Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 45
Hannes í toppbaráttunni
SKAK
K a ii |i m a n n a h ii r n
4.— 1 5. júlí
POLITIKEN CUP
Hannes Hlífar Stefánsson stórmeist-
ari er efstur ásamt tíu öðrum.
Hannes Hlífar
Stefánsson
HANNES Hlífar hefur hlotið
fimm vinninga í sex umferðum á
Politiken Cup-skákmótinu sem nú
stendur yfir í
Kaupmanna-
höfn. Hannes er
í 1,—11. sæti á
mótinu. Hannes
tapaði í þriðju
umferð, en hefur
unnið aðrar
skákir. Vegna
mikils fjölda
þátttakenda hef-
ur lítið dregið í
sundur með
sterkustu keppendum og efstu
menn á mótinu hafa nánast ekkert
teflt innbyrðis. Aðal baráttan um
efstu sætin er því framundan.
Þröstur Þórhallsson er með 4
vinninga í 18.-36. sæti, en þar sem
11 umferðir eru tefldar á mótinu á
hann enn ágæta möguleika á því að
blanda sér í hóp efstu manna.
Þótt athyglin beinist jafnan að
efstu sætunum á skákmótum, þá er
einnig mjög ánægjulegt að fylgjast
með góðum og oft óvæntum árangri
þeirra ungu íslensku skákmanna
sem taka þátt í mótinu. Sveinn Þór
Wilhelmsson hefur mætt skák-
mönnum með alþjóðleg skákstig í
öllum 6 umferðunum, en hefur
engu að síður náð 3Vá vinningi.
Þetta er frábær árangur hjá þess-
um unga skákmanni og ef hann
teflir af sama krafti það sem eftir
er mótsins má búast við að hann fái
u.þ.b. 2.200 alþjóðleg stig. Guðjón
Heiðar Valgarðsson er einnig með
3'/2 vinning, hefur teflt við þrjá
skákmenn með alþjóðleg skákstig
og unnið tvo þeirra.
Auk þeiiTa Sveins Þórs og Guð-
jóns Heiðars hafa margir hinna ís-
lensku keppendanna einnig náð at-
hyglisverðum árangri. Það verður
því spennandi að íylgjast með
framvindu mála í síðari hluta móts-
ins. Staða efstu íslensku skákmann-
anna er nú þessi:
1,—11. Hannes Hlífar Stefánsson 5 v.
18-36. Þröstur Þórhallsson 4 v.
37.-58. Sveinn Þór Wilhelmsson 3V4 v.
37.-58. Guðjón H. Valgarðsson 3/2 v.
59.-82. Kristján Eðvarðsson 3 v.
59.-82. Stefán Kristjánsson 3 v.
59.-82. Davíð Kjartansson 3 v.
59.-82. Hjalti Rúnar Ómarsson 3 v.
59.-82. Andri H. Kristinsson 3 v.
I sjöundu umferð, sem tefld var
laugardaginn 11. júlí, mættust með-
al annars:
Carsten Hoi 2430 - Hannes H. Stefánss.
Þröstur Þórhallss. - Roland Greger 2340
Sveinn Wilhelmss. - Peter Bjamehag 2290
Hans 0. Lahlum 2215 - Guðjón Valgarðss.
Politiken Cup er annað skákmót-
ið í VISA-stórbikarkeppninni
1998-9. Öll úrslit, röð skákmanna
og stigaútreikninga má sjá eftir
hverja umferð á íslensku skáksíð-
unni: www.vks.is/skak
Ný FIDE-stig
FIDE hefur nú birt alþjóðleg
skákstig íslenskra skákmanna í júlí.
Sextíu íslenskir skákmenn eru á
listanum, sem takmarkast við skák-
menn með 2.000 stig eða meira. Níu
íslenskir skákmenn bera stórmeist-
aratitil. Allir eru þeir á FIDE-list-
anum fyrir utan Guðmund Sigur-
jónsson. Alþjóðlegir meistarar eru
einungis þrír, en það er einsdæmi í
heiminum að land eigi fleiri stór-
meistara en alþjóðlega meistara.
íslenskir FIDE-meistarar eru 9
talsins. Stigalistinn fyrir júlí lítur
þannig út:
1. Jóhann Hjartarson (2630, SM)
2. Margeir Pétursson (2550, SM)
3. Jón L. Ámason (2535, SM)
4. Hannes H. Stefánsson (2535, SM)
5. Helgi Ólafsson (2505, SM)
6. Þröstur Þórhallsson (2495, SM)
7. Helgi Áss Grétarsson (2480, SM)
8. Friðrik Ólafsson (2460, SM)
9. Jón Viktor Gunnarsson (2445)
10. Björgvin Jónsson (2395, AM)
12. Héðinn Steingrímsson (2390, AM)
13. Jón G. Viðarsson (2375, FM)
14. Ingvar Ásmundsson (2365, FM)
15. Róbert Harðarson (2325, FM)
16. Andri Áss Grétarsson (2315, FM)
17. Þorsteinn Þorsteinsson (2310, FM)
18. Guðmundur Gíslason (2305)
19. Ágúst S. Karlsson (2305, FM)
Sævar Bjarnason (2295, AM), Magnús Öm
Úlfarsson (2290), Benedikt Jónasson (2285,
FM), Amar Þorsteinsson (2285), Gylfi Þór-
hallsson (2280), Guðmundur Halldórsson
(2275), Áskell Ö. Kárason (2270), Tómas
Bjömsson (2255, FM), Bjöm Freyr Bjömsson
(2250), Bragi Halldórsson (2250), Stefán Krist-
jánsson (2250), Hrafn Loftsson (2250), Rúnar
Sigurpálsson (2250), Arinbjöm Gunnarsson
(2240), Matthías Kormáksson (2235), Bragi
Þorfinnsson (2235), Kristján Eðvarðsson
(2220), Sigurður Daði Sigfússon (2215, FM),
Björgvin Víglundsson (2215), Bergsteinn Ein-
arsson (2210), Júlíus Friðjónsson (2210), Ólafur
B. Þórsson (2205), Jón Ámi Halldórsson (2200),
Magnús P. Ömólfsson (2200), Sigurbjöm
Bjömsson (2190), Einar Hjalti Jensson (2185),
Hrannar Baldursson (2180), Stefán Briem
(2180), Amar Gunnarsson (2180), Erlingur Þor-
steinsson (2160), Torfi Leósson (2150), Halldór
Pálsson (2145), Davíð Kjartansson (2130), Stef-
án Þór Sigurjónsson (2130), Einar Kristinn
Einarsson (2125), Heimir Ásgeirsson (2115),
Bjöm Þorfinnsson (2115), Matthías Kjeld
(2110), Jóhann H. Ragnarsson (2105), Páll A
Þórarinsson (2105), Þorvarður Ólafsson (2050),
Hrannar Amarsson (2035).
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
FRETTIR
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja
semur við Sorpu
Yarnarliðið kann
ar aðrar leiðir
STJÓRN Sorpeyðingarstöðvar Suð-
urnesja hefur undirritað drög að
samkomulagi við Sorpu bs. um sorp-
eyðingu og gildir samningurinn frá
1. janúar 1999 til ársloka 2004.
Að sögn Guðjóns Guðmundssonar
framkvæmdastjóra er samkomulag-
ið til kynningar og afgreiðslu í fimm
sveitarstjómum þ.e. Reykjanesbæ,
Grindavík, Sandgerði, Garði og
Vatnsleysustrandarhreppi. Undan-
farin ár hafa sveitarfélögin og varn-
arliðið á Keflavíkurflugvelli rekið í
sameiningu brennsluofn innan vall-
argirðingar og sagði Einar Gunn-
arsson, sendiráðsritai-i og staðgeng-
ill skrifstofustjóra Varnarmálaskrif-
stofunnar, að verið sé að kanna aðra
möguleika fyrir varnarliðið til sorp-
urðunar, sem uppfylla auknar kröf-
ur til umhverfisverndar samkvæmt
íslenskum lögum.
Að sögn Guðjóns stendur vamar-
liðið á Keflavíkurflugvelli utan við
samkomulagið og segir í bókun
stjórnar Sorpeyðingarstöðvarinnar
að ljóst sé að ekki náist viðunandi
samningar við varnarliðið um sam-
starf um sorpeyðingu og því sé hag-
kvæmast að semja við Sorpu. Með
samningnum sé tryggð lausn á sorp-
eyðingu fyrir sveitarfélögin þegar
starfsleyfi núverandi brennslustöðv-
ar rennur út árið 2000.
Hætt við að reisa aðra brennslu
„Við höfum átt í viðræðum við
varnarliðið og ætlunin var að reisa
aðra brennslu en við emm fallnir á
tíma miðað við árið 2000 þegar nú-
verandi stöð verður lögð niður,“
sagði Guðjón. „Varnarliðið hefur
engu svarað um hvað þeir ætla að
gera í framtíðinni. Að minnsta kosti
er ljóst að töluverðan tíma tekur að
endumýja brennslustöðina þannig
að sveitarfélögin eru að bregðast við
með þessum hætti til að tryggja að
þessi mál verði í lagi.“
Árlega falla til 12-13 þús. tonn af
sorpi hjá sveitarfélögunum fimm á
Suðurnesjum og um 3-4 þús. tonn
hjá vamarliðinu.
Samningaviðræður em í gangi
milli vamarliðsins á Keflavíkurflug-
velli og sveitarfélaganna um áfram-
haldandi samstarf um sorpeyðingu
með nýjum brennsluofni. „Það hefur
ekki fundist samstarfsgrundvöllur
um það verkefni," sagði Einar
Gunnarsson. „Er varnarliðið að
kanna aðrar leiðir til að koma fyrir
sínu sorpi í samræmi við gildandi
lög og reglur á íslandi og gildandi
kröfur á sviði umhverfismála en
hvort það felur í sér nálgun gagn-
vart sveitarfélögunum vitum við
ekki á þessari stundu." Þess er kraf-
ist að vamarliðið fargi sínu sorpi
innan vallarsvæðisins og sagði Ein-
ar að engin áform væm uppi um að
breyta þeirri kröfu af hálfu Vamar-
málaskrifstofunnar. I húsasorpi frá
Varnarliðinu gætu verið leifar af
matvælum sem heimilt væri að
flytja inn til vallarins og hefur ekki
þótt eðlilegt að það færi út af vam-
arsvæðinu.
i
i
í
i
i
i
;
i
<
i
i
i
í
i
<
Eftirtaldir leikir
í 8-liða úrslitum
fara fram
Coca-Cola bikars karla og kvenna
Mánudagur 13. júlí Kl. 20:00 Haukar - Breiðablik yR Ásvellir jK* *5v'
Þriðjudagur 14. júlí Kl. 20:00 Grindavík - Þróttur R. 1 Grindavíkurvöilur IBV — KR Vestmannaeyjavöllur Leiftur - Víkingur R. Ólafsfjarðarvöllur ÍBA - ÍA Æ' Akureyrarvöllur •v* »\l
Miðvikudagur 15. júlí Kl. 20:00 Fylkir - Breiðablik Fylkisvöllur w * ÍBV - Stjarnan Vestmannaeyjavöllur KR - Valur KR-völlur