Morgunblaðið - 12.07.1998, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Veiða
má 297
hrein-
dýr í ár
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
heimila veiðar á allt að 297
hreindýrum á tímabilinu 1.
ágúst til 15. september í ár
auk hreindýrakálfa.
Heimilt er að hefja veiðar á
törfum 20. júlí en þess skal
gætt að þær veiðar trufli
hvorki kýr né kálfa.
Veiðar óheimilar tíma-
bundið á vissum svæðum
Óheimilt verður að stunda
hreindýraveiðar fyrir 15.
ágúst á ákveðnu svæði sem af-
markast að austan af austur-
bakka Jökulsár í Fljótsdal að
Laugará, með Laugará að
Hölkná og þaðan í beina línu í
topp á Urgi, á Tungusporð,
Búrfellstopp og að ósi Dysjar-
ár.
Vesturmörk svæðisins
fylgja síðan Jökulsá á Brú að
Jökli.
Með
unga
í fóstri
TALIÐ er að varp við Tjörn-
ina sé í meðallagi í ár að
sögn Jóhanns Óla Hilmars-
sonar, sem fylgist með fugla-
lífinu við Tjörnina, en
talning á ungum fer fram
upp úr miðjum júlí. Eins og
sjá má er þessi skúfönd sem
syndir um Tjörnina um þess-
ar mundir ungum prýdd, því
hvorki fleiri né færri en 17
ungar fylgja henni. Algengt
er að skúfendur og dugg-
endur taki að sér uppeldi
annarra unga en sinna eigin
og skiptast þær jafnvel á að
gæta þeirra eða ein kollan
tekur að sér að sjá um allt
uppeldi. Jóhann Óli sagði
að í vor hefði verið mikið um
skúfönd á Tjöminni og þrjú
gargandarpör hefðu sést við
Ijömina. Fjöldi dugganda
sagði hann að hefði verið í
meðallagi en henni hefur
farið fækkandi undanfarin
ár. Fáir æðarfuglar settust
að við Tjörnina í vor og
fáar gæsir hafa sést þar
með unga en fjöldi kría er
í meðallagi í sumar.
BLAÐINU í dag fylgir 8 síðna
auglýsingablað fyrir Akranesbæ.
FRETTIR
Umhverfísráðuneytið úrskurðar um hreindýraveiðar
Úthlutun arðs verði
í samræmi við ágang
UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
hefur úrskurðað að fella beri úr
gildi ákvörðun hreppsnefndar Jök-
uldalshrepps frá því í desember um
úthlutun á arði vegna hreindýra-
veiða til Aðalsteins Jónssonar,
Klausturseli, Egilsstöðum. Lagt er
fyrir hreppsnefndina að úthluta til
hans á ný í samræmi við ákvæði
reglugerðar þannig að metin sé
ágangur hreindýra á jörð hans.
Forsaga málsins er sú að Aðal-
steinn kærði til umhverfisráðu-
neytisins ákvörðun Jökuldals-
hrepps um úthlutun hreindýraarðs
og fór fram á að úthlutunin yrði
tekin til endurskoðunar og að úr-
skurðað yrði að hreppsnefnd yrði
gert að fara eftir fyrri úrskurði
ráðuneytisins frá júlí 1997. I þeim
úrskurði er skýrt kveðið á um að
skipta skuli arði vegna hreindýra-
veiða fyrir árið 1997 í samræmi við
reglur um hreindýraveiðar þannig
að þeir bændur og aðrir er verði
fyrir ágangi af hreindýrum á jörð-
um sínum njóti hans fyrst og
fremst. Jafnframt er tekið fram að
það sé skoðun ráðuneytisins að
ákvæði reglugerðarinnar verði ein-
ungis skýrt þannig að þó taka megi
tillit til annarra sjónarmiða við
skiptingu arðs, þá verði ekki geng-
ið fram hjá þeim sem fyrir mestum
ágangi verða af hreindýrum og
skal arðurinn fyrst og fremst
ganga til þeirra. Þrátt fyrir þennan
úrskurð hafi hreppsnefnd ákveðið
að skipta arði milli bæja miðað við
verðmæti jarðanna og stærð
þeirra.
Ekki í samræmi við túlkun
ráðuneytisins
í úrskurði ráðuneytisins nú seg-
ir að ekki sé talið að túlkun
hreppsnefndar sé í samræmi við
úrskurð ráðuneytisins frá 1997,
enda hafi ekkert komið fram hjá
hreppsnefndinni um að reynt hafi
verið að meta ágang á jarðir í
hreppnum. Þeim rökum sveitar-
stjórnar að ekki sé hægt að meta
ágang hreindýra er hafnað. Fallist
er á að sveitarstjómum sé heimilt
sem megin reglu að úthluta arði
vegna veiðanna samkvæmt sam-
komulagi hlutaðeigandi en sætti
landeigandi sig ekki við þá úthlut-
un sem byggist á mati á ágangi
hreindýra á jörð hans ber hins
vegar að úthluta honum arði í sam-
ræmi við ákvæði í reglugerð um
hreindýraveiðar þannig að metinn
sé ágangur dýranna á jörð hans
eða jarðir.
í úrskurðinum segir enn fremur
að komið hafi fram hjá hrepps-
nefnd að sátt sé um skiptingu á
arðinum fyrir árið 1997 hjá öllum
sveitungum kæranda. Því þyki rétt
að ógilda aðeins úthlutun til kær-
anda en að úthlutun til annarra í
hreppnum standi. Ráðuneytið átel-
ur jafnframt hreppsnefndina fýrir
að hundsa úrskurð ráðuneytisins
frá júlí 1997 um skiptingu hrein-
dýraarðs í hreppnum.
Morgunblaðið/Golli
Galsi heldur for-
ystunni í A-flokki
GALSI frá Sauðárkróki og Baldvin
Ari Guðlaugsson halda enn foryst-
unni í A-flokki á landsmótinu á
Melgerðismelum eftir milliriðil
sem fram fór í gærmorgun, hlutu
8,75 í einkunn.
Jafnir í öðru til þriðja sæti með
8,67 eru Ormur frá Dallandi og Atli
Guðmundsson og Sjóli frá Þverá og
Ragnar Hinriksson. Váli frá Nýja-
bæ og Elías Þórhallsson eru í
fjórða sæti með 8,60. Geysir frá
Dalsmynni og Sigurður V. Matthí-
asson eru í fimmta sæti með 8,58
og jafnir í sjötta til sjöunda sæti
Baldur frá Bakka og Stefán Frið-
geirsson og Hjörvar frá Ketilsstöð-
um og Bergur Jónsson með 8,57 og
Gammur frá Hreiðursborg og
Vignir Siggeirsson og Prins frá
Hörgshóli eru jafnir í níunda til tí-
unda sæti með 8,52. Keppnin fór
fram í blíðskaparveðri og áttu fjöl-
margir áhorfendur þátt í að skapa
stemmninguna.
Mikil stemmning á
kappreiðunum
Lúta frá Ytra-Dalsgerði og
Þórður Þorgeirsson sigruðu í 150
metra skeiði á 14,21 sekúndu,
Bendill frá Sauðafelli og Ragnar
Hinriksson sigruðu í 250 m skeiði á
22,61 sekúndu. í 300 metra stökki
sigraði Kósi frá Efri-Þverá og
Daníel I. Smárason á 22,14.
Feiknagóð stemmning var í fyrra-
kvöld á kappreiðunum og eru ár og
dagar síðan jafnmargir mótsgestir
á landsmóti hafa fylgst með. Þykir
þetta órækt merki um uppgang
kappreiðanna.
Ekið á fé
í Ölfusi
EKIÐ var á á með tvö lömb í
Ölfusinu í fyrrinótt. Kvöldið
áður hafði verið ekið á lamb á
svipuðum slóðum og drapst
fénaðurinn allur.
Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi er talsvert um að ekið sé
á fé sem sloppið hefur úr girð-
ingum, en lausaganga er bönn-
uð á þessum slóðum. Yfirleitt
þarf að lóga fénu hafi það ekki
drepist við að verða fyrir bílum
og bílar geta stórskemmst við
höggin.
► 1-56
Hvers virði er
öryggið?
►Lögreglan í Reykjavik hefur
undanfamar vikur breytt starfsað-
ferðum sínum og tekur nú mun
harðar en fyrr á því sem mörgum
finnst vera litlar syndir. /10
Umdeild bandalög
risa loftleiðanna
►Deildar meiningar eru um
bandaiag British Airways og Am-
erican Airlines. /12
Benjamín og Vera
í Kreml
►Einar Heimisson fórtil Moskvu
að grafast fyrir um örlög mægðn-
anna Veru og Sólveigar Erlu. /20
Færeyjaráieið
tll fullveldis
►Rætt við Hagna Hoydal sem er
32 ára ráðherra í nýrri landstjóm
Færeyja og fer með sjálfstjórnar-
mál og undirbúning færeysks full-
veldis. /24
Vegasaltið varð að
Barnasmiðjunni
►í Viðskiptum/Átvinnulífi á
sunnudegi er rætt við hjónin Elínu
Ágústsdóttur og Hrafn Ingimund-
arson sem reka Bamasmiðjuna.
/26
B
► 1-16
Spítalalíf á vígaslóð
►Fjórar íslenskar konur, tvær
þeirra læknar og tvær hjúkmnar-
fræðingar komu heim reynslunni
ríkari af starfi friðargæslusveita í
Bosníu. /1 & 2-4
Fröken úr Reykjavík
eða stúlka úr sveit
►Af lífi vinnukvenna í Reykjavík
og öðram byggðarkjömum úti á
landsbyggðinni fyrir miðja öldina.
/6
Svipmyndirfrá Eþíópíu
►Eþíópíumenn hafa ekki farið
varhluta af hungursneyð, ófriði og
sjúkdómum f tímans rás. /8
Frú Dinesen í Róm
►Hótelstýran María Dinesen hýsti
margan íslenskan iistamanninn á
árum áður. /16
c
FERDALOG
► 1-4
Safaríævintýri og
strandlíf í Kenýa
►Fyrsta beina farþegaflugið til
Afríku f vændum. /1
V-Barðastrandasýsla
►Á slóðum klerka landnáms-
manna og listamanna. /2
BÍLAR___________
► 1-4
Tímamótabíl ekið
►Hefur alla burði til að slá keppi-
nautunum við. /
Reynsluakstur
►Leganza hlaðinn búnaði. /4
Eatvinna/
RAÐ/SMÁ
► 1-16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak
Leiðari 28
Helgispjall 28
Reykjavíkurbréf 28
Skoðun 32
Minningar 33
Myndasögur 40
Bréftil blaðsins 40
fdag 42
Brids 42
Stjömuspá 42
Skák 42
Fólk í fréttum 46
Útv./sjónv. 44,54
Dagbók/veður 55
Mannl.str. lOb
Dægurtónl. 13b
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-4-8-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6