Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 02.07.1998, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ V. SIG URÐSSON + Davíð Valdimar Sigurðsson var fæddur í Einholtum í Hraunhreppi á Mýrum 6. maí 1899. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 22. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurð- ur Jósefsson, þá bóndi í Einholtum, ■— <: f. 13. júní 1854, d. 24. júní 1940, og Sesseija Davíðs- dóttir, f. 26. júlí 1868, d. 1. apríl 1958. Systkini Davíðs eru: Jón, f. 1. nóv. 1897, k. Ólöf Sigvalda- dóttir; Þórarinn Herluf, f. 29. mars 1901, k. Guðlaug Andrés- dóttir; Þorleifur, f. 20. maí 1903, k. Sigríður Benjamíns- dóttir; Guðrún, f. 14. maí 1905, m. Magnús Einarsson; Hjörleif- ur, f. 22. des. 1906, k. Ástrós Vigfúsdóttir; Oddur, f. 27. okt. 1908, k. Guðbjörg Helgadóttir; Stefán, f. 6. mars 1910, f.k. Ásta Björnsdóttir, s.k. Vigdís E. Ein- *■ björnsdóttir. Af systkinunum eru nú á lífi bræðurnir Hjörleif- ur og Oddur. Hinn 10. september 1927 kvæntist Davíð Ingu Eiríksdótt- ur, f. 10. júní 1904, d. 6. jan. 1996. Foreldrar hennar voru Eiríkur Kúld Jónsson, bóndi og Þegar minnast skal góðs vinar sem að lokinni nær því aldardvöl hefur nú endað jarðvistargönguna gerist það eins og jafnan að minn- mgar hlaðast upp í hugskotinu, og við þá hugsun getur okkur orðið á að spyrja sjálf okkur hvar helzt megi byrja og hvar eigi að enda. Sjaldnast liggur slíkt ljóst fyrir og smiður á Ökrum, f. 8. apríl 1854, d. 15. des. 1916, og k.h. Sigríður Jóhanns- dóttir, f. 27. aprfl 1876, d. 24. júní 1921. Börn þeirra Ingu og Davíðs eru: Sesselja, verslunar- mær í Reykjavík, f. 22. ág. 1928, ógift, og Eiríkur Kúld, húsasmíðameistari í Garðabæ, f. 14. okt. 1930, k. Eyrún Jó- hannsdóttir, f. 3. febr. 1938. Fóstur- sonur Davíðs og Ingu er Finn- bogi Jón Jónsson, f. 8. sept. 1940, sambýlisk. Hlíf Kjartans- dóttir, f. 16. ágúst 1945. Fóstur- dóttir Davíðs og Ingu er: Inga Dadda Karlsdóttir (dótturdóttir þeirra), f. 21. ág. 1954, m. Gunnar Jónasson, f. 23. júlí 1953. Davíð var bóndi í Skíðsholt- um 1923-1927, á Svarfhóli 1927-1931, Ökrum 1931-1932, Ánastöðum 1932-1933, vinnum. í Skíðsholtum 1933-1934. Hann var bóndi í Miklaholti 1934-1964, fluttist þá til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf. Útför Davíðs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. þá væntanlega einna sízt ef í hlut á maður sem lifað hefur í níutíu og níu ár og á að baki stefnumarkandi ævi í sínu byggðarlagi, meðal ann- ars með því að þjóna því margvís- lega í félagslegu tilliti allt frá æsku. Úr þeim aragrúa minningabrota sem bundin eru Davið í Miklaholti Ti + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR HANSSON fyrrverandi vörubifreiðastjóri, Skúlagötu 40, verður jarðsunginn frá Bústaöakirkju föstu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða Hjartavernd. Elsa D. Helgadóttir, Halla Guðmundsdóttir, Gunnlaugur H. Gíslason, Hans B. Guðmundsson, Steinunn Njálsdóttir, Friðjón Guðmundsson, Karen Emilsdóttir, Snorri Guðmundsson, Lilja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæra KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Grenigrund 28, Akranesi, er lést fimmtudaginn 25. júní sl., verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 3. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á nýstofnaðan Minningarsjóö fermingar- systkina og samstúdenta Kristbjargar Sigurðardóttur ávnr. 530 í Lands- banka fslands, Akranesi, eða félagið Einstök börn, reiknnr. 0324-13-19000 í Búnaðarbankanum, Grafarvogi. Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir, Guðmundur Þórir Sigurðsson, Jóhanna S. Sæmundsdóttir, Pálína Sigurðardóttir, Sigurður Páll og Vilhjálmur Sveinn. og fjölskyldu hans hef ég valið að minnast fyrst óvæntrar gestakomu að Svarfhóli sunnudaginn 10. sept- ember 1967, en þá bjó ég á heimili foreldra minna, sem enn voru þá við bærilega heilsu. Þungt var í lofti þennan dag, jörð úðuð regntárum og fólk því inni við að mestu, enda sunnudagur. Einhver meðal heima- fólks veitti því athygli er nálgast tók miðdegi að bíl var ekið heim mel- göturnar. Sá staðnæmdist fljótlega við túnhliðið, fólkið steig von bráðar út og bjóst til að ganga hinn dágóða spöl til bæjar. Fimm voru þar á ferð, en ekki vildi Svarfhólsfólk vera of lengi í vafa um hverja nú bæri að garði. Sjónaukinn var grip- inn, og var þá öllum ljóst að þar færi Davíð í Miklaholti, sem við kölluðum ætíð svo þrátt fyrir brott- flutning, og með honum væri kona hans, bömin tvö og dótturdóttir. Hér hlaut einhver hátíð að vera haldin, því nú gekk Davíð með hatt, en þannig búinn höfðum við ekki oft séð hann fram að þeim tíma. Þarna varð mikill og óvæntur fagnaðar- fundur og innan tíðar opinberað há- tíðartilefni dagsins, sem var fjömtíu ára brúðkaupsafmæli þeirra Davíðs og Ingu. Fannst okkur sérstaklega ánægjulegt að þau skyldu minnast þeirra tímamóta á þennan hátt, en þau höfðu byrjað sameiginlegan bú- skap sinn á Svarfhóli og kusu nú að vitja staðarins á þessum minningar- degi. Sem drengur kynntist ég Davíð fyrst í réttum eins og ýmsum öðram sveitungum mínum sem vom mun eldri að áram. Samgöngur vora ekkert leikandi auðveldar milli allra hreppshluta eins og nú gerist og samfundir oft stopulir nema helzt milli næstu nágrannabæja. Fljót- lega veitti ég því athygli að Davíð starfaði í réttunum af lífl og sál, kannaði vandlega fjárbreiðuna í kringum sig og lagði sitt af mörkum til þess að sem greiðast gengi að draga. Tók ég oft eftir því að jafnvel um miðbik réttar greip hann kind og kallaði upp heimili eigandans til þess að flýta fyrir, en sá fremur skemmtilegi siður virðist nú nokkuð á undanhaldi. I almennum verkháttum kynntist ég Davíð einnig á öðram vettvangi, meðal annars í vegavinnu, þegar ég vann fáeina daga í byggðarvegi hans. Þá tók hann einnig sem ung- mennafélagi þátt í vinnuframlögum við byggingu íbúðarhúsa í sveitinni eftir að það varð venjubundinn starfsþáttur í félaginu. Davíð hafði ungur að áram gerzt félagi í Umf. Bimi Hítdælakappa, árið 1917, og gengið til þeirra starfa sem krafizt var. Meðal annars varð hann ritari í félaginu, og hefur það að líkindum verið honum auðvelt verk, þar sem hann hafði afar góða og styrka rit- hönd framan af ævi. Var á tímabili farið að tala um ákveðna skriftar- hefð er svo var kölluð og talið að Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 r 3lómat>úoin > . v/ Fossvogskii'kjugai'ð . \. Símii 554 0500 v' hefði þróaðist í sveitinni. Áiitu sum- ir að þar hefðu beztu skrifararnir áhrif út í frá, og era ekki efni til að andmæla því að svo hafi verið, enda rithönd margra hreppsbúa ágæt- lega læsileg á löngu árabili. Hvað verkefni félagsritara snerti, voru þau nokkuð fjölbreytt á þessum upphafsárum hreyfingarinnar, fyrst og fremst færsla gerðabókar, en fundir vora þá mun tíðari en síðar gerðist. Þá átti ritarinn einnig að varðveita trúnaðarmanna- og fé- lagaskrá og loks að færa aðsendar ritgerðir inn í félagsblaðið. Þó kom þar á þessu árabili að ráðinn var sérstakur ritstjóri fyrir blaðið. Da- víð tók við ritarastarfinu 1923 og hélt því áfram næstu sex eða sjö ár- in, en þá var hann farinn að búa og tími því minni til hugsjónastarfa en verið hafði á uppvaxtarárum. Eftir að Davíð var hættur að standa í framlínu ungmennafélags- ins sem stjórnarmaður átti hann stundum sæti í nefndum þess og kom til dæmis töluvert að málefnum samkomuskálans í Arnarstapa, sem ungmennafélögin í vesturhreppun- um áttu sameiginlega eins og kunn- ugt er. Fyrir um aldarfjórðungi vora þau hjónin svo kosin heiðursfé- lagar í Umf. Birni Hítdælakappa. Það er til marks um félagsvitund Davíðs, að ekki sé talað um æsku- hug, að þegar nágrannafélögin Egill og Bjöm efndu til sameiginlegrar ferðar um Suðurland með viðkomu á þjóðhátíð í Reykjavík vorið 1956 skráði hann sig til þeirrar ferðar, reyndar með þeim gamansömu um- mælum að hann vissi nú ekki nema hann yrði dragbítur á liðið. En því fór víðs fjarri að einn einasti félagi áliti það. Allir töldu það ávinning og skemmtun að hafa Davíð með í för, en hann var þá 57 ára og sá lang- elzti í ferðinni. Eitt var það meðal annars sem við hin veittum sérstaka eftirtekt, en það var hinn markvissi áhugi hans á að skoða landið og ná sem bezt að sjá sig um hvar sem komið var. Fyrir hálfum fjórða áratug og næstu árin á undan og eftir voru hlutaveltur tíðar til öflunar fjár vegna félagsheimilisins, sem þá var í smíðum. Síðla ágústmánaðar 1962 var félag okkar að ljúka undirbún- ingi að hlutaveltu með skyndihapp- drætti, eins og venja var. Bar þá óvæntan gest að garði heima, sem var Davíð í Miklaholti, akandi á traktor. Erindið var að færa ung- mennafélaginu fjölda hluta- veltumuna, sem þau hjónin létu bæði persónulega í té og höfðu safn- að. Allt létti þetta undir hvað árang- urinn varðaði, en mestu skipti fórn- arlundin og vorhugurinn sem þarna var að verki. Þegar bókin sem lýsti meginhluta sögusviðs ungmennafélagsins íyrstu sextíu árin var í undirbúningi bað ég Davíð og allnokkra aðra eldri félaga að rita endurminn- ingapistla í bókina. Þetta gerði hann með ágætum og minntist þar starfs- hátta og atvika frá æsku sinni og H M H H H H H H H H Erfidrykkjur H M H H H H M M M M . Sími 562 0200 ^ xuiiiiinr LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blágrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 1 unglingsárum í félaginu. Meðal ann- ars getur hann þess í greininni að félagið hafi á tímabili staðið fyrir kartöflurækt og heyskap, og höf- undurinn lætur þess einnig getið að hann hafi eitt sinn verið í kaupa- vinnu hjá félaginu. En þau tildrög lágu til þess að félagið vildi styðja bágstatt heimili og útvegaði því mann til sumarverka. I minningunni era atvikin mis- jafnlega skýr. Ein minning frá ung- mennafélagsáranum er mér sérlega kær, en hún er frá vetrinum þegar ég var átján ára. Ungmennafélags- fundur hafði verið boðaður i Mikla- holti að kvöldlagi, og kom ég á stað- inn í samfýlgd annarra ungmenna, en fundurinn var allvel sóttur. Það sem ég taldi eftirtektarverðast á fundinum, sem stóð með alls kyns leikjum til næsta morguns, var það að húsbóndinn var, ásamt fjölskyldu sinni, hrókur alls fagnaðar, þá, eins og í ferðalaginu síðar, elzti maður- inn í hópi félaga, þótt hann væri þá reyndar enn á góðum aldri. Og móð- ir bónda, komin að áttræðu, lét ekki sitt eftir liggja að ýta undir gleð- skapinn. Ungmennafélagið hóf fýrir um tuttugu og sjö áram að taka upp raddir eldri ungmennafélaga og margra annarra íbúa í sveitinni. Er- um við svo lánsöm að eiga í fórum okkar ágæta upptöku með þeim Ingu og Davíð, þar sem þau skýra frá ungdómsárum sínum í félaginu. Davíð hlaut kosningu í hrepps- nefnd Hraunhrepps vorið 1950. Virtist ýmislegt óráðið fyrir þær kosningar, meðal annars sökum þess að oddvitinn, þá allnokkuð hniginn að aldri, gaf nú ekki lengur kost á sér, og annar nefndarmaður var á förum til búsetu í fjarlægum landshluta. Þá hafði og verið kosið af framboðslistum í tvennum kosn- ingum þar næst á undan, en nú kom enginn listi fram. Svo fór að einung- is einn úr fráfarandi hreppsnefnd náði kjöri. Davíð var eini nýliðinn, því að hinir þrír höfðu allir setið í nefndinni áður. Davíð naut trausts heimamanna og hafði gott kjörfylgi. Til dæmis jókst atkvæðatala hans um rúman helming í næstu kosning- um, en í sveitarstjóm sat hann um fjórtán ára skeið eða þar til þau hjón bragðu búi haustið 1964. Það var meðal annars verkefni hrepps- nefndar að hafa með höndum um- sjón Hagasjóðs, helzta menningar- sjóðs sveitarinnar, og þar var Davíð um áraraðir fulltrúi hennar sem gjaldkeri. Davíð hafði áhuga á búnaðar- framförum þótt oft væri á brattann að sækja varðandi samgöngur og véltækni, og starfaði í búnaðarfélagi sveitarinnar. Eitt var það að hann þótti traustur skilamaður í útrétt- um, enda aðgætinn og fjárglöggur. Og frá Hraundalsrétt, þar sem hann hafði svo lengi verið skilamað- ur, minnist ég þess að sú stund var komin að því að renna upp að þau Miklaholtshjón flyttu á brott úr sveitinni sinni kæru og héldu á vit hins ókomna. Það fór ekld fram hjá neinum sem þekkti Davíð vel að mikill söknuður sótti hann heim að vera nú að kveðja. Sjónarsvið æsku og alls þess tíma sem á eftir hafði komið, landið, búféð, samferða- mennirnir, allt átti nú innan skamms tíma að breyta um svip og nýtt umhverfi að móta framgangs- hættina. Vinir hans bæði fundu og sáu að harmur stýrði yfirbragði hans. En heimili var mótað á nýjum stað, fagurt heimili, þar sem kann- ast mátti við margt það sem í Mikla- holti hafði skartað í stofu, meðal annars málverk fögur á veggjum. En jörðin sjálf, Miklaholtið, hafði tekið ótrúlegum stakkaskiptum árið 1954, þegar búendur þar réðust í að byggja sér nýtt og stórt íveruhús eftir að hafa fram til þess tíma orðið að láta sér nægja gamla torfbæinn, sem veitti þó rými á sinn hátt. En það var haft eftir Ingu húsmóður við flutninginn í nýja húsið að aldrei hefði hún trúað því að svo mikið gæti rúmast í gamla bænum sem kom nú í ljós þegar rýmt var til. Ári fyrr en byggt var í Miklaholti var ég staddur á holtinu sem húsið reis á, og var þar einnig Davíð og annar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.