Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 34
84 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LEIKSÝNINGIN Ormstunga-ástarsaga verður flutt á leiklistarhátíð- inni í Tammerfors í ágúst. Benedikt Erlingsson og Halldóra Geir- harðsdóttir eru leikararnir í sýningunni. Tvöföld leiklistar- hátíð í Tammerfors Stálin stinn Nýjar bækur • ELLIÐAÁRDAL UR, land og saga er skrifuð af þeim Arna Hjartarsyni jarðfræðingi, Helga M. Sigurðssyni sagnfræðingi sem jafnframt sá um ritstjórn og Reyni Vilhjálmssyni landslags- arkitekt. Ríflega 200 gamlar og nýjar ljósmyndir, teikningar og kort fjalla um flest svið í náttúru og sögu Elliðaárdals sem nýtur borg- arverndar vegna náttúrufars og útivistarmöguleika. Einnig eru í dalnum sögustaðir og friðlýstar minjar. í kynningu segir m.a.: „A 19. öld fóru Reykvíkingar gjarnan í lystireisur um Elliðaárdal en þeg- ar bílaöld gekk í garð var stefnan jafnan tekin á fjarlægari staði. Um áratugaskeið sáu flestir El- liðaárdal aðeins í svipleiftri á leið sinni yfír Elliðaárbiýrnar. Petta skeið er nú liðið undir lok því nú kemur fjöldi manna í dalinn dag hvern í margvíslegum tilgangi og nýtur þar lífsins í fjölbreytilegri náttúru." Utgefandi er Mál og mynd. Bókin sem er 166 bls. að stærð og kostar kr. 3.900. ------------------ Sýningum lýkur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar SÝNINGU Arnars Þorsteinssonar á þrívíddarverkum úr _ málmi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar lýkur sunnudaginn 5. júlí. Listasafnið er opið daglega milli kl. 14 og 17 og er kaffístofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn ASÍ UM næstu helgi lýkur sýningunni „Tilraun með tilgerðarleysi" í Lista- safni ASÍ. Sýningin er framlag Fé- lags íslenskra myndlistarmanna til Listahátíðar í Reykjavík 1998. Sýningin er opin frá kl. 14-18 og lýkur á sunnudag. Listasetrið Kirkjuhvoli Sýningu Bjama Þórs Bjamason- ar í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akra- nesi lýkur á sunnudag. Bjarni sýnir 10 olíuverk og 30 vatnslitamyndir. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18. Alþjóðlega leiklistarhátíðin í Tammerfors verður haldin í 30. skipti dagana 11.-16. ágúst. Há- tíðin hefur unnið sér sess sem ein helsta leiklistarhátíðin á Norðurlöndum og dagskráin er samsett af leiksýningum frá ýmsum löndum ásamt því helsta sem verið hefur á fjölunum í finnsku leikhúsi undanfarið leikár. Hátiðin verður sérstak- lega umfangsmikil að þessu sinni þar sem í ár fellur í hlut Finna að hafa veg og vanda af Norrænu leiklistardögunum og verða þeir haldnir samtímis Leiklistarhátíðinni í Tammer- fors. Hátíðin Norrænir leiklistar- dagar er haldin á tveggja ára fresti og skiptast Norðurlöndin á um að halda hátiðina. Þangað er stefnt leikhúsfólki frá öllum Norðurlöndum og áhersla er lögð á að frá hveiju Norður- landanna komi a.m.k. ein leik- sýning. Norrænu leikskálda- verðlaunin verða afhent við setningu Norrænu leiklistardag- anna og hefur sænska leikskáld- ið Lars Norén verið útnefndur í ár fyrir leikrit sitt Kliniken. Leiksýningin Ormstunga - Astarsaga er framlag Islands til hátíðarinnar en af öðrum sýn- ingum má nefna sænsku sýning- una Irinas nyja liv sem sýnd var nýverið á Listahátíð í Reykja- vík. Þá verður á dagskránni rómuð sýning á Hamlet frá Lit- háen í leikstjórn Eimuntas Nekroshius, frá Argentínu kem- ur sýning á Hamletmaskínunni eftir Heiner Muiler, Norska Ieikhúsið flytur Fuglana, róm- aða sýningu eftir sögu Tarje Vesaas. Frá San Francisco kem- ur þekktur spunaleikhópur, True Fiction Magazine. Meðal fínnsku sýninganna sem boðið verður uppá eru einleikurinn Lér konungur sem leikin er af leikkonunni Nina Sallinen í leik- stjórn Katja Krohn. KOM leik- húsið sýnir umtalaða Ieikgerð á Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí. Alls verða leiknar, dansaðar og sungnar á þriðja tug sýninga í Tammerfors þá sex daga sem leiklistarhátiðin stendur yfir 11.-16 ágúst næst- komandi. MYNDLIST Mokka, Skólavörðustíg BLÖNDUÐ TÆKNI JÓN GUNNAR ÁRNASON Sumarsýning. Opið mánudaga til laugardaga frá kl. 10 til 23.30. Opið sunnudaga frá kl. 14 til 12.30 í ÁR eru liðin 40 ár frá því Mokka var opnað og leiddi Reykvíkinga í allan sannleikann um ágæti ítalskrar uppáhellingar. Einn af þeim sem frá öndverðu gerðu kaffihúsið að öðru heimili sínu var Jón Gunnar Árnason vélsmiður og myndhöggvari. Reyndar tók hann virkan þátt í útlitshönnun Mokka með því að smíða innréttingamar, en þær eru nærfellt eins og þær vom þegar staðurinn var opnaður. Þá hannaði Jón Gunnar og smíðaði fatahengi það sem gestir nota enn til að létta af sér yfirhöfnum. Að endingu bjó hann til öskubakkana, sem voru einstæð málmsmíð og engum öðram bökkum líkir. Því er ekkert eðlilegra en kaffi- húsið skarti sýningu svo ágæts listamanns á 40 ára afmæli sínu svo mjög sem vegir hans og þess lágu saman. Árið 1965 vora SÚM-sam- tökin til dæmis vígð á Mokka, en Jón Gunnar var einn af stofnendum þeima. Var fyrstu sýningu samtak- anna skipt milli Ásmundarsalar og kaffihússins þar sem Dieter Roth sat og hannaði hina nýstárlegu sýn- ingarskrá með sinni alkunnu til- finningu fyrir umbroti. Sýningin á Mokka er sett saman af Gylfa Gíslasyni myndlistarmanni - sem sjálfur var meðlimur SÚM - og lýsir með einkar látlausum hætti hvað það var sem einkenndi Jón Gunnar og listbyltingu 7. áratugar- ins. Að vísu skortir tilfinnanlega einhverja málamyndaritsmið með sýningunni, einkum til að kynna Jón Gunnar og ^ starfshætti hans fyrir ungum Islendingum. Sú árátta að búa til sýningar fyrir „sig og sína“ án þess að leiða hugann að því sem jafnan er kallað upplýsing - nokkuð sem umbreytti heims- myndinni þegar á 18. öld og hefur JÓN Gunnar um miðjan 7. ára- tuginn bak við hreyfiverk sitt Svo er margt sinnið sem skinnið. síðan þótt ómissandi þáttur í öllu athafna- og menningarlífí vest- rænna manna - gerir flesta lista- menn að vonlausum sýningarstjór- um. Fyrir þá sem eru innvígðir og hafa ómældan aðgang að upplýs- ingaveitum íslenskrar listasögu verður sýningin á Mokka hins veg- ar yndisleg upprifjun á einum helsta fulltrúa umbyltingarkynslóð- arinnar, sem horfði reið um öxl um leið og hún kippti íslenskri list úr fílabeinsturninum niður á bílskúrs- planið svo allir, jafnvel smurnings- skitnustu smjörtöffarar, mættu eiga hlutdeild í líkingamáli hennar. Halldór Björn Runólfsson --------♦-♦-♦------- ■ YFIRSKRIFT Gautaborgar- messunnar, bóka- og bókasafns- messu, sem haldin verður í Gauta- borg dagana 22.-25. október næst- komandi verður Börn & unglingar og menningararfurinn. Fjöldi erinda verður fluttur auk umræðufunda, en rithöfundarnir Árni Bergmann og Matthías Johannessen taka þátt í einum þeirra og einnig verður fjallað um bækur þeiiTa Hallgríms Helga- sonar, 101 Reykjavík, og Ólafs Gunnarssonar, Ti'öllkirkjuna. Þetta er í fjórtanda skiptið sem Gauta- borgarmessan er haldin. Holdið er veikt KVIKMYNDIR Háskðlabfó KVIKT HOLD („CARNE TRÉMULA") iHck Leikstjóri Pedro Almodóvar. Handrit Almodóvar o.fl., eftir sögu Ruth Rendell. Tónlist Al- berto Iglesias. Kvikmyndatöku- stjóri Affonso Beato. Aðalleikend- ur Javier Bardem, Francesca Nera, Liberto Rabal, Ángela Mol- ina, José Sancho. 101 mín. Spænsk. Warner Espanola/CiBy 2000 1997. ALMODÓVAR, sögumaðurinn góði, virðist vera á réttri leið að ná sínu fyrra formi eftir örfá feil- spor. Kvikt hold er að vísu dálítið graggug hvað boðskapinn og skil- greiningu snertir, en makalaus, gráglettin sagan þess betur sögð og leikurinn stórkostlegur. Við fylgýumst með hinum sein- heppna Victor (Liberto Rabal), allt frá því hann fæðist í strætis- vagni við upphaf áttunda áratug- arins, uns hann verður faðir (und- ir svipuðum kringumstæðum), röskum tveimur áratugum síðar. Undir tvítugt verður hann íyrir því óláni að lama lögreglumann- inn David (Javier Bardem) með voðaskoti í átökum á heimili Elenu (Francesca Neri), ungs og auðugs fíkils, sem stofnað hafði til skyndikynna við Victor skömmu áður. Málið er þó ekki einfalt því Sancho (José Sancho), kokkálað- ur, drykkfeklldur löggufélagi Da- vids kemur einnig við sögu í slys- inu. Victor lendir í fangelsi, Elena hættir (mikið til) í dópinu, giftist David, sem verður fótluð körfu- boltahetja. Sancho heldur stíft áfram sínum alkóhólisma, ámóta og Klara kona hans (Angela Mol- ina) í framhjáhaldinu. Victor sleppur út og þá tekur við aldeilis mögnuð atburðarás sem jafnast á við svæsnustu sápu- óprar - að því undanskildu að Álmodóvar og leikararnir hans gera söguna undarlega trúverð- uga og bæði fyndna, á sinn kald- hæðnislegan hátt, og dramatíska. Kvikt hold er byggð á sögu eftir bresku skáldkonuna Ruth Rebdell, en Spánverjarnir færa hana í lýtalausan, latínskan bún- ing sem hæfir þessari sögu um heitar ástríður, sviksemi, undir- ferli, afbrýði, greddu, morð, og ég veit ekki hvað, sem endar svo að lokum, mjög huggulega. Sem fyrr segir hefst myndin á fæðingu undir einræði Frankós og lýkur á annarri við öllu mann- eskjulegri kringumstæður hins frjálsa Spánar. Álmodóvar gefur manni ekki ástæðu til að taka þessar merkingai- sérstaklega al- varlega og enn skortir hann nokkuð á gálgahúmorinn og yfir- ganginn í sínum bestu myndum en hann er aftur orðinn úhuga- verður og skemmtilegur. Það er fyrir öllu. Sæbjörn Valdimarsson Saga Norsku skíða- herdeildarinnar MYNDBÖNP II ei ni i I dariiiynd STRÍÐSÁRIN KÖLDU Heimildarmynd um Norsku skíðaher- deildina. Kvikmyndataka, hljóð og myndvinnsla: Karl Sigtryggs- son.Handrit.klipping, stjórn upptöku Magnús Bjarnfreðsson. Framleiðandi Peter A. Tafíord. HEIMILDARMYNDIN Stríðs- árin köldu sem ríkissjónvarpið sýndi í tveimur hlutum sl. haust hefur nú verið gefin út á mynd- bandi og þegar fengið nokkra dreifíngu í skóla og bókasöfn. Myndin fjallar um dvöl Norsku skíðaherdeildarinnar svokölluðu sem dvaldist hér á landi á áram heimsstyrjaldarinnar síðari og sinnti aðallega þjálfun breskra og bandarískra hermanna í vetrar- hernaði. Herdeildin sinnti einnig eftirlits- og varnarstöðu á Jan Ma- yen frá 1941 til stríðsloka. Heimildargildi myndarinnar er ótvírætt, þama er sagt frá merkum kafla í sögu Íslands á stríðsárun- um, og ekki síður merkum kafla í stríðsþátttöku Norðmanna. I upp- hafi myndarinnar er sagt frá heim- sókn aldraðra félaga úr herdeild- inni til íslands árið 1995 en sú heimsókn varð einmitt kveikjan að gerð myndarinnar. Framleiðandi myndarinnar, Peter A. Tafjord, er sonur eins liðsmanns herdeildai-- innar og óhætt að segja að honum hafi runnið blóðið til skyldunnar og bragðist skjótt og vel við þegar gerð þessarar myndar bar á góma. í myndinni er sagt frá innrás Þjóðverja í Noreg í apríl 1940 og hvernig Norðmenn veittu mót- spymu með öllum ráðum. Eitt þeima ráða var að stofna herdeildir sem börðust með bandamönnum á hinum ýmsu vígstöðvum, m.a. her- deildina sem kom til Islands og Is- lendingar kölluðu ávallt Norsku skíðaherdeildina. Bækistöð her- deildarinnar var í landi Hrapp- staða ofan við Akureyri og æfinga- svæðið var Vindheimajökull og fjalllendið þar undir. Fram kemur að bóndinn á Hrappstöðum hefur gætt þess að hrófla ekki við neinu, svo enn getur að líta nokkuð heil- legar minjar um dvöl Norðmann- anna. í myndinni er talsvert notað af myndefni frá stríðsáranum, m.a. sem Norðmennimir tóku sjálfir svo og úr filmusafni Eðvarðs Sig- urgeirssonar og er mikill fengur að því að fá þetta efni tilreitt á svo skilmerkilegan hátt; sumt af því hefur ekki kqmið áður fyrir sjónir almennings. í þulartexta Magnús- ar Bjarnfreðssonar er miklum fróðleik þjappað saman og hefði kannski á stöku stað mátt grisja hann örlítið og stytta. Inn á milli gömlu myndskeiðanna er skotið viðtölum við aldraða félaga úr her- deildinni og einnig við tvær ís- lenskar konur sem giftust Norð- mönnum úr herdeildinni og er þannig rakin fróðleg saga af sam- skiptum Norðmannanna við heima- menn á Akureyri á stríðsárunum. Er greinilegt að Norðmennimir hafa notið velvildar og heimamönnum fundist skyldleikinn við hina nor- rænu frændur hafinn yfir allan vafa, á meðan bresku og síðar bandarísku hermennimir máttu hafa meira lyrir að kynnast Islendingunum. Oll vinnsla á myndinni er með ágætum og samspil nýrra og eldra eftiis er hnökralaust. Framsetningin er skýr og hnitmiðuð og miðlar efn- inu skilmerkilega. Vafalaust getm- þessi mynd nýst vel sem viðbótareftii við kennslu í merkum kafla íslands- sögu 20. aldar og ekki síður sem fróðleiksefni íyrir alla áhugasama um stríðsárin á íslandi. Þá ættu Norðmenn að geta fundið henni stað í sinni sögu af striðsáranum. Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.