Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 53

Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 53vv Ég krýp og faðma fótskör þína, frelsari minn, á bænarstund. Ég legg sem barnið, bresti mína, bróðir, í þína líknar mund. Ég hafna auðs og hefðar völdum, hyl mig í þínum kærleiks öldum. (Guðmundur Geirdal.) Kveðja frá barnabörnum. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pétursson.) Hildur og fjölskylda. Finnbjörn Finnbjömsson, minn trausti og kæri vinur, hefm- nú lokið jarðvist sinni í þetta sinn. Má segja að þetta orðalag „í þetta sinn“ komi sumum meðbræðram okkar spánskt fyrir sjónir, en það var bjargfóst trú vinar míns að hver og einn ætti fyrir höndum mai'gar jarðvistir til aukins þroska. Kynni okkar og gagnkvæm vinátta hefur nú staðið í hartnær hálfa öld. Hann var nýfluttur frá fæð- ingarbæ sínum, ísafirði, suður til höf- uðborgarinnar. Ég hafði flutt frá fæðingarbæ mínum, Vestmannaeyj- um, í bæinn tveimur árum fyrr. Finn- björn hafði þá nýlega fengið meist- araréttindi sem málari. Þegar við kynntumst fannst mér Finnbjörn vera hlédrægur og feiminn, enda þekkti hann ekki marga hér í Reykjavík að undanskildum nokkrum hljóðfæraleikurum sem voru vinnufélagar hans. Á þeim tíma var ég og góður vinur minn Sigurður Helgason, sem er nýlátinn, með íbúð- arhús í byggingu suður í Kópavogi, sem á því stigi var tilbúið undir máln- ingu. Finnbjörn hafði mikinn áhuga á að hefja strax vinnu og spurði lítið sem ekkert um tímakaupið. Ég innti hann efthytilboði, sem hann gerði á staðnum. Ég sá strax að þetta tilboð hans í verkið var allt of lágt og saman gerðum við nýtt tilboð. Finnbjörn skilaði þessu verki af sér fljótt og vel, með fallegu handbragði og mikilli snyrtimennsku sem vai' hans aðals- merki til síðasta dags. Eftir þetta verk hófust kynni sem urðu mikil og náin eftir þvi sem tímar liðu. Við hóf- um náið samstarf sem stóð, með nokkrum hléum, allt til þeirrar stundar er Finnbjörn yfirgaf þennan heim. í Finnbjörn var margslungin per- sóna. Hann var gæddur miklum tón- listarhæfileikum og aðalhljóðfærið hans, píanóið, átti oft á tíðum hug hans allan. Djassinn var honum hug- leikinn, svo og klassísk tónlist ásamt öllum litbrigðum dægurlaga. Allt gat Finnbjörn spilað enda hafði hann um langt skeið leikið með ýmsum hljóm- sveitum og ferðast og spilað vítt og breitt um landið. Finnbjöm var mjög fróður og víð- lesinn maður og það var í raun sama hvai- drepið var niður fæti. Hann átti til dæmis auðvelt með að vitna í menn eins og Laxness, Þórberg, Gunnar Gunnai’sson o.fl. eftir því sem við átti. Heimspeki var honum endalaust umhugsunarefni og þekkti hann fjölmarga fræðimenn á því sviði. Eins var himingeimurinn hon- um stórt umhugsunarefni. Hann hafði unun af því að skoða stjörnurn- ar og útskýra gang himintunglanna. Hann vissi mannfjöldann í ótal lönd- um, hann þekkti til um þróunarað- stoð við vanþróuð ríki, um vopna- framleiðslu hinna ýmsu landa, um samviskufanga austan hafs og vest- an. Hann talaði oft um að ef misvitrir leiðtogar heimsins tækju höndum saman og hættu framleiðslu gjöreyð- ingarvopna væri hægt að útrýma alh'i fátækt á jarðkringlu okkar. Hugm- hans var bundinn við svo ótal mai'gt og allt virtist miðað við að hjálpa börnum og gömlu og lasburða fólki, í raun öllum þeim sem þurftu á hjálpinni að halda. Margii' urðu til að undrast órofa vináttu okkai' Finnbjöms því við komum úr svo ólíku umhverfi. Æsku- heimili hans var höll, stórhýsið Fell á ísafirði. Faðir Finnbjörns var mikill athafnamaður, málarameistari og kaupmaður, nokkuð sti’angur og kröfuharður bæði á sig og aðra. Móð- ir Finnbjöms vai’ aftur á móti blíð- lynd og full af hlýju og ástúð. Hún var burtkölluð skyndilega frá mörg- um börnum og syrgði minn góði vin- ur hana allt fram á síðasta dag. Aftur á móti kom ég úr umhverfi fátæktar og nægjusemi. Faðir minn hafði verið eldheitur hugsjónamaður sem trúði á betri heim í formi rétt> lætis, jöfnuðar og bræðralags. Þurfti hann oft að gjalda þessai-a róttæku skoðana. Finnbjörn var mjög póli- tískur allt sitt líf og Sjálfstæðisflokk- urinn var hans flokkur. Aftur á móti var ég vinstrisinnaður mjög í skoðun- um. Minnisstætt þykir mér þegar ég og Finnbjöm fóram ásamt þeim Olafi Ragnari Grímssyni, núverandi for- seta Islands, og konu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, austur í Selvog til að líta á svæði þar sem Al- þýðubandalagið ætlaði að halda sam- komu. Finnbjöm og Ólafur voru báð- ir að vestan og snerust umræðumar í bílnum að mestu um lífið á Vestfjörð- um hér áður fyrr. Ég og Guðrún Katrín urðum þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að heyra virkilega skemmtilegar sögur af mannlífi Vest- fjarða sem þeir tveir þekktu svo vel. Éinnbjörn þekkti vel foreldi’a Ólafs og gat vinur minn sagt mikið og vel frá móður Ólafs sem hann missti ungur að ámm. Að lokum vil ég votta Dúnu, börn- um hans og barnabörnum samúð mína. Fjölskyldan var honum allt og þó svo að Finnbjörn og Dúna hefðu skilið fyrir nokkmm árum voru þau mjög tengd og það leið ekki sá dagur að hann hugsaði ekki til hennar og barna sinna með mikilli hlýju. Hafðu það sem allra best, kæri vinur. Hafsteinn Hjai-tarson. Hann hvarf okkur úr augsýn jafnsnögglega og hann hafði birst okkur. Hann fluttist í þorpið til okkar fyrir réttum tveimur árum og við trúum því varla enn að hann sé farinn. Vinur okkar Finnbjörn Finn- björnsson málarameistari varð bráð- kvaddur á heimili sínu hinn 22. júní síðastliðinn. Sjálfsagt hefði honum ekki þótt það slæmt - hlutskipti að kveðja þá er sólargangur er hvað lengstur en við sem eftir sitjum emm harmi slegin. Betri granna var vart hægt að hugsa sér og það var okkur ávallt til heilsubótar að rekast á hann og rabba við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Og stöðui’ himin- tunglanna voru okkur sameiginlegt áhugamál. Saman höfðum við fagnað vori og kvatt sumar með löngum vangaveltum um sólarupprás og sól- setur og fylgdumst í sameiningu grannt með hverju hænufeti er dagur lengdist eftir sólstöður á vetri. Tón- listin vai’ Finnbimi í blóð borin og það voru notalegar stundir er hann settist við píanóið okkar og lék nokkrar ballöður frá miðri öldinni. Finnbjörn hafði komið víða við í tón- listinni og kynnst mörgum hljómlist- armanninum og hafði hann mikla ánægju af að rifja upp kynni sín af Ragnari H. Ragnar á Isafirði. Þá var kennai’alið Tónlistarskólans í Reykjavík, þá í Þráðvangi við Lauf- ásveg, honum enn í fersku minni. Það virtust þó fáar tónlistarminningar vera honum jafn ljóslifandi og heim- sókn rássneska sellósnillingsins Rostropovitsj til Isafjarðar á sjötta áratugnum. Finnbjöm reyndist okkur ákaflega vel þessi tvö ár er kynni okkar stóðu. Hann gaf sér ávallt tíma til að ræða við bömin okkar tvö og stakk þá gjarnan að þeim einhverju slikkeríi í leiðinni, smáfólkinu til ómældrar ánægju. Vom þau stolt að fá að telja hann til vinar. Þegar við sögðum þeim að nú væri hann Finnbjörn far- inn, dáinn, spurði það yngra: „Og nammið líka?“ Það er skarð fyrir skildi en við þökkum algóðum Guði fyrir þær ánægjustundir er við mátt- um eiga með Finnbimi. Börnum hans, Guðrúnu og öðram ástvinum sendum við okkai’ innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Finnbjörns Finnbjömssonar. Oddur Björnsson og fjölskylda, Mjóstræti 2B, Reykjavík. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA EINARSSONAR frá Vopnafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sundabúðar Vopnafirði og Guðfinnu Kristjánsdóttur og fjöl- skyldu. Sigurður Guðnason, Óiafur Guðnason, Fanney Rut Eiríksdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐMANNS A. AÐALSTEINSSONAR flugstjóra, Hlaðbæ 16. Ingveldur Steindórsdóttir, Kristín H. Guðmannsdóttir, Ásgeir Karlsson, Aðalsteinn Guðmannsson, Hulda Ástþórsdóttir, Svava Guðmannsdóttir, Sigurður Stefánsson, Ragnar Guðmannsson og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, GUÐMUNDAR STEFÁNS EÐVARÐSSONAR frá (safirði, Miðvangi 41, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Hinrika Ásgerður Kristjánsdóttir og börn. KRISTJÁN HANNESSON +Kristján Hannesson var fæddur í Keflavík 15. nóv- ember 1921. Hann lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 15. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðar- kirkju 30. júní. Skyndilegt fráfall félaga okkar, Kristjáns Hannessonar, era óvænt og döpur tíðindi á sólríku sumri. Það eru ekki nema örfáar vikur síðan við hittumst nánast dags dag- lega í aðdraganda nýliðinna bæjar- stjórnakosninga. Kristján var einn þeirra sönnu jafnaðar- og félags- hyggjumanna sem tók virkan þátt í stofnun og starfi Fjarðarlistans í Hafnarfirði fyi’ir síðustu kosning- ar. Hann skipaði eitt af heiðurs- sætum framboðslistans og lét sig ekki muna um það, þótt kominn væri á efri ár, að taka svo virkan þátt í staifinu og baráttunni fyrir kosningarnar að aðrir yngri og óreyndari gátu ekki annað en dáðst af eljunni og eldmóðinum. Það var mikill styrkur að hafa Kristján Hannesson með í sterkri liðssveit. Hann var sjóaður af ára- tuga reynslu í félagsmálum, jafnt í stjórnmálum sem verkalýðsmál- um. Bæði í Hafnarfirði og ekki síst vestur á Tálknafirði þar sem hann beitti sér fyrir endurreisn verka- lýðsfélagsins á staðnum og stýrði því af myndarskap um langt ára- bil. Kristján var aufúsugestur hvar sem hann kom, enda hafði hann ávallt eitthvað til málanna að leggja. Síðustu árin tók hann virk- an þátt í starfi Félags eldri borg- ara í Hafnarfirði og var þar vin- sæll félagi, því líkt og annars stað- ar lét Kristján hendur standa fram úr ermum og talaði máli félaga sinna þannig að eftir var tekið. Það var ekki ónýtt að eiga slíkan liðs- mann sem Kiistján var. Fyrir hönd Fjarðarlistans og þeirra fjölmörgu í þeirri liðssveit, sem fengu tækifæri til að starfa með Kristjáni og læra af eldmóði hans og áhuga, vil ég þakka af heilum hug. Síðustu mánuðir hafa verið okkur öllum lærdómsríkir. Það var ekki síst hugur og hug- sjónir Kristjáns heitins Hannes- sonar sem skapaði þá samstöðu og góðu samvinnu sem hefur einkennt okkar starf og verður okkur leiðar- vísir til framtíðar. Aðstandendum og ættingjum vottum við dýpstu samúð. Lúðvík Geirsson. + Þökkum samúð og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KETILS H. SÍMONARSONAR frá Kaðlastöðum, Ásabraut 8, Grindavík. Klara Jónatansdóttir, Viktoría Ketilsdóttir, Hildur Þ. Ketilsdóttir, Klara S. Halldórsdóttir, Þuríður Halldórsdóttir, Baldur Ketilsson, Guðjón Þorláksson, Halldór Þorláksson, Gísli J. Sigurðsson, Jóhanna Halldórsdóttir. + Þökkum hlýhug og vináttu við fráfall okkar ástkæru JÓHÖNNU SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR framkvæmdastjóra Heyrnarhjálpar, Birkihlfð 2b, Hafnarfirði. Ólafur Jónsson, Úlfhildur Ólafsdóttir, Sólkatla Ólafsdóttir, Elín Jónína Ólafsdóttir, Einar Steinþórsson, Gréta Bentsdóttir, Bent S. Einarsson, Elfa Dögg Einarsdóttir, Steinþór Einarsson og fjölskyldur. Birting íifmælis- og minningnrgreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir gi’einunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.