Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
RAGNAR
ÞORS TEINSSON
+Ragnar
steinsson
Þor-
fædd-
ist í Byggðarholti við
Eskiijörð 11. raaí
1905. Hann andaðist
á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 27. júní síðast-
liðinn og fdr útfor
hans fram frá Bú-
staðakirkju 7. júlí.
Ég minnist afa míns
úr fjarlægð; síðustu
* árin. Eftir að ég flutt-
ist til Peking, voru
samfundir okkar strjálli en ég
hefði kosið. Þó var sú tíð að sam-
vistir okkar voru nánari. Fyrstu
minningar mínar um afa eru frá
þeim tíma þegar ég kom til Eski-
fjarðar ungur drengur og dvaldist
þá hjá afa og ömmu hluta úr
sumri. Þau bjuggu í litlu húsi ofar-
lega í miðjum bænum, ekki þurfti
að ganga nema fáein skref til að
vera kominn upp í fjall. Þetta sum-
ar lærði ég að synda í lauginni á
Eskifirði. Og afi tók mig með sér í
barnaskólann sem var beint fyrir
neðan húsið þeirra sem hét því fal-
-* lega nafni Sunnuhóll. Hann sýndi
mér bókasafnið sem var geymt í
barnaskólanum og hann sá um. Ég
var að vísu ekki byrjaður að lesa
en líklega hefur þessi minning um
bókasafnið ýtt undir bókaáhuga
minn síðar. Afi var kennari og
fræðari af lífi og sál og kunni vel
að vekja áhuga ungra nemenda á
fróðleik og góðum bókum. Vafalít-
ið hefur fordæmi hans verið mikil-
væg ástæða þess að faðir okkar
gerðist kennari og þrjú af okkur
* fjórum systkinum luku kennara-
námi og jafnvel þótt við stundum
ekki skólakennslu í dag mótast
s? 7
£
¥
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
störf okkar af þessum
bakgrunni. Imynd
okkar af afa sem
Kennara með stórum
staf hefur styrkst enn
frekar við það að í
hvert skipti sem við
höfum sagt Eskfirð-
ingum hverra manna
við erum þá hafa þeir
minnst afa okkar sem
Kennarans í bænum.
Afi var listfengur og
hafa sum barnabömin
hans erft listgáfuna
frá honum. Hann mál-
aði gjarnan í frístundum þótt hann
héldi engar sýningar. Hann var
mjög vel máli farinn og raddsterk-
ur og brýndi oft raustina, ekki síst
ef talið barst að þjóðmálum sem
hann fylgdist vel með. Hann hafði
ákveðnar skoðanir í pólitík og
fannst stjórnmálamenn síðari ára
heldur bragðdaufir í samanburði
við fyrirrennara þeirra fyiT á öld-
inni.
Afi las alla tíð mikið og skrifaði
sjálfur tvær barnabækur sem
hann byggði á minningum sínum
úr bernsku. Honum fannst nauð-
synlegt að böm nútímans kynntust
aðstæðum sem vora allt aðrar en
nú er. Þess vegna gæddi hann sög-
ur sínar lýsingum á atvinnuháttum
og þátttöku barna í starfi hinna
fullorðnu og hvemig leikir þeirra
mótuðust af umhverfi sem nú er
flestum bömum framandi.
Ég heimsótti afa minn í síðasta
sinn í miðjum júní síðastliðnum
skömmu áður en ég hélt aftur til
Kína til starfs míns þar. 17. júní
var fram undan og hann minntist
þess með nokkra stolti að þann
dag 1944 hélt hann hátíðarræðuna
á lýðveldishátíðinni á Eskifírði.
Það var honum mikils virði undir
ævilokin.
Blessuð sé minning afa míns,
merks manns sem lifír í huga allra
þeirra sem hann veitti leiðsögn og
alúð á langri ævi.
Ragnar Baldursson.
egsteinar
í Lundi
.... m v/Nýbýlaveg
SOLSftlMAE 564 4566
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararsfióri útfararstjóri
Ótfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
Mikið urval af
fallegum
rúmfatnaði
Úð*#
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Ragnar Þorsteinsson var fædd-
ur í Byggðarholti, sem er einn af
bæjunum í Kálkinum sem er sveit-
in inn af Eskifirði. Segja má að
bærinn standi við rætur
Hólmatinds. Utsýnið frá bænum
er sterkast séð út fjörðinn, með
Eskifjarðarþorp á vinstri hönd,
með öllum sínum sjóhúsum og
bryggjum fyrir framan, og bátana
á firðinum. Inn af Byggðarholti er
Eskifjarðarheiði, og á þessum ár-
um var heiðin farin, ef fara átti til
Héraðs. Ef ferðamenn urðu dag-
þrota gistu þeir oftast á Þuríðar-
stöðum eða Dalhúsum. En þetta
breyttist eftir að bílar fara Fa-
gradalsbrautina um 1930.
A þessum árum var enn það
samfélag sem verið hafði um aldir,
bændasamfélag og útræði frá
ströndum landsins. Það hefur ef-
laust þurft átak fyrir Ragnar að
rífa sig upp úr þessum kjörum og
fara í Kennaraskólann, en þaðan
lauk hann prófi árið 1928.
Fyrst kenndi hann á Búðareyri
við Reyðarfjörð árin 1929-31, en
þá flytur hann til Eskifjarðar og
kennir þar sem eftir lifir starfsæv-
innar frá 1931 til 1967 eða í 36 ár.
Er það sennilega fátítt að kennar-
ar eigi svo langan kennsluferil á
sínum æskustöðvum, auk margra
annarra starfa þar sem hann átti
þátt í að leiða samfélagið inn í þær
breytingar sem urðu.
Aðal kennslugreinar Ragnars
vora stærðfræði, landafræði, dýra-
fræði, náttúrafræði, teikning og
bókband. Kennsla hans var ætíð
vel undirbúin, og þyngdust verk-
efnin eftir því sem leið á námið.
Hann beitti mismunandi aðferðum
við kennsluna. Þegar þar kom að
honum þótti eftirtekt nemenda
dofna, tók hann upp spumingaað-
ferðina. Margir vora snöggir að
rétta upp hönd og kunnu öll svör.
En þá breytti hann til og spurði
einstaka nemendur og vora þær
spumingar léttari. Hann gætti
þess vandlega að enginn yrði út-
undan, helst átti enginn að missa
trúna á að geta lært það sem til
var ætlast.
Eitthvað nálægt 1956 hefur
efnahagur sennilega vænkast hjá
Eskfirðingum og bar þá nokkuð á
drykkjuskap. Hefur þá Ragnari
dottið í hug að nú væri hætta í að-
sigi. Hélt hann fund með eldri
deildum skólans og var stofnað
bindindisfélag. Vora allir í því, en
sumir skrifuðu ekki undir reyk-
ingabannið, en hinu var haldið í
áraraðir.
Á seinni áram hefur mér fundist
sem erindi landfræðinga séu sett
fram á líkan hátt og Ragnar
kenndi, fjalla um land, vötn, ár,
fugla, silung og allt það líf sem á
landinu lifði.
Á því tímabili sem hér um ræðir
vora tveir skólastjórar, Arnfinnur
Jónsson frá 1923-39 og Skúli Þor-
steinsson frá 1939. Er það merki-
legt að á þessum tíma voru báðir
skólastjórarnir að hluta menntaðir
erlendis, Arnfinnur í Leipzig og
Skúli hafði einnig stundað nám í
Þýskalandi í eitt ár og ferðaðist
um Evrópu til að kynna sér skóla-
starf, uppeldismál og æskulýðs-
mál.
Á þessum áram sá Ragnar um
bókasafn Eskifjarðar og var það í
einu herbergi skólans og sá Ragn-
ar um safnið svo lengi sem ég
þekkti til.
Leikfélaginu var hann lengi
tengdur, og hefur hann sennilega
manna oftast séð um leikmyndir
þeirra leikrita sem sýnd voru í
ungmennafélagshúsinu.
Ein eftinninnilegasta minning
frá þessum árum er tengd Ragn-
ari, þegar boðað var til fundar í
Ungmennafélaginu og var Ragnar
þá formaður félagsins. Húsið var
þétt setið, fólk stóð, margir með
veggjum. Ragnar hvatti til þess í
ræðu að byggt yrði nýtt félags-
heimili sem hentaði betur en þetta
gamla. Þögnin var eins og enginn
væri í salnum, en þegar ræðunni
lauk kom lófatak sem minnti á
skriðu og ætlaði ekki að stoppa.
Síðar las Emil Magnússon smá-
söguna „Steinbíturinn" eftir Jón
Ti-austa, karlakórinn Glaður söng
undir stjórn Hjalta Guðnasonar.
Var þetta upphaf þess að félags-
heimilið „Valhöll" var reist, og
fylgdist Ragnar vel með allri ó'am-
kvæmd á byggingu hússins af
miklum áhuga.
Mér hefur stundum dottið í hug
hvort Ragnar tæki sér fyrir hend-
ur þau verk, sem honum þótti van-
rækt. Sem dæmi þar um mætti
nefna, að hann teiknaði upp
kirkjugarðinn á Eskifirði og
merkti inn þau leiði sem steinn var
yfir, en hann spurðist fyrir um hin
uns hann hafði fundið legstaði
allra sem í garðinum hvíla.
Þegar Ragnar hætti kennslu
höfðu þrjú af börnum hans flutt
suður, svo þá lá leiðin til Reykja-
víkur. Vorum við snemma báðir
þar og tókum alltaf tal saman
þegar við hittumst á götum borg-
arinnar, og spurði hann ætíð hvað
væri að frétta að austan. Gladdist
hann ætíð yfir því sem hann
frétti, því hugur hans var mjög
bundinn æskustöðvum. Alltaf
mættu þau hjón, Ragnar og Sig-
ríður Sigurðardóttir, á kaffi Esk-
og Reyðfirðingafélagsins, og
héldu þar tryggð við gamla vini
og ekki síst þá sem hann hafði
kennt. Ragnari var nokkur hindr-
un í samskiptum við fólk að hann
hafði dapra heyrn hin seinni ár,
átti erfitt með að tala nema við
einn mann í einu.
Það er breytt mannlífið frá
bernskuáranum í Byggðarholti til
borgarlífsins sem nú er. En nú
hefur gamli kennarinn yfirgefið
leikvöll lífsins og munu margir
hugsa til hans með góðar minning-
ar. Þegar mér barst andlátsfregn
hans kom mér í hug andartaki síð-
ar hending úr kvæðinu „Höfðingi
smiðjunnar“ eftir Davíð Stefáns-
son, og þótti mér hending þar eiga
vel við þann sem við kveðjum nú:
Hann lærði verk sín að vanda
og verða engum til meins.
M væri þjóðinni borgið
efþúsundirværueins.
Auðun H. Einarsson.
Einn af mínum ágætu kunningj-
um frá liðinni tíð hefir kvatt okkur
í bili. Hann varð 93 ára. Við störf-
uðum saman á Eskifirði á áranum
1932-1942 eða um 10 ár. Vorum
þar í fremstu víglínu í starfi fyrir
Góðtemplararegluna, sem gaf
okkur svo mikið út í lífið. Hann
var sannur hugsjónamaður og
heill í hverju sem hann gekk að,
enda valdist hann fljótt í ýmsar
trúnaðarstöður á Eskifírði. Við
gáfum saman út skrifað blað innan
Reglunnar sem við kölluðum Gelli
og var það mjög vinsælt upplestr-
arefni á fundum í stúkunni. Ragn-
ar var eins og fleiri fyrir austan
þá, alinn upp í fátækt, og átti því
ekki margra kosta völ um fræðslu,
enda fáir sem hugðu á langskóla-
nám. Hann komst þá fyrir sér-
stakan dugnað á Laugaskóla og
gekk vel og aflaði sér þar þeirrar
menntunar sem entist honum á
lífsleiðinni. Hann var kennari
fyrst á Reyðarfirði í ár, en síðan á
Éskifirði lengst af. Hann lét sér
annt um að koma ungmennum til
nokkurrar fræðslu, vissi sem var
að nýta þurfti best ungdómsárin
og hann var góður teiknari og út-
skýrði margt með myndum sem
hann bjó til og ég vissi að það hafði
góða þýðingu fyrir bömin. Við vor-
um saman í Stúkunni Björk um
nokkurra ára skeið og fyrir það er
ég honum þakklátur. Þegar ég
1942 fór frá Eskifirði héldum við
sambandi hvor við annan og alltaf
eftir að hann kom til Reykjavíkur.
Ég heimsótti hann oft seinustu ár-
in á Elli- og hjúkranarheimilið
Grund og þar minntumst við
gömlu og erfiðu daganna fyrir
austan.
Ragnar var heill í hverju máli
og það fékk ég að sannreyna.
Hann stóð í baráttu fyrir betra
mannlífi og þar var hann trúr.
Hann eignaðist gott heimili,
ágæta dugnaðarkonu og börn sem
hafa getið sér gott orð á ferli sín-
um. Nú þegar leiðir skilur vil ég
þakka honum góða samfylgd og
óska honum alls góðs og allrar
blessunar á nýjum vegum og ást-
vinum hans sendi ég samúðar-
kveðjur.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
2
1
3
1
2
f
5
Fersk blóm og
skreytingar
við óíl tækifæri
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákajeni 11, sími 568 9120
2
f
2
f
2
f
5
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm
blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaup-
vangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn-
ar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í
daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.