Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KOMIÐ I YEG FYRIR NEYÐARÁSTAND SAMNINGAR tókust í fyrradag milli Félags íslenzkra hjúkrunarfræðinga annars vegar og ríkisins og Reykja- víkurborgar hins vegar. Gert er ráð fyrir að samningarnir leiði til þess að þorri hjúkrunarfræðinga, sem sagt höfðu upp störfum sínum frá og með 1. júlí sl., dragi uppsagnir sínar til baka og haldi áfram störfum. Þar með er komið í veg fyrir al- gjört neyðarástand á hátæknisjúkrahúsunum tveimur, Land- spítala og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem í stefndi. Þessari nið- urstöðu ber að fagna. Sjúkt fólk og slasað á bæði lagalegan og siðferðilegan rétt á beztu fáanlegu læknismeðferð og heilbrigðisþjónustu. Það var með öllu óviðunandi að reka fjölda einstaklinga, sem höfðu brýna þörf fyrir faglega meðferð á sjúkrahúsi, út á gadd óvissunnar, eins og við blasti á síðustu dögum júnímán- aðar. Það er einnig óviðunandi, að fólk fylli vikum og mánuðum saman biðlista eftir aðgerðum, sem gerir það á nýjan leik hæft til að lifa eðlilegu lífi og leggja sitt af mörkum í atvinnu- lífi og verðmætasköpun. Þegar grannt er gáð er góð heil- brigðisþjónusta, sem lengir starfsævi einstaklinganna og styttir fjarvistir þeirra frá vinnu, hagkvæm samfélaginu, auk þess sem hún skjaldar hamingju og vellíðan þéirra er njóta. Það er að vísu íhugunarefni þegar kjarasamningar, nánast nýir af nál, halda ekki betur en fjöldauppsagnir hjúkrunar- fræðinga sýndu. Á hinn bóginn verður að vera hægt að rétta af rangláta kjarastöðu ákveðinna hópa, eins og gert var í þessu tilfelli, án þess að það gangi í gegn um launakerfið allt og raski nauðsynlegum stöðugleika, sem hagvöxturinn í þjóð- arbúskapnum grundvallast á. Stöðugleikinn er meginfor- senda atvinnuöryggis og stígandi kaupmáttar í næstu fram- tíð. ERNIR OG EITUR UMHVERFISRÁÐHERRA, Guðmundur Bjarnason, hef- ur heimilað 5 aðilum að nota lyfið Fenemal til útrýming- ar vargfugli, sem gert hefur usla í æðarvarpi. Þetta gerir ráðherrann í trássi við formann villidýranefndar, Ævar Pet- ersen, sem sagt hefur af sér formennsku í nefndinni í mót- mælaskyni við ákvörðun ráðherra. Villidýranefndin er ráðgjafanefnd, sem starfar á vegum umhverfisráðuneytisins, en samkvæmt lögum frá 1994, sem banna notkun lyfja og eiturefna við förgun vargfugls, er ráð- herra veitt heimild til að veita undanþágur frá banninu við sérstakar aðstæður. Samkvæmt heimildum ráðuneytisins hefur það beðið í þrjú ár eftir niðurstöðum villidýranefndar um tillögur um efni, sem nota mætti til útrýmingar vargfugli. Svar hefur ekki borizt. Því ákvað ráðherra að veita áður- nefnd 5 leyfi. Nú óttast menn að þessar heimildir kunni að stöðva viðgang arnarstofnsins. Fram yfir aldamót urpu ernir í öllum landshlutum, meira að segja inn til landsins, þótt þeir væru algengastir á Vestur- landi. Þegar þeim fækkaði dróst útbreiðslan saman og þegar stofninn var í mestri útrýmingarhættu á sjöunda áratug ald- arinnar, varp örninn hvergi nema við Breiðafjörð og Isafjarð- ardjúp. Árið 1964 var bannað að eitra fyrir tófu og fór örnum þá að fjölga. Ernir og aðrir fuglar komust í hræ, sem borin voru út og drápust. Um 1970 fóru menn að sjá bata í arnar- stofninum eftir stöðuga hnignun hans í um 80 ár. Æðarvarp er nú nytjað á um 200 jörðum í heimkynnum arnarins frá Hvalfirði og vestur um og norður í Hrútafjörð. Árið 1991 leiddi könnun í ljós að rúmlega þriðjungur æðar- ræktarbænda taldi sig hafa orðið fyrir ágangi eða tjóni af völdum arna. Tæpur helmingur taldi tjónið umtalsvert. Arnarstofninn hefur staðið í stað í rúman áratug. Sam- kvæmt talningu í fyrra eru um 38 arnarpör í landinu og vitað var um 31 varp í fyrravor. Að meðtöldum ungfuglum er áætl- að að í stofninum séu 130 til 140 fuglar. Við Breiðafjörð halda til 25 pör af 38. Ljóst er að fara verður með gát að arnarstofninum og fyrir engan mun má það koma fyrir, að skarð sé hoggið í stofninn. Ekki skal dregið í efa, að æðarræktarbændur eiga hér hags- muna að gæta en æðarrækt hefur lifað af það tímabil sem bannað hefur verið að nota eiturefni af nokkru tagi. Það væri okkur íslendingum til skammar, ef við stæðum þannig að málum, að örninn yrði útdauður á Islandi. Þess vegna er ákvörðun ráðherrans röng og raunar óskiljanleg. Landsfundur Alþýðuban Framtíð sameigin- legs fram- boðs ræðst á fundinum Landsfundur Alþýðubandalagsins, sem hefst á morgun, stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort flokkurinn eigi að taka upp náið samstarf við Alþýðuflokk og Kvennalista fyrir næstu þingkosningar og í hvaða formi. Skiptar skoðanir eru um hve nánu samstarfí stefna beri að, ekki síst hvort flokkurinn eigi að bjóða fram sjálf- stætt í kosningunum eða hvort hann eigi að taka þátt í að bjóða fram sameiginlegan lista. Egill Ólafsson fylgdist með aðdraganda fundarins. MARGRÉTAR Frímaimsdóttur, form erfiða verkefni að knýja fram stefm þess að það leiði til klo: ALÞÝÐUBANDALAGSMENN í forystu verkalýðshreyfingarinnar hafa hvat flokkarnir bjóði fram sameiginlega í næstu þingki UMRÆÐA um sam- einingu á vinstri væng stjórnmál- anna hefur staðið í marga áratugi. Áhuginn á slíkri sameiningu hefur verið mismikill milli ára og eins hefur áhugi ein- stakra ílokka verið breytilegur frá einum tíma til annars. Innan Al- þýðubandalagsins hefur verið all- stór hópur sem hefur lagt áherslu á samstarf og jafnvel sameiningu við aðra félagshyggjuflokka. Árið 1984 leiddi umræðan til þess að flokks- forysta Alþýðubandalagsins skrifaði öðrum stjórnarandstöðuflokkum bréf þar sem óskað var eftir viðræð- um um stofnun nýs stjórnmálaafls sem byði fram í næstu kosningum. Áhuginn hefur því lengi verið til staðar, en andstaðan við sameigin- legt framboð hefur einnig verið mik- il. , Ástæður þess að meiri áhugi virð- ist vera á sameiginlegu framboði nú en stundum áður eru margar. Ein skýringin er sú að á síðasta kjör- tímabili var Alþýðuflokkurinn í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum og forysta Alþýðuflokksins hafði þá lítinn áhuga á nánu samstarfi við Al- þýðubandalagið. Þetta breyttist eft- ir kosningarnar. Sjálfstæðisflokkur- inn hafði þá hafnað áframhaldandi samstarfi við Alþýðuflokkinn í ríkis- stjórn. Flokkurinn hafði klofnað fyr- ir þingkosningar og náði auk þess ekki góðum árangri í kosningunum. Það er við þessar aðstæður sem Al- þýðuflokkurinn markaði þá afdrátt- arlausu stefnu að leita eftir sam- starfi við Alþýðubandalag og Kvennalista með það að markmiði að flokkarnir bjóði fram sameigin- legan framboðslista í næstu kosn- ingum. Umræður fóru fram á landsfundi Alþýðubandalagsins 1995 um aukið samstarf við hina stjórnarandstöðu- flokkana þar sem hvatt var til þess að könnuð yrði málefnaleg samstaða milli flokkanna. Þessar viðræður fóru af stað í nóvember 1996 og á landsfundi Alþýðubandalagsins í fyrra var ákveðið að halda þessari vinnu áfram og að boðað yrði til aukalandsfundar í júní 1998. Á landsfundinum í fyrra vildu sumir stuðningsmenn sameiginlegs fram- boðs að flokkurinn lýsti þá strax yfir afdráttarlausum stuðningi við sam- eiginlegt framboð. Samkomulag náðist hins vegar um að fresta mál- inu. Alþýðubandalagið hefur því aldrei svarað því hversu langt það er tilbúið að ganga í samstarfi við aðra félagshyggjuflokka. Frestun óraunhæf Afar ólíklegt er talið að niður- staða landsfundarins verði sú að fresta afgreiðslu málsins. Stuðn- ingsmenn sameiginlegs framboðs segja að slíkt komi ekki til greina. Þeir hafí fallist á að fresta málinu á síðasta landsfundi í nóvember sl. þrátt fyrir að öruggur meirihluti hafi verið fyrir ályktun um stuðning við sameiginlegt framboð. Ekki er nema rúmt hálft ár í að flokkarnir þurfi að taka endanlegar ákvarðanir um framboð í næstu kosningum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.