Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 27 „Við höfum aldrei fengið styrki frá hinu opinbera og kærum okkur hvort sem er ekki um þá. Hins veg- ar þurfum við stuðning í þessu máli.“ Krummagulls-leiktækin eru fyrst og fremst seld til sveitarfé- laga og húsfélaga. „Við seldum ekki mikið til heimila, annað en sandkassa og rólur, en það breytt- ist eftir að við hófum innflutning á Little Tikes plastleiktækjum og dúkkuhúsum. Fólk kýs oft að kaupa hræódýrt leiktækjasett fyr- ir heimilið, sem er svo ónýtt eftir 1-2 ár. Tækin frá okkur eru dýr miðað við mörg önnur, enda gerð til að endast. Við notum til dæmis aðeins ryðfrítt stál í rennibrautir og auðvitað líka í festingarnar undir rennibrautunum, en það er algengt að framleiðendur hafí þær úr járni, svo þær ryðga í sundur. Svo eru menn að hreykja sér af því að bjóða nokkurra ára ábyrgð. Það á ekki að þurfa að taka slíkt fram, leiktæki eiga að endast í 15 ár.“ Fagfólk til hjálpar Elín og Hrafn segja að fagfólk sé ávallt reiðubúið að benda þeim á hvað mætti betur fara í leiktækja- gerðinni. „Við getum nefnt Herdísi Storgaard, slysavarnarfulltrúa barna, sem dæmi. Hún hafði sam- band við okkur árið 1989 og benti okkur á galla í hönnun kastalans. Við breyttum hönnuninni og jafn- framt þeim köstulum, sem búið var að setja upp. Við þurfum auðvitað að huga að mörgu; ef einu er breytt getur skapast önnur slysagildra. En Herdís hefur lyft grettistaki í slysavömum bama. Hún hefur tek- ið í hnakkadrambið á mörgum, sem er nú ekki auðvelt og íslensk börn eiga henni stóra skuld að gjalda." Fyrstu leiktækin hannaði Elín, en Hrafn hefur tekið við því hlut- verki. Eh'n veltir eftir sem áður fyrir sér leikgildi tækjanna og ræð- ir við kaupendur um tilgang þeirra. „Við framleiðum núna 60 gerðir af leiktækjum og að vetrarlagi smíð- um við barnahúsgögn. Þar höfum við fengið Sigríði Heimisdóttur iðnhönnuð til liðs við okkur. Hún lærði á Italíu og kemur með ferska strauma inn í fyrirtækið.“ Gögn til eðlisfræði- kennslu Velta Bamasmiðjunnar er nú um 80 milljónir króna á ári, heilsárs- störf við fyrirtækið eru 8-10, en á sumrin stárfa þar 13-16 manns. Leiktækjasala er um 65% af velt- unni, en sala húsgagna og leik- fanga er sífellt að aukast. Og hjálp- argögn við skólanámið hafa þæst við. „Fyrir þremur ámm hafði Reykjalundur, umboðsaðili Lego, samband við okkur og bauð okkur að taka við Lego Dacta, sem er skólalínan frá Lego. í þessari skólalínu em alls konar kennslu- gögn.“ Jónína Agústsdóttir, stærð- fræðikennari og systir Elínar, tók að sér að þýða kennsluleiðbeining- ar með Lego Dacta. Þegar era komnir út bæklingarnir „Hjól og öxlar“, „Tannhjól", „Talíur og skomhjól" og „Vogarstangir" og skólarnir geta fengið pakka með kubbum til að vinna úr í samræmi við bæklingana. „Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið styrktu þýðingarstarfið og við höfum selt kubbasett fyrir 8-10 ára börn í um 20 skóla um allt land. Nú em líka tilbúin kennslugögn fyrir 12 ára og eldri og í haust verða þau tilbúin fyrir 10-12 ára. Þá má ekki gleyma kennsluefninu frá Lego, sem kenn- ir bömum að forrita tölvu og vinna á hana. Það hentar stelpum ekkert síður en strákum. Við endum lík- lega með því að fylla verkfræði- deild Háskólans af stelpum!" Elín og Hrafn segjast hafa mjög gaman af starfi sínu. „Við ætluðum í fyrstu að drýgja heimilistekjurn- ar og svo sáum við að við gátum lif- að á þessu. Við höfum hins vegar gleymt öllum gróðasjónarmiðum, því góð leiktæki, leikföng og kennslugögn em orðin hugsjón hjá okkur.“ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Lofgjörðar- tónleikar í Fíla- delfíukirkjunni MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 13. júli verður lofgjörðarhópur Fíladelfíu, undir stjóm Óskars Einarssonar, með lofgjörðartónleika í Fíladelfíu- kirkju, Hátúni 2. Með hópnum er hljómsveit og einnig munu koma fram einsöngvaramir Hrönn Svavarsdóttir og Jóhannes Ingi- marsson. Yfirskrift tónleikanna er Gleðjumst í Drottni. Lofgjörðar- hópurinn mun taka bæði hress og Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. róleg lög og inn á milli gefa með- limir hópsins vitnisburð. A þessum tónleikum ætlar hóp- urinn ekki eingöngu að syngja fyr- ir fólkið í salnum heldur einnig og ekki síst með tónleikagestum. í lok tónleikanna verður síðan stutt hug- vekja. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra á mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrting á mánudögum. Pant- anir í síma 557 4521. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkj- unni. mraarion lVERÐHRUN Blússur frá kr. 1.800. Buxur frá kr. 2.800. Bolir frá kr. 900. Kjólar frá kr. 2.800. Pils frá kr. 2.800. Opið á laugardögum frá kl. 10-14. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17. Hjálpræðisherinn. Samkoma kl. 20 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 20, ræðumaður Dögg Harðardóttir. Vespurnar emkomnar! Sýnum nýjustu útgáfurnar af vespum kl. 14-16 í dag sunnudag og næstu daga. Fyrstu tíu hjólin eru á kynningarverði Takmarkað magn tryggið ykkur hjól ítíma. Dælu ehf Dælur og hjól Ármúla 34,108 Reykjavík Sími: 533 4747 Fax: 533 4740 Það kemst allt inn um afturendann á þessum 1840 mm 8.1 lítrar á 100 km 4230 mm 2720 lítrar Eða allavega allt sem kemst á evróbretti. Það er enginn bíll á markaðnum jafn lítill en samt jafn stór og Opel Combo. Verð aðeins kr. 1.075.000,- án vsk. Einnig einn nettari, Opel Corsa, frá aðeins kr. 827.000,- án vsk. Bflheimar ehf. Sœvarhöfða 2a S: 525 9000 -Þýskt eöalmerki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.