Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sérverslun með sígílda tónlist Þó stórfyrirtæki í útgáfu á sígildri tónlist barmi sér dafna smáfyrirtækin. Árni Matthíasson kynnti sér starf nýrrar sérverslunar með slíka tónlist sem leggur höfuðáherslu á sjaldséðar útgáfur. Morgunblaðið/Golli LÁRUS Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson í versluninni 12 tónum. MARKAÐUR fyrir klassíska tónlist hefur stækkað mjög undanfarin ár, en þó hafa stórfyrirtækin átt í erfíðleikum og mikill samdráttur í sölu þar á bæ. Fyrir vikið eru yfirlýsingar útgáfna- nna mjög misvísandi; þær stóru tala um samdrátt og kreppu en á meðan fjölgar smáfyrh-tækjunum og þeim útgáfum sem selja ódýra diska. Fyr- ir stuttu tóku tveir ungir menn sig til, annar starfsmaður í plötuverslun- um til margra ára en hinn viðskipta- vinur hans, og stofnuðu sérverslum með sígilda tónlist, 12 tóna, sem hef- ur meðal annars að markmiði að sinna sérstaklega smáútgáfunum. Þeir Jóhannes Ágústsson og Lár- us Jóhannesson þekkja vel til í versl- unarrrekstri með tónlist; Jóhannes starfaði við afgreiðslu og innkaup fyrir hljómplötuverslun um árabil, en Lárus hefur safnað sígildri tónlist í fjölda ára og þekkir því vel tii lífs- ins hinum megin borðsins. Þeir segja að margir hafí orðið til að letja þá frá því að fara út í slíka óvissu sem verslunarrekstur sé, en fleiri hafí lýst ánægju sinn og hvatt þá til dáða. „Við töldum lag á að auka þjónustu við plötukaupendur og bæta úr þeim skorti sem hefur verið á plötum frá öðrum útgáfum en þeim allra stærstu. Viðtökumar hafa og sýnt okkur að margir höfðu áhuga á að komast í þau merki sem við erum með í sölu.“ Misvísandi yfírlýsingar Markaður fyrir klassíska tónlist hefur stækkað mjög undanfarin ár, en þó hafa stórfyrirtækin átt í erfíð- leikum og mikill samdráttur í sölu þar á bæ. Fyrir vikið eru yfirlýsing- ar útgáfnanna mjög misvísandi; þær stóru tala um samdrátt og kreppu en á meðan fjölgar smáfyrirtækjunum og þeim útgáfum sem selja ódýra diska. Þeir Jóhannes og Lárus segj- ast einmitt hafa orðið varir við þetta því hér á landi hafí menn haldið mjög fast í það sem stórfyrirtækin gera og ekki sinnt smáútgáfunum nógu skipulega að þeirra mati. „Það var því færi fyrir okkur að koma inn á markaðinn með merki eins og Tel- arc, Hanssler, Collins, Arkadia, CPO, Ópera tres, ASV, DRG, Symphonia, Mondo Musica, co legno og Revelation, svo fáein séu talin.“ Þeir Jóhannes og Lárus segja að vissulega sé snúið að henda reiður á svo mörgum útgáfum en samskipti séu líka persónulegri og allt gangi hraðar fyrir sig. Þannig geti smáfyr- irtækin brugðist hraðar við mark- aðnum, ef til að mynda einhver gerð tónlistar nær hylli vegna notkunar í kvikmynd en þau stóru séu lengi að átta sig á hlutunum og enn lengur að bregðast við. „Við náum líka per- sónulegra sambandi við merkin, er- um jafnvel að eiga beint við eigand- ann, þannig að við fylgjumst betur með þvi sem er í aðsigi hjá viðkom- andi útgáfu.“ Listamenn skipta minna máli Þróun í útgáfu á sígildri tónlist hefur undanfarin ár færst frá því að vera nánast dýrkun á einstökum tón- listarmönnum, sem tóku sömu verk- in upp aftur með reglulegu millibili í að höfuðáhersla er lögð á verkin sjálf. Þannig sé fólk frekar tilbúið til þess að kaupa disk með óþekktum listamönnum ef þeir eru að flytja eft- irtektarverð verk. Skipulögð tónlistarkennsla hefur skilað því að grúi hæfileikaríkra tón- listarmann er að störfum um heim allan og þó enn séu til stjömur eru þeir legíó sem standa þeim nánast á sporði hvað varðar hæfileika. Þeir Jóhann og Lárus segjast og merkja það á sínum innflutningi að lista- menn skipta minna máli; menn treysti því yfírleitt að merki eins og til að mynda ASV, Hanssler eða Collins séu aðeins með góða tónlist- armenn á sínum snærum og spái frekar í það hvaða verk er verið að leika. „Stórfyrirtækin hafa gert of mikið af því að hljóðrita aftur og aft- ur sömu verkin og þegar þau bregð- ast við samkeppni frá til að mynda Naxos með því að endurútgefa gaml- ar upptökur á lágu verði eru þau fyrst og fremst að taka markað frá sjálfum sér.“ Á meðan Jóhann bregður sér fram í búð að afgreiða viðskiptavin segir Láms að sér sýnist mest sala vera í versluninni á samtímaverkum og nefnir sem dæmi þýsku útgáfuna col legno, sem meðal annars gefur út Berio, Cmmb, Kurtág, Hesse og fleiri tónskáld okkar tíma, sem flest eru á lífi, en einnig útgáfuraðir sem helgaðar séu tónlistarhátíðinni í Darmstadt og Donauerschinger tón- listardögunum. „Sending af col legno staldrar jafnan stutt við hjá okkur, og mér finnst einmitt skemmtilegast að selja slíka tónlist, því hún er til marks um að það er mikið líf 1 sam- tímatónlist og gott að tónskáldin fá viðurkenningu." Lárus nefnir einnig Revelation-útgáfuna sem hann segi hafa selst vel en ólfkt col legno sér- hæfir hún sig í útgáfu á gömlum upptökum úr safni rússneska ríkis- útvarpsins og þar sé að finna ýmis- legt forvitnilegt eins og flutning Sjostakovitsj á 10. sinfóníu sinni í út- setningu fyrir tvö píanó, gamlar upp- tökur með Kissin og þar fram eftir götunum. „Ekki má svo gleyma þýsku útgáfunni Hanssler sem var fyrst fyrirtækja til að gefa út allar kantötur Bachs og stefnir á enn stærra verk; heildarútgáfu á verkum hans sem verður mesta útgáfuþrek- virki okkar tíma. að mínu mati.“ EITT verkanna á sýningunni. Morgunblaðið/Júlíus Sigurbjörn sýnir í Eden SIGURBJÖRN Eldon Logason opnar málverkasýningu í Eden í Hveragerði mánudaginn 13. júlí eftir hádegi. Á sýningunni verða aðallega vatnslitamyndir. Sigurbjöm hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Eden er sölusýning og henni lýkur 26. júlí. Einsöngstónleikar á Hofsósi JÓN Rúnar Arason, tenór og Þórhildur Björnsdóttir píanóleik- ari halda tónleika í fé- lagsheimilinu Höfða- borg á Hofsósi í dag, sunnudag kl. 17. Á efn- isskrá þeirra eru ítölsk sönglög og aríur og ís- lensk sönglög, m.a. Lindin eftir Eyþór Stefánsson, Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þór- arinsson, Stormar, Heimir og Jarpar eftir Sigvalda Kaldalóns. „Efnisskráin er í heild mjög klassísk og við byrjum á léttum og vel- Jón Rúnar Arason þekktum lögum og þyngjum hana síðan eftir því sem á líður. Eftir hlé hleypum við ítalska „stórskotalið- inu“ fram og flytjum m.a. aríu hertogans úr Rigoletto og aríu Al- fredos úr La traviata eftir Verdi og aríu Rod- olfos úr La Boh'eme eftir Puccini," segir Jón Rúnar. Jón Rúnar heldur til Svíþjóðar í haust og syngur hlutverk Rodol- fos í La Boheme í upp- færslu Óperunnar í Gautaborg. Fékk hæstu einkunn í Royal Academy of Music Hulda Björk Garðarsdóttir hefur nýverið lokið prófí frá Royal Academy of Music 1 London og hlaut hún hæstu einkunn sem skólinn veitir eða „Outstanding DipIoma“. „Það er meira en maður þorði að vona,“ sagði hún 1 stuttu spjalli við Dag Gunnarsson. HULDA Björk hóf söngnám á Akureyri, var fyrstu árin hjá Þuríði Baldursdóttur og segist oft verða hugsað til þess sem hún lærði hjá henni. „Maður býr lengi að þessum fyrstu tímum og ég finn að íslenskir söngnemendur koma vel undirbúnir hingað út, það koma góðir söngvarar að heiman, sem er fyrst og fremst því að þakka að við eigum svo góða kennara á íslandi." Hulda Björk lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík eftir tveggja ára nám hjá Dóru Reyndal og Þuríði Pálsdóttur. Eftir það fór hún og söng fyrir í Berlin og komst inn í Hochschule Der Kúnste í klass- ískt söngnám i óperu- og ljóðasöng og tengdum grein- um og var þar einn vetur. „Það var ágætt að vera þar en mér finnst Bretar setja markið hærra og er ánægð- ari með þá menntun sem ég hlaut síðan hér í London. Ég fékk styrk til tveggja ára náms við RAM frá As- sociated Board of The Royal Schools of Music, en var komin með heimþrá og orðin leið á námsmannalífinu og ákvað að taka þessi tvö ár á einu. Þó að ég næði kannski ekki prófi út úr þvi þá væri ég að minnsta kosti með þessa reynslu." Ekki nóg með að Hulda Björk næði prófinu með glæsilegum árangri heldur vakti hún athygli umboðsmanna og hefur nú skrifað undir samning við einn þeirra og kemur þess vegna til með að heimsækja London reglulega næsta vetur til að syngja fyrir og stunda söngtíma. „Ég er að læra hlutverk Danae, sem er aðalhlutverk í óperunni Die liebe der Danae eftir Richard Strauss, fyrir næsta vor þar sem ég verð að vera tilbúin að stökkva inn í sem Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson Hulda Björk Garðarsdóttir „varasöngkona" hjá Garsington Opera Company sem verður með óperuhátíð úti undir berum himni í ná- grenni Oxford. Þetta er einn hlekkurinn í ferlinu; með þessu móti getur maður útvegað sér reynslu í sviðsvinnu og samstarfi í óperuuppsetningu. Það tekur tíma að syngja hlutverkið inn í röddina, og því er gott að hafa góðan tíma.“ Áður en það gerist mun Hulda Björk halda ljóðatónleika heima í tónleikaröð sem Ása Richardsdóttir er að skipuleggja í Kaffileikhúsinu í lok ágúst. „Það sem er framundan hjá mér er að koma i sem mest fram heima og finna góð verkefni að glíma við og öðlast meiri reynslu. Eftir tónleikana í Kaffileik- húsinu ætla ég svo að heimsækja heimaslóðir mínar norður í landi og halda þar tónleika.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.