Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 9 Leikin sjón- varpsmynd tekin upp á Landsmótinu MARGIR ráku upp hlátrasköll í áhorfendabrekkunni á Lands- móti hestamanna á Mejgerðis- melum þegar Samúel Orn Erl- ingsson íþróttafréttamaður á Sjónvarpinu var að taka viðtal við Pálma Gestsson leikara og fóru þeir mikinn. Þegar betur var að gáð var verið að taka upp leikna sjónvarpsmynd sem byggð er á sögu eftir Hrafn Gunnlaugs- son. Sagan heitir „Þegar það ger- ist“ og er byggð á bernskuminn- ingum Hrafns frá því hann var í sveit hjá Gunnari Bjarnasyni hrossaræktarráðunauti á Hólum. Tinna Gunnlaugsdóttir leikstýrir myndinni ásamt Hrafni og er handrit myndarinnar einnig unn- ið í samstarfí þeirra. „Þetta er ekki heimiidarmynd, heldur skáldskapur," segir Tinna. „Sag- an fjallar um ungan dreng sem fer í sveit hjá manni sem verður nokkurs konar átrúnaðargoð hans. Við sögu kemur hestakona og þegar hún kemur fram á sjón- arsviðið finnst drengnum átrún- aðargoðið verða gagntekið af mannalátum. Drengurinn skilur ekki alveg hvað um er að vera og hvers vegna maðurinn breytist svona. Konan fellur heldur ekki fyrir manninum fyrr en manna- lætin renna af honum og allt fer vel að lokum.“ Auk Pálma fara með aðalhlut- verk í myndinni þau Unnur Steinsson sem Ieikur hestakon- una og Steinar Torfi Vilhjálms- son sem leikur drenginn. 011 eru þau vant hestafólk og er Steinar Torfi meðal keppenda í barna- fiokki á Landsmótinu. Pittmann-málið Afrýjunar- réttur staðfestir frávísun ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Banda- ríkjunum hefur staðfest úrskurð dómara í undirrétti að vísa frá máli Fredriks Pittmans á hendur Flug- leiðum vegna brottnáms Emu Eyj- ólfsdóttur á dætrum sínum frá Bandaríkjunum. Dómari í undirrétti vísaði málinu frá á sínum tíma og nam jafnframt úr gildi 15 milljóna dollara bætur sem kviðdómur hafði úrskurðað Pittman og dóttur hans. Er það jafnvirðri tæpra 1100 milljóna króna íslenskra. Niðurstöðu dómara var áfrýjað til áfrýjunarréttar sem hefur nú staðfest frávísun málsins. Fylgstu með nýjustu fréttum á fréttavef Morgunblaðsins www.mbl.is FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir PÁLMI Gestsson leikari í síðum leðurfrakka með hatt í atriði þar sem hann er í viðtali við Samúel Örn Erlingsson fréttamann. Fólk Skipaður skrifstofu- sljóri Hæsta- réttar SIMON Sigvaldason lögfræðingur hefur verið skipaður skrifstofu- stjóri Hæstaréttar. Um er að ræða embætti sem varð til með nýjum dómstólalögum er tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. Embætti hæstaréttar- ritara var þá um leið aflagt. Símon er 36 ára, lauk lagaprófi 1989. Hann hefur meðal annars starfað sem aðstoðarmaður hæsta- réttardómara, settur skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu og var skipaður saksóknari frá 1. janúar 1998. Símon er kvænt- ur Ingu Dóru Sigfúsdóttur stjómmálafræð- ingi og eiga þau tvær dætur. Aðrir um- sækjendur um stöðuna voru Erla Jónsdóttir hæstaréttarritari, Sigríður Norðmann, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Sigur- jóna Símonardóttir, aðstoðarmaður hæstaréttardómara, og Þorgerður Erlendsdóttir, settur héraðsdóm- ari. IP VAIAHLUTIR Hjá NP varaWuíum færðu alla þá hluli sem skipta máli: Bremsuklossa, reimar, kerti, mðuþurrkur, rafgeyma, kveikjur og fleira. Ekki aðeins í einhverjar spes tegundir bifreiða, heldur allar. Já, AL TEGIDIR BIFREIDA. Það ættir þú að hafa í huga næst þegar þig vantar lugt... eða hásingu eða ktíplingu... eða bremsuborða...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.