Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Háskólinn á Akureyri
Steingrím-
ur Jónsson
prófessor
í haffræði
DOKTOR Steingrímur Jónsson hef-
ur nýverið verið ráðinn prófessor í
haffræði við Háskólann á Akureyri.
Steingrímur er
útibússtjóri Haf-
rannsóknastofnun-
ar á Akureyri og
prófessor við Há-
skólann á Akur-
eyri. Hann lauk
cand. scient.-námi í
hafeðlisfræði frá
Kaupmannahafnar-
háskóla 1985. Lokaritgerð hans fjall-
aði um strandsti-auma við strendur
Jótlands. Hann lauk doktorsprófi í
hafeðlisfræði 1990 við Háskólann í
Björgvin. Doktorsritgerðin fjallaði
um gerð og drifkrafta hringrásar í
norðurhöfum, bæði á stórkvarða og
millikvarða, með sérstöku tilliti til
hringrásar í Framsundi, milli Sval-
barða og Grænlands. Að loknu námi
starfaði hann við Hafrannsókna-
stofnun í Reykjavík um eins árs
skeið á vegum Vísindaráðs.
í mars 1991 var útbú Hafrann-
sóknastofnunar á Akureyri formlega
opnað og tók Steingi'ímur þá við úti-
bússtjórastarfinu, en því fylgdi
einnig starfsskylda við Háskólann á
Akureyri. Steingrímur stjórnaði
þverfaglegum vistfræðirannsóknum
í Eyjafírði sem voru samstarfsverk-
efni Hafrannsóknastofnunar, Há-
skólans á Akureyri og Rannsókna-
stofnunar fiskiðnaðarins. Skólaárið
1996-1997 dvaldi Steingrímur við Ai-
fred Wegener Institut fúr Polar und
Meeresforschung í Bremerhaven við
rannsóknir á Austur-Grænlands-
straumi. Hann hefur gert grein fyrir
rannsóknum sínum í ýmsum erlend-
um vísindatímaritum.
Steingrímur er kvæntur Ásrúnu
K. Sigurðardóttur, lektor í hjúkrun-
arfræði, og eiga þau tvö böm.
Uppmæl-
ingataxtar
sprengdir
ÞAÐ hefur verið mikið um að vera
á Borgarvelli, gæsluvelli við
Sunnuhlíð á Akureyri síðustu vik-
ur. Þar hafa börn á aldrinum 4 til
10 ára hannað og smíðað hús af
mikilum krafti og hefur aðsóknin
verið mjög góð.
„Hér eru sprengdir allir upp-
mælingataxtar og maður gerir lít-
ið annað en að keyra efni í mann-
skapinn," sagði Gunnar Björgvins-
son, starfsmaður bæjarins.
Smíðavöllurinn hefur verið
starfræktur í um þrjár vikur og
það var komið að því að mála
byggingarnar í vikunni. Það gekk
því mikið á er ljósmyndari Morg-
unblaðsins var þar á ferð. Börnin
sveifluðu penslum og málningar-
dósum. í þeim hópi voru Jóhann
og Friðrik sem voru að mála þakið
á sinni byggingu.
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
Morgunblaðið/Kristján
Ferðafélag Akureyrar og atvinnumálanefnd
Kort með sjö göngu-
leiðum á Yaðlaheiði
FERÐAFÉLAG Akureyrar í sam-
vinnu við atvinnumálanefnd Akur-
eyrar hefur gefið út kort með sjö
gönguleiðum á Vaðlaheiði.
Ferðafélag Akureyrar og at-
vinnumálanefnd hafa átt með sér
samstarf frá árinu 1991, en nefndin
hefúr styrkt félagið m.a. varðandi
útgáfu korta, gerð göngubrúar og
lagfæringa í Lamba, einum skála fé-
lagsins, en hann er í Glerárdal.
Ingvar Teitsson, formaður
gönguleiðanefndar, kvaðst vonast
til þess að útgáfa kortsins myndi
auðvelda bæði heimamönnum og
ferðalöngum að njóta útivistar í ná-
grenni bæjarins og góðs útsýnis
sem víða væri að fmna á umrædd-
um gönguleiðum. Eitt af markmið-
um félagsins væri að stuðla að
ferðalögum almennings og kort það
sem nú hefði verið gefið út þjónaði
því hlutverki ágætlega.
Berglind Hallgrímsdóttir at-
vinnumálafulltrúi sagði að sárlega
hefði vantað ýmsar upplýsingar fyr-
ir ferðamenn, m.a. um gönguleiðir í
nágrenni Akureyrar og hefði það í
upphafi verið ástæða þess að sam-
starf hófst milli nefndarinnar og
ferðafélagsins.
Upplýsingar um leiðimar eru á
þremur tungumálum, íslensku,
ensku og þýsku og kortinu verður
dreift á ýmsa staði á Norðurlandi, en
m.a. liggur það frammi í Upplýsinga-
miðstöð ferðamanna á Akureyri.
Sjö ólíkar gönguleiðir
Fyrsta leiðin er 2,5 kílómetra leið
um Vaðlareit, þá er kort af leið
austur yfir Vaðlaheiði um Geldings-
árskarð en hún er 12 kílómetrar,
þriðja leiðin er gamli Þingmanna-
vegurinn yfir Vaðlaheiði, sem er 10
kílómetra langur, vegurinn yfir
Bfldsárskarð er einnig 10 kílómetr-
ar, en lengsta leiðin er yfir Göngu-
skarð og að Reykjum í Fnjóskadal,
26 kflómetrar. Loks er kort af leið
upp á Staðarbyggðafjall, sem er 8
kflómetra löng, og inn eftir bökkum
Eyjafjarðarár, frá Brunnaá við
Akureyri og að Blómaskálanum Vín
í Eyjafjarðarsveit, en hún er 13
kílómetra löng.
Morgunblaðið/Kristján
MATTHILDUR Sigurjónsdóttir varaformaður atvinnumálanefndar,
Berglind Hallgrímsdóttir atvinnumálafulltrúi og Ingvar Teitsson for-
maður gönguleiðanefndar Ferðafélags Akureyrar skoða kortið.
Söng-
vökur að
hefjast
SÖNGVÖKUR eru að hefjast
í Minjasafnskirkjunni en líkt
og undanfarin ár verða
söngvökur haldnar í kirkjunni
öll þriðjudags- og miðviku-
dagskvöld og hefst dagskráin
kl. 21.
Á söngvökum eru flutt sýn-
ishorn íslenskrar tónlistar-
sögu, svo sem rímur, tvíund-
arsöngur, sálmar og eldri og
yngri sönglög. Flytjendur eru
Rósa Kristín Baldursdóttir og
Hjörleifur Hjartarson og Þór-
arinn Hjartarson og Kristjana
Arngrímsdóttir.
Dagskráin stendur í um
klukkustund og er miðaverð
700 krónur.
Morgunblaðið/Erlendur Haraldsson
Bflasýning í Grímsey
Grímsey. Morgunblaðið.
AKSJÓN
Fimmtudagur 2. júlí
21:00 Þ-Sumarlandið Þátt-
ur ætlaður ferðafólki á Akur-
eyri og Akureyi'ingum í ferða-
hug.
r—' (POÍLINN>n
\ kvöld
Cuðmundur Rúnar
Lúðvíksson skemmtir
Föstudags- og
laugardagskvöld
Dúettinn
„í hvítum sokkum"
sér um fjörið.
Staður með sál.
Opnar kl. 20.00 öll kvöld.
Gallerí
Perla
í Hrísey
GALLERÍ Perla var opnað í
Hrísey á þjóðhátíðardaginn og
verður galleríið opið fram í
miðjan ágúst.
Þrettán konur í eynni reka
Gallerí Perlu sem er á neðri
hæðinni í húsi veitingastaðarins
Brekku. tírvalið er fjölbreytt,
prjónavörur, hannyrðir af ýmsu
tagi og minjagripir svo eitthvað
sé nefnt, en konurnar þrettán
fást allar við handverk.
Þórunn Arnarsdóttir, ein
kvennanna, sagði að ráðist hefði
verið í að opna galleríið í kjölfar
stefnumótunarverkefnis í ferða-
þjónustu. „Viðtökurnar hafa
verið mjög góðar og við erum
ánægðar,“ sagði hún.
Gallerí Perla er opið daglega
frákl. lltil 19.
Djass í Deiglunni
Fjórar eyfírsk-
ar söngkonur
HEITIR fimmtudagar verða að
venju í Deiglunni á hverju fimmtu-
dagskvöldi í sumar, í júlí og ágúst-
mánuði, en Jazzklúbbur Akureyrar
og Túborg sem styrkir tónleikana
gerir klúbbnum kleift að veita
ókeypis aðgang.
Fjórar landsþekktar eyfirskar
söngkonur hefja sumardjassinn
þetta sumarið, þær Erla Stefáns-
dóttir, Erna Gunnarsdóttir, Helena
Eyjólfsdóttir og Inga Eydal, enþær
koma fram á tónleikum í kvöld,
fimmtudagskvöldið 2. júlí, kl. 21.
Þeim til stuðnings leikur hljómsveit
skipuð Benedikt Brynleifssyni á
trommur, Óskari Einarssyni á píanó
og Jóni Rafnssyni á bassa.
Sumardjass stallsystranna verðui’
á hlýjum og ljúfum nótum og gera
má ráð fyrir að flestir fái að heyra
einhver af sínum uppáhaldslögum á
efnisskránni.
FYRSTA bílasýning sem sögur
fara af í Grímsey var lialdin þar
nýlega. Sýndir voru Subaru For-
ester og Opel Vectra og var það
bflasala Sigurðar Valdimarsson-
ar á Akureyri, sem er umboðsað-
ili fyrir Ingvar Helgason og Bfl-
heima sem stóð fyrir sýningunni.
Hér má sjá bflana fyrir norðan
heimskautsbaug.
I
[
l
i
I
I
i
I
í
i
>
I
r
i
i
I
I
i