Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 49* EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON + Einar Jóhann Alexandersson fæddist á Dynjanda í JökuHjörðum 14. janúar 1924. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Foss- vogi 25. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Alexand- er Einarsson, f. 5.8. 1891, d. 30.11. 1964, og Jóna Sigríður Bjarnadóttir, f. 10.4. 1894, d. 18.3. 1975. Systkini Einars eru: Bjarni, f. 3.10. 1914, d. 12.2. 1998, Kristín, f. 9.7. 1917, Bjarney, f. 18.3. 1921, Jó- hanna, f. 30.4. 1925, Einhildur, f. 22.11. 1929, Benedikt, f. 28.3. 1931, og tvfburasystuniar Dóra, f. 30.8. 1933, d. 21.4. 1939, og Gunnhildur, f. 30.8. 1933. Eiginkona Einars er Bentey Hallgrímsdóttir, f. 9.5. 1925. Foreldrar hennar voru hjónin Hallgrímur Jónsson og Kristín Benediktsdóttir á Dynjanda. Einar og Bentey gengu í hjónaband 14.8. 1955. Börn þeirra eru: Þórey, f. 1955, maki Smári Þórarinsson, böm Örvar og Vala; Sigurjón, f. 1960, maki Margrét K. Björnsdóttir, böm Iðunn, Einar og Harpa; Aldís, f. 1966, maki Ólafur Ástgeirsson, barn Ástgeir. Stjúpbörn Einars era Birgir Þórisson, f. 1947, maki Ragnhildur Ragnarsdóttir , börn Hrafnkell og Brynhildur; Rósa Kristín Þórisdóttir, f. 1948, maki Þröst- ur Krisljánsson, börn Þórir Páll, Svanur, ívar, María Kristín, Lovísa Ósk og Benedikt. Einar bjó hjá foreldrum sín- um á Dynjanda til ársins 1948 og flutti þá með þeim til fsa- fjarðar. Hann stundaði sjó- mennsku frá unga aldri, fyrst með föður sínum en síðan á ýmsum bátum og skipum sem gerð voru út víða af landinu. Hann fluttist til Reykjavíkur 1954. Hann lauk námi í húsa- smiði frá Iðnskólanum í Reykja- vík og starfaði við smíðar allt til dauðadags. Utför Einars verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sólsetur! komið kveld og kallað á mig skýrt. En brimhljóð grandans verði ei sorgum seld þá síðst úr höfe er stýrt. Pá hefjist alda eins og sofíð bijóst með engan sorga hreim, er það, sem upp af undradjúpi hófst, snýr aftur heim. Kveldró og klukknahljóð, svo koldimm næturdvöl. A kveðjustund ei streymir táraflóð er stíg á fjöl. Þá yfir grandann hverf ég hér á jörð um hulda regin dröfn, ég hyggst að sjá minn trúa vegavörð, sem vísi mér í höfn. (Sigurður Júl. Jóhannesson.) „Láttu það besta, sem í þér býr, í té, við hvað, sem þú fæst. Gerðu þig einungis ánægðan með hinn albesta árangur af sérhverju, sem þú tekur þér fyrir hendur og þá muntu öðlast einstæða hagsæld og velgengni í líf- inu. Þú hefur ágæta hæfileika, sem þér ríður á að gera þér ljósa sem fyrst. Þú ert bjartsýnn, kjarkmikill og alúðlegur í viðkýnningu.“ Þessi orð standa í gamalli bók við afmæl- isdag Einars Alexanderssonar 14. janúar. Mér finnst þau eiga sérstak- lega vel við hann. Einar var sjómað- ur á yngri árum en fór í Iðnskólann í Reykjavík kominn yfir þrítugt og lærði smíðar. Þá komu hæfileikar hans í ljós. Hann var einstaklega vandvirkur á höndunum og gerði sig ekki ánægðan nema hlutirnir væru vel gerðir. Annað einkenni í fari hans var kærleikur og um- hyggja. Presturinn spurði fjölskyld- una eftir andlát Einars: „Var hann maður trúar?“ Mig hefði langað að svara að hann var maður ástar. Hann elskaði fjölskyldu sína afar heitt. I bók stendur: „Ef þú ert reiðubúinn til að ganga mílu vegar aukalega fyrir þann sem þú elskar, þá sýnir þú ást þína í verki.“ Ég tel Einar hafa gengið mörg þúsund mflur aukalega um ævina fyrir sína fjölskyldu. Þessi ást og kærleikur náði einnig til allra vina og ættingja Einars og Bettýjar sem stöðugt lögðu leið sína á heimilið til að finna umhyggju þeirra og hlýju. Ég þakka Einari innilega fyrir allt. Hann hefur verið mér sem bróðir og vinur. Sigríður Hallgrímsdóttir. Einar minn, ég þakka þér fyrir samfylgdina í 25 ár. Þetta hafa verið góð ár. Það var 1973 sem ég eignað- ist hlutdeild í þínu lífi þegar ég kynntist henni Þóreyju þinni. Við höfum verið mikið saman í gegnum árin, heima hjá okkur, heima hjá ykkur Bettý, á ferðalögum innan- lands og erlendis og annars staðar. Allt hafa þetta verið ánægjulegar stundir. Það var mikil gæfa fyrir okkur þegar þið fluttuð í Hlíðarnar í næsta nágrenni við okkur 1986. Hlýjan og öryggið sem Örvar og Vala hafa notið með stöðugri nálægð ykkar. Alltaf varstu að hugsa um okkur, að okkur liði vel og gerandi smáa og stóra hluti fyrir okkur. Nærvera þín í íbúðinni okkar er mikil. Handverk- + Unnur Ólafs- dóttir fæddist á Vindheimum í Tálknafirði 2. janú- ar 1911. Hún andað- ist á Hrafnistu í Reykjavík 23. júní sfðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Kolbeinsson, f. 24. júní 1863 á Hreimstöðum í Norðurárdal, Borg- arfirði, d. 2. júní 1955, og Jóna Sig- urbjörg Gísladóttir, f. 20. júlí 1880 á Skriðnafelli á Barðaströnd, d. 14. maí 1952. Systkini Unnar eru: Guðrún, f. 22.1. 1902, d. 1977, Jón Bjarni, f. 1.7. 1903, d. 1977, Gísli, f. 15.8. 1905, d. 1911, Kristrún, f. 3.11. 1906, d. 1995, Sigurfljóð, f. 3.1. 1908, d. 1996, Anna, f. 22.4. 1909, Gísli, f. 5.7. 1913, d. 1993, Snæbjörg, f. 13.10. 1914, Bergljót, f. 30.6. 1916, Valdís, f. 30.6. 1916, d. 1934, Ragnhildur, f. 10.4. 1918, d. 1996, Kristján, f. 11.8. 1919, Elskuleg amma mín er látin 87 ára gömul. Síðustu tvö æviár hennar voru henni erfið en hún hafði annars verið heilsuhraust alla sína ævi. Amma mín hafði lifað viðburða- ríka ævi. Hún var af alþýðufólki komin, sjöunda í röð 16 systkina. Hún var alin upp í þeim anda að fyrsta skrefíð til manndóms væri að bjarga sér sjálf. Mikil áhersla var á það lögð í uppeldi barnanna að þau yrðu sjálfbjarga og fjár síns ráð- andi. Til þess að tryggja að þetta erfiða heimili með alla þennan barnaskara lenti ekki á sveit varð það úr að nokkrar elstu systurnar, þ.m.t. amma sjálf, fóru ungar að d. 1997, María, f. 6.5. 1921, d. 1979, Magnús, f. 28.10. 1922, Aðalheiður, f. 4.1.1926. Unnur giftist 9. maí 1931 Olafi Guð- mundssyni vörubíl- stjóra, f. 10.4. 1898, en hann lést 19.5. 1962. Börn Unnar og Ólafs eru: Val- dís, féhirðir, f. 25.4. 1936, maki Sigurð- ur Tómasson, loft- skeytamaður, f. 10.6. 1933, d. 22.8. 1990, Margrét, gangavörður, f. 20.4. 1941, maki Kristleifur Guðbjörnsson, lögregluvarð- stjóri, f. 14.8. 1938, og Guð- mundur Ragnar, vélstjóri, f. 5.10. 1948, maki Sigríður Hlöðversdóttir, skrifstofumað- ur, f. 12.6. 1951. Barnabörn Unnar eru 11 og barnabarna- börnin eru 16. Útför Unnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og liefst athöfnin klukkan 13.30. heiman og tóku með sér yngri systkini sín, sitt barnið hver. Ólu systurnar þannig upp yngri systkini sín til þess að létta undir með for- eldrum sínum. Til Reykjavíkur fluttist amma á kreppuárunum. Hún kynntist fljót- lega afa mínum, Ólafi Guðmunds- syni vörubifreiðastjóra og eignað- ist með honum þrjú börn. Þau hófu búskap í gamla vesturbænum í Reykjavík en byggðu sér fljótlega íbúð við Kirkjuteig í Reykjavík. Þar áttu þau heimili mestallan sinn búskap þar til afi féll frá árið 1962 en þá var amma aðeins rúmlega fimmtug. Hún bjó þá áfram ein á Kirkjuteignum alla sína ævi. Eftir að amma varð ekkja fór hún að vinna fulla vinnu utan heimilis. Tók hún að sér ýmis tilfallandi störf, enda ekki langskólagengin. Hún vann á prjónastofu, við fisk- vinnslustörf og handprjónaði lopa- peysur. Hún var einstaklega dugleg og kjarkmikil kona sem féll aldrei verk úr hendi og frekar tók hún til í geymslunni en að sitja auðum hönd- um. Hún var ætíð mjög vinnufús og atorkusöm kona og möglaði aldrei þótt vinna þyrfti ýmis störf. Hún var létt í lund og félagslynd og alltaf var gott að kíkja inn til ömmu og þiggja kaffisopa og spjalla um það hvað hún væri nú að gera. Utivera hvers kyns og göngur áttu vel við hana. Hún fór flestra sinna ferða fótgangandi og naut þess að ganga mikið. Hún lét sig ekki muna um að ganga frá Kirkjuteignum upp í Mosfellssveit til heimila dætra sinna ef þannig stóð á, þótt hún væri þá vel við aldur. Yndi hennar eftir að hún varð ekkja var hesta- mennska og umhirða hrossa. Hún naut þess að fara upp í hesthús að sinna klárunum sínum, kemba þeim og fara í útreiðartúra. Þegar hún var komin hátt á áttræðisaldur fór hún í langferðir með öðrum hesta- mönnum, jafnvel í ferðir sem stóðu í allt að 10 daga og þótti ekki mikið. Undanfarin misseri hefur amma verið vistuð á langlegudeildum ým- issa sjúkrahúsa. Hún var rétt nýorð- in 85 ára gömul þegar hún varð fyrir því að fá heilablæðingu. Þau veikindi urðu henni erfið lífsreynsla og okkur ættingjunum hefur þótt sárt að horfa upp á hvemig líf þessarar þróttmiklu konu hefur smám saman fjarað út síðustu mánuðina. Fyrir hana var dauðinn því líkn. Megi amma mín hafa þakkir fyiir gefandi samfylgd. Hún sýndi mér og fjölskyldu minni alltaf mikinn hlý- hug. Drengjunum mínum var hún mikil langamma, nærgætin og hugs- unarsöm. Blessuð veri minning hennar. Dagmar Elfn Sigurðardóttir. UNNUR ÓLAFSDÓTTIR ið þitt er alls staðar. Þú lagðir park- ettið sem við göngum á, smíðaðir eldhúsinnréttinguna, eldhúsborðið, bókahillumar, fataskápana, skrif- borðið hennar Þóreyjar, rúmið hennar Völu, blómasúlumar og margt fleira. Því munum við eiga þig að í öllu umhverfi okkar þótt þú sért farinn inn í kvöldroðann. Ég þakka þér af heilum hug þessi ár sem við áttum saman sem hefðu mátt vera svo miklu, miklu fleim. Smári. Ég man fyrst eftir Einari fyrir 35 ámm þegar fjölskylda mín dvaldi vetrarlangt á suðvesturhominu og var ýmist í Reykjavík eða Keflavík hjá ættingjum. Þegar við voram í Reykjavík bjuggum við hjá Einari og Bettý 1 Stóragerði 16. Ég var þá fimm til sex ára og fannst lífið æfin- týri og ekki spillti fyrir að dóttir þeirra hjóna sem er tveimur áram eldri tók mér þá og ávallt síðar, sem góðri systur og hafði mig með í leikjum sínum. Frá þeim tíma minn- ist ég Einars sem sívinnandi manns með hrjúfar hlýjar hendur sem var mér alltaf góður. Síðar urðu sam- verastundirnar strjálli. Foreldrar mínir fluttu norður í land, en þau Einar og Bettý komu þó stundum í heimsókn og fluttu með sér fram- andi andrúmsloft úr borginni svo ég var svolítið feimin, en dillandi hlát- ur Bettýjar og hljómmikil rödd Ein- ars dró mig til sín. Einar Alexandersson var Vest- firðingur, alinn upp að Dynjanda í Jökulfjörðum Hann var alltaf mjög mikill Jökulfirðingur þótt hann hafi alið mestan sinn aldur í Reykjavík. Konan hans hún Bettý er líka frá Dynjanda og hún er móðursystir mín. Nokkra eftir að Grunnavíkur- hreppur fór í eyði var farið að halda átthagamót á Flæðareyri í Jökul- fjörðum. Einar og Bettý voru í þeim hópi sem komu á það fyrsta og ávallt síðan. Fyrir mér vora þau kjölfestan á þessum mótum. Bettý er elsta systir mömmu og heimili þeirra Einars var ávallt opið fyrir ættingjum, vinum og sveitung- um að vestan. Það lá því beinast við að setja mig í þeirra hendur þegar ég, þá sextán ára, fór úr sveitinni í skóla til Reykjavíkur. Ég var í fýrstu alveg inni á heimili þeirra o§* þótt ég leigði herbergi í kjallaran- um var ég í fæði hjá þeim og dvaldi hjá þeim meira og minna í tvö ár. Betra fólk var ekki hægt að hugsa sér því þau vora mér sem bestu for- eldrar. Einars minntist ég sem fyrr með hlýjar og sigggrónar hendur og skapferli hans var í samræmi við það. Hann var ekki skaplaus maður. Það fór ekki frmhjá manni ef hon- um mislíkaði. En hlýleikinn og elsk- an var mest áberandi í öllu hans fasi og hann vildi allt fyrir mann gera. Einar var smiður þann tíma sem> — ég þekkti hann, þótt hann hafi unnið ýmis störf áður, var m.a. til sjós. En hann var enginn venjulegur smiður því hann var listasmiður; vandvirk- ur, hugmyndaríkur og listrænn. Framan af vann hann við húsbygg- ingar, en sneri sér æ meir að smíði innréttinga síðar meir. Þar fengu hæfileikar hans notið sín. Ég hugsa til þess nú þegar hann er farinn að gaman hefði verið að eiga eitthvert af verkum hans. Það stóð alltaf til að biðja hann að smíða bókaskáp, var reyndar búið að nefna það við hann, en tími hans var útrunninn. Einar var skemmtilegur maður. Hann hafði góða rödd og frásagnar- gáfuna hafði hann fengið í arf frá* fóður sínum. Hann hafði frá mörgu að segja og sagði svo skemmtilega frá að hverstagslegt atvik varð lif- andi og fjörleg atburðarrás í hans meðförum. Oft var hann hvattur til að skrá frásagnir sínar en ég held að aldrei hafi orðið úr því, enda tók hann því alltaf fjarri. Einar og Bettý vora alla tíð mjög samhent og öll fjölskyldan mjög samrýnd. Það mun hjálpa henni í sorg sinni að minnast allra stundana saman nú þegar þessi góffi . maður er genginn. Ég og fjölskylda mín samhryggj- umst ykkur, og ég er innilega þakk- lát fyrir að hafa fengið að vera sam- ferða ykkur í gleði og sorg. Kristín Halla Marinósdóttir. Móöir okkar, tengdamóöir, amma og lang- amma, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Austurbrún 2, Reykjavik, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. júní. < Sigrún Jónsdóttir Kundak, Magnús Skarphéðinsson, Reynir Skarphéðinsson, Helga Guðmundsdóttir, Adda C. Kundak, Jón-Ali Kundak, Benedikt B. Ægisson, Yrsa R Magnúsdóttir, Stefán K. Magnússon og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, sonur minn og bróðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRKELL GUNNAR BJÖRGVINSSON, Eyravegi 5, Selfossi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 30. júní. Friðsemd Eiríksdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Sigurður Björgvin Björgvinsson, Þórður Þórkelsson, Lilja Hjartardóttir, Sigurvin Þórkelsson, Sveinbjörn Þórkelsson, Halla Thorlacius, Eiríkur Þórkelsson, Unnur Lísa Schram, Kristrún Þórkelsdóttir, Anton Örn Schmidhauser, Helga Þórkelsdóttir, Arnar Halldórsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.