Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 12.07.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 27 „Við höfum aldrei fengið styrki frá hinu opinbera og kærum okkur hvort sem er ekki um þá. Hins veg- ar þurfum við stuðning í þessu máli.“ Krummagulls-leiktækin eru fyrst og fremst seld til sveitarfé- laga og húsfélaga. „Við seldum ekki mikið til heimila, annað en sandkassa og rólur, en það breytt- ist eftir að við hófum innflutning á Little Tikes plastleiktækjum og dúkkuhúsum. Fólk kýs oft að kaupa hræódýrt leiktækjasett fyr- ir heimilið, sem er svo ónýtt eftir 1-2 ár. Tækin frá okkur eru dýr miðað við mörg önnur, enda gerð til að endast. Við notum til dæmis aðeins ryðfrítt stál í rennibrautir og auðvitað líka í festingarnar undir rennibrautunum, en það er algengt að framleiðendur hafí þær úr járni, svo þær ryðga í sundur. Svo eru menn að hreykja sér af því að bjóða nokkurra ára ábyrgð. Það á ekki að þurfa að taka slíkt fram, leiktæki eiga að endast í 15 ár.“ Fagfólk til hjálpar Elín og Hrafn segja að fagfólk sé ávallt reiðubúið að benda þeim á hvað mætti betur fara í leiktækja- gerðinni. „Við getum nefnt Herdísi Storgaard, slysavarnarfulltrúa barna, sem dæmi. Hún hafði sam- band við okkur árið 1989 og benti okkur á galla í hönnun kastalans. Við breyttum hönnuninni og jafn- framt þeim köstulum, sem búið var að setja upp. Við þurfum auðvitað að huga að mörgu; ef einu er breytt getur skapast önnur slysagildra. En Herdís hefur lyft grettistaki í slysavömum bama. Hún hefur tek- ið í hnakkadrambið á mörgum, sem er nú ekki auðvelt og íslensk börn eiga henni stóra skuld að gjalda." Fyrstu leiktækin hannaði Elín, en Hrafn hefur tekið við því hlut- verki. Eh'n veltir eftir sem áður fyrir sér leikgildi tækjanna og ræð- ir við kaupendur um tilgang þeirra. „Við framleiðum núna 60 gerðir af leiktækjum og að vetrarlagi smíð- um við barnahúsgögn. Þar höfum við fengið Sigríði Heimisdóttur iðnhönnuð til liðs við okkur. Hún lærði á Italíu og kemur með ferska strauma inn í fyrirtækið.“ Gögn til eðlisfræði- kennslu Velta Bamasmiðjunnar er nú um 80 milljónir króna á ári, heilsárs- störf við fyrirtækið eru 8-10, en á sumrin stárfa þar 13-16 manns. Leiktækjasala er um 65% af velt- unni, en sala húsgagna og leik- fanga er sífellt að aukast. Og hjálp- argögn við skólanámið hafa þæst við. „Fyrir þremur ámm hafði Reykjalundur, umboðsaðili Lego, samband við okkur og bauð okkur að taka við Lego Dacta, sem er skólalínan frá Lego. í þessari skólalínu em alls konar kennslu- gögn.“ Jónína Agústsdóttir, stærð- fræðikennari og systir Elínar, tók að sér að þýða kennsluleiðbeining- ar með Lego Dacta. Þegar era komnir út bæklingarnir „Hjól og öxlar“, „Tannhjól", „Talíur og skomhjól" og „Vogarstangir" og skólarnir geta fengið pakka með kubbum til að vinna úr í samræmi við bæklingana. „Reykjavíkurborg og menntamálaráðuneytið styrktu þýðingarstarfið og við höfum selt kubbasett fyrir 8-10 ára börn í um 20 skóla um allt land. Nú em líka tilbúin kennslugögn fyrir 12 ára og eldri og í haust verða þau tilbúin fyrir 10-12 ára. Þá má ekki gleyma kennsluefninu frá Lego, sem kenn- ir bömum að forrita tölvu og vinna á hana. Það hentar stelpum ekkert síður en strákum. Við endum lík- lega með því að fylla verkfræði- deild Háskólans af stelpum!" Elín og Hrafn segjast hafa mjög gaman af starfi sínu. „Við ætluðum í fyrstu að drýgja heimilistekjurn- ar og svo sáum við að við gátum lif- að á þessu. Við höfum hins vegar gleymt öllum gróðasjónarmiðum, því góð leiktæki, leikföng og kennslugögn em orðin hugsjón hjá okkur.“ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Lofgjörðar- tónleikar í Fíla- delfíukirkjunni MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 13. júli verður lofgjörðarhópur Fíladelfíu, undir stjóm Óskars Einarssonar, með lofgjörðartónleika í Fíladelfíu- kirkju, Hátúni 2. Með hópnum er hljómsveit og einnig munu koma fram einsöngvaramir Hrönn Svavarsdóttir og Jóhannes Ingi- marsson. Yfirskrift tónleikanna er Gleðjumst í Drottni. Lofgjörðar- hópurinn mun taka bæði hress og Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. róleg lög og inn á milli gefa með- limir hópsins vitnisburð. A þessum tónleikum ætlar hóp- urinn ekki eingöngu að syngja fyr- ir fólkið í salnum heldur einnig og ekki síst með tónleikagestum. í lok tónleikanna verður síðan stutt hug- vekja. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Léttur málsverður í gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra á mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrting á mánudögum. Pant- anir í síma 557 4521. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkj- unni. mraarion lVERÐHRUN Blússur frá kr. 1.800. Buxur frá kr. 2.800. Bolir frá kr. 900. Kjólar frá kr. 2.800. Pils frá kr. 2.800. Opið á laugardögum frá kl. 10-14. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9-17. Hjálpræðisherinn. Samkoma kl. 20 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta er á þriðjudögum kl. 9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Seljakirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Al- menn samkoma kl. 20, ræðumaður Dögg Harðardóttir. Vespurnar emkomnar! Sýnum nýjustu útgáfurnar af vespum kl. 14-16 í dag sunnudag og næstu daga. Fyrstu tíu hjólin eru á kynningarverði Takmarkað magn tryggið ykkur hjól ítíma. Dælu ehf Dælur og hjól Ármúla 34,108 Reykjavík Sími: 533 4747 Fax: 533 4740 Það kemst allt inn um afturendann á þessum 1840 mm 8.1 lítrar á 100 km 4230 mm 2720 lítrar Eða allavega allt sem kemst á evróbretti. Það er enginn bíll á markaðnum jafn lítill en samt jafn stór og Opel Combo. Verð aðeins kr. 1.075.000,- án vsk. Einnig einn nettari, Opel Corsa, frá aðeins kr. 827.000,- án vsk. Bflheimar ehf. Sœvarhöfða 2a S: 525 9000 -Þýskt eöalmerki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.