Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 33

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 33 LISTIR Norræn samræða BÆKIJR Sagnaritun AVSANDARE NORDEN Den nya prosan. Ritstjórar Anneli Jordahl og Marianne Steinsaphir. Útg. En bok för alla. 352 bls. HAFI menn haft áhuga á því að kynna sér það sem er að gerast í bókmenntum Norðurlanda þá hefur það ekki verið auðvelt, hér á landi hefur nefnilega vantað bók eins og þá sem hér skal vakin athygli á með von um að einhver taki sér framtakið til fyrirmyndar hér á landi. Avsánd- are Norden er sýnisbók norrænnar sagnaritunar síðustu tveggja ára- tuga eða svo. Kynntir eru fimm til sex rithöfundar frá hverju Norður- landanna og birt sýnishorn úr verk- um þeirra. Auk þess skrifa gagn- rýnendur og fræðimenn á sviði bók- mennta frá hverju landi um strauma og stefnur í sagnaritun landanna. Svo farið sé fljótt yfir sögu þá skrifar Erik Skyum-Nielsen um danskar bókmenntir í kafla sem hann kallar Frán levnadshistoria til existensmoment. Pia Ingström fjall- ar um fmnsksænskan og flnnskan prósa í köflum sem heita Trángt sprák i Mumindalen. Finlandssvensk prosa og Ur krigets och könets skugga? Finsk prosa. Um færeyska sagnaritun fjallar Kirsten Brix í kaflanum Den politiska prosans sista utpost? Um íslenska söguritun fjall- ar Dagný Kristjánsdóttir í kaflanum Bestallda kárleksbrev till en anonym mottagare. Linn Ullmann fjallar um norskan prósa í kaflanum Den mörka novellens genombrott og rit- stjórar bókarinnai-, Anneli Jordahl og Marianne Steinsaphir, skrifa um sænskan prósa í kafla sem þær nefna Vindflöjlar i ett förfallet folk- hem. Auðvitað eru ýmis sameiginleg einkenni á sagnaritun þessara þjóða, ef marka má bók þessa, en erfitt er að segja til um hvort þau séu sérnor- ræn. Það er kannski lítið hægt að dæma um einkenni af þeim stuttu sýnishomum sem hér eru birt enda eru þau frekar til þess ætluð að vekja áhuga og ekki síður ánægju lesandans. En í yfirlitsköflunum eru augljóslega nokkur þemu algengari en önnur, sérstaklega má nefna lík- amann og niðurbrot hans og sömu- leiðis virðist kynumræðan í hávegum í norrænum prósa. Fyrrnefnda þem- að hefur vart numið land hér en kynjasögur, ef svo mætti kalla, hafa blómstrað. Eins og áðui- sagði þótti ráð að vekja athygli á þessu framtaki Svi- anna með þá von í brjósti að einhver myndi taka sér það til fyrirmyndar hér á landi. Auk þess sem slík bók hefur mikið upplýsingagildi þá veitir okkur ekki af að efna til svolítillar samræðu við norrænar, sem og reyndar erlendar samtímabók- menntir yfirleitt. Þröstur Helgason Högg- myndir og skúlptúrar á Hólum „HALLDÓR forni af Eyrar- bakka“ sýnir höggmyndir og skúlptúra að Hólum í Hjaltadal í Skagafirði frá 3. júlí til 31. ágúst. „Forni“ nam í Frakklandi frá 1989-1994 í Ecole Des Beaux Arts de Tours í Loire, auk sex mánaða veru í klaustri á Italíu, þar sem hann vann að stein- og marmarahöggmyndum. „HALLDÓR forni af Eyrar- bakka“ með eitt verkanna, sem hann sýnir að Hólum í Hjaltadal. Morgunblaðið/Arnaldur HILDE Teuchies, fundar nú með stjórnendum Reykjavíkur-menningarborgar. Raddir Evrópu und- ir íslenskri stjórn REYKJAVIK er ein níu meimingar- borga Evrópu ársins 2000 og stend- ur undirbúningur að margvíslegum verkefnum þar að lútandi nú sem hæst. Framkvæmdastjóri samtaka menningarborga fyi’ir árið 2000 er Hilde Teuchies frá Belgíu. Hún er stödd hér á landi í fyrsta skipti til að fúnda með stjórnendum Reykjavík- ur-menningarborgar Evrópu árið 2000, en fundir eru haldnir í borg- unum níu til skiptis. Aðalverkefni Reykjavfkur í samstarfi menningar- borganna felst í stofnun ijöiþjóðlegs kórs ungs fólks undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur, en kórinn mun m.a. æfa á Islandi og halda tónleika á aldamótaárinu í menningarborg- unum m'u. Yfírskrift þess verkefnis er „Raddir Evrópu". Þorgerður er nú á ferðalagi um Evrópu til að vinna að frekari undirbúningi og mun eiga fundi með stjórnendum í öllum borgunum m'u. „Sérhvert land, sem tekur þátt í söngverkefn- inu leggur til hluta efnisskrárinn- ar,“ segir Hilde. „Það geta verið samtúnaverk, þjóðlög eða annað, allt eftir þvf á hvaða sviði tónlistar- hefðin liggur í liverju Iandi.“ Evr- ópusambandið hefur veitt styrk til undirbiinings verkefnisins. Á meðai annarra samstarfsverk- efna sem Reykjavík tekur þátt í er þróunarverkefni á sviði samskipta- tækni listasafna í Evrópu. „Þetta er rannsóknarverkefni sem miðast að því að gera listasöfnum kleift að sýna þau verk sem öllu jafna er ekki unnt að flytja milli safna.“ Kjarvals- staðir eiga hlutdeild að þessu verk- efni og hefur Eiríkur Þorláksson foi-stöðumaður safnsins átt fundi með öðrum þátttakendum verkefms- ins. Sú nýlunda, að deila titlinum menningarborg Evrópu niður á níu borgir eins og gert er að þessu sinni lýtur annars vegar að þeim tímamótum sem framundan eru á aldamótaári og hins vegar að nýj- um samvinnuvettvangi Evrópu- borga. „Þegar upp kemur hugmynd að verkefnum miili borganna þarf að kanna áhuga, fjárhagsgetu og tímasetningar til að skapa sam- starfsgrundvöll, en mitt starf felst einnig í því að vera tengiliður milli borganna níu og Evrópusambands- ins og vera leiðbeinandi við fjárum- sóknir úr Evrópusjóðum," segir Hilde. Samstarfsverkefni Evrópu- borganna er einungis einn liður i' stærra samhengi því hver borganna vinnur einnig að sérstökum verk- efnum og viðburðum. Um 200 inn- lendar hugmyndir hafa þegar borist skrifstofu Reykjavíkur- menningarborgar, en síðasti skila- dagur er 1. júh'. Þulur og ókindarkvæði Rökkurkórinn í Skaga- firði á faraldsfæti Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson FRÁ tónleikum Rökkurkórsins að Brúarási á Norðurhéraði. Vaðbrekku, Jökuldal. RÖKKURKÓRINN í Skagafírði var á dögunum í söngferðalagi í Þingeyjarsýslu og á Austurlandi. Kórinn hélt fimm tónleika í ferðalaginu, fyrstu tónleikarnir voru átjánda júní að Ydölum í Aðaldal. Daginn eftir hélt kórinn tvenna tónleika, fyrst að Brúar- ási á Norðurhéraði og um kvöld- ið í Stöðvarfjarðarkirkju. Síð- ustu tónleikarnir voru þann tuttugasta í Egilsbúð á Norðfirði og í Egilsstaðakirkju. Lögin á efnisskránni tengdust flest Skagafirði með því að ann- aðhvort lag eða texti voru skag- firsk. Einsöngvarar og tvísöngv- arar með kórnum voru Kristján Ketill Stefánsson, Ragnar Magn- ússon, Hallfríður Hafsteinsdóttir og Einar Valur Valgeirsson. Að sögn Þóreyjar Helgadóttur formanns kórsins fer kórinn í allt að 4 söngferðalög á ári og heldur milli tíu og tuttugu tón- leika á ári, starfandi kórfélagar eru milli fimmtíu og sextíu. Stjórnandi kórsins er Sveinn Árnason og undirleikari Páll Szabó. TÓIVLIST Hljðmdiskar RADDIR Safnað af vörum íslendinga á árun- um 1903-1973. Ómennskukvæði, ókindarkvæði, Grýlukvæði, rímur, sagnadansar drykkjuvísur, þulur, barnagælur og önnur íslensk þjóðlög. Andri Snær Magnason og Rósa Þor- steinsdóttir sáu um útgáfuna og völdu efni. Tekið upp af RÚV, Stefáni Einarssyni, Jóni Pálssyni, Jóni Sam- sonarsyni, Helgu Jóhannsdóttur, Svend Nielsen og Hallfreði Erni Ei- ríkssyni á árunum 1903-1973. Hljóð- vinnsla: Sigurður Rúnar Jónsson í Stúdíó Stemmu. Höfundarréttur: Höfundar, Stofnun Árna Magnússon- ar á íslandi, RÚV og Þjóðminjasafn Islands. Smekkleysa. s m k 7. NÚ varð mér hér um bil öllum lokið! Hljómdiskur, í vönduðum og gullfallegum umbúðum, sem heitir raddir eða á alþjóðamáli voices. Af því ég byrjaði nú að spila hljómdiskinn án þess að rýna frekar í bækling varð mér fyrst á að hlæja svolítið með sjálf- um mér, síðan fylltist ég e.k. lotn- ingu og loks varð ég stórhrifinn! Mér varð reyndar hugsað til æsku minnar, en einhver fyrsta minn- ing mín er sálmasöngurinn í gömlu sveitakirkjunni þar sem hver gólaði með sínu nefi - og hundarnir undir kirkjuveggnum líka. Þetta er með öðrum orðum íslensk músík, íslenskur kveð- skapur gegnum tíðina: alls konar kvæði, rímur, dansar, þulur, barnakvæði og önnur þjóðlög (ef lög skyldi kalla - kannski „lag- hnoðrar“), allt flutt af kunnáttu- fólki á ýmsum tímum og valið af gömlum böndum ^sem nú eru geymd á Stofnun Arna Magnús- sonar og verðskuldar svo sannar- lega ítarlega umfjöllun í fallegri útgáfu, sem gaman er að eiga og ekki síður að senda völdum vini í útlöndum, þar sem sauðirnir voru étnir, og gera hann bæði glaðan og alveg bet! Svona diskur hlýtur að öðlast alveg sérstakan sess í hljómplötusafninu, líkt og gamall og þjóðlegur litteratúr í bókasafn- inu. Flutningurinn er yfirleitt ekta (eða það finnst manni a.m.k.) og tilgerðarlaus - og stundum einstaklega indæll og sjarmer- andi, ekki síst hjá konunum. Annars er ekki auðvelt að dæma diskinn eftir venjulegum tónlistarformúlum, og ætlast varla nokkur maður til þess, enda er ekki einusinni gerlegt að skrifa slíka tónlist niður (þess vegna er tilurð þeirra á böndum og vax- hólkum svo mikilvæg) - eða jafn- vel að skilgreina hana sem slíka. Það er nefnilega spurning hvort þetta sé tónlist eða bara hund- gömul og góð aðferð við að flytja rímur og þulur og gælur og ókind- arkvæði og hvað þetta heitir nú allt. A.m.k. er flutningurinn oftast svo samofinn textanum að varla er gerlegt að skilja þar í sundur og tala um söng, hvað þá lag. Við heyrum hér „dæmi um flutning kveðskapar á mjög þröngu tónrænu sviði, flutt af óspjölluðum náttúruröddum sem gefa okkur enduróm af ævaforn- um sönghætti," svo vitnað sé í Smára Olason í bæklingi, og enn- fremur segir þar: „Það er aðdáun- arvert að heyi’a hvernig lögin eru sveigð að bragarháttum skáld- skaparins. Efni og lag eru samof- in í eina heild þannig að oft er ekki hægt að hugsa sér annað lag við ljóðið eða annað ljóð við lagið ... Það sem þó skiptir mestu máli er að hlusta sig inn í það umhverfi sem sungið er í. Það er ekki alltaf auðvelt og getur tekið tíma að stilla eyrun inn á rétta bylgju- lengd. Þegar það tekst upplifum við þennan kveðskap og þessi lög sem hverja perluna á fætur annarri og sem hluta af þeim jarð- vegi sem við erum sprottin úr.“ Undir þetta má taka heilshugar, nema hvað erfitt er, sem fyrr seg- ir, að tala um „ljóð“ og „lag“. Þetta er kveðskapur og kveðandi og söngl, sem lýtur eigin óskráðu lögmálum, þótt um það megi fjalla á prenti af lærðum mönnum. Og notast jafnvel við orð sem passa ekki alls kostar, enda vantar hin réttu orð og ekki hlaupið að því að finna þau upp. En það er gaman að þessu. Þessi vandaða (mjög ítarlegur og upplýsandi bæklingur) og fal- lega útgáfa er mikil gersemi. Enn einu sinni slær Smekkleysa öðr- um útgáfum við með merkilegu framtaki þar sem ekkert er til sparað að gera hlutinn alveg ein- staklega smekklegan! Oddur Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.