Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 5/7 -11/7
►SAKSÓKNARI í Noregi
hefur áfrýjað Sigurðarmál-
inu svokailaða til Hæstarétt-
ar Noregs. Málið verður þó
ekki tekið fyrir fyrr en
nefnd á vegum Hæstaróttar
hefur tekið ákvörðun um
hvort það fari fyrir rétt eða
ekki. I síðasta mánuði sýkn-
aði áfrýjunarréttur skip-
stjdra og útgerð skipsins af
því að hafa vanrækt tilkynn-
ingaskyldu varðandi komu
og brottfarir í og úr Iögsögu
við Jan Mayen og af því að
hafa fært ranglega í afla-
dagbækur.
►KOMIÐ hefur í Ijós að í
útibúi Kaupfélags Skagfirð-
inga í Varmahlíð er hærra
vöruverð í þrjá mánuði á
sumrin en yfir veturinn og
verða ibúar í næsta ná-
grenni sem og ferðamenn að
sætta sig við það. Haft er
eftir Pétri Stefánssyni úti-
bússtjdra, að með þessu sé
verið að safna upp „forða“
fyrir veturinn.
►FYRSTU sex mánuði árs-
ins voru seld 62.500 tonn á
fiskmörkuðum hérlendis að
verðmæti um 5,6 milljarðar
króna. Það er um 10 þús.
tonnum minna magn en selt
var á mörkuðum á sama
túna í fyrra en verðmæti
þess er engu að síður um 300
mifij. meira en á síðasta ári.
►SOPHIA Hansen og dætur
hennar, þær Dagbjört og
Rúna, hittust þrívegis í ein-
rúmi í vikunni í tyrknesku
fjallaþorpi. Samkvæmt úr-
skurði Hæstaréttar í Ankara
frá því í fýrra á Sophia um-
gengnisrétt við dætur sínar í
júlí og ágúst á hveiju ári en
í fyrra var sá réttur hennar
brotinn.
Alþýðubandalagið
klofnar
VERULEG andstaða reyndist vera við
sameiginlegt framboð félagshyggju-
flokkanna í næstu þingkosningum á
aukalandsfundi Alþýðubandalagsins og
virðist klofningur blasa við flokknum.
Þegar hafa tveir þingmenn flokksins,
þeir Steingrímur J. Sigfússon og Hjör-
leifur Guttormsson, gengið úr flokkn-
um og er stofnun nýs stjómmálafélags í
undirbúningi.
I hrakningum
á Vatnajökli
35 MANNA hópur Norðmanna og Is-
lendinga lenti í hrakningum á Vatna-
jökli sl. miðvikudag. Beiðni um aðstoð
barst um kiukkan átta að kvöldi og
voru björgunarsveitarmenn frá Höfn í
Homafirði komnir á staðinn upp úr
miðnætti. Allir voru heilir á húfi en
helmingur kvartaði undan kulda í and-
liti, á höndum og fótum. Fólkið var á
leið frá Kverkfjöllum í norðanverðum
jöklinum að Skálafellsjökli sem er að
sunnanverðu. Helmingur hópsins, sem
var á vélsleðum varð viðskila við snjóbíl
sem var með í for og náði vélsleðafólkið
engu fjarskiptasambandi en skilaði sér
heilu og höldnu í skála í Kverkfjöllum
skömmu eftir að hjálparbeiðnin kom
frá snjóbílnum.
Hvalfjarðargöng opn-
uð - Akraborgin hætt
HVALFJARÐARGÖNGIN hafa ver-
ið opnuð fyrir almennri umferð átta
mánuðum á undan áætlun. Kostnaður
við göngin er um 4,9 milljarðar og fær
verktakinn rúmlega 300 milljónir í
flýtigreiðslu. Göngin eru um 5,5 km
að lengd og iiggja dýpst 165 metra
undir sjávarmáli. Með tilkomu gang-
anna hefur Akraborgin hætt sigling-
um milli Akraness og Reykjavíkur og
er þar með lokið reglubundnum sigl-
ingum á þessari leið en þær hófust ár-
ið 1897.
látinn
MOSHOOD
Abiola, leiðtogi
stj ómarandstöð-
unnar í Nígeríu,
lést í fangelsi á
þriðjudag og
sögðu yfirvöld
banamein hans
hafa verið
hjartaáfall. Lét-
ust margir í
óeirðum sem
fylgdu í kjölfar
andláts Abiolas en sumir stuðnings-
manna hans töldu að honum hefði verið
byrlað eitur. Andlát Abiolas hleypir ní-
gerískum stjómmálum í upplausn en
ekki er nema mánuður síðan Sani
Abacha, leiðtogi herforingjastjómar-
innar, lést úr hjartaslagi. Abiola hafði
setið í fangelsi síðan 1994 en talið er að
hann hafi verið sigurvegari forseta-
kosninga sem Abacha ógilti 1993.
Abiola
►RICHARD Holbrooke,
sendiherra Bandarfkjanna,
sagðist á fimmtudag telja
mikla hættu á allsheijarstríði
í Kosovo ef ekki tækist að ná
samningum um framtíð
svæðisins á næstunni. Hol-
brooke, sem talinn er eiga
heiður af því að friðarsamn-
ingar tókust í Bosníustrfðinu,
sagðist jafnframt telja friðar-
umleitanir í Kosovo erfiðari
en í Bosnfu.
►ÞÚSUNDIR íbúa sem flýja
þurftu heimili sfn í Flórída í
Bandarfkjunum um sfðustu
helgi vegna skógarelda í rík-
inu fengu á mánudag og
þriðjudag að snúa heim á
nýjan lelk. Breytt vindátt og
aukinn loftraki tók þá að
gera slökkvistarf vegna eld-
anna auðveldara.
Vargöld á
N-írlandi
ÓEIRÐIR hafa geisað á N-írlandi
alla þessa viku eftir að liðsmönnum
Óraníureglunnar var bannað að ganga
fylktu liði niður Garvaghy-veginn, þar
sem flestir íbúa eru kaþólskir, í Porta-
down síðastliðinn sunnudag. Verst
urðu átökin á fimmtudag þegar um
tuttugu þúsund mótmælendur reyndu
að brjótast í gegnum varnarmúr lög-
reglu og hers við Drumcree-kirkju í
Portadown.
Er óttast að átökin stefni friðar-
samningi, sem samþykktur var í þjóð-
aratkvæðagreiðslu í maí, í voða enda
gengu viðræður um lausn málsins afar
illa í vikunni. Hefur Tony Blair, for-
sætisráðherra Breta, boðað til neyð-
arfundar í dag með fulltrúum Óraníu-
reglunnar og íbúa Garvaghy-vegar.
Önnur ganga Óraníumanna, sem
einnig er umdeild, fer fram í Belfast á
mánudag.
►VAXANDI áhyggjur eru af
efnahagslegu hruni í Rúss-
landi og voru uppi getgátur
um það í vikunni að fyrirhug-
uð för Bill Clintons Banda-
ríkjaforseta tengdist alls ekki
öryggismálum eins og talið
hefur verið heldur áhyggjum
Clintons vegna þessa. Boris
Jeltsín Rússlandsforseti sagð-
ist á fimmtudag staðráðinn í
að veija gengi rúblunnar og
leitaði á föstudag eftir stuðn-
ingi Ieiðtoga annarra ríkja.
►BOSNÍU-Serbinn Milan
Kovacevic varð á mánudag
fyrstur manna til að koma
fyrir stríðsglæpadómstól Sa-
meinuðu þjóðanna í Haag
vegna stríðsglæpa í Bosníu-
stríðinu 1992-1995.
Kovacevic segist saklaus af
ákærum um þjóðarmorð og
glæpi gegn mannkyninu en á
yfir höfði sér lífstíðarfangelsi
verði hann fundinn sekur.
FRÉTTIR
Bilnaðarbankinn tekur 16 milljarða lán til endurfjármögnunar
Sparar 103 millj. með því
að aflétta ríkisábyrgð
BÚNAÐARBANKI íslands hf. hef-
ur lokið útboði vegna tæplega 16
milljarða króna lántöku hjá 23 er-
lendum bönkum. Lánið er án ríkisá-
byrgðar og mun vera stærsta er-
lenda lán sem íslenskur aðili hefur
tekið að ríkissjóði frátöldum.
Lánið verður m.a. notað til að
greiða upp erlend lán bankans sem
bera ríkisábyrgð og Búnaðarbank-
inn greiðir 0,25% ábyrgðargjald af
árlega. Samtals verða endurgreidd
eldri lán með ríkisábyrgð að fjár-
hæð 160 milljónir dollara eða 11,6
milljarðar króna. Áætlaður spam-
aður bankans vegna þessarar end-
urgreiðslu nemur 103 milljónum
króna á lánstímanum. Afganginn,
60 milljónir dollara eða 4,3 milljarða
króna, mun bankinn nýta til útlána.
Lánið er fjölmyntalán til fimm
ára. Það er veltilán og er bankanum
því heimilt að greiða það niður að
vild eftir þörfum á lánstímanum.
Sólon R. Sigurðsson bankastjóri
og Guðmundur Gíslason, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs,
sömdu um lánið fyrir hönd Búnað-
arbankans. Að þeirra sögn er lánið
með föstu 17,5 punkta álagi á
LIBOR-vexti (millibankavexti).
„Miðað við sambærilegt lán sem
bankinn tók í fyrra hækkar álagið
aðeins um fimm punkta við það að
ríkisábyrgð fylgir ekki lánveiting-
unni nú. A móti kemur að við losn-
um við að greiða 25 punkta ríkisá-
byrgðargjald og spörum því 20
punkta (0,20%). Það munar um
minna þegar um svo stórar fjárhæð-
ir er að tefla og á lánstímanum
nemur spamaðurinn um 103 millj-
ónum króna.“
Mikill áhugi erlendra banka
Sólon og Guðmundur segja að
mikill áhugi hafi verið á lántökunni
á erlendum lánsfjármörkuðum og
23 bankar hafi tekið þátt í henni.
„Vegna hinna góðu viðbragða er
lánsfjárhæðin ívið hærri en til stóð í
upphafi enda hefur spum eftir er-
lendu lánsfé meðal viðskiptavina
bankans auldst til muna að undan-
fömu. Þessu nýja lánsfé hefur nú
öllu verið ráðstafað til útlána og því
má búast við að við hefjum aftur
þreifingar á erlendum fjármagns-
mörkuðum með haustinu.“
Sumitomo Bank hafði umsjón
með lánveitingunni en auk hans
önnuðust fimm bankar milligöngu
um hana; Bankgesellschaft Berlin,
Den Danske Bank, DG-Bank, En-
skilda Debt Capital Markets og
ING Bank. Er þetta í níunda skipti
á ellefu áram sem Sumitomo Bank í
Japan hefur milligöngu um útvegun
erlends lánsfjár fyrir bankann. Sól-
on og Guðmundur segja að fleiri
bankar hafi sóst eftir því að hafa
milligöngu um lánið en orðið frá að
hverfa.
íþrótta- og tómstundaráð hlýtur viðurkenningu
Reykjavíkurborgar fyrir starfsárangur
Framúrskarandi árvekni
og snerpa í starfi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ÓMAR Einarsson framkvæmdastjóri ÍTR tekur við viðurkenningu
Reykjavíkurborgar frá Ingibjörgu Sólrúnu Gisladóttur.
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
hlaut í gær viðurkenningu
Reykjavíkurborgar fyrir árang-
ur í starfi. í máli Ingibjargar
Sólrúnar borgarstjóra koma
fram að við val á stofnun eða
fyrirtæki sem þótti skara fram
úr hafí verið tekið mið af því
hversu vel þeim hefði gengið að
innleiða hjá sér ný vinnubrögð
og verklag sem Reykjavfkurborg
hafi verið að tileinka sér á síð-
ustu misserum.
Ingibjörg segir ramma við
gerð fjárhagsáætlana Reykjavík-
urborgar hafa sannað gildi sitt
og ársreikningar fyrir árið 1997
leiði í Ijós að í heildina hafí frá-
vikið frá heimiluðum útgjaldar-
ömmun aðeins verið 0,8%. Ingi-
björg Iagði áherslu á að þetta
þýddi að stjórnendur og for-
stöðumenn hjá Reylgavíkurborg
hafi sýnt og sannað hversu vel
þeir séu þess umkomnir að
takast á við breyttar áherslur í
stjórnarháttum og þá auknu
ábyrgð sem nýju fjárhagsáætlun-
arferli fylgi.
Ingibjörg sagði enn unnið að
undirbúningi reglna um það
hvernig skuli staðið að úthlutun
viðurkenninga þegar til Iengri
tíma sé litið. Valið hafi verið
vandasamt en íþrótta- og tóm-
stundaráði sé veitt viðurkenning-
in í ár fyrir framúrskarandi ár-
vekni og snerpu í starfsemi, liðs-
heildin sé góð og hafí brugðist
við nýjum áherslum með frum-
kvæði og fagmennsku. ÍTR hafi
m.a. staðið sig vel í jafnréttis- og
starfsmannamálum og tekist vel
að dreifa ábyrgð, að auki hafi
ÍTR verið innan fjárhagsramma.
Ómar Einarsson framkvæmda-
stjóri ÍTR tók við viðurkenningu
Reykjavíkurborgar. Ómar þakk-
aði fyrir hönd ÍTR og sagði góð-
an árangur ekki síst felast íjgóðu
samstarfi kjörinna fulltrúa ITR
og embættismanna. Hann sagði
störf starfsmanna einnkennast af
gleði, það færi þeim nú viður-
kenninguna.
Hvetur borgarstarfsmenn
til dáða
Ómar segir viðurkenninguna
hafa mikla þýðingu fyrir starfs-
menn, þetta hvetji ÍTR og aðra
borgarstarfsmenn til dáða. Hann
segir ÍTR leggja áherslu á að
sýna starfsmönnum traust og
fela þeim ábyrgð, unnið hafi ver-
ið að skýrri stefnumótun í æsku-
lýðsmálum og þar hafi starfs-
menn íþrótta- og félagsmiðstöða
unnið gott starf. Samningar ÍTR
við Knattspyrnusambandið,
íþróttabandalag Reykjavíkur og
Fák um Laugardalsvöllinn,
Skautahöllina og Reiðhöllina hafí
gefist vel, svo fátt eitt sé nefnt.
Omar segir ÍTR hafi gengið í
gegnum mikla naflaskoðun við
gerð fjárhagsáætlana fyrir árið
1997 og það hafi skilað góðum
árangri.