Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 02.07.1998, Qupperneq 58
58 FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Ég velti þvf stundum fyrir mér Hérna... Þetta dugar venjulega hvort ég viti einu sinni hvað geti gríptu boltann! á hunda... gert mig ánægðan... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 108 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Otrúleg vinnubrögð í Bessastaðahreppi Frá Kristjáni Sveinbjörnssyni: TILGANGURINN með greinar- korni þessu er að vekja ennfrekar athygli á átakanlegum vinnubrögð- um meirihluta hreppsnefndar Bessastaðahrepps, í þeirri von að íbúarnir þurfi ekki að meðtaka aðra eins sneypu héðan í frá. Eina ferð- ina enn hafa orðið pólitískar ham- farir í Bessastaðahreppi og enn og aftur er oddviti sjálfstæðismanna í aðalhlutverkinu. Nú er það skóla- stjóri Tónlistarskólans sem honum þóknast að reka. Það fylgir því mik- il ábyrgð að gegna leiðtogastörfum í þágu sveitarfélags. Oddviti getur ekki leyft sér hvað sem er. Hann verður að vita hvaða völd hann hef- ur og það verður að vera hægt að gera þær kröfur til hans að hann kunni að fara með þau. En þessu áttar oddvitinn sig ekki á. Fyrir nýafstaðnar kosningar vakti það athygli að mörg gamal- kunnug andlit höfðu horfið af fram- boðslista sjálfstæðismanna og að mikið var þar af nýju og reynslu- lausu fólki. Varla var liðin vika af kjörtímabilinu þegar eðli oddvitans kom fram. Hann sóttist eftir að verða hvort tveggja í senn, oddviti sveitarstjómar og formaður hreppsráðs. Hann fékk því fram- gengt. Slíkt er fátítt, ef ekki eins- dæmi. Um leið og þessi miklu völd voru í höndum, varð auðvitað að prófa þau, sýna hver það er sem ræður hér. Það er skuggaleg staðreynd að æðsti starfsmaður hreppsins, sveit- arstjóri, skuli hafa látið hafa sig í að framkvæma aðra eins ósvinnu. Vinnubrögð oddvitans koma þeim ekki á óvart sem reynt hafa við- skiptin við hann. í meirihlutasam- staiÆ síðasta kjörtímabils vildi hann öllu ráða, sagðist vera kosinn til þess. A hreppsnefndarfundi 23. júnl kom í ljós hvemig nýja fólkið reyn- ist. Þar hafði oddvitinn þrjá sam- verkamenn í rassvasanum, við verknað sem er þeim öllum til smánar. Það er ótrúleg biræfni að reka starfsmann sem ekki hefur fengið formlegar ávirðingar fyrir störf sín, án uppsagnarfrests og með hætti sem stangast á við bæði lög og kjarasamninga. Það er ótrú- leg einfeldni að halda að fólk með fulla skynsemi taki yfirskyn skipu- lagsbreytinga gott og gilt. Það er ótrúlegur hroki að taka hvorki tillit til lagaraka, víðtækra mótmæla, né tillagna og bæna um endurskoðun á málinu. Það er ótrúleg hræsni að koma síðan fram í fjölmiðlum og hæla manneskjunni sem nýbúið er að sýna fáheyrða lítilsvirðingu. A fjölmennum fundi um framtíð- arskipan Tónlistarskóla Bessa- staðahrepps, sem haldinn var 29. júní, voru flutt fróðleg erindi um uppeldisgildi tónlistamáms og mis- munandi hugmyndir um rekstrar- form tónlistarskóla. Þar fengust þó engin haldbær svör við þeim spum- ingum sem brenna á hreppsbúum þessa dagana, þ.e. hvers vegna skólastjóri Tónlistarskólans var rekinn, hvað eða hver kalli á breyt- ingar á rekstri stofnunarinnar eða hvernig hreppsyfirvöld sjá framtíð- ina fyrir sér. Þetta mál setur skilj- anlega bæði mann- og menningarhf í hreppnum í uppnám. Svona gera menn ekki. KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, Miðskógum 6, Bessastaðahreppi. Tvennir tónleikar „bella grande“ Frá Friðriki Eiríkssyni: í LISTAFLÓÐI undanfarinna vikna, hafa Islendingar getað valið úr mörgu mjög áhugaverðu, sem mat- reitt hefur verið í nafni listahátíðar. Ekki hafa allir efni á né tækifæri til þess að fylgjast með öllu því sem boðið er, svo erfitt getur verið að velja. Það var engin spuming fyrir undirritaðan að velja tónleika Galínu Gorchakovu sópran, sem vora í boði í Háskólabíói í byrjun júní. A tónleikunum urðu viðstaddir vitni að svo mögnuðum flutningi að sjaldgæft má telja. Þessi áreynslu- lausi fagri „bel canto“ söngur hreif áheyrendur svo um munaði. Tón- myndunin var svo framarlega í and- litsgrímunni, að ætla mætti að hún syngi fyrir framan tennurnar, líkt og hjá Títo Schipa fyrr á öldinni. Það var sannarlega þess virði að vera í Háskólabíói umrætt kvöld. Hinir tónleikarnir, sem undirritað- ur fór á vora ekki á vegum listahátíð- ar, en voru mjög fagrir og heillandi, svo að unun var á að hlýða. Það vora píanótónleikar Ama Heimis Ingólfs- sonar í Digraneskirkju 15. júní sl. en Galína Árni Heimir Gorchakova Ingólfsson á tónleikunum flutti hann þrjú píanó- verk eftir Róbert Schuman. Það er óhætt að fullyrða að þessi ungi maður hefur þegar haslað sér völl, sem fágætur píanóvirtuos, slík voru þau áhrif, sem hann hafði á áheyrendur. Geislar kvöldsólarinnar juku stemmninguna í þessu fagra Guðs- húsi og hljómurinn færði huga undir- ritaðs á hærra plan, slíkur var flutn- ingurinn. Það var mannbætandi að verða vitni að þessum glæsilega flutningi. Guð laun. FRIÐRIK EIRÍKSSON, bryti hjá Aðalverktökum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.