Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 41
AÐSENDAR GREINAR
Vatnsleysi í Skaftá
TALSVERT hefur
verið rætt um vatns-
leysi og minnkandi
vatn í lækjum í Land-
broti og hefur því verið
haldið fram að það sé
vegna breytinga á
rennsli Skaftár, eða
kvísla úr henni sem
runnið hafa í Eld-
hraunið. Hafa sumir
kennt vegagerð og/eða
landgræðslu um, með
tilheyrandi æsifréttum
fjölmiðla. Þrátt fyrir
mikla umræðu og
rannsóknir hefír lítt
eða ekki verið rætt um
árif veðráttunnar á
vatnsrennsli í Eldhraunið, sem
hafa alla tíð verið mikil. Allir kunn-
ugir vita að eftir þurrviðrasama
vetur, t.d. í langvarandi norðaust-
anátt með frostaköflum, rennur
Skaftá ekki austur með Skálar-
fjalli. Fai’vegui'inn er alveg þurr.
Sé vorið þurrt, þ.e. apn'I-, maí- og
júnímánuðir, fremur
kalt og enginn snjór í
fjöllum, getur Skaftá
verið mjög lítil, þar til
sumarvöxtur af leys-
ingu í jökli kemur.
Þetta veðurfar hefur
verið líkjandi í vetur
ásamt snjóleysi. Enda
eru heiðamar hér
ákaflega og óvanalega
þurrar. Mjög lítið er í
öllum lækjum og
Holtsá og Fjaðrá eru
óvanalega vatnslitlar.
Þetta er afleiðing af
snjóleysi og lítilli úr-
komu í vetur. Árni Kr.
Arnason, lengi bóndi í
Skál, sagði mér að einu sinni hefði
ekkert vatn rannið austur með
Skálarfjalli, allan veturinn. Þetta
var alþekkt og eðlilegt mál í vatns-
búskap héraðsins. Og var því í
sjálfu sér ekki veitt nein sérstök
athygli. Þetta hafði alltaf verið svo
og verður líklega alltaf. Svo vel vill
Skaftá getur verið
mjög lítil, segir Siggeir
Björnsson, sé vorið kalt
og þurrt og enginn
snjór í fjöllum.
til að til er heimild ft-á eldri tíð um
þessa duttlunga í Skaftá, ef það má
nefna svo. Sumarið 1893 ferðaðist
Þorvaldur Thoroddsen um Vestur-
Skaftfellssýslu. Þegar hann kom af
Skaftártunguafrétti fór hann suður
Tungu og yfir Skaftá hjá Svínadal
á ferju og síðan venjulega leið
framhjá Skál og yfir Skaftá hjá
mynni Holtsdals og upp að Holti.
Þá var Skaftá í venjulegum sumar-
vexti og vel það, vegna þess að það
var rigningasamt. Fylgdarmaður
Þorvaldar um afrétti Skaftártungu
og Síðumanna og öræfin þar var
auk Ögmundar Sigurðssonar þaul-
kunnugur maður, Runólfur Jóns-
Siggeir
Björnsson
son, fæddur og uppalinn á Búlandi,
bóndi þar, í Hemru og í Holti á
Síðu.
Þorvaldur ræðir nokkuð um
kvíslar sem renna í hraunið og
hverfa þar. Ennfremur segir hann:
„Stundum á vetrum er alls ekkert
annað vatn í Skaftá en það sem
rennur úr smáánum á Síðunni og
eins er Eldvatnið hjá Ásum stund-
um næm tómt bergvatn og mjög
lítið. Það hefir jafnvel einstöku
sinnum borið við að Skaftá hefir
nærai alþornað fram með Síðunni,
en á sumrin er hún oftast mikið
vatnsfall."
Allar líkur eru til að svokallaðir
Hólmslækir hafi verið svipaðir fyr-
ir Skaftáreld og þeir hafa verið síð-
an. Þar eiga Tungulækur og Gren-
lækur upptök sín. Þar var byggt
nýbýli upp úr 1830 og var í byggð í
nokkur ár. Þar hafa því verið ein-
hverjar slægjur. Ekkert vatn hefir
komið gegnum hraunið svo stuttu
eftir eldinn enda vafalaust verið
lengi hiti í hrauninu. Þarna í Lækj-
unum vora svo löngu síðar gerðar
áveitur sem vora nytjaðar fram á
miðja þessa öld.
Nú hefir mönnum dottið í hug að
veita Skaftá í Langasjó aftur. Þeg-
ar Þorvaldur kannaði öræfin norð-
ur með Tungná kom hann að norð-
urenda Langasjós. Þá féll skriðjök-
ull niður í vatnið. Fögrafjöll voru
fyrst leituð og gengin haustið 1894. *
Þá fannst útfall vatnsins í Skaftá.
Meðal leitarmanna var Guðmundur
Guðmundsson frá Svartanúpi.
Hann skrifaði Þorvaldi og lýsti út-
fallinu og fjöllunum. Síðan hafa
Fögrufjöll verið leituð flest eða öll
haust.
Höfundur er fyrrv. bóndi.
Vönduð - ryðfrí
HÚSASKILTI
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„
Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. ísafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG
bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17.
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Ertu sammála fagblöðunum?
Suzuki Grand Vitara hefur pá sjaldgæfu eiginleika, að geta raun-
verulega sameinað í einum bíl hinn hefðbundna lipra fjölskyldubíl
í bœjarumferðinni og jeppann án þess að sprengja kaupgetuna.
Ökuþór
... fær„Óskarsverðlaun":
Fyrir þægindi og ánægjulegan akstur ásamt góðum utanvega-
eiginleikum og lágum rekstrarkostnaði fœr Suzuki Grand Vitara
titilinn „Bestu 4X4 kaupin undir 200.000 SEK"
Motor (Svíþjóð)
Með Grand Vitara hefur Suzuki komiðfram með nýja kynslóð
jeppa sem er greinilega ,,fullorðnari" en sú á undan.
Auto Zeitung (Þýskaland)
2.5 V6 véiin ... er áreynslulaus og öflug lágum snúning og hún
feykir Grand áfram á hraða sem kemur á óvart.
Car (Bretland)
Okkurfinnst hann vera réttur kosturfyrir kaupendur sem hugsa
um verð, útlit, og vilja njóta lífsins.
Truckworld online (Bandaríkin)
frá 2.179.000 kr.
i