Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Ljósmyndir/Einar Heimisson
GYLLTU turnarnir, prúnadonnurnar, þær gægðust til himins, rétt eins og Isiendingurinn ungi, sem var á góðri leið með að missa trúna á það, sem hann var að læra í skdlanum.
Moskva, Moskva - lífsins
andsiæður í bráð og lengd
„Vera Hertsch hvarf okkur öllum í mars
1938 - en gott er til þess að vita, að við
höfum nálgast hana nokkuð, og ennþá
meiri vitneskja mun fást innan skamms,“
skrifar Einar Heimisson. Hann fór til
Moskvu að grafast fyrir um örlög mægðn-
anna Veru og Sólveigar Erlu.
ÚSSNESKAR stofnanir
fullyrða að Vera Hertsch
hafi verið flutt í fangabúð-
ir, og telja sig nú geta
.fundið nýjar upplýsingar
um örlög hennar, og barnsins, sem
fæddist í kjölfar ástarinnar, sem
varð til í næsta húsi við Kreml, í
mestu hugsanlegri nálægð við stað-
inn, þar sem saga Rússlands liggur
geymd - og lifir enn í hinum stór-
fenglegu turnum sínum. Síðasta
húsið, sem Vera Hertsch bjó í, og
þar sem Halldór Laxness heimsótti
hana, er fundið, og er nú í fyrsta
sinn birt ljósmynd af þessum stað,
þar sem kona og bam áttu sín
hinstu örlög - allt vegna firringar
leiðtoga og yfírvalda.
Við vitum núna meira en áður um
Benjamín og Veru: við vitum með
vissu að Vera Hertseh var flutt í
fangabúðir. Við höfum fundið húsið,
þar seiri Vera bjó síðustu mánuðina
í Moskvu. Rauði krossinn í Moskvu,
og sú stofnun, sem eitt sinn hét
KGB hafa veitt okkur upplýsingar
um það. Skjalasöfnin eru að ein-
hverju leyti orðin tölvuvædd, þótt
fúkkinn geri starfsumhverfi
óskemmtilegt, nýjar upplýsingar
eru á næsta leiti - líklega á allra
næstu vikum. Þá mun að líkindum
koma í ljós í hvaða búðum Vera
lenti, hvort hún lifði eða dó, þessi
leyndardómsfulla kona, sem Hall-
dór Laxness skrifaði svo eftirminni-
lega um og Benjamín Eiríksson
kynntist með ástríðufullum hætti í
næsta húsi við Kreml, þegar Stalín
réð þar ríkjum, og menn máttu telj-
ast hólpnir af þeir fengu að halda
einhverju sönnu - en neyddust ekki
bara til að trúa á lygarnar.
Framhaldsdeild K.U.N.M.Z. var
skóli Benjamíns Eiríkssonar; hann
var staðsettur beint við Kreml, í
kölnu hjarta Moskvu, í miðpunkti
allrar sögu hennar bæði iyrr og síð-
ar: bæði í tíð Stalíns og tíð Ivans
grimma.
Þama sat Benjamín í tímum um
kommúnistafræði, stundaði nám í
skylmingum, borðaði kálsúpu með
brauði, og hlustaði á fólk tala
fyrir lífi sínu, lofsyngja hinn
guðlega leiðtoga frammi íyrir
ungum mönnum á uppleið, sem
höfðu fengið gljáfægð stígvél
hjá yfirvöldunum til að ganga á.
Og Benjamín fór og sá Stalín
á Rauða torginu, á næsta bæ
við skólann sinn, og fánarnir
rauðu, þeir blöktu og malbikið
titraði beinlínis undir mann-
fjöldanum - meðal annarra
þessum nemendum, sem voru
komnir víða að: frá íslandi,
Þýskalandi, Ungverjalandi, Sí-
beríu og víðar.
Núna er þama stærsta hótel
SIÐASTA húsið, sem Vera Hertsch bjó í, og þar sem Halldór Laxness heimsótti hana, er fundið, og er nú
í fyrsta sinn birt ljósmynd af þessum stað, þar sem kona og barn áttu sín hinstu örlög - allt vegna firr-
ingar leiðtoga og yfirvalda.
LJÓSMYND tekin í Moskvu 1937
VERA með Sólveigu Erlu, dótt-
ur sína og Benjamíns Eiríksson-
ar, sem fæddist 22. mars 1937.
kjarninn: hjartað, ef menn vilja
kalla það svo.
Og gullnu tumamir, þeir mynd-
uðu andstæðu við þetta allt: fátækt-
ina, sem lengstum ríkti í þessu landi
og ríkir enn - en kannski em gullnir
tumar einmitt vonarturnar fátæk-
linga: kannski verður nú einhvem
tíma hægt að klífa vegginn háa,
komast upp á þennan turn - en fá-
tæklingamir rússnesku, þeir gátu
reyndar allt eins átt von á því að
vera teknir af lífi á þessu helga
rauða torgi, á aftökupalli þess,
mönnum og bömum og hundum
þeirra til daglegs innblásturs og af-
þreyingar.
Og svo eru þama enn aðrir turn-
ar, og þá reisti ívan grimmi.
ívan grimmi reisti ekki bara eina
ldrkju á þessu torgi, og ekld heldur
tvær - heldm- níu kirkjur. Valdhafar,
þeir geta verið fullir af mótsögnum,
af mannvonsku og manngæsku, kær-
leik og illsku - og því hefur Rússland
kynnst á þessari öld, heldur betur,
rétt eins og á sextándu öld þegar Iv-
í heimi: Hótel Rossiya með fimm
þúsund herbergjum - en sýnin til
mannvirkjanna gömlu, til sögunnar
og til fortíðarinnar, hún er hin
sama - menn geta notið henn-
ar núna, rétt eins og Benja-
mín Eiríksson naut hennar
á sínum tíma.
Kreml: þama er allt
Rússland, fortíð, nútíð (og
eflaust framtíð líka) - og
þetta allt sá Benjamín út
um gluggann sinn á morgn-
ana þegar gylltu turnarnir,
prímadonnurnar, þær
gægðust til himins, rétt
eins og Islendingurinn
ungi, sem var á góðri leið
með að missa trúna á það,
sem hann var að læra í skól-
anum.
Kreml: stórfengleiki keisara-
veldisins, þunglamalegur veru-
leiki Sovétríkjanna: minningar um
hersýningar, ræður, betrunarhæli
lyganna, aðsetur hins meinta sann-
leika; Kreml: miðjan í öllu þessu,