Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 1
155. TBL. 86. ÁRG.
SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Tryggðir
bragðlaukar
EDOARDO Raspelli, mesti sérfræðingiir
um góðan mat á Italíu, hefur að eigin sögn
orðið fyrstur allra til að tryggja tvö skiln-
ingarvitanna, ilman og bragð. Segir hann
frá því í dagblaðinu La Stampa, að trygg-
ingafélag í Tórínó hafí fallist á að taka
þessa áhættu og væri tryggingarupphæðin
um 48 milljónir ísl. kr. Kvaðst Raspelli
hafa beðið til guðs þegar hann skrifaði
undir samninginn, að hann þyrfti aldrei á
bótunum að halda.
Skj ólstæðingur
Suhartos tapaði
AKBAR l’andjung var kjörinn formaður
Golkar-flokksins í Indónesíu sem fer með
völd í landinu en Tandjung er náinn vinur
B.J. Habibies, forseta landsins, og hans
hægri hönd í ríkisstjórninni. Bar Tandjung
sigurorð af Edi Sudradjat, fyrrverandi
varnarmálaráðherra, sem naut stuðnings
skjólstæðinga Suhartos, fyrrverandi for-
seta. Er þetta í fyrsta sinn sem Golkar-
flokkurinn velur formann sinn í opnu
kjöri.
Stjórnvöld í Indónesíu tilkynntu í gær að
þau hygðust leysa níutíu pólitíska fanga úr
haldi í næstu viku en að Xanana Gusmao,
leiðtogi skæruliðasveita Austur-Tímor,
væri ekki þeirra á meðal.
Rússar vongóðir
um lán frá IMF
AÐSTOÐARMAÐUR Anatólís Tsjúbajs,
aðalsamningamanns Rússa við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn (IMF), sagði í gær að
góður árangur hefði náðst í viðræðum við
sjóðinn um lán upp á tíu til fimmtán millj-
arða fsl. kr. til að blása lífi í rússneskan
efnahag, en viðræður stóðu yfir í Moskvu á
föstudag og laugardag, og sagðist vona að
senn yrði hægt að leiða málið til lykta.
Hélt Boris Jeltsín óvænt fúnd með helstu
ráðgjöfum sínum um miðjan dag í gær og
lýsti talsmaður hans ánægju forsetans með
árangur viðræðnanna. Hafði hann á föstu-
dag reynt að vinna stuðning Bill Clintons,
Bandaríkjaforseta, og Helmuts Kohl,
kanslara Þýskalands, fyrir lánveitingum.
Netanyahu sagð-
ur hamla friði
FAROUQ al-Shara, utanríkisráðherra Sýr-
lands, segir í vikuritinu Le Point í gær að
enginn friður sé mögulegur við ísrael á
meðan Beqjamin Netanyahu gegni þar
embætti forsætisráðherra. „Staðan í Mið-
Austurlöndum hefur ekki verið svo hættu-
leg síðan fyrir alþjóðafriðarráðstefnu í
Madrid 1991 og undir lok kalda stríðsins,"
sagði Shara.
Reuters
KOSIÐ er í dag til efri deildar japanska ~T7' _ ^ T __ __ gegn erfiðri efnahagskreppu hefur mjög
þingsins en frammistaða Ryutaros rV | _ I JJ verið f brennidepli í kosningabaráttunni
Hashimotos, forsætisráðherra landins, J. V/ J. kJ LAJty W/ll semlaukígær.
Abiola borinn
til grafar
Viðræðum seinkaði á Norður-írlandi
Lögreglan sökuð
um harðræði
Belfast, Portadown, London. Reuters.
FYRIRHUGUÐUM viðræðum um lausn
Drumcree-deilunnar á N-írlandi, sem áttu
að hefjast eldsnemma í gærmorgun, seinkaði
nokkuð vegna þess að ekki tókst að ákveða
fundarstað er báðum aðilum líkaði.
Sögðu talsmenn Tonys Blairs, forsætisráð-
herra Bretlands, um ellefuleytið í gærmorg-
un að „viðræður um viðræður" hefðu átt sér
stað símleiðis og að viðbrögð fulltrúa Óraníu-
reglunnar annars vegar og kaþólskra íbúa
við Garvaghy-veginn í Portadown hins vegar,
hefðu verið jákvæð vegna slíkra viðræðna.
Fréttaskýrendur sögðu um það bil sem
Morgunblaðið fór í prentun að náðst hefði
samkomulag um fundarstað og að eiginlegar
viðræður myndu hefjast þá og þegar.
Enn kom til átaka aðfaranótt laugardags
við Drumcree þegar mótmælendur reyndu
að brjóta sér leið í gegnum vamarmúra lög-
reglu og hers. Sögðu þeir lögreglu hafa beitt
sig harðræði er hún skaut plastkúlum að
þeim en því hafnaði lögreglan í gærdag og
sendi frá sér myndbandsupptökur af óeirð-
unum sem áttu að sýna að hún hefði brugðist
eðlilega við er óeirðaseggur réðst að henni
með skotvopni.
Ottast um framtíð friðarferlis
Spenna hefur stigmagnast vegna „göngu-
deilunnar“ og óttast menn mjög um fram-
hald friðarferlisins á N-írlandi ef ekki tekst
að leysa deiluna fyrir mánudag þegar hátíða-
höld Óraníumanna ná árlegu hámarki. Sem
dæmi um hversu mikið liggur nú við benda
menn á að lögreglunni í London tókst á
fóstudagskvöld að hafa hendur í hári liðs-
manna klofningshóps úr írska lýðveldishem-
um (IRA), sem andsnúnir em friðarferlinu,
einungis mínútum áður en þeir stóðu fyrir
sprengjuárás í miðborg London.
ÚTFÖR Moshoods
Abiolas, leiðtoga
sljórnarandstæð-
inga í Nígeríu, fór
fram í Lagos um
miðjan dag í gær
og var ekki gert
ráð fyrir að niður-
stöður krufningar
á líki hans yrðu
gerðar heyrin-
kunnar fyrr en að
útfórinni lokinni.
Þykja niðurstöður
krufningarinnar
mikilvægar, því um sextíu manns hafa
fallið í óeirðum sem brutust út eftir að
fréttist um dauða Abiolas en eins og
kunnugt er hafa alls kyns sögusagnir ver-
ið á kreiki um banamein hans.
Thabo Mbeki, aðstoðarforseti S-Afríku,
sagði í gær eftir að hafa setið fundi með
Abdusalam Abubakar, leiðtoga herfor-
ingjasljórnarinnar í Nígeríu, að hann væri
sannfærður um að Abubakar myndi
standa við loforð sitt um að koma á lýð-
ræði í iandinu.
Ekkert
umburdarlyndi
VEGASALTIÐ VARÐ
26 AÐ BARNASMIÐJUNNI