Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.07.1998, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 65 MYNDBÖND Stórkostleg vísinda- skáldsaga Gattaka (Gattaca)_______ DTaTíia ★★★★ Framleiðendur: Danny DeVito, Mich- ael Shamberg, Stacey Sher. Leik- sljóri: Andrew Niccol. Handritshöf- undar: Andrew Niccol. Kvikmynda- taka: Slavomir Idziak. Tónlist: Mich- ael Nyman. Aðalhlutverk: Ethan Hawke, Uma Thurman, Gore Vidal, Xander Berkeley, Elias Koteas, Jude Law, Ernest Borgnine. 106 mín. Bandaríkin. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. f FRAMTÍÐINNI hefur samfé- lagið þróast þannig að DNA-sýni úr fólki er tekið við fæðingu, sem sýnir fram á hættu á sjúkdómum og geð- rænum truflunum og ákvarðar það hvernig fólki mun vegna í lífinu. Vincent er einn af þeim sem hefur verið getinn með gömlu hefðbundnu aðferðinni, þ.e. kynmökum, og fæðist hann með hjartakvilla sem veldur því að draumur hans um að komast út í geiminn er fjarlægur. En það er hægt að kaupa allt í þess- um heimi og Vincent kaupir sér nýtt líf með því að þykjast vera allt önn- ur persóna en hann er, en sú per- sóna hefur alla þá kosti að bera til að komast út í geim. í mörg ár hafa vísindaskáldsögur lagt mun meiri áherslu á tækni- brellur heldur en hinn mannlega þátt, sem hefur orðið til þess að innihald myndanna hefur dvínað á meðan yfirborðið hefur orðið aðal- atriðið. „Contact" gerði heiðarlega tilraun að snúa við blaðinu og tókst prýðilega ætlunarverk sitt, en það er þessi mynd Gattaka sem er fyrsta meistaraverk vísindaskáld- sögumynda á þessum áratugi. Þetta er framtíðarsýn í líkingu við 1984 eftir George Orwell, en bendir auk þess á. málefni sem mjög er umtalað þessa dagana, þ.e. erfðar- vísindi. Allt virðiðst fullkomið á yf- irborðinu og kynþáttafordómar virðast ekki vera til staðar lengur, en í staðin er komin mismunun sem kemur strax fram við fæðingu. Að- alpersóna myndarinnar, Vincent, hefur alla sína tíð búið við þessa mismunun og hefur hálfpartinn sætt sig við hana en það sem fær hann til þess að berjast gegn henni er draumur hans. Allir leikararnir standa sig frábærlega og skemmti- legt er að sjá rithöfundinn Gore Vi- dal í hlutverki yfinnanns Vincents. Ethan Hawke er hæfileikaríkur leikari og gerir persónu Vincents góð skil og Thurman er traust sem samstarsfélagi Hawkes, sem eins og flestir hefur verið búin til á til- raunastofu. Bestu senurnar í mynd- inni eru á milli hins „fullkomna" Ju- de Law og Ethan Hawke, en þær senur eru óaðfinnanlega leiknar og togstreytan á milli persónanna kemur virkilega vel fram. Eini gall- inn við myndina er að samband Vincents við bróður sinn er svolítið þvingað og verður aldrei nægilega sannfærandi, en það eru smámunir. Myndataka Slavomir Idziaks er stórkostleg og litanotkunin er ein- staklega vel heppnuð. Tónlist Mich- ael Nymans er frábær og hefur hann ekki gert svona góða hluti síð- an „The Piano“. Heiðurinn á þessu öllu saman á Andrew Niccol, en þetta er fyrsta kvikmynd hans og skrifar hann einnig hið stórkostlega handrit. Það er óskandi að þessi mynd muni fá uppreisn æru á myndbandamarkaðnum fyrst hún komst ekki í kvikmyndahús hér á landi. FÓLK í FRÉTTUM Stöðvaði birtingu nektarmynda AÐDÁENDUR Leonardo DiCa- prio eiga sumir hverjir eftir að verða fyrir vonbrigðum því hann náði á dögunum sam- komulagi við útgefendur tíma- ritsins Playgirl vegna fyrirhug- aðrar birtingar á nektarmynd- um af kappanum. DiCaprio hafði höfðað mál gegn tímarit- inu og krafist skaðabóta og þess að myndirnar, sem teknar voru í óleyfi, yrðu aldrei birtar. DiCaprio sagði myndirnar hafa verið teknar í óleyfi á tökustað þar sem leikarar eru gjarnan naktir vegna atriða í kvikmyndunum. Lögfræðingur tímaritsins Playgirl kvað inni- hald samkomulagsins vera leyndarmál og neitaði að svara því hvort blaðið fengi að birta myndirnar síðar. I fyrra vann Brad Pitt lög- sókn gegn Playgirl eftir að tímaritið birti myndir af honum og þáverandi unnustu hans, Gwyneth Paltrow, nöktum í Karíbahafinu. LEONARDO DiCaprio gerði samkomulag við kvennablaðið Playgirl. Bananastykki (4 stk.), Froskar (6 stk.), Tittir (15 stk.) Ótrúlegagotl verð! Brillant myndbönd, (240 mln.) 1, 2 eöa 3 stk. Verð áður: 497 kr. Verð áður: 595 kr. Prince Polo (3 stk. í pakka), Toffee Crisp, (38 gr.), Remi súkkulaðl. TITTIB FfiOSKAR Verð áður: 149 kr. Verð áður: 398 kr. 149* Verð áður: Pepsi Cola og Diet Pepsi Cola, 2 Itr., Langloka frá Sóma. I Basset lakkris (400 gr.), Pik-Nik (113 gr.), Hob-Nobs súkkulaðikex (250 gr.) Ceramic steinar í gasgrill, grillkol/Eldsnögg, hraðgrill (einnota), Grillbursti kopar. Simoniz Back to Black og Max Wax bón Nafn: «rj • Heimili: Sími: Gerðu sumarið þitt að gleðisumri! Skrifaðu nafn þ'rtt, heimili og sima og skilaðu miðanum á næstu Olísstöð. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir heppna viðskiptavini: O TVær 5 daga ferðir fyrir tvo til Minneapolis (fiug og hótel innifalið). O 4 stórglæsiieg gasgrill frá Olís. Dregið verður 21. ágúst. <- Þe88i tilboð gilda á flestum Olís stððvum um land aHt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.