Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 33
BERNODUS O.G.
FINNBOGASON
+ Bernódus Ö.G.
Finnbogason
fæddist á Snæfjöll-
um í Norður-Isa-
fjarðarsýslu 11.
aprfl 1911. Hann
lést á Hrafnistu í
Reykjavík að kvöldi
4. júlí síðastliðinn.
Faðir hans var
Finnbogi Jón, for-
maður í Bolungar-
vík, hann var sonur
Guðmundar Mark-
ússonar útvegs-
bónda og Sigríðar
Ágústínu Örnólfs-
dóttur frá Skálavík. Móðir
Bernódusar var Steinunn, dótt-
ir Magnúsar Magnússonar
hreppstjóra á Hrófbergi í
Strandasýslu, og konu hans
Guðrúnar Guðmundsdóttur frá
Þiðriksvöllum. Systkini Bernód-
usar eru Guðrún ljósmóðir, f.
1915, Sigurvin, fyrrv. verk-
sljóri, f. 1918, Sigurgeir, versl-
unarmaður, f. 1922, d. 8.2. 1993,
Steinunn, ljósmóðir, f. 1924,
Magnús verslunarmaður, f.
1927.
Hinn 25. október 1947
kvæntist Bernódus eftirlifandi
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
(Tómas Guðmundsson)
Hann afi, Bernódus Finnboga-
son, hefur lokið ferðalagi sínu og
þrátt fyrir að við vissum að senn
myndi ferðalagi hans ljúka er mað-
ur einhvern veginn aldrei viðbúinn
og við fréttirnar tekur hjartað kipp.
Afi var þreyttur ferðalangur og
þreyttir eru hvíldinni fegnir. En
það getur verið erfitt að kveðja og
upp kemur söknuður og hugurinn
fer að reika í safni minninganna.
Upp í hugann koma svipmyndir -
afi að koma heim í hádegismat og í
húsinu er ilmur af soðinni ýsu með
floti, afi að líta eftir bátnum sínum,
Norðurljósinu, sem lengi vel stóð
við gafl hússins, afi að vigta saltið í
skúrnum og við að hjálpa, afi að
dytta að húsinu og amma smeyk
um að hann myndi detta í stigan-
um, bæjarferðir með afa og ömmu,
afi í skúrnum að hnýta tauma.
Meðan afi og amma bjuggu í
Fljótaselinu hjá pabba og mömmu
fór afi í nokkrar gönguferðir á dag,
hann setti sér markmið og oftast
voru ferðirnar fimm yfir daginn.
Eftir hverja göngu fékk hann kaffi-
sopa og brauðsneið hjá ömmu.
Hann fann að hann hafði gott af
hreyfingunni. En honum fannst
gönguferðirnar ekki duga og lang-
aði í reiðhjól. Drjúgan tíma tók að
finna hjól sem hentaði manninum
sem kominn var á níræðisaldur, en
hjólið fannst og mikið var hann afi
glaður þegar hjólið loks kom. Eftir
rúmlega hálfrar aldar hlé frá hjól-
reiðum gefur augaleið að þörf er á
æfingu. Hjólreiðarnar gengu þó
vonum framar og afi var þakklátur
nemandi.
Hann Benni afí var duglegur
maður og harður af sér. Sparsemi,
nýtni og nægjusemi einkenndu
hann eins og marga af hans kyn-
slóð sem hafa alla tíð þurft að
vinna hörðum höndum. Hann hafði
gott auga fyrir fatnaði og tók alltaf
eftir því hvort maður var í nýrri
flík, og lét þá skoðun sína alltaf í
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
eiginkonu sinni,
Kristínu M. Helga-
dóttur f. 26.4. 1915.
Hún dvelur nú á
Hrafnistu í Reykja-
vík. Foreldrar
hennar voru Helgi
Einarsson formað-
ur í Bolungarvík og
kona hans Guð-
björg Sigurðardótt-
ir. Sonur Bernódus-
ar og Kristínar er
Grétar Guðbjörn, f.
17.7. 1947, kona
hans er Guðrún
Eyjólfsdóttir, f.
18.1. 1949. Börn þeirra eru: 1)
Kristín Benný, f. 15.8. 1969,
maki Davíð Héðinsson, og eiga
þau tvo syni, Grétar Atla, f.
7.1. 1993 og Gunnar Atla, f.
20.4. 1994, 2) Óskar Eyjólfur, f.
22.9. 1976.
Bernódus og Kristín fluttu
frá Bolungarvík 1953, eftir
komu til Reykjavíkur starfaði
Bernódus sem vörubflstjóri á
vörubflastöðinni Þrótti.
Útför Bernódusar fer fram
frá Laugarneskirkju á morgun,
mánudag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
ljós hvort sem honum líkaði flíkin
eða ekki.
Á síðustu mánuðum hrakaði
heilsu afa mikið og þrekið fjaraði
smám saman út uns komið var að
ferðalokum. Honum var gefinn
langur tími til ferðarinnar og hann
var ekki aðeins afi heldui- einnig
langafi. Hann hafði gaman af þegar
langafabörnin, Grétar Atli og
Gunnar Atli, komu í heimsókn þrátt
fyrir að stundum væri mikill at-
gangur. Þeir voru vanir að gera sig
heimakomna og þeir vissu að alltaf
var von um að fá kannski
súkkulaðimola eða rúsínur.
Elsku afi, við vitum að nú hefur
þú öðlast aftur þann styrk og þá
krafta sem horfnir vom. Það er
okkar trú að nú líði þér vel og við
vitum að þú munt fylgjast með okk-
ur öllum, fjölskyldunni þinni, hvert
sem leið okkar mun liggja í framtíð-
inni. Við kveðjum þig nú með orð-
um í stað handtaks og koss á kinn.
Guð geymi þig, afi okkar.
Kristín Benný og
Óskar Eyjólfur.
Benna hús. Uppi í hlíðinni nyrst í
Víkinni. Undir Traðarhyrnu. Vor.
Bræðurnir em að taka upp mó.
Ilmur í lofti. Tjöruangan. Kallarnir
að dytta að bátum sínum niðri við
Brjót. Sólin skín. Allt er gott. Lífið
hjá smáfólkinu er samt við sig.
Benni og Stína kjölfestan. Já, ef
eitthvað bjátar á í fjölskyldunni eru
þau þar. Og þess vegna er litlum
manneskjum komið fyrir hjá
frændfólkinu í Víkinni þegar mikið
liggur við. Við vitum ekkert um
veikindi og erfiðleika enda ekki til
siðs hjá þessu fólki að íþyngja börn-
um með slíku.
Benni var elsti bróðir mömmu.
Sá sem ævinlega var leitað til í
blíðu og stríðu. Og hún Stína. Ekk-
ert barn var óþekkt hjá henni
Stínu, það var bara svoleiðis. Já,
þetta var ljúfur heimur þó að út-
hafsaldan brotnaði rétt fyrir neðan
okkur og hamaðist á hálfklámðum
brimbrjótnum og ólmaðist upp í
fjöru með látum. Hvað vomm við
að fást um það, tvö lítil systkini,
annað hjá Stínu og Benna og hitt
hjá Geira og Huldu? Við vomm
bara úti í Vík af því að pabbi var
veikur og mamma hjá honum í
Reykjavík. Litlir krakkar urðu
stórir. Lífið breyttist og frændfólk-
ið fluttist suður.
Á Laugarnestanga í Reykjavík
reis annað Benna hús. Rétt fyrir of-
an fjöraborðið og aftur só maður
ölduna brotna en ekki jafnákafa og
æsta og fyrir vestan. Lítil barn-
fóstra lallaði sér þá stundum inn á
Laugarnestanga. Eins og ósjálfrátt
sveigðu barnakerran og fæturnir
ævinlega í þá áttina. Já, Benni og
Stína með litla Grétar sinn bjuggu
um sig í Laugameshverfinu og
Benni hélt áfram starfinu sem hann
hafði haft fyrir vestan, að keyra
vömbílinn eins og það hét í þá daga.
Benni frændi var maður gerða
fremur en orða. Hægur maður en
fylginn sér. Kíminn og notalegur.
Hafði gaman af skvaldrinu í ætt-
ingjum sínum, brosti í kampinn en
lagði til málanna þegar honum þótti
næg ástæða.
I Víkinni hafði hann komið ná-
lægt leiklistinni og verið í kór.
Einnig spilaði hann á harmoniku á
böllum sveitunga sinna hér fyrr á
ámm. Enda alist upp við söng og
spil í heimahúsum frá blautu barns-
beini. Eftir að þau hjón fiuttust
suður var minna um slíkt. En þau
sungu saman, Stína og Benni.
Benni með mjúkan baryton og
Stína með sinn fallega sópran sem
hæft hefði hljómleikasölum. Það
vora skemmtilegar stundir í afmæl-
um og á hátíðum að heyra þau taka
lagið. Þar var gleðin í öndvegi. Og
rausnin sömuleiðis. Það var aldrei
þurrð á neinu hjá Stínu og Benna,
þar vantaði aldrei neitt. Hvorki
hjartagæsku og hlýju né yfirleitt
nokkuð annað. Stórir og smáir áttu
þar athvarf. Vinir og vandamenn að
vestan. Systkini og þeirra afkvæmi
sunnan heiða. Þar var ævinlega
gott að koma. Benni vissi alltaf
hvernig öðram leið og án þess að
hafa um það mörg orð rétti hann
hjálparhönd þeim sem stóðu höllum
fæti eða tóku kannski óvart einhver
hiiðarspor á lífsgöngunni. Það er
gæfa þessarar þjóðar að eiga menn
eins og hann. Hann var salt jarðar.
Litla frænkan sem trítlaði
ósjálfrátt út á Tangann í gamla
daga þakkar fyrir sig svo og systk-
inin öll, Gunnubörnin að vestan.
Elsku Stína mín, Grétar og fjöl-
skylda. Þökkum fyrir að hafa átt
þennan öðling að. Guð blessi ykkur.
Sigríður Gunnlaugsdóttir.
BERGUR
HALLGRÍMSSON
+ Bergur Hallgrímsson fæddist
í Hafnamesi við Fáskrúðs-
Qörð 4. október 1929. Hann and-
aðist á Selfossi 20. júní síðastlið-
inn og fór útfor hans fram frá
Kópavogskirkju 1. júlí.
Laugardaginn 20. júní vomm við
stödd í sumarbústað uppi í Borgar-
firði, þegar okkur barst sú harma-
fregn að Bergur Hallgrímsson, vin-
ur okkar og tengdafaðh' dóttur
okkar, hefði orðið bráðkvaddur í
morgun við vinnu sína. Það er mjög
erfitt að kyngja því að einn af
manns bestu vinum sé kvaddur svo
snögglega á brott. En oft hafði ég
leitt hugann að því að svona færi
Bergur. Hann var svo mikill bjart-
sýnismaður og mikill eljumaður,
alltaf að vinna. Það var eins og
hann væri í kapphlaupi við lífið
sjálft.
Við hjónin viljum þakka þér með
þessum fátæklegu orðum alla þína
vináttu og þær stundir sem þú
stoppaðir hjá okkur þegar þú varst
að fara austur á land að sækja síld
og fisk. Þú hafðir einstakt lag á því
að hrífa mann með þegar þú sagðir
frá með þínum eldmóð og bjartsýni,
aldrei neitt mál að fara á milli staða
jafnvel í hálku og myrkri, mér
fannst þurfa hörku til þess. Sökn-
uðurinn er sár og þó mestur hjá
eiginkonu og börnum. Helga mín,
við biðjum góðan guð að styrkja þig
og fjölskyldu þína og vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Valdís og Hreinn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUNNARJÓNSSON
forstjóri,
Blikanesi 14,
Garðabæ,
lést mánudaginn 6. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 13. júlí kl. 15.00.
Sigríður Regína Waage.
Helen Gunnarsdóttir, Valdimar Bergsson,
Nancy Gunnarsdóttir,
Gunnar Arnþórsson, Anna Lísa Arnþórsdóttir,
Hlín Arnþórsdóttir, Sigríður Regína Valdimarsdóttir,
Haraldur Valdimarsson.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
UNNUR GÍSLADÓTTIR BACHMANN,
Eskihlíð 20,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðju-
daginn 14. júlí kl. 13.30.
Sigurður Bachmann,
Birgir Bachmann, Þórunn B. Jónsdóttir,
Hörður Bachmann, Auður Kjartansdóttir,
Gísli Bachmann
og barnabörn.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
HULDA SIGURÐARDÓTTIR
kaupkona,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
sem andaðist iaugardaginn 4. júlí, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14.
júlíkl. 15.00.
Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórunn Kristinsdóttir,
Gunnar Garðarsson.
+
Elskuleg móðir okkai, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN BJARNADÓTTIR,
Skúlagötu 40,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 27. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Þór Jóhannesson, María Þ
Úlfar Árnason, Ágústa
Rögnvaldur Kristii
+
Sambýlismaður minn,
KRISTJÁN Ó. TÓMASSON,
Ránargötu 5a,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 5. júlí.
Útförin fer fram frá Litiu kapellunní í Fossvogi þriðjudaginn 14. júlí
kl. 15.00.
Anna Kristín Guðnadóttir.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginkonu minnar og móður,
HJÖRDÍSAR KRISTÓFERSDÓTTUR,
Háaleitisbraut 57,
Reykjavík.
Ragnar Hansen
og börn.