Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 30

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ UMHVERFISMÁL í BANDARÍKJUNUM í Bandaríkjunum líta margir á byggingu vatnsorkuvera sem umhverfísslys Barist fyrir laxinn og gegn virkj- unum Porri íslendinga telur að framleiðsla á raf- Morgunblaðið/Egill BONNEVILLEVIRKJUNIN er ein 29 vatnsaflsvirkjana í Columbiaá og þverám hennar. Hún framleiðir í dag 1.000 MW. Um 8% af allri raforku sem notuð er í Bandaríkjunum kemur frá vatnsorkuverum, en þetta hlut- fall er um 75% í norðvesturfylkjunum. orku með vatnsafli sé tiltölulega umhverf- isvæn borið saman við aðra raforkufram- --------3»------------1------------------ leiðslu. I Bandaríkjunum er mikil andstaða við vatnsorkuver vegna þess hve neikvæð áhrif þau eru talin hafa á viðgang laxa- stofna. Andstaðan er það mikil að nú hafa verið settar fram tillögur um að fjarlægja fjögur orkuver úr Snakeánni sem rennur í Columbiaána á vesturströnd Bandaríkj- anna. Egill Olafsson kynnti sér umræður um vatnsorkuver 1 Bandaríkjunum. Columbia Washingtoi Bonneville IANDARÍKIN n Francisko' Kaliforr KANADA Los Angeles Kyrrahaf MIKIL skipaumferð er um Columbiaána og stórborgir eins og Portland eru á bökkum hennar. EGAR fyrstu hvítu menn- irnir námu land í norðvest- urhluta Bandaríkjanna í upphafí 19. aldar lýstu þeir Columbiaánni þannig að hún væri svört af laxi. En Evrópumenn hittu fyrir fleira en auðuga og fagra lax- veiðiá. Við ána var merkilegt samfé- lag indíána, sem í margar aldir höfðu veitt fisk úr henni. Raunar var indíánasamfélagið við Columbiaána það fjölmennasta í öllum Bandaríkj- unum. Þetta breyttist skjótt eftir að Evrópumenn komu að ánni því að þeir báru með sér sjúkdóma sem indíánar voru varnarlausir fyrir. Talið er að 90% af indíánum hafi dá- ið úr „evrópskum" sjúkdómum á fyrstu áratugum veru hvítra manna í norðvestanverðum Bandaríkjun- um. Fyrir þá sem hafa alla sína þekk- ingu á menningu indíána úr amer- ískum bíómyndum kann það að hljóma einkennilega að heyra að lax- veiðar hafi verið mikilvægur þáttur í afkomu og menningu indíána. Þetta er þó eigi að síður staðreynd. Indíánar á þessu svæði veiddu laxa með spjótum og lax var þeirra meg- infæða. Þeir bjuggu í stórum timb- urhúsum, en ekki tjöldum. Það kann einnig að koma mörgum á óvart að heyra að margir indíánar áttu þræla. Laxastofnamir að hrynja Þetta samfélag indíána varð á skömmum tíma fyrir alvarlegum áfóllum við komu hvítu mannanna. Það voru ekki eingöngu sjúkdómar sem fóru illa með indíánana. Evr- ópumenn sáu strax að hægt var að hagnast vel á laxveiðum úr Columbi- aánni og hófu fljótlega umfangs- miklar laxveiðar þar. Þeim datt að sjálfsögðu ekki í hug að nota spjót eða aðrar frumstæðar aðferðir við veiðarnar. Þeir notuðu net og þver- girtu gjama ána eða þverár hennar og hreinlega mokuðu fiskinum upp. Þessar veiðiaðferðir höfðu fljótlega áhrif á stærð laxastofnanna þar sem þær komu í veg fyrir að fiskurinn næði að hrygna í ánum. Árið 1888 var bandaríska þinginu gert viðvart um að veiðiaðferðirnar væru farnar að hafa alvarleg áhrif á viðgang laxastofnanna. Arið 1850 gerði Bandaríkjastjórn samning við indíána sem tryggði þeim rétt til veiða úr Columbiaánni. Landinu við ána hafði hins vegar verið úthlutað til hvítu landnem- anna. Þó þessi samningur hafi á sín- um tíma ekki að öllu leyti verið mjög hagstæður indíánum hafa þeir getað notað hann í gegnum árin til að verja stöðu sína. Það gefur augaleið að til þess að indíánar gætu nýtt rétt sinn til laxveiða úr ánni þurftu þeir að geta gengið með henni. Þetta leiddi til margvíslegs ágreinings milli indíána og hvítra manna. I meira en heila öld hefur verið höfð- aður fjöldi dómsmála til að skera úr þessum ágreiningi og niðurstaða þeirra allra hefur orðið sú að á land- eigendum hvíli sú kvöð að tryggja að indíánar geti nýtt sér rétt sinn til laxveiða úr ánni. Dómsmál hafa einnig verið höfðuð til að skera úr um hve mikinn rétt hvítir menn eigi til veiða úr Col- umbiaánni. Deilur um þetta atriði urðu á endanum til þess að samning- ur náðist árið 1980 um skiptingu veiðanna. En þessar deilur allar skipta í sjálfu sér litlu máli ef svo fer sem hoi-fir að laxi í ánni verði út- rýmt. Talið er að á fyrri hluta 19. aldar hafi árleg veiði úr Columbiaánni verið 11-16 milljónir fiska, en nú er árleg veiði um 600 þúsund fiskar. Staðan er raunar enn verri en þess- ar tölur gefa til kynna vegna þess að stór hluti af núverandi veiði er úr fiskistofnum sem hafa verið ræktað- ir í ánum, þ.e. stofnar sem hafa verið t.d. fluttir úr ám sem renna í Atl- antshafið í ár sem renna í Kyrrahaf. Aðeins um 20% af því sem nú veiðist í Columbiaánni er úr upprunalegum stofnum. Geoff Pampush, fram- kvæmdastjóri Oregon Trout, sem eru óháð umhverfissamtök sem berjast fyrir vemdun og eflingu laxastofna á vesturströnd Banda- ríkjanna, segir að talið sé að núver- andi stærð laxastofnanna í Columbi- aánni og þverám hennar sé um 2% af stærð stofnanna eins og þeir voru áður en Evrópumenn komu að ánni. Þrátt fyrir hrun laxastofnanna starfa enn um 25 þúsund manns við veiðar og fiskvinnslu í Columbiaá og þverám hennar. Fyrir marga er þetta einungis hlutastarf. Nýir fiski- stofnar, sem sumir hafa vaxið gífur- lega á seinni árum, hafa að hluta til komið í staðinn íyrir upprunalega laxastofna. Rick Taylor frá Col- umbia River Intertribal Fish Commission segir að ljóst sé að veiðar hafi á sínum tíma haft mikil áhrif á stærð laxastofnanna, en í dag skipti aðrir þættir meira máli. Stöðvun veiða myndi ein og sér hafa lítil áhrif á viðgang stofnanna. Hann viðurkennir þó að betri stjórn á veiðunum sé nauðsynlegur þáttur í viðreisn laxastofnanna. Raforkuver reist í Columbiaánni í upphafi 20. aldar vaknaði áhugi á að nýta hið mikla vatnsmagn í Col- umbiaánni til að framleiða raforku. Þá þegar hafði ofveiði, mengun, opn- ir áveituskurðir, stíflur sem byggðar voru án afskipta stjórnvalda og skemmdir sem unnar höfðu verið á hrygningarsvæðum laxins höggvið stór skörð í laxastofnana í ánum. í kosningabaráttunni 1932 lofaði Franklin D. Roosevelt að virkjun Columbiaárinnar yrði fyrsta stór- verkefni á sviði raforkumála kæmist hann til valda. Framkvæmdir við byggingu virkjunarinnar, sem köll- uð var Bonnevillestíflan, hófust árið eftir. Framkvæmdirnar voru mikil- vægur þáttur í viðreisn bandarísks efnahags, sem var á brauðfótum í miðri kreppunni. Um 3.000 manns unnu að byggingu virkjunarinnar. Framkvæmdum við fyrra stöðvar- húsið lauk árið 1938, en það fram- leiddi tæplega 500 MW. Gagn- rýnendur framkvæmdanna bentu á að margir áratugir myndu líða þang- að til þörf yrði fýrir alla þessa orku. Þessar gagnrýnisraddir þögnuðu fljótt þegar seinr.i heimsstyrjöldin braust út, en þá var á örskömmum tíma byggður upp öflugur her- gagnaiðnaður á vesturströnd Bandaríkjanna sem þurfti á gífur- legri raforku að halda. Orkunotkunin jókst hröðum skrefum eftir stríðið og stöðugt fleiri raforkuver voru reist í Col- umbiaánni og þverám hennar. Nú eru samtals 29 stíflur í ánum. Seinna stöðvarhúsið við Bonneville var tek- ið í notkun 1981 og nú framleiðir Bonnevilleraforkuverið um 1.000 MW og fullnægir raforkuþörf um 500 þúsund heimila. Nú koma um 60% raforkunnar sem notuð er á svæði sem nær til Oregon, Was- hington, Idaho, hluta Montana og Kaliforníu frá Bonneville. Um 75% orkunnar sem þetta svæði notar kemur frá vatnsorkuverum. Vandi að koma laxinum niður árnar Þegar gerðar voru áætlanir um byggingu stórra raforkumannvirkja í Columbiaá gerðu menn sér grein fyr- ir að þau myndu hafa áhrif á vöxt og viðgang laxastofnanna. Andstaðan við virkjanimar var þó ekki það mikil að hún kæmi í veg fyrir að farið væri út í framkvæmdir. Menn töldu enn- fremur að hægt væri að leysa vanda- mál tengd fiskigengd í ánum með byggingu laxastiga. Við hönnun Bonnevillestíflunnar var gert ráð fyr- ir byggingu laxastiga og síðan hafa þeir verið endurbættir. Bill Maslen, líffræðingur sem starfar hjá Bonn- evilleorkuverinu, segir að vandinn sé ekki að koma laxinum upp árnar. Það sé í eðli hans að synda á móti straumnum upp flúðir og fossa. Vandinn sé að koma laxinum niður ámar aftur að lokinni hrygningu. Hluti fisksins fari í túrbínumar og skaðist þar. Tölur sýni að 6-10% þess fisks sem fer í gegnum túrbínumar í Bonnevillestíflunni drepast. Hann segir að eitt af því sem orkuverið hafi gert til að draga úr tjóni á fisknum sé að hanna ný vatnshjól sem fari betur með fiskinn. Geoff Pampush, framkvæmda- stjóri Oregon Trout, segir að hlutfall þess fisks sem drepst við að reyna að komast niður íýrir stíflurnar sé miklu hærra. Dæmi séu um að allt að 80% fisksins drepist við sumar stíflumar. Hann viðurkennir þó að þetta hlutfall sé miklu lægra við Bonnevillestífluna, en þar hafi líka verið lagt í miklar framkvæmdir við að byggja upp leiðir íýrir laxinn svo að hann komist óskaddaður upp og niður ána. Bonnevilleorkuverið hefur lagt í gífurlegan kostnað við að gera fiski- stofnum í ánni fært að synda fram- hjá stíflunni. Byggt hefur verið upp umfangsmikið hjáveitukerfi sem er ætlað að leiða fiskinn að vatnsleiðsl- um sem liggja framhjá stöðvarhús- unum. Maslen segir að þetta kerfi hafi skilað nokkuð góðum árangri í Bonneville. Lax á lista yfir dýr í útrýmingarhættu Ein leið sem farin hefur verið við að koma fiskinum niður árnar er að safna fiski sem gengur upp í Sna- keána, sem er ein stærsta þverá Columbiaárinnar, og flytja hann í stórum tankskipum niður fyrir allar stíflurnar. Þetta hljómar kannski dálítið kúnstugt, en þetta er aðferð sem notuð hefur verið í fjölda ára til að reyna að halda lífinu í laxastofn- inum í Snakeánni. Það sýnir kannski betur en margt annað hvaða breyt- ingar hafa orðið á ánum af manna- völdum, að skip eiga auðveldara með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.