Morgunblaðið - 15.07.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1998 15
Fyrsti valréttar-
samningurinn
FYRSTI valréttarsamningurinn á
íslenskum verðbréfamarkaði var
gerður 3. júlí sl. en þá keypti líf-
eyrissjóðurinn Framsýn valrétt á
úrvalsvísitölu aðallista Verð-
bréfaþings íslands af íslands-
banka. Valréttarsamningar nýt-
ast Qárfestum m.a. til að veija
stöðu sína á markaði og gefa
þeim möguleika á spákaup-
mennsku umfram það sem hing-
að til hefur tíðkast, að því er
fram kemur í frétt frá Islands-
banka.
Á meðfylgjandi mynd sjást
Tryggvi Pálsson, framkvæmda-
stjóri íslandsbanka, Bjarni
Brynjólfsson, sjóðsstjóri hjá líf-
eyrissjóðnum Framsýn og Heiðar
Guðjónsson, verðbréfamiðlari hjá
íslandsbanka, handsala samning-
inn við undirritun.
Deutsche hyggur á
útþenslu vestanhafs
WUrzburg, Þýzkalandi. Reuters.
DEUTSCHE Bank AG kveðst
íhuga möguleika á að kaupa eða
komast í samstarf við bandaríska
fjárfestingarbanka til að skipa sér í
fremstu röð fjármálastofnana í
heiminum á næstu fimm árum.
Aðalframkvæmdastjóri Deut-
sche, Rolf Breuter sagði að bank-
inn hefði ekkert sérstakt fyrirtæki
í huga að svo stöddu, en kannaði öll
sem kæmu til greina. Bankinn væri
þess albúinn að láta til skarar
skríða ef ákjósanlegt tækifæri gæf-
ist.
Yfirlýsing Breuers mun líklega
endurvekja vangaveltur um að
stærsti banld Þýzkalands kunni að
ganga til liðs við bandaríska aðila á
við J.P. Morgan, Merrill Lynch,
Goldman Sachs, Lehman Brothers
eða PaineWebber.
Nokkrir segja af sér
Breuer reyndi einnig að eyða
efasemdum um stuðning bankans
við fjárfestingararm sinn. Nokkrir
hæfir menn eins og Frank Quattro-
ne hafa sagt skilið við bankann að
undanfömu.
Sérfræðingar hafa sagt að brott-
för þessara manna sýni að tilraun
Deutsche til að komast í röð vold-
ugustu banka heims með því að
ráða hálaunaða sérfræðinga sé
dæmd til að mistakast. Þeir segja
að bankinn verði að sameinast öðr-
um banka, kaupa annað fyrirtæki
eða leggja heimsveldisdrauma á
hilluna.
Breuer sagði að fyrirtæki, sem
til greina kæmi að kaupa, kynnu að
lækka í verði þegar verð hlutabréfa
í fjárfestingarbönkum í Wall Street
fari að falla eftir stöðugar hækkan-
ir í sjö ár. Verðið væri þó ekld aðal-
atriðið, góðir framtíðarmöguleikar
skiptu meira máli.
Hann sagði að Deutsche hefði úr
40 milljörðum marka að spila, en
kvað sameignarfyrirtæki eða sam-
starfssamning einnig koma til
greina.
Breuer harmaði brottför Qu-
attrone og tveggja samstarfs-
manna frá Kalifomíu-fyrirtæki
bankans, Technology Group, sem
hefur veitt Credit Suisse First
Boston þjónustu á tölvu- og hug-
búnaðarsviðinu.
Hann neitaði að ræða vangavelt-
ur um að Deutsche íhugi kaup á
fjárfestingarbanka í San
Francisco, Hambrecht & Quist
Inc., sem hefur sterka markaðs-
stöðu í tæknigeiranum og er met-
inn á um 1 milljarð dollara.
Shell leitar að olíu
við Falklandseyjar
London. Reuters.
ROYAL Dutch/Shell hefur tekið
við olíuleit borpallsins Borgny
Dolphin við Falklandseyjar, þar
sem Lasmo Plc hefur ekki tekizt að
finna olíu, að sögn fyrirtækisins.
Shell fær leyfi til að bora austan
við svæði þar sem fyrirtækið
Amerada Hess hætti við boranir í
maí þegar fundizt höfðu merki um
kolvatnsefni, en ekki í nýtanlegum
mæli. Amerada hóf fyrst fyrir-
tækja að bora við Falklandseyjar
seint í apríl.
Talsmaður Lasmo sagði að þótt
olía hefði ekki enn fundizt væri enn
ástæða til bjartsýni.
Leyft hefur verið að bora eftir
olíu á 12.800 ferkílómetra haf-
svæði, sem hefur verið skipt í sjö
leitarsvæði norðan við
Falklandseyjar á einu síðasta
ókannaða landgranni heims.
Næsta fyrirtæki á eftir Shell,
sem mun bora, er Lundin Oil AB í
Svíþjóð. Að svo búnu fær Amerada
Hess aftur að bora.
Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf.
Aðalfundur
Aöalfundur Hlutabréfasjóös Búnaöarbankans hf. veröur haldinn
fimmtudaginn 23. júlí 1998, kl. 16:30, Hafnarstræti 5, 4. hæö.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins fyrir liðið starfsár.
3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar.
4. Tillaga um breytingu á 5. gr. samþykkta félagsins varðandi heimild
stjórnar til hækkunar á hlutafé um allt að 500.000.000 kr. til viðbótar
við núverandi heimild, þannig að heildarhlutafé félagsins verði allt að
2.000.000.000 kr. og til að ákvarða útboðsgengi og greiðslukjör sem
skulu ráðast af virði eigna og skuldbindinga sjóðsins og
markaðsaðstæðum á hlutabréfamarkaði. Markmið með hlutafjár-
hækkuninni er að afla félaginu fjár til fjárfestinga í hlutabréfum og
öðrum framseljanlegum verðbréfum samkvæmt fjárfestingarstefnu
félagsins. Lagt er til að hluthafar víki frá áskriftarrétti sínum vegna
hækkunarinnar og að heimildin gildi til ársloka 2003.
5. Heimild félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum.
6. Kosning stjórnar.
7. Kosning endurskoðanda.
8. Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðanda.
9. Önnur mál.
BUNAÐARBANKINN
VERÐBRÉF
- byggir á trausti
Austurstræti 5, 155 Reykjavík, Sími 525-6060, Bréfasími 525-6099, Netfang, verdbref@bi.is
Sólgleraugu með styrkleika
Lausn í sólinni fyrir þá sem nota gleraugu.
Verð frá 9.500 kr.
LIIMSAINl
Aðalstræti 9, sími 551 5055