Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÍTILBÓÐ KR. 400 Á ALLÁR IVIYNDIR KL. 5 OG 7.1 20 ÁRA <A> IVIÆEL Lil. ENDURHLJÓO- BLONDUEJ f D ■ G I T A L STEREO Frábærlega vel leikin spennu- mynd í Film Noir stíl. out öfanvlhj Bestamyiid Pedro AÍmodovar síðan Konur á barmi taugaáfalls Sýnd ki. 7, 9 og 11. B. i. 14. Hagatorgi, simi 552 2140 Sjáið úrslitaleikinn, á stóru tjaldi, í beinni. ,!;\j t' f í.'iíú Takíð þátt í HM getraun. Glæsileg verðlaun: HM bolti, skór o.fl. miDiGITAL SýndkJ 5,9og11. UCSL.lt IffUS^N FRUMSYNUM STORMYNDINA ENDALOKIN ERU NÆR EN ÞIG GRUNAR ENDALOKIN ERU NÆR EN ÞIG GRUNAR SiX DayS QENNIS QUAiD DANNY GLOVER SWITCHBACK www .samfilm.is Er vanur barsmíðum STEVE Buscemi á glæsilegan feril að baki í óháða kvik- myndageiranum í Banda- ríkjunum. Hann hefur leikið í myndum á borð við The Big Le- bowski, Reyfara, Reservoir Dogs, Fargo og New York Stories svo aðeins fáeinar séu nefndar. Einnig skrifaði hann handritið að, leik- stýrði og lék í myndinni Trees Lounge frá árinu 1996. Hann er fæddur í Brooklyn árið 1956 og fékk áhuga á leiklist á síðasta ári í framhaldsskóla. Það munaði þó engu að hann yrði slökkviliðsmað- ur en hann fékk ekki inngöngu í slökkviliðið í New York. Það er eins og hann sé að hefna sín þegar hann stingur sígarettu á milli tannanna og kveikir í. „Manni er alls staðar bannað að reykja, jafnvel á börum,“ segir hann og blæs reyknum út í andrúmsloftið. „Mér finnst það virkilega skrýtið að sitja á bar og mega ekki kveikja sér í sígarettu." Hasarmyndir fyrir soninn Grunaði þig einhvern tíma að þú ættir eftir að leika í stórmynd á borð við Armageddon þegar þú varst að hefja leikferilinn? „Nei,“ segir hann og brosir. „Það hvarflaði aldrei að mér.“ Horfðirðu á myndir af þessu tagi þegarþú varst strákur? „Þá voru ekki gerðar svona myndir - ekki nema upp að vissu marki. Myndir frá kvikmyndaver- unum þegar ég var bam og ung- lingur voru meira í ætt við óháðu myndirnar í dag. Það voru myndir eins og „The Graduate" sem heill- uðu mig og veittu mér þann inn- blástur sem þurfti til að gerast leikari. Eg veitti hasarmyndum ekki mikla athygli. Eg er hins veg- ar opnari fyrir þeim núna, ekki að- eins vegna þess að ég vínn við leik- list og hef tvisvar unnið með Jerry Bmckheimer heldur einnig vegna þess að ég á sjö ára son sem vill horfa á þessar myndir.“ Eru þetta ekki dálítil svik við Steve Buscemi málstaðinn að segja skilið við list- rænar myndir fyrir stórmyndaiðn- aðinn íBandaríkjunum? „Eg lít ekki á þær myndir sem ég hef leikið í fram að þessu sem listrænar myndir. Fyrir mér eru þetta aðeins myndir sem ná annað hvort almennri skírskotun eða ekki. Hvort þær em listrænar eða ekki er erfítt að segja til um.“ Leikstjórn meira krefjandi Ertu að vinna að einhverju handriti? „Mér fínnst erfitt að skrifa og ég hef ekki gert neitt handrit eftir Trees Lounge. Ég er með handrit í bígerð sem mig langar að leik- stýra eftir Eddie Bunker. Það er fangelsismynd og ég mun líklega leika í myndinni en hef einnig áhuga á að leikstýra henni.“ Þú virðist mjög áhugasamur um leikstjóm. „Hún er meira krefjandi og ég kann vel við ábyrgðina sem henni fýlgir. Mér er ekki eins vel við taugaspennuna. Það erfiðasta við að gera kvikmynd er undirbúning- urinn. Um leið og tökur hefjast kemur allt af sjálfu sér. En mest vinna liggur í því að útvega fjár- munina, leikarana, tökuliðið og gera allt klárt fyrir tökur.“ Nú kemur Bruce Willis úr öðr- um geira en þú. Hann hefur helst getið sér orð fyrir stórmyndir frá Hollywood á meðan þú hefur öðl- ast frægð fyrir óháðar myndir. Funduð þið fyrir þessum mun á tökustað? „Bruce er frábær,“ svarar Buscemi. „Fyrir mér varð hann svipaður og hann er í myndinni. Hann var mjög örlátur, bauð okk- ur gjarnan út og mér fannst það skila sér þegar tökur fóra fram. Það var ekki eins og hann léki sína rullu, lokaði sig inni í sínu hjólhýsi og yrti ekki á okkur. Það skemmti- legasta við kvikmyndir að mínu mati er með hverjum þú vinnur og þessi mynd var afar ánægju- leg að því leyti.“ Hvernig er vinna við óháðar myndir í samanburði við stör- myndir af þessum toga? „Það erfiðasta við allar kvikmyndatökur era ferða- lögin. Að fara af tökustað á hótelherbergi en ekki heim til sín er ekki góð tilfinning. Annars er kvikmyndagerð bara kvikmyndagerð. Það eina sem peningarair kaupa er meiri tími. En þeim mun meiri tími sem er til stefnu þeim mun meiri tími fer í að sitja með hendur í skauti og glápa út í loftið. Þá vil ég held- ur hafa eitthvað fyrir stafni.“ Hvemig var í geimnum ? „Það var mjög óþægilegt því við héngum í vírum,“ segir hann og hlær. „Það var erfitt.“ Hvernig er hin líkamlega hlið leiklistarinnar; að vera stöðugt á þeytingi ogjafnvel barinn? „Ég er nú orðinn vanur því að vera barinn,“ svarar Buscemi og glottir. „Þetta er alltaf skemmti- legt til að byrja með og svo verður þetta þreytandi eftir því sem tök- urnar verða fleiri. En ég vinn við þetta og get vel skilið að gerðar séu kröfur til mín.“ Hvernig ferðu að því að velja trekk í trekk góðar myndir? „Þær hafa eiginlega valið mig,“ svarar Buscemi af einlægri hógværð. „Ég hef bara verið opinn fyrir mynd- um af ákveðnum toga og verið svo heppinn að góðir leikstjórar hafa verið fúsir að vinna með mér.“ Er fyrirmynd Armageddon sótt ímyndina „The Dirty Dozen"? „Þannig lýsti Jerry myndinni fyr- ir mér í byrjun. Hugmyndin var að senda af stað hóp manna sem vissi ekkert um geimferðir; hálfgert samansafn af rötum í geimnum.“ í mínum huga er ég ekki kvikmynda- stjarna. Ég er aðeins þakk- látur fyrir að fá vinnu sem leikari. Heldurðu að þessi hörkutól gætu í aIvöru bjargað heiminum? „Það er dálítið langsótt," svarar hann og dæsir. „En það væri það líka þótt þetta væru geimfarar. Sjálf hugmyndin er langsótt en að sama skapi mjög spennandi." Þetta eru nú ekki spennandi að- stæður. „Nei, ég veit ekki hvað ég myndi gera ef svona loftsteinn stefndi á jörðina," segir Buscemi og hristir höfuðið. „Ég á fjölskyldu svo ég_ veit hvar ég myndi vilja vera. í myndinni fer maðurinn sem ég leik aðeins í þessa ferð vegna þess að hann er beðinn. Ég held að hann hefði frek- ar viljað enda líf sitt á fatafelluknæpu." Hvað myndir þú gera ef þér yrði sagt að heimsendir væri í nánd? „Ég held að það sé ekki hægt að gera sér það í hugarlund, nema það væri að gerast í raun. Ég veit bara að ég myndi vilja vera hjá fjölskyld- unni minni. Það væri hræðilegt ef heimsendir yrði núna og ég væri ekki í New York.“ Buscemi bætir við til að leggja áherslu á mál sitt: „Það myndi koma mér í mikið uppnám." Algjört letiblóð Michael Bay segist vera aðdá- andi Coen-bræðra. Eins og þú veist eftir að hafa unnið með þeim er ekki margt líkt með rnyndum þessara leikstjóra. En hvemig koma þeir þér fyrir sjónir? - „Michael veitti okkur mikið frelsi með textann. í þeim mynd- um Coen-bræðra sem ég hef unnið að er textinn aftur á móti niður- pjörvaður að því marki að leikar- amir fá frelsi til að ná tökum á persónunni. Það er lítið um spuna. Bay lék hins vegar forvitni á að vita hvað leikurunum dytti í hug.“ Seturðu þig inn í heim persón- anna á svipaðan hátt og t.d. Jenni- fer Jásori Leigh sem'vinnur nánast eins og rannsóknarbhiðamaður? „Nei, ef til vill er ég algjört leti- blóð en ég hef aldrei beitt slíkum aðferðum." Þú hefur unnið með fjölmörgum afbragðs leikstjórum. Nýtist það þér þegar þú sest í leikstjórastól- inn? „Ég hef tekið eftir því hjá öllum þeim góðu leikstjórum sem ég hef unnið með að þeir láta leikurunum og tökuliðinu líða eins og sam- starfsfólki; að samstarfið sé mikil- vægt og aðstoð sé vel þegin; af henni stafi ekki ógn. Þessir leik- stjórar era opnir fyrir hugmyndum jafnvel þótt þeir noti þær ekki. Þeir hafa áhuga á því sem samstarfsfólk þeirra hefur að segja. Ég reyndi að temja mér þetta í Trees Lounge.“ Það væri óneitanlega garnan að sjá þig vinna með Woody Allen. „Ég hef unnið með honum en var klipptur úr myndinni. Það var í myndinni Alice og ég lék Jesú Krist. Ég hef heyrt að hann hafi Jesú Krist í öllum myndum sínum en þau atriði detti iðulega út á klippiborðinu.“ Hvers konar Jesú varst þú? „Ég var vitni í réttarhöldum." Ertu kvikmyndastjarna? „í mínum huga er ég ekki kvik- myndastjama. Ég er aðeins þakk- látur fyrir að fá vinnu sem leikari. Hver veit hvar ég verð eftir fimm ár. Þetta er harður heimur. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég legg svona mikla áherslu á leik- stjórnina. Þá hef ég eitthvað til að snúa mér að ef allt annað bregst."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.