanlega endurkröfu
bankans „á hendur hinum þremur
fyrrverandi bankastjórum".
Astæður þessara „hugleiðinga“
segir Jón Steinar vera tvær. Ann-
ars vegar hugsanlegt óhóf í kostn-
aði og hins vegar það, að fram kom
hjá Ríkisendurskoðun að a.m.k.
þriðjungur af kostnaði við veiði-
ferðir varð vart rökstuddur með
vísan til viðskiptahagsmuna bank-
ans.
I skýrslu Ríkisendurskoðunar er
sérstaklega tekið fram, að engin
athugasemd sé gerð við veiðiferðir
mínar. Þessar málsástæður eiga
því ekki við um mig og beinlínis
villandi og meiðandi að ræða hér
um hina þrjá fv. bankastjóra sem
eina heild eða nota orðið banka-
stjóm, því skv. mínum skilningi og
flestra annarra er orðið samheiti
yfir alla bankastjórana. Því hefði
verið rétt og skylt að geta nafna
þeirra sem þama var fjallað um,
með sama hætti og Jón Steinar
gerir í umfjöllun sinni um risnu.
Þótt þeirri athugasemd sé skotið
inn, þegar Jón Steinar ræðir um
þann þriðjung kostnaðar, sem Rík-
isendurskoðun taldi ekki rökstudd-
an með vísan til viðskiptasjónar-
miða, að þessi athugasemd eigi
ekki við um mig, vefst fyrir lesend-
um að skilja samhengið í textanum.
Gott dæmi um þetta er ritstjóri
Morgunblaðsins sem tekur upp í
ritstjórnargrein 12. júní sl. beina
tilvitnun í texta Jóns Steinars þar
sem segir „... verður ekki hjá því
komist að telja, að lítils hófs eða
aðhalds hafi verið gætt við ákvarð-
anir bankastjóranna fyri*verandi
um þessi efni“. Síðan er lagt út af
þessu. Hvergi er þess getið að
þessi tilvitnun eigi ekki við mig
enda texti Jóns Steinars sýnilega
ekki öllum auðskilinn. Af þessu má
sjá að textinn er ekki skýr. Upp-
setning og orðalag hans virðist því
beinlínis til þess fallið að draga mig
að ósekju inn í umræður um mál
sem ekki snerta störf mín eða per-
sónu.
Ferðakostnaður
I þessum þætti greinargerðar-
innar fjallar Jón Steinar um málið
með ótrúlegum hætti. Svo virðist
sem hlutunum sé hreinlega snúið
við og reynt að gera þær skýring-
ar, sem ég gaf, tortryggilegar og
flytja lagaskyldu bankaráðsins á
mínar herðar.
í tveimur bréfum til Ríkisendur-
skoðanda gerði ég grein fyrir
starfskjörum mínum hvað þennan
þátt áhrærir. Þar tiltók ég ýmis
gögn þessu til sönnunar svo sem
yfirlýsingar starfsmanna bankans,
núverandi sem fyirverandi, sem
þekktu þessi starfskjör og tilurð
þeirra, starfssamning sem Lands-
bankinn yfírtók frá Samvinnu-
banka íslands hf. auk langrar og
athugasemdalausrar framkvæmd-
ar. Framsetningin í greinargerð-
inni er því villandi þar sem sagt er
að bankastjórarnir fyrrverandi
„hafi talið sér heimilt" að fara með
mökum til útlanda tvisvar á ári. Ég
hafði þessa heimild skv. starfs-
samningi en taldi mig ekld hafa
hana. A því er stór munur. Ég hef
haldið nákvæma skrá yfír allar
mínar ferðir til útlanda, tilefni
þeirra og tilgang, í þau rúmu sjö ár
sem ég starfaði í bankanum. Því
fer víðs fjarri að ég hafi notað mér
þessi starfskjör eins og mér var
heimilt og myndi óháð skoðun stað-
festa það.
Á einum stað í greinargerðinni
segir Jón Steinar um þessi starfs-
kjör m.a.: „Liggur nærri að ætla,
að yfirmanni sem kynnt eru slík
kjör við upphaf starfs, beri skylda
til að kanna með óyggjandi hætti,
hvernig stofnað hafi verið til slíkra
heimilda í upphafi í því skyni að fá
fullvissu um að allt væri með felldu
umþaer.“
Ég gaf Ríkisendurskoðun m.a.
þær upplýsingar, að við komu mína
í bankann í byrjun árs 1991 hefði
annar kollega minna kynnt mér
starfskjör mín. Jafnframt að ég
hefði óskað eftir skriílegum ráðn-
ingarsamningi við tvo formenn
bankaráðs til að staðfesta þessi
kjör mín. Þessar óskir mínar setti
ég fram bæði munnlega og skrif-
lega.
I 39. gr. laga um viðskiptabanka
og sparisjóði segir m.a. um starfs-
skyldur bankaráðsins, að það eigi
„að ráða bankastjóra eða spari-
sjóðsstjóra, ákveða laun og ráðn-
ingarkjör þeirra og verkaskiptingu
samkvæmt sérstöku erindisbréfi
sem gildir í ákveðinn tíma“. Telja
verður að í þessari lagaskyldu
felist að ráðningarkjör skuli ákveð-
in á sannanlegan hátt. Oljós
ákvæði um ráðningarkjör verður
að meta bankaráðinu í óhag þar
sem telja verður að því standi nær,
sbr. þessa lagaskyldu og almenna
reglu vinnuréttar, að sjá til þess að
slíkt liggi ljóst fyrir. Það hlýtur að
auka enn á ábyrgð bankaráðsins,
hvað þetta varðar, þegar fyrir ligg-
ur að ég hafi ítrekað óskað eftir því
að gengið yrði frá skriflegum ráðn-
ingarsamningi við mig, en það
farist fyrir hjá bankaráðinu.
I ljósi þess sem hér hefur verið
rakið og Jóni Steinari var fullkunn-
ugt er ótrúlegt að hann skuli álykta
eins og hann gerir í ofangreindri
tilvitnun. I fyrsta lagi telur hann að
mér hafi borið skylda til að rengja
kollega minn sem kynnti mér
starfskjör mín. í öðru lagi flytur
hann lögboðna skyldu bankaráðs-
ins á mínar herðar þannig, að ég
eigi að bera hallann af sönnunar-
byrðinni um að starfskjör mín hafi
verið þau sem ég hafði og í þriðja
lagi er sú fullyrðing, sem í ofan-
greindri „hugleiðingu" Jóns Stein-
ars felst, einfaldlega röng þar sem
ég þrátt fyrir allt gerði það sem í
mínu valdi stóð til að fá þessi atriði
á blaði frá bankaráðinu. Það fékk
ég hins vegar ekki og vekur það at-
hygli, að Jón Steinar sér ekki
ástæðu til að gera athugasemdir
við það athafnaleysi bankaráðsins.
Að öðru leyti geri ég sömu at-
hugasemdir við þennan kafla í
greinargerð Jóns Steinars og í
kaflanum um veiðiferðirnar, að
með því að fjalla þar sýknt og heil-
agt um „bankastjórana" og
„bankastjórnina", en nafngreina
ekki þá sem átt var við hverju
sinni, hefur Jón Steinar dregið mig
að ósekju og án þess að nokkur
ástæða væri til inn í þær ávirðingar
og meiðandi umræðu sem af þessu
hefur hlotist. Þetta er ónákvæmni
sem er óþörf, þar sem efnisatriði
liggja fyrir og að auki er Ijóst að
efnistök Ríkisendurskoðunar vou
með allt öðrum hætti.
Ábyrgð á röngu svari til við-
skiptaráðherra
Ég hef áður opinberlega útskýrt
hlut minn í þeim upplýsingum sem
bankinn sendi viðskiptaráðherra
varðandi kostnað Landsbankans
við laxveiðar. Jón Steinar sér
ástæðu til að kanna það mál og þá
sérstaklega hvort hugsanlega hafí
verið brotið gegn ákvæðum hegn-
ingarlaga í því sambandi. I grein-
argerð sinni telur Jón Steinar
„... að hlutur allra hinna þriggja
fyrrverandi bankastjóra, að því er
varðar svörin til viðskiptaráðhen-a,
sé sambærilegur". Rökstuðningur
hans er sá, að allir bankastjórarnir
hefðu undimtað bréfin tvö til ráð-
herra, það fyi-ra Sverrir og ég og
það síðara Björgvin og ég. Engin
tilraun er gerð til að draga fram
hlut hvers bankastjóra í málinu,
sem í reynd var mjög ólíkur og
Jóni Steinari hafði verið gerð gi'ein
fyrir. Litið er framhjá skýringum
einstakra bankastjóra og málið
gert hið tortryggilegasta, þótt nið-
urstaða Jóns Steinars sé síðan sú
að líklegast komi refsiábyrgð ekki
til gi’eina vegna sönnunarörðug-
leika. Það hefði þó verið lítið mál að
fjalla um hlut hvers og eins, stað-
reyna skýringar mínar og afgreiða
minn þátt í þessum bréfaskriftum á
þann hátt, að ekki væri hægt að sjá
að þær vörðuðu við hegningarlög á
neinn hátt, enda yrði málið skoðað
þannig ef það sætti sakamálarann-
sókn. Til þess að háttsemi sé refsi-
verð þarf hún að vera saknæm. Til
frekari glöggvunar mun ég rekja
þær upplýsingar sem ég hef áður
lagt fram í þessu sambandi.
Fyrra svarbréfið tók Sverrir
saman eða lét taka saman fyrir sig,
án þess að það væri í hans verka-
hring skv. erindisbréfi hans. Hann
hefur gert gi'ein fyrir þessu verki
sínu í Morgunblaðinu og því óþarfi
að endurtaka það hér. Síðara svar-
bréfið tók Björgvin saman eða lét
taka saman íyrir sig í samræmi við
starfsskyldur sínar og erindisbréf
sem aðalbankastjóri. Áður en síð-
ara svarbréfið var útbúið hafði við-
skiptaráðuneytið fimm sinnum ósk-
að eftir svari. I samtali frá ráðu-
neytinu við mig, þar sem óskað var
eftir því að ég sæi um að þessu yrði
svarað, svaraði ég því til að þetta
félli ekki undir starfsskyldur mínar
í bankanum og yrði að óska eftir
þessu við réttan aðila. Þetta er
auðvelt að staðreyna ef áhugi er á.
Skýringin á því hvers vegna ég
undimtaði bréfin með þeim, sem
útbjuggu þau eða létu útbúa þau,
er þessi: Skv. gamalli venju voru
engin formleg bréf send frá banka-
stjóra nema með undimtun
tveggja aðila, þeim bankastjóra
sem þréfið stafaði frá og öði-um
bankastjóra eða aðstoðarbanka-
stjóra sem með undirskrift sinni
kannaðist þá við að bréf þessa efnis
hefði verið sent. Venja þessi um
tvær undirskriftir er líklega jafn
gömul bankanum og hefur í dag
ekkert með skuldbindingar slíkra
bréfa að gera sbr. það sem áður er
sagt um skýrt afmarkaðar starfs-
skyldur hvers bankastjóra fyrir
sig.
Þegar fyrra svarbréfið var sent
var aðalbankastjórinn fjarverandi
og gerði ég ráð fyrir því að hann
hefði beðið Sven'i að sjá um þetta.
Þegai’ það síðara var sent lá fyrir
neitun Sverris á undirritun og hef-
ur hann gert grein íyrir ástæðunni
í Morgunblaðinu og höfðu þær ekk-
ert með réttmæti upplýsinga bréfs-
ins að gera. Síðara svarbréfið kom
ritari minn með til mín undirritað
af Björgvini og óskaði í flýti hefð-
bundinnar meðundirritunar, því
það lægi á að koma því strax upp í
ráðuneyti þar sem þess var beðið.
Ég kom hvorki að tilbúningi né
framsetningu þessara bréfa, enda
ekki á minni könnu skv. fyrr-
nefndri starfsskiptingu, sem
bankaráðið hafði ákveðið milli
bankastjóranna með erindisbréfi.
Vegna niðurstöðu Jóns Steinars,
sem hann styður ekki lagalegum
rökum, hlýt ég að fara fram á það
að málið verði rannsakað. Bæði
verði rannsakað með hvaða hætti
bréfin voru tekin saman, hver vann
verkið, tilurð undirritunar minnar
og hvers vegna hægt er að fullyrða
að hlutur minn í þessu sé hinn sami
og kollega minna. Rétt er að minna
hér á, að á Alþingi flutti viðskipta-
ráðherra þingmönnum rangt svar í
góðri trú um að hann hefði réttar
upplýsingar. Forsætisráðherra
taldi útilokað að hægt væri að álasa
honum fyrir það. A sama hátt og
viðskiptaráðherra var í góðri trú
var ég í góðri trú og hafði ég
hvorki ástæðu né forsendu til að
rengja kollega minn og þar fyrir
utan hafði ég engu að leyna eins og
fram hefur komið hjá Ríkisendur-
skoðun. Ég hef fengið skoðun
margra lögfræðinga á þessu og
þeirri ábyi’gð sem Jón Steinar
tengir þessum undin-itunum mín-
um. Ég ætla ekki að tíunda þau
svör en þau eru öll á sama veg og
endurspeglast í því lögfræðilega