Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 63

Morgunblaðið - 02.07.1998, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 63 FÓLK ÍFRÉTTUM JAMIE Redknapp og Louise giftu sig í vikunni. Fótbolta- og poppstjarna í það heilaga FÓTBOLTAKAPPINN Jamie Redknapp, sem spilar með Li- verpool, gekk að eiga unnustu sína Lousie, sem er bresk poppstjarna, um borð í snekkju við Bermúda-eyju nú í vikunni. Brúðkaupið átti upp- haflega að vera á næsta ári en skötuhjúin ákváðu með skömmum fyrirvara að nýta óvæntan frítíma Redknapp frá boltanum og láta pússa sig saman. Redknapp á við hnémeiðsli að stríða og gat því ekki verið með á HM. Þess í stað eyddi hann þremur vikum með sinni heittelskuðu á Bermúda. For- eldrar, afar og ömmur beggja voru viðstödd auk bróðurs Redknapps, en athöfnin fór fram á snekkjunni Lady Erica sem er í eigu milljarðamær- ingsins Nigels Prescotts. Hinn 25 ára gamli Red- knapp og hin 23 ára gamla Louise, sem var eitt sinn í kvennasveitinni Eternal, trú- lofuðu sig á síðasta ári og búa í íbúð Redknapps í Liverpool. Brúðkaupsferð var ekki fyrir- huguð því Louise mun syngja á góðgerðarsamkomu í Hyde Park um næstu helgi. Rappari skotinn RAPPARINN Russel Jones, öðru nafni 01’ Dirty Bastard, meðlimur sveitarinnar Wu- Tang Clan, var skotinn þegar íbúð hans í Brooklyn var rænd á þriðju- dagskvöldið. Jones hlaut skotsár í bakið en fregnir herma að líðan hans sé eftir atvikum. Að sögn lögreglunnar var Jones á heimili sínu þegar tveir grímuklæddir menn komu inn um ólæstar útidyrn- ar, gripu skartgripi, skutu rapparinn og flúðu. Ættingjar Jones fóru með hann á sjúkra- húsið. Tveir aðrir þekktir rappar- ar, B.I.G. og Tupac, hafa látist af skotsárum síðustu tvö árin. Hásetinn Hildur veður í karlmönnum „ÉG VEÐ í karlmönnum,“ segir hún hlæjandi, „en þeir eru allir lofaðir." Hún er átján ára, heitir Hildur Einarsdóttir og er háseti á Bjarma frá Tálknafirði, eina kvenkyns veran um borð. Ætlar ekki að eyða peningunum í vitleysu Auk hennar á Bjarma eru sjö karlmenn, þar á meðal faðir henn- ar, vélstjórinn, og frændi hennar, skipstjórinn. Henni líkar vel lífið á sjónum og finnst í góðu lagi að vera eini kvenmaðurinn um borð. Hún segist meira að segja stríða strákunum alveg miskunnarlaust. Hildur er Tálknfirðingur en býr í Keflavík, þar sem hún stundar nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þetta er í fyrsta sinn sem hún vinnur á sjó og hún hef- ur ekki orðið fyrir vonbrigðum með launin. Hún segist ákveðin í að eyða ekki sumarkaupinu í vit- leysu, heldur leggja það fyrir. Aðspurð um hvað hún geri um borð segist hún aðallega vera í aðgerð og svo hlaupi hún í skarð- ið þar sem með þurfi. Sjóveikin hefur alveg látið hana í friði, svo hún unir glöð við sitt á miðunum þar til skóli hefst á ný með haustinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg HILDUR Einarsdóttir nýtur sín vel á sjónum og hefur aldrei orðið sjóveik. Mikið úrval af nýjum herrafatnaði Verðdæmi: Jakkafötfrá ........9. Skyrturfrá ...1.900 Buxurfrá ...2.900 Skór frá ...2.900 Stakir jakkar frá. ...4.900 Vesti...............1.900 Rýmingarsala hefst í dag 30—60% afsláttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.