Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 42
*42 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
UTSALAN
HEFST Á MÁNUDAG
Góður afsláttur
Opið kl. 10.00-18.30 mánud. til föstud.,
laugard. kl. 10.00-14.00.
Eddufelli 2, sími 557 1730
Stakfell
568-7633 (f
Lögfræöingur
Þórhildur Sandholt
Sölumaöúr
Gíslt Sigurbjörnson
Arnarnes - Við sjóinn
Glæsilegt einbýlishús á einni hæð 217,3 fm, ásamt
tvöföldum bílskúr 41,5 fm. Húsið er mjög vel staðsett á
sunnanverðu nesinu og er allt í toppstandi. Stór og
fallegur garður.
Sefgarðar - Seltjarnarnesi
Mjög vandað og velumgengið 212,4 fm einbýlishús á einni
hæð með stórum innbyggðum bílskúr. Skiptist í stóra
stofu, þrjú góð svefnherbergi, stórt eldhús, sjónvarpshol,
þvottaherbergi og bað. Húsið er á fallegri og vel hannaðri
lóð. Hiti í stéttum. Friðsæll staður.
nr
FASTEIGNA
P MARKAÐURINN ehf
ÓÐINSGðTU 4. SÍMAR 551-1540. 652-1700. FAX 562-0540
Bauganes 21A — Skerjafirði
Opið hús
Nýlegt og stórglæsilegt 250 fm einbýli á tveimur hæöum meö
innb. bílskúr. Góð stofa með útg. út á afgirta lóð. Á efri hæð
eru 4 svefnherb. Vandaðar innréttingar. Flísar á gólfum.
Mikil lofthæð. Áhv. byggsj. 3,1 millj. Verð 22 millj.
Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14—17.
Gjörið svo vel að líta inn.
0PIÐ VIRKA DAGA KL. 9-18
Jón Guðmundsson, sölust., lögg. fasteigna- og skipas.
VELMKAMU
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til fðstudags
Okrað á vöffluformi
í Eden
Handfarangur í
Flugleiðavélum
VIÐ hjónin fórum til Dan-
merkur og komum heim sl.
miðvikudag með Flugleiða-
vél, flug 217. Við höfum
ferðast víða með mörgum
flugfélögum og alltaf feng-
ið ákaflega góða afgreiðslu
og verið mjög ánægð.
Við vorum með svokall-
aða „flugfreyjutösku" í
handfarangri sem aldrei
hefur verið gerð nein at-
hugasemd við. En nú
bregður svo við, þegar við
vorum við það að ganga
um borð, að flugfreyja
stöðvar okkur og spyr
okkur hvort við séum ekki
íslendingar. Við kváðum
jú við því. „Því miður,“
segir hún „við leyfum ekki
svona töskur í handfar-
angri, því vélin er full.“
Við spyrjum hana hvað
komi til því aldrei hafi
verið gerð nein athuga-
semd við þessa tösku.
„Því miður,“ segir hún,
„en þið getið tekið það
sem þið þurfið að nota í
vélinni uppúr töskunni."
Við afhentum henni
töskuna og vorum mjög
óánægð. En tókum eftir
því að margir farþeganna
fóru með mikinn farangur
inn í vélina án athuga-
semda.
Samkvæmt fyrirspum
okkar var taskan innan
leyfilegra stærðarmarka
sem Flugleiðir setja um
handfarangur. Við spyrj-
um: Hvers vegna spyr
flugfreyjan hvort við séum
íslendingar? Skiptir það
máli þegar takmarka þarf
handfarangur í vélina?
Farþegi.
Hlýlegar móttökur
á Vogi
MIG langar að taka undir
með þakklátri móður sem
hafði samband við Velvak-
anda á dögunum. Það
varðaði þakkir til Elínar,
sem starfar á símanum á
Sjúkrahúsinu á Vogi og
tUkynna sjúklingar sig til
hennar þegar komið er á
Vog. Ég var sjúklingur á
Vogi og kom andlega nið-
urbrotinn og var það ákaf-
lega styrkjandi að fá
geislandi bros Elínar og
hlýlega móttökur í alla
staði.
Þakklátur sjúklingur.
ÉG KOM í Eden í Hvera-
gerði og keypti bamaís á
120 kr. og ætlaði að kaupa
fyrir sjálfa mig bamaís í
vöffluformi. Þá kostaði ís-
inn 267 krónur.
Ég spyr: hvernig er
hægt að selja vöffluform á
147 þar sem annars staðar
kostar það ekkert auka-
lega?
Óánægður
viðskiptavinur.
Tapað/fundið
Myndavélarpoki
fannst í Langadal
MYNDAVÉL og gler-
augu fundust í myndavél-
arpoka í Langadal í Þórs-
mörk fóstudagskvöldið 3.
júlí.
Eigendur mega vitja
þessara hluta í síma
551 9848.
Reiðhjóli stolið á
Baldursgötu
ÉG ER vön að læsa hjól-
inu mínu, þegar ég skil
það við mig, en þurfti að
stökkva inn í fimm mínút-
ur fóstudaginn 3. júlí, og
var hjólið ólæst úti á með-
an. Vinkona dóttur minn-
ar, sex ára, stóð í dyrun-
um og horfði á er eldri
maður gekk framhjá og
settist á hjólið og kvaddi
kumpánlega. Þar sem hún
þekkti ekki hjólið áttaði
hún sig ekki á því að hjólið
var mitt og lét mig því
ekki vita.
Hjólið er grátt Trek 800
kvenhjól nokkurra mán-
aða gamalt og eigandan-
um kært.
Sá sem gerðist svo bí-
ræfinn að taka hjólið er
vinsamlega beðinn um að
skila því. En aðrir þeir
sem um málið vita eru
beðnir að hringja í síma
552 5859, eða skila hjólinu
á Baldursgötu 25.
Fyrrverandi
reiðhjólaeigandi.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
FJÓRIR níu vikna
bröndóttir kettlingar, vel
kassavanir, fást gefíns.
Upplýsingar í síma
554 6788.
SKÁK
limsjón Margcír
Pétursson
HVÍTUR leikur og vinnur.
STAÐAN kom upp á hol-
lenska meistaramótinu sem
lauk í Rotterdam um síð-
ustu helgi. Karel Van der
Weide (2.450) hafði hvítt og
átti leik gegn hinum þekkta
stórmeistara Jeroen Piket
(2.575), sem lék síðast 19. -
Rg8-e7 og hótaði hvíta
hróknum.
20. Rxe5! - Rxd5 21. Rxd7
(Einnig mátti leika 21.
exd5! - Rxe5 22. Bg5 sem
er gjörunnið) 21. - Hg8 22.
Bg5 - Ba6 23. exd5 - Dxd7
24. De5+ og Piket gafst
upp. Byrjun skákarinnar
var afar athyglisverð, en
hvítur fórnaði manni strax í
tólfta leik og náði að refsa
Piket fyrir að þróa ekki
kóngsvænginn: 1. e4 - g6 2.
d4 - Bg7 3. Rc3 - c6 4. Rf3 -
d6 5. h3 - b5 6. Bd3 - Rd7 7.
0-0 - Bb7 8. Be3 - a6 9. a4 -
e5 10. axb5 - cxb5 11. dxe5 -
dxe5 12. Bxb5! - axb5 13.
Rxb5 - Bf8 14. Dd3 - Ha6
15. Hfdl - Dc8 16. Hxa6 -
Bxa6 17. Rd6+ - Bxd6 18.
Dxd6 - Be2 19. Hd5 - Re7
og upp er komin staðan á
stöðumyndinni.
Þrátt fyrir þennan stór-
glæsilega sigur lenti van
der Weide samt í neðsta
sæti á mótinu ásamt tveim-
ur öðrum.
HÖGNI HREKKVÍSI
jt Ajfcjr út iyrirctb t/em, * Strondpartl * 0
£9
fl
Magnús f Nýhöfn f Kaupmannahöfn
Ævintýri til sölu
Af sérstökum ástæðum er skemmtibáturinn Magnús B-1590 til sölu.
Báturinn er staðsettur í Kaupmannahöfn.
Tilvalið tækifæri fyrir einstakling eða hópa til að upplifa ævintýri eins
og að fara til Berlínar og skoða múrinn eða kynnast frægum
vínræktarhéruðum í Frakklandi. Einnig er stutt í
Sænska- og Norska skerjagarðinn.
Báturinn er með nýlega BMW turbo diesel vél (notuð 380 tíma) og er
allur í góðu standi. Báturinn er smíðaður í USA 1975 og er 29 fet á
lengd og 8 fet á breidd. Gott pláss er í bátnum m.a. svefnaðstaða
fyrirsexfullorðna ogtvö börn, fullkomin eldunaraðstaða og nýr
ísskápur Einnig fylgir 4 manna Zodiac gúmmfbátur og nýr Mariner
utanborðsmótor..
Verð er kr. 1.500.000.- (Skipti á bíl koma til greina.)
Upplýsingar í síma 896 4436 eða 552 7260.
Víkverji skrifar...
HÁHYRNINGURINN Keikur
flytur lögheimili sitt til Vest-
mannaeyja með haustinu, að sögn,
og sezt að í Klettsvík. Víkin sú
geymdi fyrr á tíð laxakví ISNO, sem
kom nokkuð við fréttir. Umhverfis
víkina á þrjár hliðar standa Heima-
klettur, Miðklettur og Yztiklettur -
en úti fyrir er sjálf innsiglingin 1
Vestmannaeyjahöfn, frægustu físki-
höfn landsins. Þar getur vindhraði
orðið mikill sem og ölduhæð, að ekki
sé fastar að orði kveðið.
Keikur verður trúlega kærkominn
til Eyja, enda ekkert venjulegt smá-
hveli á ferð. Kannski má tala um
„hvalreka" fyrir byggðarlagið? Sama
verður ekki sagt um serknesku sjó-
ræningjana frá Alsír, sem kallaðir
eru Tyrkir í gömlum heimildum, og
stigu á land í Vestmannaeyjum 16.
júlí árið 1627. Núna í vikunni er 371
ár frá þeim atburði. Enn í dag lifa
frásagnir af honum með þjóðinni.
xxx
SJÓRÆNINGJAR þessir komu
víða við hér á landi, fóru með
brauki og bramli. Harkalegastur var
atgangur þeirra þó í Eyjum. Þangað
fóru þeir á þremur skipum; hand-
tóku rúmlega 240 manns, karla, kon-
ur og börn.
Héldu þeir síðan með herfang sitt
til Alsír. Þar voru íslendingarnir
seldir í ánauð á þrælamarkaði. Ein-
hverjir þeirra rötuðu um síðir leiðina
til frelsis og fóðurlandsins á nýjan
leik. Þeirra frægust var Guðríður
Símonardóttir „Tyrkja-Gudda“, sem
varð eiginkona prestsins og sálma-
skáldsins Hallgríms Péturssonar.
Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti
ber nafn hans.
Eftir „Tyrkjaránið" var skansinn í
Vestmannaeyjum endureistur og
ráðinn þar byssuskytta. Eyjaskeggj-
ar vildu, reynslunni ríkari, tryggja
öryggi sitt betur eftir en áður. Vel
megum við íslendingar muna þessa
dapurlegu júlídaga fyrir meira en
370 árum, svo afdrifaríkir sem þeir
voru fyrir landa okkar á þeirri tíð.
Og víst megum við heiðra minningu
prestsmaddömunnar, Guðríðar Sím-
onardóttur, sem lifði af herleiðing-
una til Alsír. Og þreyði síðar súrt
sem sætt með höfundi Passíu-
sálmanna, sem skipa svo veglegan
sess í menningararfleifð okkar.
xxx
HVER hefði trúað því fyrir
nokkrum áratugum að við ækj-
um fremur undir en fyrir Hvalfjörð?
Áreiðanlega fáir. Sú er engu að síður
staðreyndin í dag. Þjóðvegurinn
liggur sum sé undir hafsbotninum í
Hvalfírði!
Skrifandi um Hvalfjörð kemur
hvalvinnslustöð, sem þar var lengi
rekin, upp í huga, a.m.k. hinna eldri.
Þeir elztu muna og þá tíð er Hval-
fjörður var mikilvægt lægi skipalesta
bandamanna í heimsstyrjöldinni síð-
ari. Sögufróðir vita að auki að Hval-
fjörður var aðalhöfn landsins á 14. öld.
Nú hefur tæknin bætt um betui-
með Hvalfjarðargöngum, sem auka
enn á reisn fjarðarins; gera veg hans
meiri, ef svo má að orði komast, og
greiða veg okkar allra milli lands-
hluta.
xxx
VÍKVERJI dagsins er ekki
hestamaður. Pátt þykir honum
samt sem áður fegurri sýn en vel
setinn fagurbyggður hestur. Það er
og skemmtilegt til þess að hugsa að
fákurinn var um 10 alda skeið nánast
eina „samgöngutæki" íslendinga á
þurru landi. Tungutak landans ber
þessa víða merki. Við tölum t.d. enn
um að einhver „setji sig á háan
hest“, það er geri sig digran. Annað
dæmi: „þeir leiða saman hesta sína“,
þ.e. deila, takast á. Eða: „hann ríður
ekki feitum hesti frá þingstörfum“,
þ.e. heldur heim með skottið á milli
fótanna.
Við tölum og enn um að „gefa ein-
hverjum lausan tauminn“ (veita
frjálsræði), „taka í taumana" (herð-
um aðhald), „höfum taumhald á hlut-
um“ (stjórn) og „erum treg í taumi“
(látum illa að stjóm), sem er dæmi-
gert íslenzkt.