Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 23 NEYTENDUR Morgunblaðið/Sverrir LOG gera skilyrðislausa kröfu um merkingar umbúða hættulegra efna með varnaðarmerkingum á íslensku. Fyrirtæki geta því verið skaða- bótaskyld vegna slysa sem verða vegna rangrar notkunar efnavöru ef merkingum er ábótavant. Könnun á merkingum hættulegrar efnavöru Einungis 19% vöru- tegunda merktar samkvæmt reglugerð Nýtt Nýtt lambakjöt í Nýkaupi í DAG, fimmtudag, kemur nýtt lambakjöt í verslun Ný- kaups í Kringlunni. Kjötið er úr fyrstu sumarslátrun árs- ins. I fréttatilkynningu frá Nýkaupi kemur fram að nýtt lambakjöt sé nú um viku fyrr á markað en í fyrra og fram- boð á nýju lambakjöti nær yf- ir lengra tímabil en áður. Þró- unin hefur verið hröð og skammt er síðan það þótti fréttnæmt að lambaslátrun færi fram um miðjan ágúst. Nýkaup mun því bjóða upp á ferskt lambakjöt 6 mánuði ársins, eða frá fyrstu viku í júlí til jóla. Verð á nýju lambakjöti í Nýkaupi er það sama og á eldra kjöti. A næstu dögum er væntanlegt nýtt lambakjöt í aðrar versl- anir Nýkaups. Nýjar ís- lenskar róf- ur á markað FYRIR helgina komu í versl- anir nýjar íslenskar rófur. Að sögn Aðalsteins Guðmunds- sonar hjá Ágæti eru rófurnar frá Þorvaldi bónda í Fossvog- inum hér í Reykjavík og Aðal- steinn segist ekki vita til að nýjar rófur hafi áður verið svona snemma á ferðinni. Um er að ræða forræktaðar rófur sem þýðir að meiri vinna en ella liggur að baki ræktun- inni. Kílóverðið úr búð er að sögn Aðalsteins á bilinu 390- 420 krónur. ÞEGAR heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laga um land allt safnaði gögnum um flokkun og merkingu á 119 hreinlæt- isefnum á úðabrúsum, ræstivöru fyr- ir salerni, skóvörum og fægilegi kom í ljós að einungis 19% voru rétt merktar. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu sem gefin er út af eiturefna- sviði Hollustuverndar ríkisins. Könnun á merkingum efnavöru fór fram á vormánuðum 1997. Engar vamaðarmerkingar á skóvömm og fægilegi I skýrslunni kemur fram að engin varnaðarmerking var á íslensku á skóvörum og fægilegi og er ástandið verst þegar þeir vöruflokkar eru annars vegar. Af hreinsiefnum var merkingum í um helmingi tilfella ábótavant og 12 af 22 hreinsiefnum á úðabrúsum. Aminning og frestur til úrbóta Að sögn Áma Davíðssonar heil- brigðisfulltrúa Kjósarsvæðis hefur hvert heilbrigðiseftirlitssvæði eftirlit með smásölum og heildsölum á sínu svæði og framfylgir kröfum sem þeir gera til þessara aðila. „Almennt eru úrræði heilbrigðiseftirlitsins að setja tímasettan frest til úrbóta og ef sá frestur rennur út stöðva þá sölu á umræddri vörutegund." Árni segir æskilegast að beina eftirlitsstarfinu að heildsölum eða framleiðendum því þeir merkja vör- urnar og þá gilda sömu úrræði. Hann bendir á að ástandið hafi batnað töluvert hjá innflytjendum eftir að könnunin var gerð því þeir hafa í auknum mæli leitað ráðgjafar hjá Hollustuvemd ríkisins og hjá heilbrigðiseftirliti. Einnig bjóða fyr- irtæki þá þjónustu að aðstoða við merkingar á hættulegum efnum og hefur EFFI aðallega fengist við slíkt. Almenningur láti vita „Það er rétt að almenningur sé vel á verði og komi athugasemdum um merkingar á framfæri við heilbrigð- isfulltrúa í sínu sveitarfélagi og einnig getur fólk haft samband við verslanir, heildsala eða smásala. Best er að þekkja úr þær vörur sem þarf að merkja betur á því að þær eru gjarnan með erlendum texta og varnaðarmyndum." Árni segir að heilbrigðiseftirlitið verði vart við að nokkuð stór hópur íslendinga getur ekki lesið erlend tungumál utan á brúsum og dósum og þess vegna sénauðsynlegt að allar leiðbeiningar séu á íslensku. „Það eru dæmi um ranga notkun efna og jafnvel hafa orðið slys vegna þess að fólk gat ekki lesið leiðbein- ingarnar. Lög gera skilyrðislausa kröfu um merkingar umbúða hættu- legra efna með varnaðarmerkingum á íslensku og fyrirtæki geta því verið skaðabótaskyld vegna slysa sem verða vegna rangrar notkunar efna- vöru ef merkingum er ábótavant.“ A Uthlutun tollkvóta vegna innfluttra landbúnaðarafurða Um 100 tonn af innfluttu kjöti FYRIR skömmu rann út tilboðs- frestur í tollkvóta vegna innflutn- ings á ostum, nautakjöti, kjöti af alifuglum og unnum kjötvörum sem leyft verður að flytja til lands- ins á lægri gjöldum á síðari helm- ingi þessa árs. Að sögn Olafs Friðrikssonar deildarstjóra hjá landbúnaðarráðu- neytinu kom ekki til útboðs á toll- kvóta vegna innflutnings á svína- kjöti, hreindýrakjöti og strútakjöti þar sem umsóknir voru minni en það magn sem í boði var. „Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum en til- boðum var tekið frá átta fyrirtækj- um um innflutning á 49.300 kílóum. Þau fyrirtæki eru Dreifing ehf með 3.000 kíló, Hagkaup með 12.800 kíló, Lyst ehf með 8.000 kíló, Östa- og smjörsalan sf með 16.270 kíló, Osthúsið með 2.500 kíló, Ómar Haffjörd með 480 kíló, Pönnu pizz- ur með 250 kíló og Sólstjai-nan ehf með 6.000 kíló. Þrjú tilboð bárust um innflutn- ing á nautakjöti, samtals 35.000 kg og voru það fyrirtækin Dreifing ehf með 30.000 kíló, Kjötumboðið hf með 4.000 kíló og Veitingahúsið Perlan með 1.000 kíló Hvað snertir alifuglakjöt voru fimm tilboð sem bárust. Tekið var á tilboðum fjögurra fyrirtækja á 24.900 kflóum. Dreifing er með 6.500 kíló, Kjötumboðið með 500 kíló, Nóatún með 16.600 kíló og Veitingahúsið Perlan með 1.300 kíló.“ Að lokum segir Ólafur að sex til- boð hafi borist um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Tilboðum var tekið frá þremur fyr- irtækjum: Dreifing með 15.000 kíló, Nóatún með 10.200 kíló og Sólstjarnan ehf með 11.000 kíló. Nýkaup Verðið hefur ekki hækkað í KJÖLFAR þráláts orðróms um að verð hafi hækkað í verslunum Nýkaups vill Finnur Árnason framkvæmdastjóri koma eftirfar- andi á framfæri: „Frá því að hverfaverslanir Hagkaups fengu nafnið Nýkaup hafa verið gerðar 423 verðbreytingar. Þar af hafa 74 vöruliðir hækkað í verði en 349 vörutegundir lækkað i verði. Verð- vísitala Nýkaups hefur lækkað lítil- lega frá þessum tíma eða úr 100,04 í 99,96 stig. Þessi niðurstaða er fengin með því að verð er borið saman á öllum vörum. Samtals var grunnurinn 16.332 vörur og verð þann 3. júní þegar verslanir báru nafn Hag- kaups borið saman við verð 27. júní í verslunum Nýkaups. Við höfum haldið því fram að verð í verslunum Nýkaups sé óbreytt, þ.e. hafi ekki hækkað. Hagkaupsverslanirnar eru sjálfsafgreiðslubúðir og að því leyti eru þær mjög ólíkar Nýkaupi þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu við viðskiptavininn og ferskleika hvort sem um er að ræða fisk- eða kjötvörur, grænmeti eða ávexti." ífram Htjélk Margir þekkja lífræna ab-mjólk sem hefur verið á markaði um nokkurt skeið við miklar vinsældir. Með framieiðslu lífrænnar drykkjarmjólkur á íslandi er stigið enn frekari skref á þessari braut. Áherslur lífrænnar framleiðslu: 1. Að viöhalda náttúrulegu jafnvægi í umhverflnu 2. Að auka frelsl og eðllslæga hegöun dýra 3. Afurðlr komist til neytenda í eins fersku og upprunalegu ástandi og kostur er. Hrlstist fyrir notkun Lífræn mjólk er ekki fitusprengd. Rjóminn flýtur því upp og myndar rjómalag ofan á mjólkinni. Hristu hana vel áður en hún er notuð, þá dreifist rjóminn aftur um mjólkina. Samkvæmt kröfum heilbrigðisyfirvalda er lífræn mjólk gerilsneydd eins og önnur mjólk. Takmarkað magn - dýrarl framleiðsla Magn þeirrar lífrænu mjólkur sem við getum boðið er takmarkað enn sem komið er. Lífræn framleiðsla er tímafrekari og fyrirhafnarmeiri en önnur mjólkurvöruframleiðsla. Af því leiðir einnig að hún er dýrari sem kemur fram í hærra verði. Þess er þó gætt að halda auknum kostnaði í algjöru lágmarki en áhersla er lögð á að verðmunurinn skili sér sem mest lil bóndans og verði á þann hátt hvatning til aukinnar lífrænnar framleiðslu. Fyrir þá sem aðhyllast lífræn markmið er lífræn § £ drykkjar mjólk nú loks komin á markað. Hún kemur • frá bænum Neðra-Hálsi í Kjós og er unnin til dreifingar hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík samkvæmt reglum um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Framleiðslan er vottuð af vottunarstofunni Túni ehf. \ - A ! 1 www.simaskra.is SÍMASKRÁIN gefin út daglega! S|M|NN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.