Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 15 HM I KNATTSPYRNU Króatar sigurvegarar ÞAÐ fylgir því alltaf ákveðin spenna á heimsmeistaramót- um í knattspyrnu að komast að því hvaða lið kemur mest á óvart. í ár er alveg Ijóst hvaða lið kom mest á óvart. Það var lið Króatíu og það skiptir ekki máli hvernig leikur þess við Hollendinga um þriðja sætið fór. Króatar eru einir af sigur- vegurum HM. Fyrir úrslitakeppni HM voru lík- umar 40 á móti einum að lið Miloslavs Blazevic yrði heims- meistari. Knattspymuspekingar um allan heim töldu litlar líkur á að lið, þar sem meðalaldurinn er 29 ár, ætti einhverja möguleika á að ná langt. En eftir að Króatar urðu í öðm sæti í H-riðli, á eftir Argent- ínu, fóm ýmsir spekingar að efast. Tvær grímur mnnu á enn fleiri þegar Króatía lagði Rúmeníu í 16- liða úrslitum og ef einhverjir vora enn efins sannfærðust þeir um styrk Króata þegar þeir lögðu Þjóðverja 3:0 í 8-liða úrslitum. Þrátt fyrir að Króatar séu á viss- an hátt vonsviknir að komast ekki í úrslitaleikinn geta þeir vel við un- að, og þeir era stoltir því lið þeirra kom liða mest á óvart og leikmenn hafa öðlast mikla reynslu og virð- ingu með frammistöðu sinni. „Við getum verið stoltir. Króatía er lítið land og þar búa aðeins um fjórar miiljónir. Þrátt fyrir smæðina höf- um við lagt stórþjóðir að velli,“ sagði vamarmaðurinn Igor Stimac. Króötum virðist hafa farið mikið fram síðan þeir töpuðu fyrir Þjóð- verjum í undanúrslitum Evrópu- keppninnar 1996. Blazevic ákvað að halda sig við svipaðan leik- mannahóp, „gamla“ og reynslu- mikla leikmenn sem hafa skipað landslið Króatíu síðan landið fékk sjálfstæði í október 1990. „Gömlu“ mennimir hafa sýnt að þeir voru traustsins verðir því þeir hafa leik- ið vel og sýnt og sannað að menn á þeirra aldri geta verið í nógu góðu líkamlegu ástandi til að standast yngri mönnum snúning. Vamarmaðurinn Slven Bilic þakkar þjálfaranum velgengnina. „Við eram eins og fjölskylda og Bl- azevic er pabbinn. Eg man þegar hann settist niður með okkur fyrir þremur áram og sannfærði okkur um að við gætum orðið eitt af bestu liðum heims. Okkur hefur tekist það.“ Halda heim sem hetjur Hvort velgengnin á eftir að koma Króatíu til góða síðar er allt www.mb ll.ÍS önnur spurning. Leikmenn halda heim á leið á morgun sem hetjur, en framtíð landsliðs Króatíu er óljós. Eins og áður segir eru margir af lykilmönnum liðsins komnir á aldur og miklar efa- semdarraddir heyrast; menn telja ólíklegt að Króötum takist að festa sig í sessi sem ein af bestu knattspyrnuþjóðum heims. Til að það verði þarf nýtt blóð í liðið og það gæti reynst erfitt. Enginn ungur efnilegur leikmaður frá Króatíu sást á HM og deildar- keppnin þar í landi, einokuð af Za- greb og Hajduk Split, er ekki líkt því eins sterk og hún var fyrir 1990 þannig að minna er um unga og efnilega leikmenn en áður. A móti kemur að margir leikmenn fara í atvinnumennsku til annarra landa Evrópu en það kemur í veg fyrir að hægt sé að nota aðferðir Blazevic þjálfara. Blazevic hefur fengið nokkur tilboð um að þjálfa, þar á meðal frá nokkram frönskum félögum og víst er að eftir árangur hans með króatíska liðið mun tilboðum fjölga. Þess má geta að hann var við stjómvölinn hjá Nantes í Frakklandi og þjálfaði þá meðal annars Desailly, hinn frábæra varnarmann Frakka og fyrirlið- ann Deschamps, og það var einmitt Blazevic sem gerði hann að fyrirliða aðeins átján ára gaml- an. Hvort sem hann fer til Frakk- lands eða heldur áfram sem lands- liðsþjálfari Króata er nokkuð víst að Króatar munu eiga í vandræð- um með að standa undir þeim væntingum sem stuðningsmenn landsliðsins gera í kjölfar árang- ursins í Frakklandi. Króatar eru með Júgóslavíu og Irlandi í riðli í Evrópukeppninni og svo gæti farið að þeir kæmust ekki áfram í úrslitakeppnina árið 2000. En hinir fjölmörgu Króatar sem fylgdu liðinu til Frakklands era ekki að velta framtíð króatíska landsliðsins fyrir sér þessa dagana, það getur beðið. Þeir era að fagna árangrinum í Frakklandi og Bl- azevic og strákamir hans geta ver- ið vissir um að það verður vel tekið á móti þeim þegar þeir lenda í Za- greb. Reuetrs MIROSLAV Brazevic. wmúld mj muum MáKj PÓSTSENDUM SAMDÆGURS i uyrpr... SEGLAGERÐIN Eyjaslóð 7 Reykjavík sími 511 2200 Útsalan hefst á morgun • Útsalan hefst á morgun "VI HERRAFATAVERSLUN 2J BIRGIS FÁKAFEN 11 • SÍMI 553 1170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.